Morgunblaðið - 24.10.2019, Page 76

Morgunblaðið - 24.10.2019, Page 76
76 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI V ottun Creditinfo um framúrskarandi fyrirtæki skiptir sjóðastýringarfyr- irtækið Stefni afar miklu máli í samkeppni fyrirtækisins um hæft starfsfólk að sögn Jökuls Heiðdals Úlfssonar, framkvæmdastjóra, sem tók við starfinu í apríl á þessu ári. Hann sat áður í stjórn fé- lagsins frá árinu 2013. „Að tilheyra þeim hópi fyrirtækja sem eru vottuð framúrskarandi á Íslandi skiptir okkur máli því það gerir okkur að áhugaverðari vinnustað sem er mikilvægt í samkeppninni um hæft starfsfólk en það er lykilatriði fyrir þekkingarfyrirtæki eins og Stefni. Þá skiptir vottunin einnig miklu máli fyrir viðskiptavini okkar því Stefnir er byggður á öflugum stoð- um bæði hvað varðar traustan rekstur, góða stjórnarhætti og gott orðspor. Í störfum okk- ar hjá Stefni leggjum við áherslu á langtíma- viðskiptasamband sem byggist á trausti og vottunin er einn liður í að viðhalda því trausti,“ segir Jökull. Styrkurinn felst í fjölbreyttri þekkingu Stefnir er stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins og skipta hlutdeildarskírteinishafar tugum þúsunda en við síðasta árshluta- uppgjör námu eignir í stýringu félagsins 337 milljörðum króna. Félagið hefur verið á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki frá árinu 2012 en að sögn Jökuls hefur Stefnir sýnt fram á mikla aðlögunarhæfni og endurtekið frum- kvæði í krefjandi umhverfi á undanförnum árum. „Styrkur okkar felst í fjölbreyttri þekk- ingu, reynslu og hæfni starfsfólks. Árangur undanfarinna ára má einkum þakka menning- unni og traustum innviðum Stefnis og þar vil ég helst nefna góðan liðsanda, áherslu á teymisvinnu, frumkvæði starfsfólks og fagleg vinnubrögð m.t.t. langtímasjónarmiða, segir Jökull. Ávöxtun sjóða Stefnis hefur að sögn Jökuls verið með ágætum á undanförnum árum í öll- um eignaflokkum. Að sögn Jökuls hefur Stefnir nokkra sérstöðu hvað varðar stærð meðal innlendra og erlendra hlutabréfasjóða auk blandaðra sjóða. „Verðbréfa- og fjárfestingasjóðir Stefnis fjárfesta einkum í skráðum hluta- og skulda- bréfum á innlendum og erlendum mörkuðum. Innan Stefnis starfar einnig teymi í sérhæfð- um fjárfestingum sem rekur fagfjárfestasjóði sem meðal annars fjárfesta í óskráðum fyr- irtækjum og fasteignaþróunarverkefnum,“ segir Jökull „Okkar sérstaða er kannski líka fólgin í því að við erum að reka á íslenskan mælikvarða stóran erlendan verðbréfasjóð, Katla Fund. Þar erum við að fjárfesta í skráðum erlendum hlutabréfum,“ segir Jökull en tekur fram að langstærstur hluti eigna í stýringu hjá Stefni fari í fjárfestingar hér á landi. Aðspurður hvar helstu áhættuþættir liggja í starfsemi Stefnis segir Jökull að því fylgi mikil ábyrgð að taka við fjármunum frá ein- staklingum, fyrirtækjum og stofnanafjár- festum til ávöxtunar. „Heilbrigð fyrirtækjamenning og traustir innviðir eru lykilatriði í starfsemi sjóðastýr- ingarfyrirtækja. Auk þess skiptir áhættustýr- ing og innra eftirlit miklu máli. Stjórn Stefnis hefur lagt áherslu á og stutt við þá ábyrgu fyrirtækjamenningu sem einkennir starfsemi Stefnis. Orðspor Stefnis og traust til félagsins hefur áunnist yfir langan tíma og því þarf stöðugt að viðhalda með þjálfun og fræðslu. Starfsfólk Stefnis er mjög meðvitað um mik- ilvægi þess og stendur fyllilega undir því,“ segir Jökull Meira krefjandi þegar markaðurinn er grunnur Spurður út í það hvort það sé meira krefj- andi að reka sjóðastýringarfyrirtæki á tímum eins og nú um stundir þar sem hagkerfið virðist vera að kólna segir Jökull að það sé ávallt krefjandi verkefni að reka verð- bréfasjóði. „Það er alltaf krefjandi að stýra verð- bréfasjóðum. Við erum í samkeppni um að standa okkur vel hvort sem markaðurinn er í upp- eða niðursveiflu. En það er kannski meira krefjandi þegar markaðurinn er grunn- ur,“ segir Jökull. „Mér finnst sjálfum svolítið áhyggjuefni hvað það er lítill áhugi almennt á innlendum hlutabréfum. Það eru því miður of fáir hlut- hafar og lítil viðskipti. Mín skoðun er sú að verðbréfamarkaðurinn sé mikilvæg stoð í hagkerfinu okkar. Það skiptir mjög miklu máli fyrir atvinnulífið að það sé virkur og góður verðbréfamarkaður með skilvirkri verðmyndun.“ peturh@mbl.is Virk verðmyndun á verðbréfa- markaði skiptir miklu máli Morgunblaðið/Eggert 46. sæti STEFNIR Stórt 46. sæti Jökull Heiðar Úlfsson Stefnir er aðili að reglum um ábyrgar fjár- festingar, PRI (e. Principles for Respons- ible Investment), sem þróaðar voru af al- þjóðlegum hópi stofnanafjárfesta og eiga að endurspegla mikilvægi umhverfis-, samfélags- og stjórnarhátta í fjárfestingarferli fjárfesta. Að sögn Jökuls vill Stefnir, með því að taka tillit til um- hverfismála, félagslegra þátta og góðra stjórnarhátta, leggja sitt af mörkum til þess að hafa jákvæð áhrif á samfélagið, eigendum í sjóðum og öðrum haghöfum til góðs. „Stjórn Stefnis samþykkti stefnu um ábyrgar fjárfestingar á árinu 2018 og vinnum við nú að innleiðingu hennar. Við sjóðastýringu verðbréfa- og fjárfesting- arsjóða verðum við að tryggja áreiðan- leika við val á fjárfestingum sjóða með hagsmuni hlutdeildarskírteinishafa að leiðarljósi. Fullnægjandi skilningur og þekking á þeim fjárfestingarkostum sem standa sjóðunum til boða þarf að vera fyrir hendi í upphafi fjárfestingar og yfir fjárfestingartímabil hennar, þar með talin þau umhverfismál og þeir félagslegu þættir og stjórnarhættir sem hafa áhrif á samfélag okkar til skemmri og lengri tíma. Við finnum fyrir því, sérstaklega frá yngra fólki, að það setur umhverfis- og félags- leg málefni fyrir sig þegar kemur að fjár- festingum,“ segir Jökull og heldur áfram. „Við teljum góða stjórnarhætti vera veigamikinn þátt í árangri Stefnis sem leiðandi sjóðastýringarfyrirtækis á Íslandi. Góðir stjórnarhættir eiga að stuðla að réttum hvötum til að sækja þau tækifæri sem þjóna hagsmunum fyrirtækisins, hluthöfum og almenningi, jafnframt því sem góðir stjórnarhættir auðvelda einnig stjórn að sinna eftirlitshlutverki sínu á skilvirkan hátt.“ Yngra fólk sérstaklega áhugasamt Jökull segir það áhyggjuefni hversu lítill áhugi almennt er á innlendum hlutabréfum. Það séu of fáir hluthafar og lítil viðskipti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.