Morgunblaðið - 24.10.2019, Page 92
92 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI
Þ
egar leitað er í greinasöfnum dag-
blaðanna má sjá að vöxtur hugbún-
aðarfyrirtækisins Men&Mice (áður
Menn & mýs) hefur að miklu leyti
farið fram á bak við tjöldin. Samt er félagið
leiðandi á sínu sviði og selur lausnir sínar til
margra stærstu fyrirtækja heims. Nær allar
tekjur fyrirtækisins koma erlendis frá og
námu þær 3,5 milljónum dala árið 2015 en
voru komnar upp í 7,5 milljónir árið 2018.
Skrifast þessi mikla tekjuaukning á að aukinn
kraftur var settur í markaðsstarf Men&Mice
og leiddi m.a. til þess að tókst að landa risa-
samningi við bandaríska hraðsendingafyrir-
tækið FedEx. Er fyrirtækið vel að því komið
að hljóta nýsköpunarverðlaun Creditinfo.
Magnús Eðvald Björnsson er fram-
kvæmdastjóri Men&Mice og segir hann að
árangurinn að undanförnu sé afrakstur nærri
tveggja áratuga þróunarstarfs og fjögurra
ára markaðsvinnu. „Við mörkuðum okkur þá
stefnu að leggja aukinn kraft í markaðs-
setningu, og tókum m.a. þátt í tæknisýn-
ingum þar sem við kynntum vörur okkar. Í
tilviki FedEx gengum við í gegnum langt ferli
þar sem hugbúnaður okkar var tekinn ræki-
lega út og borinn saman við lausnir keppi-
nautanna, og kallaði á tíða fundi og ferðalög.“
Aðspurður hvort það hafi valdið stjórn-
endum einhverjum áhyggjum að verja bæði
auknu fé og tíma í markaðsstarfið segir
Magnús svo ekki vera. „Í mínum huga var
það aldrei spurning að þetta væri rétt stefna.
Má segja að við höfum byrjað á öfugum enda
miðað við keppinauta okkar, sem margir hafa
lagt meira upp úr markaðs- og sölustarfi en
vöruþróun. Aftur á móti höfum við lengi vel
lagt ofuráherslu á þróunarhlutann, en van-
ræktum markaðshliðina.“
Í dag starfa um 30 manns hjá Men&Mice.
Fyrirtækið er með starfsstöðvar í Bandaríkj-
unum og í Þýskalandi en þróunarstarfið fer
fram á Íslandi. Fyrirtækið var stofnað árið
1990 af Pétri Péturssyni, Jóni Aðalsteinssyni
og Kristni Eiríkssyni en sá síðastnefndi
kvaddi fyrirtækið og hinir tveir seldu nýverið
eignarhlut sinn. Var það sjóður undir stjórn
Stefnis sem keypti hlutina, og einnig þá hluti
sem voru í eigu englafjárfesta og Nýsköp-
unarsjóðs atvinnulífsins.
Innviðir internetsins
En hvað er það eiginlega sem fyrirtækið
smíðar? „Í fyrstu vorum við að gera alls kyns
hugbúnað, og smíðuðum t.d. smáforrit fyrir
Macintosh-tölvur. Þá varð hugbúnaðarfyrir-
tækið Mentor fyrst til sem verkefni innan
veggja Men&Mice, en í hartnær tvo áratugi
hefur áherslan verið á hugbúnað sem myndar
innviði netkerfa,“ útskýrir Magnús.
Forritin frá Men&Mice eru þess eðlis að
flest okkar nota þau, eða hugbúnað þeim lík-
an, dags daglega en án þess að vita af því.
Fæstir skilja jú hvernig innviðir netsins líta
út, og taka því sem jafn sjálfsögðum hlut að
netið virki eins og það virkar, og að vatn
komi úr krana þegar skrúfað er frá.
„Ef spurt væri hver er flóknasta og
stærsta smíði mannkyns þá hlyti svarið að
vera internetið. Þessi uppfinning, sem í byrj-
un var hönnuð til að tengja saman örfár tölv-
ur, hefur núna vaxið svo mikið að í kringum
50 milljarðar tækja af öllum mögulegum toga
eru tengd við netið. Er því spáð að eftir tíu ár
til viðbótar verði 500 milljarðar tækja með
nettengingu, allt frá tölvum, prenturum og
símum yfir í sjónvörp og þvottavélar,“ út-
skýrir Magnús.
Öll þurfa þessi tæki að hafa sitt einstaka
auðkenni, og innviðir netsins þurfa að tengja
þau saman eftir þörfum, samhliða því að ráða
við þann gríðarlega vöxt sem á sér stað. „Það
mætti líkja internetinu við fjölbýlishús sem
var upphaflega tíu hæðir, en svo var smám
saman bætt við og byggt ofan á: fyrst 20, svo
40, og svo mörg hundruð þúsund hæðum til
viðbótar. Allt þarf samt að ganga eðlilega fyr-
ir sig þó húsið stækki, og líf íbúanna að hafa
sinn vanagang. Augljóslega er meira en að
segja það að byggja slíkt hús og viðhald int-
ernetsins í gegnum þennan gífurlega vaxtar-
fasa hefur verið mikið grettistak þar sem
hugbúnaður Men&Mice hefur hjálpað til.“
Sveigjanleg lausn
Það sem aðgreinir Men&Mice frá keppi-
nautunum er að þeir sem nota hugbúnað
þeirra hafa meiri sveigjanleika og geta hvort
heldur nýtt á eigin tækjabúnaði eða notað
þjónustur í skýinu. „Keppinautar okkar selja
heildarlausnir sem leyfa ekki að nota neitt
annað en staðarnet fyrirtækja og stofnana en
svo kom skýjavæðingin til sögunnar og fór að
spila æ stærra hlutverk í daglegum rekstri.
Er hægt að staðsetja okkar hugbúnað hvar
sem er í þessu tækniumhverfi og þarf ekki að
kaupa heildarlausn heldur bara þá hluta sem
viðskiptavinurinn þarf með tilheyrandi sveigj-
anleika.“
Er raunar svo komið að tæknirisar eins og
Intel og Microsoft – sem jafnvel selja hug-
búnað í samkeppni við Men&Mice, eru komn-
ir í viðskiptahóp íslenska smáfyrirtækisins.
„Ástæðan er sú að okkar vara fullnægir betur
þörfum upplýsingatæknisviða þessara fyrir-
tækja. Okkar lausn er byggð fyrir stórfyrir-
tæki og uppfyllir allrar þær kröfur sem þau
setja, á meðan t.d. varan sem Microsoft hann-
ar og selur er meira hugsuð fyrir þarfir
smárra og meðalstórra fyrirtækja.“
En nú hlýtur velgengni Men&Mice að fara
að vekja athygli og samningurinn við FedEx
ætti varla að fara fram hjá keppinautunum.
Er ekki hætt við að eitthvert risafyrirtækið
sjái sér hag í því að smíða hugbúnað með
sömu áherslum og Men&Mice, og boli þeim
út af markaðinum? „Þetta er áhugaverð
spurning, því fyrr í vikunni sá ég nýja blogg-
færslu frá einum af okkar helstu samkeppnis-
aðilum þar sem þau lýstu framtíðarstefnu
sinni og ef þú hefðir bara skipt út nafni fyrir-
tækisins fyrir okkar þá hefði færslan allt eins
getað verið skrifuð hjá Men&Mice. Vitaskuld
glötum við forskotinu ef við stöndum kyrr og
heltumst smám saman úr lestinni en við höf-
um greinilegt forskot í dag sem er afleiðing
nærri tveggja áratuga forgangsröðunar og
birtist í öllu okkar viðskiptamódeli og vöru-
hönnun. Fyrir keppinauta okkar sem fóru í
hina áttina er hægara sagt en gert að ætla að
breyta um stefnu og gera það sama og við
höfum verið að gera.“
Að því sögðu er aldrei að vita hvað fram-
tíðin mun bera í skauti sér og segir Magnús
spennandi að sjá til hvers salan til fjárfesting-
arsjóðs Stefnis mun leiða. Hver veit nema ný-
ir eigendur vilji stækka fyrirtækið hratt, eða
kannski að Men&Mice geti orðið verðmæt
deild innan stærra tæknifyrirtækis. „Með
nýjum eigendum var tekið fyrsta skrefið í
mjög áhugaverðri og spennandi vegferð, og á
sama tíma sjáum við mörg tækifæri til útrás-
ar og vaxtar enda á þörfin eftir lausn eins og
þeirri sem við erum að bjóða bara eftir að
aukast.“
ai@mbl.is
Markaðsstarfið bar ávöxt
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Framúrskarandi
nýsköpun
MEN&MICE
Magnús Eðvald
Björnsson
Þegar Menn & mýs var stofnað vildi það loða við fyrirtækið að fólk héldi að þar væri aug-
lýsingastofa á ferð. „Ég hef lengi reynt að átta mig á hvers vegna það var, og held að
ástæðan sé að á þessum tíma var mjög algengt að auglýsingastofur hefðu „&“ í nafninu
sínu, s.s. Salt & pipar og Nonni & Manni,“ segir Magnús.
Nýlega var svo tekin sú ákvörðun að breyta nafninu, nota alfarið ensku útgáfuna og
gera að einu orði frekar en þremur; Men&Mice. „Þurftum við að gera það til að fyrirbyggja
rugling, enda hafði það gerst í millitíðinni að bandarísk hljómsveit með nafnið Of Mice &
Men náði miklum vinsældum, auk þess að leitarvélarnar áttu það til að rugla okkur saman
við skáldsögu Johns Steinbecks,“ útskýrir Magnús. „Að ætla að stytta nafnið niður í M&M
hefði hins vegar gert ástandið enn verra.“
Nafninu komið á hreint
Magnús E. Björnsson segir sam-
keppnina harða. „Vitaskuld glöt-
um við forskotinu ef við stöndum
kyrr og heltumst smám saman úr
lestinni, en við höfum greinilegt
forskot í dag sem er afleiðing
nærri tveggja áratuga forgangs-
röðunar og birtist í öllu okkar við-
skiptamódeli og vöruhönnun.“
Gaman er að sjá hvernig áherslurnar í ís-
lensku atvinnulífi eru allt aðrar í dag en þær
voru fyrir aðeins einum eða tveimur áratug-
um. Í dag reyna velflest fyrirtæki að hafa
nýsköpun að leiðarljósi, ótal spennandi
sprotar líta dagsins ljós ár hvert, og mörg
öflugustu félög landsins byggja árangur
sinn á hugviti og hönnun.
Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmda-
stjóri Icelandic Startups, segir viðhorfið til
nýsköpunar hafa breyst mjög hratt. „Það
var ekki fyrr en árið 2012 að við sáum fyrstu
hraðlana fara í loftið og fyrsta stóra íslenska
nýsköpunarráðstefnan var haldin. Nýsköp-
unarumhverfið sem áður var óskipulagt er í
dag komið í röð og reglu og blómlegt ný-
sköpunarsamfélag hefur orðið til.“
Icelandic Startups var einn af samstarfs-
aðilum Creditinfo við val á því fyrirtæki sem
myndi hljóta nýsköpunarverðlaunin í ár.
Hún segir Men&Mice hafa orðið fyrir valinu
fyrir margra hluta sakir,
s.s. vegna hás hlutfalls út-
flutningstekna, hás hlut-
fall fjárfestingar í rann-
sóknum og þróun, öflugs
viðskiptavinahóps og
góðs tekjuvaxtar. Fyrir-
tækið sé á mikilli siglingu
og gaman verði að fylgj-
ast með þróuninni á
næstu árum.
Spurð hvað mætti gera til að örva ný-
sköpun enn frekar segir Salóme að á und-
anförnum misserum hafi verið stigin mörg
skref í rétta átt. Þannig hafi stjórnvöld ný-
lega kynnt metnaðarfulla stefnu í nýsköp-
unarmálum og háskólarnir sett á fót meist-
aranám í nýsköpun og viðskiptaþróun.
Margir bindi líka vonir við tækniyfirfærslu-
skrifstofuna Auðnu sem á að tengja saman
atvinnulífið og rannsókna- og vísindastarf
háskólasamfélagsins.
„Við þurfum m.a. að gera Ísland að að-
laðandi áfangastað fyrir erlenda sérfræð-
inga enda vantar okkur fólk með sérþekk-
ingu á ákveðnum sviðum. Þar geta alls
kyns smáatriði skipt máli og er það t.d. al-
gengasta spurningin sem íslenskt tölvu-
leikjafyrirtæki fær þegar það vill ráða til sín
erlenda starfsmenn, hvort Amazon Prime
nái ekki örugglega til Íslands,“ segir Sal-
óme.
Þá þarf enn að bæta fjármögnunar-
umhverfið. „Sjóðum hefur fjölgað en eftir
sem áður vantar fjármagn á Íslandi til að
styðja við vöxt fyrirtækja sem hafa náð
ákveðinni stærð. Þegar vantar um 10-15
milljóna dala innspýtingu, eða meira, þá er
þannig upphæðum ekki til að dreifa hér á
landi og of stór biti fyrir framtakssjóðina.
Erlendu fjármagni fylgir einnig sérþekking
sem er ekki síður mikilvæg.“
Hægt að skapa enn betri umgjörð
Salóme
Guðmundsdóttir