Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2019, Blaðsíða 15
Erró vinsæll hjá ferðamönnum Í fyrra var haldin einkasýning á verkum Ey- borgar Guðmundsdóttur og í janúar verður opn- uð einkasýning á verkum Ásgerðar Búadóttur. „Mér finnst mjög mikilvægt að þessar konur sem hafa skipt máli í íslenskri listasögu fái einkasýningar. Verk þeirra eru oft sýnd í sam- hengi við verk annarra kvenna eða í samhengi við þann miðil sem þær eru að vinna í og „sleppa“ þannig inn. Þótt Ásgerður hafi áður fengið einkasýningu held ég að hún tali inn í tíðarandann í dag,“ segir hún. „Þegar maður er að skoða íslenska listasögu þarf maður að gefa þessu gaum og líklega yfirsést manni eitthvað, það er bara þannig. Íslensk myndlist er á háu plani; það eru frá- bærir listamenn hér í þessu pínulitla sam- félagi. Við myndum mjög gjarnan vilja sýna svo miklu meira en þurfum að vinna innan þess ramma sem við höfum,“ segir hún og bætir við að hennar ósk væri að borgin myndi kaupa aðra hluta Hafnarhússins undir myndlist. „Hugmyndir eru margar og með meira rými skapast tækifæri til að sýna meira af þeim mikilvægu verkum sem safnið á þannig að hægt sé að ganga að yfirliti íslenskrar sam- tímalistar.“ Það er hugsað langt fram í tímann hjá Lista- safni Reykjavíkur. „Árið 2022 ætlum við að setja upp stóra yfir- litssýningu Errós sem tekur á öllum hans ferli. Hann er yfirleitt nálægur hérna í minni sýning- um og við finnum alltaf fyrir því þegar við erum ekki með hann því útlendingar koma margir sérstaklega til að sjá hann. Þessi Erró-sýning er hugsuð sem farandsýning og mun því fara ut- an,“ segir Ólöf og bætir við að árið 2023 verður hálfrar aldar afmæli Kjarvalsstaða fagnað. Út fyrir sýningarsalinn Talið berst að list í almannarými en Listasafn Reykjavíkur sér um útilistaverk borgarinnar. „Ég held að myndlist í borgarlandinu skipti miklu máli fyrir upplifun fólks af borginni. Mörg verkanna eru minnisvarðar, sem er ein tegund af list, en önnur hvetja fólk til að nota og upplifa ákveðin svæði eða rými. Þúfan, sem er stórt og metnaðarfullt verk, hefur til dæmis þau áhrif að fólk fer á þennan stað og upplifir borgina frá öðru sjónarhorni og fólk á stund með þessu listaverki á stað sem það hefði ann- ars aldrei heimsótt,“ segir hún. „Ég er sannfærð um að list í almannarými sé mikilvæg því listin er þar með komin út fyrir af- mörkuð sýningarými. Þetta ár er helgað mynd- list í almannarými en við byrjuðum árið á að til- kynna verk sem vann samkeppni Reykjavíkur- borgar um útilistaverk og á að fara upp í Vogabyggð. Það vakti talsverða athygli á list í al- mannarými,“ segir hún en mikið fjaðrafok var í samfélaginu yfir þessu verki og þótti sumum illa farið með almannafé. Einnig efuðust sumir um að trén myndu lifa af, en tillagan sem vann var verk þar sem pálmatré standa inni í glerhjúpum. Verður verkið sett upp? „Já, það hefur ekki verið tekin ákvörðun um annað,“ segir Ólöf og segir fordæmi fyrir því að fólk sé efins þegar gera á eitthvað nýstár- legt og nefnir Vatnsbera Ásmundar Sveins- sonar í því samhengi. „Fólk verður óöruggt gagnvart nýstárlegum hugmyndum. En það er engin ástæða til að vé- fengja þær tæknilegu útfærslur sem fylgja verkinu. Ég held að við mættum verja meira fé í list í almannarými og það mætti vera oftar svona samkeppni. En það er kannski hollt fyrir okkur að ræða annað slagið hvað sé list.“ Kjarvalsstaðir í sókn Ólöf segir dagana fjölbreytta og varla hægt að lýsa dæmigerðum degi safnstjóra. Hún situr fundi, tekur þátt í teymisvinnu, skipuleggur sýningar og sér um sýningarstjórnun í og með. „Starfið snýst að miklu leyti um samskipti. Bæði innan borgarkerfisins og utan, við lista- menn, við aðrar menningarstofnanir og aðila í útlöndum. Það er gríðarlega mikil undirbún- ingsvinna fyrir hverja sýningu og margt sem þarf að hugsa um á vinnustað sem ber ábyrgð á ómetanlegum menningarverðmætum. Svo þarf að huga að fjárhagshliðinni,“ segir Ólöf og seg- ir þau reyna að vinna vel úr því fé sem þau fá. „Miðað við afraksturinn hér ættum við að vera fleiri. En það er í raun áskorun fyrir okk- ur. Það er enginn að biðja okkur um að vera svona góð,“ segir hún og hlær. „Þetta er mjög metnaðarfullur hópur. Við öflum nánast alls þess fjár sem fer í verkefnin hjá okkur með aðgangssölu, í gegnum versl- anirnar, í gegnum samstarfssamninga og út- leigur. Stærsti hlutinn er þó í gegnum að- gangssölu og verslanir. Við öflum rúmlega 30% sem er mjög mikið miðað við opinbert safn. Flestir sem borga aðgangseyrinn eru er- lendir ferðamenn og við finnum strax fyrir því þegar ferðamönnum fækkar og við finnum það sérstaklega hér í Hafnarhúsinu,“ segir hún. „Á Kjarvalsstöðum hefur okkur hins vegar tekist að auka aðsóknina gríðarlega mikið, bæði Íslendinga og útlendinga. Kjarvalsstaðir halda okkur á floti núna en við höfum verið að vinna að því markvisst í nokkur ár að ná upp aðsókn- inni á Kjarvalsstöðum og það hefur tekist. Þetta er svo fallegt hús og það á að vera alltaf örtröð þar,“ segir Ólöf og bætir við: „Í söfnin koma á milli 200 og 220 þúsund manns á ári. Þar af eru um tíu þúsund nemendur; skólahópar á öllum skólastigum, allt frá leikskóla og upp í háskóla.“ Meiri áhrif sem safnstjóri Ertu mjög skipulögð manneskja með góða yf- irsýn? „Ég held að ég hafi mjög góða yfirsýn og sé nokkuð skipulögð. Veikleikinn minn er sá að mér finnst allt skipta máli. Ég þarf að gefa gaum að stóru myndinni en mér finnst allt skipta máli. Ég er að reyna að vera ekki með puttana í öllu,“ segir hún og hlær. Spurð um hvað sé erfiðast við starfið svarar Ólöf: „Peningahliðin er auðvitað alltaf áskor- un. Svo er það þannig að ekki líkar öllum við breytingar og þær hafa ekki alltaf verið auð- veldar en það er hlutverk stjórnandans að tak- ast á við það að fylgja eftir sinni sýn.“ Skemmtilegast við starfið finnst Ólöfu að kynnast einhverju nýju og geta kynnt það fyr- ir öðrum. „Að geta teflt fram hugmyndum sem fólki finnast áhugaverðar og vekja menn til umhugsunar. Svo er gaman að sjá gestunum fjölga en það verða líka að vera gæði á bak við þær tölur. Það er áskorunin fyrir okkur í þess- ari ferðamannabylgju að gleyma okkur ekki í því; að það sé allt í besta lagi af því að það koma svo margir túristar. Við þurfum að tryggja að Íslendingar líti á safnið sem áhuga- verðan viðkomustað,“ segir hún. „Listasöfnin eru að þróast mikið og kröfur gesta að breytast. Við þurfum að bjóða upp á opið og aðgengilegt umhverfi þar sem fólk upplifir örvun á fjölbreyttan hátt.“ Svona að lokum, ertu eitthvað að mála? „Nei,“ segir Ólöf og hlær. „Ég er stundum spurð að þessu og það er eins og því ætti að fylgja tregi að vera hætt að mála. En það er alls ekki þannig. Ég er á réttri hillu. Ég held að ég hafi miklu meiri áhrif sem safnstjóri en málari.“ Morgunblaðið/Ásdís ’Íslensk myndlist er á háuplani; það eru frábærir lista-menn hér í þessu pínulitla sam-félagi. Við myndum mjög gjarn- an vilja sýna svo miklu meira en þurfum að vinna innan þess ramma sem við höfum. 27.10. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.