Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2019, Blaðsíða 17
27.10. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17
Gnarrtíma, þótt nokkuð hafi þá þegar verið úr því
dregið.
Endingarsnautt sprell
Það þótti mörgum fyndið og „gott á stjórnmálamenn-
ina“ þegar Gnarr komst að, en það varð ekki gott fyr-
ir neinn. Það munaði raunar sáralitlu á stuðningi við
lista Sjálfstæðisflokksins og Besta flokksins eða að-
eins 660 atkvæðum! En það sem gerðist eftir kosn-
ingar var að tveir flokkar, Samfylking og Vinstri
grænir, tóku yfir stjórn borgarinnar.
Þá sat vinstri stjórn Jóhönnu og Steingríms J. við
völd í landinu og hafði aðeins setið í rúmt ár. Engin
ríkisstjórn hefur orðið eins óvinsæl á jafnskömmum
tíma og sú stjórn. Þó töluðu þau tvö í síbylju um það,
að þau væru að moka flórinn og bjarga landinu á
meðan þau efndu til átaka, illinda og illvilja á öllum
sviðum þegar samstaða var brýnust. Steingrímur lét
sjálfur hafa eftir sér svo oft að það var orðið hlægilegt
að enginn maður hefði unnið eins mikið og vel og
hann sjálfur í stjórnarráðinu, „enda varð hér hrun!“
Og hvernig þótti fólkinu í landinu sú vinna? Fyrsta
raunverulega mælingin á því fékkst einmitt í sveitar-
stjórnarkosningunum 2010 eftir að ríkisstjórn tví-
höfðanna hafði setið í eitt ár. Í Reykjavík fór Sam-
fylkingin úr 26,9% niður í 19,1% og VG beinlínis
hrundi, þrátt fyrir allan mokstur Steingríms og
missti nær helming fylgis síns og fór úr 13,2% fylgi í
7,2%.
Þessir tveir stjórnarflokkar ákváðu að taka ekkert
mark á skilaboðunum.
Gleggsta merkið um það að kjósendum líkaði
hvorki framgangan í borgarstjórninni né skorturinn
á raunverulegri stjórnarandstöðu var þátttakan í
næstu kosningum á eftir. Þá hrundi hún niður í rúm
60 prósent sem var það langminnsta sem sést hafði.
Raunverulega samsærið sést
Vestur í Bandaríkjunum halda demókratar áfram
með úkraínumálið sitt, sem á að fá menn þar til að
gleyma því hvernig fór með rannsóknina á „þjófnaði
Rússa á forsetakosningum“ þar.
Tveggja ára rannsókn margra tuga manna hóps af
saksóknurum og FBI-liðum með víðtækar heimildir
gufaði algjörlega upp.
Toppurinn á þeirri bráðnun (má kalla það glópa-
bráðnun) var yfirheyrsla yfir sérstaka saksókn-
aranum sem gat ekki rennt stoðum undir eina ein-
ustu kenningu demókrata og virtist að auki þekkja
illa til skýrslunnar sem við hann er kennd.
Nú eru demókratar í fulltrúadeildinni að rannsaka
símtal Trumps við starfsbróður sinni í Kiev á lok-
uðum fundum þar sem þeir einir þingmanna hafa
nokkurt hlutverk eða vald!
Það gerði rannsókninni óleik að Trump lét senda
þeim uppskrift af símtalinu, en slíkt og þvílíkt hafa
forsetar aldrei tekið í mál. Demókratar höfðu treyst á
að þeir myndu geta lekið völdum frásögnum úr
meintum bútum úr samtalinu allt fram undir næstu
kosningar.
Vandi þeirra er að auki sá að hegðun Biden-
feðganna, á meðan sá eldri gegndi stöðu varaforseta,
er mjög óþægileg, svo ekki sé fastar kveðið að.
Fá sjálfir að bergja á beiskum bikar
En vondu fréttirnar fyrir demókrata eru þær, að nú
miðar vel í rannsókn á því furðuverki sem samsærið
um rússagaldurinn reyndist vera.
Saksóknarinn, John Durham, sem hefur verið að
kanna málatilbúnaðinn, hefur nú, samkvæmt ákvörð-
um dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hafið rétt-
arrannsókn á því hvernig þetta mál var hannað og
soðið saman á æðstu stöðum Obama-stjórnarinnar.
Það gerir Durham hér eftir með öllum þeim þving-
unarúrræðum sem slíkri rannsókn fylgja.
Demókratar eiga óhægt um vik með að gera Dur-
ham tortryggilegan, þótt þeir og stuðningsmiðlar
þeirra hafi þó þreifað fyrir sér um það, því að tveir
dómsmálaráðherrar demókrata höfðu áður falið hon-
um flókin mál sem hann hafði skilað með eftirtekt-
arverðum árangri, sem mjög var hrósað.
Það virðist þegar blasa við að tveir æðstu yfirmenn
í leyniþjónustum ríkisins, Brennan og Clapper, hafi
tekið þátt í því að hanna atburðarásina sem átti að
sanna samsærið og þeir, ásamt æðstu yfirmönnum
FBI, vissu að „skýrslur og skjöl“ sem notuð voru til
að elta uppi og hlera menn sem unnu að kosningabar-
áttu Trumps og til að senda á þá menn með tilbúna
sögu, nöfn og fortíð til að leiða þá og aðra í gildru.
Það alvarlega við þetta allt er að þetta var gert í að-
draganda kosninga sem „varaplan“ til að nýta ef svo
„hræðilega“ tækist til að Trump ynni, þvert á allar
spár.
„Stóru fjölmiðlarnir“ fræg blöð og stöðvar eiga erf-
itt með að taka á málinu þar sem þau hafa gagnrýn-
islaust fylgt málatilbúnaðinum eftir á þriðja ár.
Þeir reyna enn að gera eins lítið úr og hægt er, en
það verður sífellt flóknara, enda heiður þeirra í húfi.
Ekki er lengur um það deilt að megingagnið í mál-
inu, sem framan af var kallað „The Trump Russian-
dossier“, nú oftast „the Steele-dossier“, kennt við
fyrrverandi breskan njósnara sem sauð uppspunann
saman, var pantað og greitt af Demókrataflokknum
og kosningastjórn Hillary Clinton.
FBI og leyniþjónusturnar létu undir höfuð leggjast
að upplýsa leynidómstóla, sem veita heimildir til að-
gerða, um hvort tveggja, hver pantaði þessi plögg og
greiddi fyrir þau og eins hitt að „upplýsingar“ voru
ekki sannreyndar.
Dómararnir voru blekktir til að veita þessum að-
ilum víðtækar heimildir til að hefja aðgerðir eins og
þær sem að framan var lýst.
Nixon hvítþveginn
engill í samanburðinum
Eins og málið horfir við nú verður samsæri Nixons
gamla að mús við hliðina á mannýgu nauti.
Mál Nixons snerist um innbrot í skrifstofu demó-
krata í Watergate fyrir kosningarnar 1972 sem Nixon
vann með yfirburðum.
Ekkert hafðist upp úr því innbroti, sem breytir þó
ekki neinu um gerninginn.
Þó margir hafi þá og ætíð verið tilbúnir til að trúa
öllu illu upp á Nixon þá heldur því enginn fram nú að
hann hafi vitað um eða komið nálægt þessu víðfræga
innbroti. En hann gerði sig hins vegar sekan um að
leggja stein í götu við rannsókn málsins. Hvort
tveggja sönnuðu segulböndin sem námu allt sem for-
setinn sagði í Hvíta húsinu, með sama hætti og speki
Johnsons og Kennedys á undan honum.
Spólur Kennedys munu nú geymdar á forseta-
bókasafni hans í Boston, með banni um að á þær verði
hlustað fyrr en liðin verður öld frá lokum embætt-
istíðar hans. Því er haldið fram að þá verði ekki víst
að nokkuð muni heyrast af böndunum því að þau hafi
takmarkaðan endingartíma.
Ekkert af því sem Trump var sakaður um og
reyndist innihaldslaust nær máli við hliðina á því
samsæri sem yfirmenn helstu leyniþjónustustofn-
ananna og sjálfrar alríkislögreglunnar FBI kunna að
hafa staðið að, samkvæmt því sem þegar er komið
fram og einkum þó því sem alvörurannsókn er talin
líkleg til að sýna.
Hlutdrægir fjölmiðlar í Bandaríkjunum síðustu ár-
in, sem þó eiga merka sögu og æru fjölda mikilhæfra
starfsmanna að verja, sem og eigin trúverðugleika til
framtíðar, munu fyrr eða síðar sveigja frá glórulausri
þátttöku sinni í samsærissmíðinni sem nú liggur möl-
brotin í fangi þeirra og munu forðast að láta fram-
haldið draga sig alla leið niður í fallinu.
Það gerir minna til hvort íslenska ríkisútvarpið
muni einhvern tíma frétta af því hvernig mál eru að
veltast þarna vestra.
Það er ólíklegt og gerir raunar ekkert til.
Bara alls ekkert.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon