Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2019, Blaðsíða 24
Hjónin Lilja Björk og GuðmundurMagni voru með allra fyrstu íbú-um í Foldahverfinu í Grafarvogi og hafa búið á sama stað í þrjátíu og fimm ár. Guðmundur vinnur við viðhald í Hörpu og nálgast óðfluga 67 ára aldurinn en kona hans Lilja, leikskólakennari, er einu ári yngri. Í Grafarvogi ólu þau upp börn sín fjögur og þegar þau voru að nálgast fertugt gafst loks tími fyrir áhugamál. Um leið og ungarnir voru flognir úr hreiðrinu reimuðu þau á sig hlaupaskóna og héldu af stað. Þau höfðu þá aldrei stundað hlaup en byrjuðu strax í hlaupahópi Grafarvogs, sem heitir nú hlaupahópur Fjölnis. Það var árið 1995 og hafa þau hlaupið meira og minna síðan. Þau fundu sig vel í hlaupinu og áður en varði lá leiðin í maraþon. Það átti eftir að vinda upp á sig svo um munar. „Það stóð aldrei til að taka þátt í mara- þoni,“ segir Guðmundur og brosir. „Við höfum eignast mikið af vinum í hlaupahópnum og ferðast víða um heim með hluta hópsins. Við höfum farið bæði í göngu- og hjólaferðir og farið í stórar hlaupaferðir, til dæmis til London, New York og Berlínar en í þeim ferðum voru um sextíu, sjötíu manns,“ segir Guðmundur og bætir við að þau hafi einnig ferðast bæði til Perú og Víetnam svo eitthvað sé nefnt. Hlaupið í 3.700 metra hæð Fimm árum eftir að hjónin fóru fyrst út að hlaupa í hverfinu tóku þau þátt í sínu fyrsta stóra hlaupi og var þá hlaupið hálft mara- þon yfir Eyrarsundsbrúna. „Mitt fyrsta heila maraþon var á Mý- vatni 2001 og svo fórum við til London 2002,“ segir Guðmundur. Þegar þarna var komið hafði hlaupabakt- erían tekið sér bólsetu í hjónunum svo um munaði. Þau tóku því næst þátt í New York-maraþoni sem var að vonum fjöl- mennt. „Ég kann nú betur við mig í fámennum hlaupum eins og á Mývatni,“ segir Guð- mundur og hlær. „Næst kom Berlín og svo árið 2008 hlup- um við í Boston, Frankfurt og svo Tíbet. Þar var hlaupið í 3.700 metra hæð í stafa- logni og þrjátíu stiga hita. Þarna var 30% minna súrefni en maður er vanur,“ segir hann. „Þetta var rólegt hlaup, það var ekkert annað hægt. Við vorum þarna uppi í fjöll- unum Indlandsmegin. Þetta er kallað Litla- Tíbet,“ segir Lilja og segir ferðina hafa verið mikla upplifun. Þau hjón mæta á allar æfingar hjá hlaupahópnum og sleppa ekki úr skipti og láta veðrið aldrei stoppa sig. Æft er þrisvar í viku og eru að jafnaði 30-40 manns á hverri æfingu. „Á laugardögum hlaupum við 12-20 kíló- metra. Og sumir lengra,“ segir Lilja. „Það er alltaf dásamlegt þegar maður er búinn að fara út að hlaupa, þótt maður nenni kannski ekki. Þegar maður er kom- inn heim aftur er maður svo glaður,“ segir Lilja. „Ég tók hlé frá hlaupinu árið 2008 vegna meiðsla í baki en þá fór ég að vinna heil- mikið í kringum hlaupin og var það ekki síður skemmtilegt,“ segir Guðmundur og bætir við að hann hafi samt sem áður klár- að tvö maraþon nýlega, þar af annað í síð- asta mánuði í Chicago. Hlaupið með 50 þúsund manns Sex stærstu hlaup heims eru í London, New York, Boston, Berlín, Tokýó og Chicago og hafa þau hjón klárað þau öll. „Þessi hlaup eru fjölmennust og það var einhver sem bjó til klúbb fyrir fólk sem hefur klárað öll þessi hlaup,“ segir hann en klúbburinn heitir Abbott World Marathon Majors og má finna þar rúm- lega þrjátíu Íslendinga. „Lilja kláraði hlaupið í Japan og þá uppgötvaðist að ég ætti eftir Chicago. Ég ákvað þá að drífa mig í það hlaup og var að koma þaðan núna nýlega,“ segir Guðmundur og sýnir blaðamanni tvær veglegar medalíur þeirra hjóna þar sem skeytt er saman sex hringjum með nöfnum hlaupaborganna. Aðeins sex þúsund manns í heiminum geta státað af að hafa klárað öll þessi stærstu hlaup heims. Líklega eru fá hjón á sjötugsaldri í þeim hópi og eru þau Lilja og Guð- mundur elst íslenskra hjóna sem það hafa afrekað. Guðmundur tilheyrir einnig félagi íslenskra ofurhlaupara, en það er félagsskapur fólks sem hlaupið hefur 100 kílómetra, en hann hljóp 100 kílómetra götuhlaup árið 2006 í Danmörku. „Það er svo mikil upplifun að hlaupa í þessum stóru hlaupum, maður er alltaf að hlaupa með einhverjum því það eru 40-50 þúsund manns í hverju hlaupi,“ segir Lilja. „Það er rosaleg stemning. Í Japan var fólk á hliðarlínunni alla 42 kílómetrana.“ Laugavegurinn eitt dagsverk Hvað er svona skemmtilegt við langhlaup? „Þú hreinsar alveg hugann og af- stressast. Ég var eitt sinn starfsmaður Há- skólans í Reykjavík og við fórum oft tveir út að hlaupa í hádeginu og leystum alls kyns vandamál á hlaupum,“ segir Guð- mundur. „Maraþonhlaupið er verkefni sem mað- ur fer í og undirbýr sig fyrir í um þrjá mánuði. Svo er hlaupið endapunkturinn, og svo tekur maður hvíld í smá stund,“ segir Lilja en þau hjón segjast hvorugt verða mjög þreytt að loknu heilu mara- þoni. Lilja fór létt með að hlaupa eitt sinn Laugavegshlaupið. „Ég var að koma úr vikugöngu á Hornströndum og tók skyndi- ákvörðun um að fara í þetta hlaup. Þannig að ég hafði ekkert æft fyrir það neitt sér- staklega. Ég hugsaði þetta bara sem eitt dagsverk.“ Þau hjón segjast í dag ekki vera að keppa við tímann þótt það hafi þau gert í upphafi. „Eins og í Chicago-hlaupinu um daginn var tíminn klukkutíma lengri en minn besti tími en ég var mjög sáttur við það og var framarlega í mínum aldurs- flokki og Lilja enn framar í sínum,“ segir hann. Besti tími Guðmundar í heilu maraþoni er 3.38 og Lilju er 4.05. „Það hægist á okkur með aldrinum, enda förum við ekkert lengur með því hugarfari að ná besta tímanum,“ segir Guðmundur að lokum. Hjón á harðahlaupum Lilja Björk og Guðmundur Magni fengu hlaupabakteríuna um fertugt og hafa nú hlaupið í um aldar- fjórðung. Hér sýna þau stolt medalíur sem þau fengu eftir að hafa klárað sex stærstu hlaup heims. ’ Það er svo mikil upp-lifun að hlaupa íþessum stóru hlaupum,maður er alltaf að hlaupa með einhverjum því það eru 40-50 þúsund manns í hverju hlaupi. Hjónin hlupu maraþon í Tíbet þar sem þau hlupu í 3.700 metra hæð og þrjátíu stiga hita. Lilja Björk Ólafsdóttir og Guðmundur Magni Þorsteinsson tilheyra hópi fárra í heiminum sem klárað hafa sex stærstu marþon í heimi. Þau eru elst íslenskra hjóna sem það hafa afrekað. Hjónin, sem eru á sjötugsaldri, byrjuðu að hlaupa um fertugt og eru hvergi nærri hætt. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.10. 2019 LÍFSSTÍLL

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.