Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2019, Blaðsíða 12
Hringur eins og hosuklemma Krummi er feginn að hann tók stökkið og lét draum sinn rætast. „Áður vann ég fullan vinnudag og klæjaði í puttana að komast í handverk, sem ég gerði svo á kvöldin. Nú fæ ég að vinna við það sem mér finnst skemmti- legast að gera,“ segir Krummi en hann keypti sig inn í gullsmíðafyrirtækið Vivaskart í jan- úar. Þar halda þeir meðeigendur, Krummi og Vífill Valgeirsson, námskeið í silfursmíði. „Við höldum námskeið fyrir byrjendur og allt upp í reyndara fólk. Það er mjög gefandi að hjálpa fólki að smíða eitthvað sem er glans- andi flott og fallegt. Það geta allir smíðað,“ segir Krummi en þess má geta að þeir halda mörg námskeið í viku hverri. „Svo er ég núna að koma út línu, undir merkinu Laupur Design, en laupur er hreiður hrafnsins. Ég var hálfpirraður að Krummi er orðið svona mikið tískumerki og gat því ekki notað það nafn,“ segir hann. „Ég hef verið að hanna eldgosakertastjaka og svo er ég að koma með línu þar sem ég vinn hálsmen og eyrnalokka úr náttúru- steinum og silfri. Meðfram þessu vinn ég að nördalínunni minni. Ásamt þessu tek ég að mér sérpantanir sem er oft það skemmtileg- asta. Þá hanna ég skart í samvinnu við kaup- andann.“ Hvað er það skrítnasta sem einhver hefur pantað hjá þér? „Einu sinni pantaði kona hring sem átti að vera eins og hosuklemma, en hún vildi gefa manninum sínum hann. Þetta er eins og klemma sem er notuð til að festa garðslöngu á stút. Ég smíðaði sem sagt hosuklemmu úr gulli.“ „Mjög nýlega gekk ég til liðs við klúbb eða félag sem heitir 501. hersveitin, eða 501st legion, sem er fé- lagsskapur karla og kvenna sem eiga Star Wars-búninga. Þetta eru alþjóðasamtök en það er til Íslandsdeild og eru þetta fyrst og fremst góðgerð- arsamtök en við höfum safnað fyrir Einstökum börnum til að mynda. Og þegar tilefni er til klæðum við okkur upp í bún- ingana, en þeir verða að vera alvöru,“ segir hann. „Ég á búning sem heitir Royal Guard. Í myndunum eru þetta rauðu lífverðir keisarans sem standa þarna í rauð- um kuflum með rauða hjálma, ofboðslega flott- ur. Hjálminn pantaði ég á Amazon en búninginn lét ég sauma á mig erlendis. Svo hannaði ég hring með áletrun og merki fé- lagsins,“ segir hann. „Við erum um fimmtán manns hér á landi en bróðir minn er með mér í þessu. Við nördumst mikið saman bræð- urnir.“ Kanntu allar Star Wars- myndirnar utanbókar? „Já!“ Krummi bauð blaðamanni inn á vinnu-stofu sína þar sem úði og grúði af tól-um og tækjum sem notuð eru í gull- smíði. Þar er Krummi í essinu sínu og segist vera búinn er að finna sína hillu í lífinu. „Mig langaði alltaf í gullsmíði. Ég hafði aldrei prófað en ég er manískur handverks- maður, og skiptir ekki máli hvort það er að tálga, hnýta flugur eða að mála litla tindáta. Ég hef líka smíðað hnífa, málað myndir og prjónað peysur; ég elska allt sem heitir hand- verk. Ég smíðaði mína eigin veiðistöng líka. Ég fékk áhuga á handverki strax sem krakki. Mamma er mikill handverkskona og hún kenndi mér að prjóna, en hitt er sjálflært,“ segir Krummi og segist hafa eftir menntaskóla valið praktískt háskólanám en í raun dreymt um handverk. Sálardrepandi að þýða dómskjöl „Ég fór í viðskiptalögfræði af því að það var það sem menn gerðu. Ég sá ekki handverkið sem raunhæfan valkost. Það lá alltaf við að fara í hefðbundið háskólanám en ég er úr aka- demískri fjölskyldu. Ég á auðvelt með nám og það lá ágætlega fyrir mér en ég hafði aldrei mikla ástríðu fyrir því,“ segir Krummi og seg- ist hafa farið að vinna við sitt fag að loknu námi, fyrst hjá Umferðarstofu og síðar hjá sendiráði Bandaríkjanna þar sem hann vann sem efnahagsfulltrúi. „Þar fór allt starfið fram á ensku og út frá því fór ég út í þýðingar. Ég þýði allt frá teikni- myndasögum og bíómyndum yfir í lögfræði- samninga og dómskjöl,“ segir Krummi en hann þýddi einmitt Leðurblökumanninn yfir á íslensku og segir það hafa verið skemmtilegt verkefni. Einnig þýðir hann mikið af efni fyrir Netflix, bæði bíómyndir og þætti. „Ég tek enn að mér verk og verk ef eitthvað skemmtilegt dúkkar upp.“ Er ekki ótrúlega leiðinlegt að þýða dóm- skjöl? „Hræðilegt. Algjörlega hræðilegt. Ég vann við það í mörg ár, að þýða afleiðusamninga, vitnaleiðslur, dómskjöl, dóma. Það er sálardrep- andi, sérstaklega fyrir mann sem er með sköp- unarþörf. En ég er hættur því meira og minna.“ Hápunktur handverksins Þegar Krummi var kominn á fertugsaldurinn fór gamli draumurinn á kreik; að verða gull- smiður. „Ég var búinn að tuða síðan ég var í menntó að ég yrði nú góður gullsmiður, en ég lít á gullsmíðina sem hápunkt handverksins. Mér finnst þetta vera töfrar og mig langaði alltaf til að læra þetta, en þetta er eitt af því sem maður lærir ekki sjálfur. Svo þegar ég var svona 34, 35 ára þá sagði konan mín: „hættu þessu tuði og prófaðu að sækja um“. Og ég komst inn en það eru bara átta pláss í boði en um hundrað umsækjendur. Ég elskaði þetta strax. Námið er fjögur ár og svo komst ég á samning hjá Jóni og Óskari, sem var algjör lukka. Þar fékk ég að læra hjá Páli Sveinssyni sem er einn flinkasti gullsmiður sem ég hef séð til. Þar fékk ég að læra virkilega flotta hluti eins og að vinna með demanta og gull en það finnst mér skemmtilegast. Svo hef ég líka ver- ið að gera nördaskart sem ég kalla. Þá vinn ég með silfurplatta og gref út mynstur í þá. Það er ofboðslega gaman.“ Krummi segist hafa svipt hulunni af nörda- skartinu á nördaráðstefnunni Midgard Reykjavík, sem haldin var nú í september. „Ég hannaði línu og var með bás á þessari Miðgarðssýningu og það seldist mjög vel. Í kjölfarið hefur fólk verið að panta, bæði það sem ég á til og líka eitthvað sem ég sérhanna fyrir fólk. Sumir hafa beðið mig um skart með íþróttamerki, eins og merki fót- boltafélags eða sveitarfélags.“ Rauðu lífverðir keisarans Ertu nörd? „Já, það er ég með stolti. Að vera nörd er að leyfa sér að gera það sem manni finnst skemmti- legt, algjörlega óháð því sem öðr- um finnst. Ég þóttist vera töffari í menntó en var um leið harður Star Wars-aðdáandi. Það þótti mjög púkó, og ég tala nú ekki um að mála tindáta í War- hammer-spili. Og vinna til Íslandsverðlauna í því. Það er vafasamt á ferilskránni og fer ekki vel með því að vera töff- ari,“ segir hann og hlær. Þess má geta að Krummi skartar húðflúri sem er mynd af Tie Fighter úr Star Wars. Stoltur að vera nörd „Mér finnst þetta vera töfrar og mig langaði alltaf til að læra þetta, en þetta er eitt af því sem maður lærir ekki sjálfur,“ segir Krummi, sem fór loks í gullsmíði. Morgunblaðið/Ásdís Krummi klæðir sig stundum upp sem rauður líf- vörður keisarans úr Star Wars. Hann er í félagi fólks sem á alvöru Star Wars-búninga. Haraldur Hrafn Guðmundsson, ávallt kallaður Krummi, fór krókaleið í átt að draumastarfinu, gullsmíðinni. Hann segist vera nörd en hann á alvöru Star Wars- búning og hannar nördaskart. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Ég þóttist vera töffari í menntó en var um leið harð-ur Star Wars aðdáandi. Það þótti mjög púkó, og égtala nú ekki um að mála tindáta í Warhammer-spili. Undir merkinu Laupur design hannar Krummi eldgosakertastjaka. Einnig hannar hann það sem hann kallar nördaskart og tengist það t.d. Star Wars og Star Trek. Ljósmyndir/Krummi VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.10. 2019

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.