Brautin - 15.12.1988, Page 5

Brautin - 15.12.1988, Page 5
BRAUTIN 5 í Steingrímsgarði sem kvöldverður var snæddur hjá hinum eldhressa Ása Clausen í Ásakaffi. Síðan skiptist hópurinn í fjóra hluta, þá sem héldu til Stykkishólms í Egilshús og síðan við hin, sem nutum ferðaþjónustu bænda að Kverná, Akurtröðum og hjá Ása, og skyldi hópurinn síðan sameinast að morgni í Stykkis- hólmi, þar sem hápunktur ferðarinnar hófst kl. löárdegis. Nóg að gera hjá Hafsteini að safna saman fólkinu um morg- uninn. Ferðin til Flateyjar með Hafrúnu, sem tekur 60 manns, var eitt stórkostlegt ævintýri, þar sem við bókstaflega flutt- umst áratugi aftur í tímann. Hermann kom í gamla bæinn sinn, fékk þar kaffi og naut sín alveg sérlega vel. Við hin feng- um veitingar í kaffihúsi á staðnum og gengum um í ein- stakri veðurblíðu, sem fylgdi okkur alla dagana, rétt eins og við hefðum helst viljað panta hana. Við skoðuðum margar eyjar á Breiðafirði og komumst svo nærri fuglalífi þeirra, að unun var og báturinn skreið þessa leið á einni klst. sem áður var farin á þrem tímum. Um kvöldið klæddu sig allir upp í sparifötin og haldið var til kvöldverðar og kvöldvöku í Hótel Stykkishólmi, þar sem allir skemmtu sér hið besta og fararstjóra og bílstjóra færðar óvæntar gjafir í tilefni af ferða- lokum. Daginn eftir var síðan haldið sem leið lá til Borgarness, skoðaður hinn fjölskrúðugi Skallagrímsgarður o.fl. áður en haldið skyldi til Reykjavíkur, þar sem flestir urðu eftir til heimsókna til barna sinna og vina eða vandamanna, en við hin fórum góða ferð heim með Herjólfi, þó veður hefði spillst um kvöldið og allir kvöddust elskulega að aflokinni mjög ánægjulegri ferð og hétu því að efna til annarrar næsta sumar. Þessi hópur var alveg sér- staklega samhentur og já- kvæður og við hlökkum til næstu ferðar. Kristjana Þoiýinnsdóttir. Kátir karlar við Arnarstapa Anna, Ásta og Ingvar við Stóralónsvatn við Lóndranga Sendum Vestmannaeyingum öllum okkar bestu óskir um GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDIÁR með þökk fyrir samskiptin Steypustöð Vestmannaeyja Sendum Vestmannaeyingum öllum okkar bestu óskir um GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDIÁR með þökk fyrir samskiptin Leiguflug Sverris Þóroddssonar Sendum Vestmannaeyingum bestu óskir um gleðileg jól og farsœlt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Tinna Sendum Vestmannaeyingum bestu óskir um GLEÐÍLEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDl ÁR. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Sendum Vestmannaeyingum bestu óskir um GLEÐILEG JÓE OG FARSÆLT KOMANDIÁR. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. TRÍI/ERKf

x

Brautin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.