Fréttir - Eyjafréttir - feb. 2019, Blaðsíða 4
4 | Eyjafréttir | Febrúar 2019
Það hefur ekki farið framhjá
neinum að mikil uppbygging
á sér stað í Vestmannaeyjum.
Margir fermetrar hafa verið
byggir og það má segja að
allar tegundir af byggingum
séu í framkvæmd og mörg
spennandi verkefni í vinnslu.
Það má því áætla að nóg sé
um að snúast hjá skipulags-
og byggingarfulltrúa bæjarins.
Sigurður Smári Benónýsson, skipu-
lags- og byggingarfulltrúi Vest-
mannaeyjabæjar sagði í samtali við
Eyjafréttir að síðustu ár hafi verið
annasöm á byggingarsviðinu. „Í
dag eru 41 íbúð á framkvæmdastigi
og um 15 í byggingarleyfisferli.“
Á síðustu 12 mánuðum hefur Vest-
mannaeyjabær úthlutað rúmlega 30
lóðum, „þetta eru lóðir á íbúðar-,
atvinnu- og sumarhúsasvæðum.
Eitthvað af þessum lóðum eru
þegar komnar á framkvæmdastig
og fjölmargar í undirbúningi. Eins
og gefur að skilja þá hefur gengið
á lóðir hjá sveitafélaginu. En því
tengt má benda á nýtt deiliskipulag
í Áshamri sem er í auglýsingarferli
þessa dagana, þar gerir skipulags-
tillagan ráð fyrir 54 íbúðum í rað-,
par- og fjölbýlishúsum.“
Nýlega samþykkti Skipulagsráð um að hefja undirbúning við vinnslu
deiliskipulags á nýju athafnasvæði við Flugvöll. Á þessu svæði sem
er álíka stórt og athafnasvæðið við Flatir er gert ráð fyrir að upp-
bygging verði í áföngum og í samræmi við eftirspurn eftir lóðum.
Í Goðahrauni rís nýr botlangi Við Skólaveg , þar sem húsi Ásnes stóð áður rís nú þriggja íbúða
fjölbýlishús á þremur hæðum.
Sigurður Smári Benónýsson,
skipulags- og byggingarfulltrúi
Vestmannaeyjabæjar.
Sigurður Smári Benónýsson skipulags- og byggingarfulltrúi:
Þrjátíu lóðum úthlutað
á síðustu tólf mánuðum
SARA SjöfN GREttiSdóttiR
sarasjofn@eyjafrett ir. is
Ein af tillögunum að
nýju skipulagi í Áshamri.