Fréttir - Eyjafréttir - feb. 2019, Síða 5
Febrúar 2019 | Eyjafréttir | 5
samkvæmt tölum frá þjóð-
skrá Íslands þá seldust 88
eignir í eyjum árið 2018 þar
af 39 í sérbýli og 49 í fjölbýli.
er þetta aðeins undir fjölda
seldra eigna árið 2017 þar
sem fjöldi eigna var um 100
en í takti við árin þar á undan
en fjöldi seldra eigna undan-
farin ár hefur verið um 80 til
90 seldar eignir á ári. fast-
eignmarkaður hefur farið vel
af stað á fyrstu vikum ársins
2019 eftir rólegar síðustu vikur
ársins 2018. Helgi Bragason
lögfræðingur og fasteignasali
sagði í samtali við eyjafréttir
að fermetraverðið væri að
hækka um 10-15% á ári og
að með hækkandi sól væri
erfiðara að fá leiguhúsnæði í
bænum.
„Meðalverðið allt árið 2018 var
rúmlega 190 þús á fermeter að
meðaltali ef skoðað er saman
fjölbýli og sérbýli. Árið 2017
var meðalverð á fjölbýli rúmlega
180 þúsund en á sérbýli um 170
þúsund. Þannig að verð á sérbýli
virðist hafa verið að hækka hlut-
fallslega meira sem er í takti við
mína tilfinningu. Markaðurinn í
Vestmannaeyjum er frekar grunnur
og því eru þessi meðaltöl ekki að
gefa alveg rétta mynd af mark-
aðnum,“ sagði Helgi, en vildi jafn-
framt benda á að nýbyggingar sem
hafa verið að seljast eru í mörgum
tilfellum seldar ekki fullbúnar og
því gefa þeir kaupsamningar sem
eru undirliggjandi í þessum tölum
ekki rétta mynd af heildarverði
eigna. „Nýjar íbúðir sem seldar
voru m.a. við miðbæinn voru að
seljast ófullbúnar á um 300 - 400
þúsund á fermeter og fullbúnar
eru þær því komnar í kringum 500
þúsund á fermeter. Ef við skoðum
meðalverðið síðustu fjóra mánuði
ársins 2018 þá er meðalverð íbúða
í fjölbýli komið í 208 þúsund á
fermeter og sérbýli í 204 þúsund á
fermeter. Þetta er í samræmi við
þá þróun sem mér hefur fundist
verið í gangi og verð að hækka um
10 - 15% á árinu,“ sagði Helgi.
sýnir dug og þor
Helgi segir að það sé jákvætt
hversu mikill fjöldi nýbygginga
séu í Vestmannaeyjum og eru í
kortunum, „að mínu áliti sýnir það
trú þeirra sem þær eru að byggja
og kaupa á samfélaginu. Aukið
framboð íbúða er jákvætt fyrir
bæjarfélagið, sýnir dug og þor og
hefur auk þess skapað fjölda starfa
og gefur möguleika á fjölgun íbúa
ef aðrir þættir eru í lagi eins og
samgöngur, atvinnuframboð og
fleira.“
meðalverðið í Eyjum
er því ekki hátt
„Landsbankinn gaf nýlega út
hagsjá um fasteignamarkaðinn
þar sem skoðað var meðalverð í
stærri bæjum á landsbyggðinni og
svo í Reykajvík. Vestmannaeyjar
voru ekki í þessum samanburði
Landsbankans en meðalverð í
Eyjum er ennþá um 25 - 30% undir
verði íbúða í bæjarfélögum eins og
Selfossi, Akur-
eyri, Akranesi og
Reykjanesbæ og
um það bil 50%
undir meðal-
fermetraverði í
Reykjavík.
Meðalverð á íbúð í
fjölbýli í Reykjavík
er um 450 þúsund,
340 þúsund á Akur-
eyri, 302 þúsund
í Árborg, 317
þúsund á Akranesi
og í Reykjanesbæ
en í Eyjum var
meðalverðið á
fjölbýli síðustu
fjóra mánuði
ársins 2018 um 208
þúsund. Meðalverðið í Eyjum er
því ekki hátt í þessum samanburði
og kaupandi ætti að geta fengið
tvær íbúðir í Eyjum fyrir eina á
höfuðborgarsvæðinu.“
leiguverð hefur
verið að hækka
Aðspurður um leigumarkaðinn
sagði Helgi að langtímaleigu-
markaðinn hafi verið ágætlega
virkur, „tilkoma leigufélaga hefur
gert hann örugggari fyrir leigutaka
en þau eru oftast tilbúin að leigja
til lengri tíma en einstaklingar sem
eru meira að leiga út tímabundið.“
Samkvæmt þjóðskrá þá voru 47
þinglýstir leigusamningar í gangi
árið 2018, „talsvert af samningum
er ekki þinglýst þannig að áætla má
að ekki undir 100 eignir hafi verið
í leigu á árinu en það er ágiskun,
gæti verið meira,“ sagði Helgi.
„Leiguverð hefur verið að hækka
og sem dæmi þá er meðalleiguverð
á þriggja herbergja íbúð vestur í
Áshamri og Folda-
hrauni þar sem
flestar leiguíbúðir
eru c.a. 140 - 150
þúsund eða í
kringum 1.600
á fermeter og
á tveggja her-
bergja íbúðum er
meðalverðið c.a.
110 - 120 þúsund
eða um 1.800 á
fermeter. Betri
íbúðir nær mið-
bænum leigjast
út á aðeins hærra
verði en stærra
húsnæði og einbýli
leigist út á lægra
fermetraverði.
Minna framboð er á stærra húsnæði
og einbýli. Mér sýnist vera ágætt
framboð af minna húsnæði til leigu
en markaðurinn hérna hefur verið
eins undanfarin ár, með hækkandi
sól þá verður erfiðara að finna
leiguhúsnæði og yfir sumartímann
getur verið mjög erfitt að finna
leiguhúsnæði en svo hefur losnað
um og framboð aukist í lok sumars
eða um haustið. Svo er spurning
hvaða áhrif nýr Herjólfur hefur á
það,“ sagði Helgi að endingu.
Helgi Bragason lögfræðingur
og fasteignasali.
Einbýlishús rís við Gerðisbraut.
SARA SjöfN GREttiSdóttiR
sarasjofn@eyjafrett ir. is
Helgi Bragason lögfræðingur og fasteignasali:
aukið framboð íbúða er
jákvætt fyrir bæjarfélagið
:: fermetraverð í Vestmannaeyjum um 208.000 kr :: Kaupandi getur
fengið tvær íbúðir í eyjum fyrir eina á höfuðborgarsvæðinu.
Aukið framboð
íbúða er jákvætt
fyrir bæjarfélag-
ið, sýnir dug og
þor og hefur auk
þess skapað
fjölda starfa og
gefur möguleika
á fjölgun íbúa
”