Fréttir - Eyjafréttir - feb. 2019, Blaðsíða 13
Febrúar 2019 | Eyjafréttir | 13
til hans þegar ég fór í nám ef hann
hefði ekki verið hættur,“ segir Ólöf
sem minnist æskuáranna í Eyjum
með hlýju.
Villtur unglingur í íþróttum
„Ég á góðar minningar úr Barna-
skólanum og var í fótbolta og
handbolta. Öll pæjumótin, gull og
silfur mótin og handboltamótin
eru ógleymanleg. En svo breyttust
áherslur þegar kom að unglingsár-
unum. Ég var villtur unglingur og
byrjaði að drekka of snemma. Það
er eitthvað sem ég er ekki stolt af
en það rættist úr mér,“ segir Ólöf
sem minnist þess hve tíminn var
góður og skemmtilegur í Eyjum.
Hún segist eiga góðar minningar
af kennurum úr Barnaskólanum og
vonist til þess að kennararnir eigi
góðar minningar af nemendum og
hafi þótt þau skemmtileg þrátt fyrir
að árgangurinn hafið verið nokkuð
erfiður.
Þegar grunnskóla lauk vildi Ólöf
ekkert annað en að fara í Verslunar-
skólann í Reykjavík eins og faðir
hennar hafði gert.
„Ég beit þetta í mig og það var
engu tauti við mig komið. Þegar
eitt ár var liðið hringdi ég grátandi í
mömmu og sagði henni að allt væri
ömurlegt. Ég væri í skóla með 200
nemendum en þekkti fáa. Ég vildi
fá að koma heim aftur. Mamma tók
ekki í mál að ég hætti og fyrir það
kann ég henni miklar þakkir,“ segir
Ólöf sem kláraði Versló og segir
að það hafi verið nauðsynlegt fyrir
hana að fara frá Eyjum en Eyjarnar
togi alltaf í hana. Hún segist ekki
reikna með að flytja þangað á næst-
unni en til Eyja sé gott að koma og
hlaða batteríin. Hún segist varla
geta beðið eftir árgangsmótinu sem
verði í haust og vilji ekki heyra á
það minnst að mamma hennar láti
sér detta í hug að flytja frá Eyjum.
Námið jók víðsýni
Ólöf segir að flutningurinn frá
Eyjum hafi gert hana víðsýnni og
hún kynnst meiri fjölbreytileika og
fleira fólki en það sé eitt af því sem
henni þyki mjög skemmtilegt.
„Eftir útskrift úr Versló vissi ég
ekkert hvað ég ætlaði að gera þegar
ég yrði stór og veit það varla enn.
Ég ákvað að fara í lögfræði við HÍ
til þess að fylgja straumnum sem
var á þeim tíma. Ég hætti eftir tvo
mánuði af því að ég var að deyja úr
leiðindum og fór í stjórnmálafræði
sem er opnara nám með blöndu af
hagfræði og sögu,“ segir Ólöf sem
kláraði stjórnmálafræðina og fór
að því loknu að vinna í banka. Hún
sagði það hefði verið
gaman að vinna í bankanum og
yndislegt samstarfsfólk. En hún
hefði lítinn áhuga haft á framgangi
í starfi og fundið að þetta væri ekki
það sem hún vildi.
langaði í mastersnám
„Ég gekk með þann draum í
maganum að fara í mastersnám.
Ég ákvað að láta drauminn rætast,
fór í Edinborgarháskóla og tók á
tveimur heilum árum einskonar
tvöfalda mastersgráðu í alþjóða-
samskiptum Mið-Austurlanda og
Arabísku,“ segir Ólöf sem segir að
áhuginn á mið-austurlandafræðum
hafi kveiknað eftir 11. september
og að hún hafi alltaf haft gaman af
tungumálum. Hún segist lengi hafa
haft áhuga á að læra arabísku eftir
að hún sat námskeið hjá Jóhönnu
heitinni Kristjónsdóttur.
„Mið-Austurlönd er mörg lönd á
risastóru svæði og ég trúði því ekki
að þar væri ekki annað að finna en
það sem birtist okkur í fréttunum.
Við lærum lítið um Austurlönd í
grunn- og framhaldsskólum þar
sem áherslan er lögð á Evrópu og
Bandaríkin,“ segir Ólöf sem upp-
lifði kúvendingu í lífi sínu þegar
meistaranáminu lauk.
tók mörg skref aftur á bak
„Allt í einu var ég komin með
mastersgráðu, hafði enga vinnu,
átti ekki heimili, átti ekkert og
vissi ekki hvað ég vildi. Ég flutti
því aftur heim til mömmu 31 árs
og fór að leysa af í Íslandsbanka.
Það var fínt að koma til Eyja en
mér fannst ég einhvern veginn fara
mörg skref aftur á bak. Þegar mér
bauðst svo að koma suður og taka
að mér stundakennslu í miðaustur-
landafræðum við HÍ tók það mig
langan tíma að segja já. Átti ég allt
í einu að fara að kenna í Háskóla?“
segir Ólöf sem líkaði vel að kenna
en segir ekki hægt að lifa af
launum stundakennara. Hún segir
Val Smára Heimisson, hafa bent
sér á að sækja um sem blaðamaður
hjá Morgunblaðinu og mbl.is með
kennslunni.
„Ég fékk vinnu hjá Morgun-
blaðinu en á sama tíma var ég
í þriðju vinnunni hjá Reykja-
víkurborg að aðstoða flóttafólk frá
Sýrlandi. Mér bauðst fast starf hjá
Reykjavíkurborg en launin voru lág
fyrir mikla vinnu,“ segir Ólöf sem
fannst ótrúlega gaman að vinna á
Morgunblaðinu og smitaðist þar af
fjölmiðlabakteríunni.
„Ég var ekki í föstu starfi á
Morgunblaðinu svo ég sótti um
sumarstarf hjá RÚV og fékk það
og hef svo fengið áframhaldandi
ráðningar. Ég er aðallega á sjón-
varpsvöktum á erlendu og innlendu
fréttadeildinni en líka í útvarpinu
og á vefmiðlinum,“ segir Ólöf
sem segir skemmtilegt við frétta-
mennskuna að vita aldrei hvaða
verkefni hún þurfi að leysa þegar
hún mæti til vinnu. Enginn dagur
sé eins og hún sé endalaust að læra
nýja hluti.
„Mér finnst ég búin að finna
fjölina mína í fjölmiðum og langar
að halda áfram á sömu braut. Mér
fannst ég búin að læra allt sem ég
gat í bankanum en á margt ólært í
fjölmiðlaum-hverfinu og ég þarf að
hafa áskoranir til að takast á við,“
segir Ólöf sem segir skemmti-leg-
asta fréttin sem hún hafi unnið hafi
verið um sýrlenskan fjölskyldu-
föður sem kom einn til Íslands
eftir miklar hremmingar. Hér lenti
hann líka í hremmingum og vísa
átti honum úr landi. En allt fór vel
og hann fékk fjölskylduna til sín.
Ólöf segist hafa fengið að fylgja
fjölskyldunni eftir og þeim vegni
nú vel í íslensku samfélagi.
jafnræði nauðsynlegt
„Mér finnst skipta máli að upplýsa
fólk og segja fréttir, finna alls
konar áhugavert fólk og sýna fjöl-
breytileikann í samfélaginu,“ segir
Ólöf sem tekur starf sitt og ábyrgð
sem fjölmiðlamaður alvarlega. Hún
segir að gæta verði þess að fréttir
séu réttar og jafnvægi í umfjöllun.
Það verði að passa upp á að gefa
fólki tækifæri til að svara fyrir
gagnrýni eða annað sem fram er
sett í fréttum. Ólöf segir mjög
strangar reglur gilda um jafnræði
á RÚV.
„Ég fékk góða æfingu í hlutleysi
þegar ég fór að kenna í HÍ. Við
erum öll mannleg og höfum okkar
skoðanir sem einstaklingar. Sem
fréttamenn verðum við að geta sett
okkur í hlutlausa gírinn og vita
hvenær við erum ekki hæf til þess
að fjalla um mál.“
Öll eins í grunninn
Ólöf segist hvorki hafa stefnt að
því að kenna né vinna í fjömiðlum
en þar sé hún stödd í dag og sátt
við sitt hlutskipti. Hún þurfi að taka
sig á og viðhalda arabískunni en
í gegnum námið hafi hún eignast
marga góða vini. Ólöf segir að for-
dómar gagnvart Mið-Austurlöndum
stafi að mestu leyti af fáfræði
sem leitt geti til fordóma. Það sé
vissulega kliskjukennt en samt sem
áður satt.
„Við erum öll eins í grunninn,
venjulegt fólk sem fær sér morgun-
mat, fer í vinnu og lifir daglegu lífi.
Það eru vitleysingar í öllum hópum
og það er varasamt að dæma stóran
hóp fólks út frá fáum,“ segir Ólöf
áður en hún hverfur út í umferðina
í Reykjavík.
Fyrirmyndir. Ólöf með foreldrum sínum Ragnari Hilmarssyni og
Margréti Elísabetu Kristjánsdóttur
Samrýmd Ólöf með bræðrum
sínum eftir Systkinaflækjuhum-
arsúpuhitting á þjóðhátíð
Fréttamaðurinn Skjáskot af Ólöfu í beinni útsendingu í starfi sínum
sem fréttamaður á RÚV.