Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - feb. 2019, Side 22

Fréttir - Eyjafréttir - feb. 2019, Side 22
22 | Eyjafréttir | Febrúar 2019 Hátíðarfundur bæjarstjórnar var haldinn fimmtudaginn 14. febrúar í bíósal Kviku. fund- urinn var sá 1543. í röðinni en þá voru liðin slétt 100 ár frá fyrsta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja. fundinn sátu elís Jónsson forseti bæjar- stjórnar, njáll Ragnarsson aðalmaður, Hildur sólveig sig- urðardóttir aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður, Helga Kristín Kolbeins aðalmaður, Íris Róbertsdóttir aðalmaður og Jóna sigríður Guðmunds- dóttir aðalmaður. elís Jónsson, forseti bæjar- stjórnar setti fund og fór yfir sögu samfélags og atvinnu- lífs Vestmannaeyja síðustu hundrað árin. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri fór yfir sögu bæjarstjórnar- kosninga og bæjarstjórna Vestmannaeyja. Ræða Írisar var áhugaverð og má lesa í heild sinni hér að neðan. Forseti bæjarstjórnar, bæjarfulltrúar og gestir. Á þessum degi fyrir réttum 100 árum, hinn 14. febrúar 1919, var haldinn fundur í húsinu Borg, sem stóð neðst við Heimagötu og fór undir hraun í gosinu. Sá fundur var fyrsti fundur fyrstu bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Í hinni vönduðu samantekt Haraldar Guðnasonar, bókavarðar, Við Ægisdyr er að finna ítarlega samantekt um sögu bæjarstjórnar þar sem saga Vestmannaeyja er rakin frá 1918 til um 1978. Í um- fjöllun Haraldar kemur fram að níu einstaklingar hafi átt sæti í fyrstu bæjarstjórninni. Meðal þeirra var Halldór Gunnlaugsson læknir. Það er áhugavert að hugsa til þess að Halldór var aðalhvatamaðurinn að stofnun kvenfélagsins Líknar, sem átti 10 ára afmæli sama daginn og bæjarstjórn kom saman í fyrsta sinn. Var dagurinn ef til vill valinn til heiðurs kvenfélaginu? Í fyrstu bæjarstjórn Vestmanna- eyja átti engin kona sæti - og kemur sú staðreynd líklega fáum á óvart miðað við jafnréttið, eða öllu heldur misréttið, í þá daga. Fyrsta konan sem sat fundi í bæjar- stjórn Vestmannaeyja var Ólafía Óladóttir, verkakona í Stíghúsi, en það var árið 1934. Hún var á lista Kommúnistaflokksins og var varabæjarfulltrúi. Ólafía - Lóa í Stíghúsi - var amma Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, fyrrverandi alþingismanns, sem nú er hagfræð- ingur Alþýðusambandsins. Hitt er ótrúlegt að fyrsta kjörna konan í bæjarstjórn Vestmannaeyja var hún Sigurbjörg okkar Axels- dóttir, Dadda skó og var hún á lista Sjálfstæðisflokksins. Það var árið ekki fyrr en 1974 eða heilum 55 árum eftir að bæjarstjórn Vest- mannaeyja kom fyrst saman. Með öðrum orðum: Í meirihluta þess tíma sem liðinn er frá upphafi bæjarstjórnar Vest- mannaeyja var ekki ein einasta kona kjörin í bæjarstjórn. Horfið hérna á borðið við hliðina á mér, konur eru nú í meirihluta í bæjar- stjórn. Mér reiknast svo til að frá 1919 til 1974, eða þangað til fyrsta konan er kosin í bæjarstjórn, hafi verið kosið um 120 sæti bæjarfulltrúa. Vitaskuld hafa ekki 120 bæjar- fulltrúar fyllt þessi 120 sæti, sumir sátu tvö kjörtímabil, aðrir jafnvel miklu lengur. En sem sagt alltaf karlar. Af samtals 16 bæjarstjórum Vest- mannaeyja á þessum 100 árum Margt er nú orðið með ólíkum hætti en var :: Hátíðarræða bæjarstjóra á 100 ára hátíðarfundi bæjarstjórnar Bæjarfulltrúar á hátíðarfundi bæjarstjórnar 14. febrúar 2019. Elís með fyrstu fundargerðarbók bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Kvenfélagið Líkn fagnar 110 ára afmæli í ár og var þeim færður blómvöndur á hátíðarfundinum. Föstudaginn 15. febrúar var haldinn bæjarstjórnar- fundur unga fólksins. Bæjarstjórn unga fólkins.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.