Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - febr 2019, Qupperneq 23

Fréttir - Eyjafréttir - febr 2019, Qupperneq 23
Febrúar 2019 | Eyjafréttir | 23 komu svo auðvitað fyrst 15 karlar í röð, en svo breyttist það víst líka. En allir þessir bæjarstjórar lögðu sitt af mörkum við uppbygginu bæjarins á þessum 100 árum. Verkefni þessara bæjarstjóra voru mörg og mismunandi eins og gefur að skilja. Sumir fengu stærri og erfiðari verkefni en aðrir en ætli þau hafi gerst miklu stærri en að fá heilt eldgos yfir bæinn. Það fékk Magnús H. Magnússon að reyna en hann var bæjarstjóri 1966-1975. Ég minnist á hann hér því að hann er líklega ástæðan fyrir því að ég er hér. Viðtal sem var við Magnús í útvarpinu á sínum tíma, þar sem hann hvati fólk til að snúa heim og byggja aftur upp Eyjuna okkar eftir gos, sannfærði mömmu um að koma aftur heim. Pabbi var tilbúinn að flytja til Noregs með fjöl- skylduna en mamma réði ferðinni að þessu sinni og hún hlýddi kalli Magnúsar bæjarstjóra. Það skiptir auðvitað sköpum í sögu Vestmannaeyja að svo margir svöruðu kallinu; komu aftur heim og glæddu eyjuna okkar lífi á ný. Það er svolítið skemmtilegt að hugsa til þess að karlarnir 9 sem sátu fyrsta bæjarstjórnarfund- inn gætu hafa valið daginn til heiðurs kvenfélaginu Líkn, eins og ég minntist á áðan, en þá hefur sjálfsagt ekki órað fyrir því að 100 árum síðar yrði haldið upp á þann fund á Valentínusardaginn, 14. febrúar, degi elskenda. En kannski voru þessir karlar í fyrstu bæjar- stjórninni eintómir rómantíkerar. Skoðum aðeins nánar fyrstu bæjar- stjórnarkosningarnar. Þær fóru fram þann 16. janúar 1919. Þá voru 7 listar í framboði og hafa aldrei verið fleiri síðan. En hið furðulega er að sömu einstaklingar gátu verið á fleiri en einum lista og eru jafnvel dæmi um að sömu einstaklingar hafi verið á allt að 4 listum. Í fyrstu bæjarstjórnarkosningunum 1919 voru 3 á fjórum listum, þeir Páll Bjarnason, Högni Sigurðsson í Vatnsdal og Jón Hinriksson. Til að fá að bjóða fram í kosning- unum 1919 þurfti framkominn listi einungis 5 meðmælendur á móti 40-80 í dag. 556 einstaklingar greiddu atkvæði í fyrstu bæjar- stjórnarkosningunum af ríflega 2.000 íbúum. Listabókstafirnir voru einnig með allt öðrum hætti en nú tíðkast, þar sem kjörstjórn merkti listana einfaldlega með bókstöfum í stafrófsröð í þeirri tímaröð sem framboðunum var skilað inn. Þann- ig var t.d. B-listinn, borinn í fyrsta sinn fram af flokki 1930 og þá af Sjálfstæðisflokki, 4 árum síðar af Alþýðuflokknum og loksins 1938 af Framsóknarflokknum. En þá lauk þessari hringekju og flokk- arnir fengu fasta listabókstafi. Margt er nú orðið með ólíkum hætti en var. Ég hef að sjálfsögðu ekki tök hér á að rekja alla sögu bæjarstjórnar og bæjarstjórnarkosn- inga en mig langar til að staldra andartak í lokin við kosningarnar 1930 vegna þess að annars vegar verða þá ákveðnar breytingar sem enn halda og einnig vegna áhuga- verðs samanburðar við nútímann. Eitt er að frá 1930 var loks tekið að kjósa til bæjarstjórna á Íslandi á 4 ára fresti en fram að því hafði verið kosið til bæjarstjórna árlega. Í öðru lagi var frá og með 1930 í fyrsta skipti kosið um alla bæjarstjórnina í einu, en 9 bæjarfulltrúar sátu á þessum tíma í bæjarstjórn, eins og áður var minnst á. Fram að 1930 var sá háttur hafður á að 3 fóru úr bæjarstjórn á hverju ári og 3 nýir bættust við. Hlutkesti var látið ráða hverjir 3 þurftu að yfirgefa bæjarstjórn hverju sinni. Áhugavert en ég veit ekki hvernig stemm- inginn væri fyrir því núna ef unnt væri að endurvekja þann sið! Þá brýtur árið 1930 að öðru leyti í blað í sögu bæjarstjórnarkosninga. Í fyrsta lagi voru lögin um kosn- ingarétt rýmkuð verulega það ár og kosningaaldur bæði fyrir karla og konur færður niður í 21 ár ásamt fleiri rýmkunum. Meðal þeirra var sú rýmkun að það að þiggja sveitarstyrk varðaði ekki lengur missi kosningarréttar nema menn væru í skuld við bæjarsjóð vegna leti eða ómennsku eins og það var orðað í samþykktinni. Í framhald- inu varð einum ónefndum bæjar- fulltrúanum að orði að Vestmanna- eyjar væru kyndugur staður því hér mættu letingjar aðeins kjósa ef þeir væru ríkir. Við eigum skrá hjá Vestmanna- eyjabæ um alla þá sem setið hafa bæjarstjórnarfundi öll þessi 100 ár. Það er gaman að glugga í þetta. Hér í Eyjum eru enn búsettir 3 af þeim 6 sem setið hafa flesta bæjar- stjórnarfundi eru tveir þeirra með okkur hér í salnum í dag. Sá sem flesta fundi hefur setið er Guð- laugur Gíslason 343; næstur er Ragnar Óskarsson 311; Sigurður Jónsson 281; Ársæll Sveinsson 277; Arnar Sigurmundsson 270 og Guðmundur Þ.B Ólafsson 269. Börn tveggja þeirra núlifandi manna sem hér voru taldir eru sem kunnugt er bæði í bæjarstjórn og bæjarráði í dag. En í dag fögnum við, við fögnum 100 ára afmæli bæjarstjórnar Vest- mannaeyja. Þetta er stór dagur, sem skipar stóran sess í okkar tímatali og afmælisári. Fyrir hönd sitjandi bæjarfulltrúa þakka ég öllum þeim sem á undan okkar komu, lífs og liðnum, fyrir þeirra framlag í að gera bæinn okkar að því sem hann er. Við horfum björtum augum fram á veginn fyrir hönd okkar einstaka bæjarfélags. Til næstu 100 ára að minnsta kosti! Margt er nú orðið með ólíkum hætti en var :: Hátíðarræða bæjarstjóra á 100 ára hátíðarfundi bæjarstjórnar Framundan á 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar apríl 2019 Kvikmyndahátíð á vegum bæjar- félagsins í Eyjabíó. Sýndar verða kvikmyndir, heimildarmyndir og myndbrot sem tengjast Vestmanna- eyjum. 2. til 3. júlí 2019 Úgáfudagur og dreifing afmælisrits í tilefni 100 ára afmælisins. Stærð afmælisrits verður 100 bls. sem fer í aldreifingu innanbæjar. Upplag rúmlega 2000 eintök. Í ritinu verða meðal efnis, ávörp, viðtöl, 100 ára annáll með ljósmyndum sem tengjast atburðum, þar sem stiklað er á stóru í sögu Vestmannaeyja- bæjar, íbúaþróun, atvinnulífs, menningar ofl. auk umfjöllunar um bæjarstjórn í og starfsemi bæjar- stofnana. Sérstök fjögurra manna ritnefnd hefur verið mynduð af fulltrúum afmælisnefndar bæjarins og Eyjasýnar hf, en útgáfan er samstarfsverkefni og hefur verið gengið frá samkomulagi um kostn- aðarskiptingu. 5. júlí 2019 (föstudagur í goslokahelgi) 100 ára hátíðardagskrá á Stakka- gerðistúni. – Stuttar hátíðarræður, tónlist ofl., barnadagskrá á Stakkó. Unnið í samráði við nýskipaða Goslokanefnd bæjarfélagsins. Kynning á framkvæmdum innan- húss og gjörbreyttu hlutverki Ráð- hússins að loknum áfangaskiptum framkvæmdum. Móttaka bæjarstjórnar seinni parts dags í Eldheimum fyrir boðsgesti. Forseti Íslands, forsætisráðherra, ofl. ráðherrar, alþingismenn Suður- kjördæmis, núverandi og fyrrverandi bæjarfulltrúar, bæjar- stjórar og nokkrir embættismenn Vestmannaeyjabæjar ásamt mökum. Stórtónleikar í Eimskipshöll klukkan 18.00 og 21.00. Október 2019 Kvikmyndahátið á vegum bæjar- félagsins í Eyjabíó. Sýndar verða kvikmyndir, heimildarmyndir og myndbrot sem tengjast Vestmanna- eyjum. 2. til 3. nóvember 2019 Safnahelgin í Eyjum. Um er að ræða lok 100 ára afmælisársins. 20191919 Vel var mætt á málþingið „Nútíð, fortíð og framtíð Vestmannaeyja, tækifæri og ógnanir“ sem fram fór í Kviku sunnudaginn 17. febrúar. Frummælendur á málþingi. Ásgeir Jónsson, Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, dr. Ágúst Einarsson, Bjarnheiður Hallsdóttir, Tryggvi Hjaltason, Sara Sjöfn Grettisdóttir, málþingsstjóri og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.