Fréttablaðið - 17.02.2020, Side 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —4 0 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R M Á N U D A G U R 1 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 0
Átt þú rétt
á slysabótum?
Við hjálpum þér
að leita réttar þíns
TORT
INNHEIMTA SLYSABÓTA
HAFÐU SAMBAND 511 5008
Þó nokkur hópur fólks mætti í skíðabrekkurnar í Bláfjöllum í gær til þess að gleðja sig eftir ótíð undanfarinna daga. Þar var enda logn og blíða, sólarglenna og skíðfærið hreint þokkalegt.
Nú hækkar sól á lofti og þá er oft besti tíminn framundan til vetrarútivistar. Þessi brettakappi sýndi fín tilþrif í brekkunni þótt sólgleraugun hafi reyndar fokið. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Við skynjum það
líka að þessi um-
ræða um vinnu fólks og mat
á störfum er að opnast.
Viðar Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri Eflingar
KJARAMÁL Ótímabundið verkfall
um 1.800 félagsmanna Eflingar sem
starfa hjá Reykjavíkurborg hófst
á miðnætti. Enn hefur ekki verið
boðað til næsta fundar í deilunni.
Deiluaðilar hafa nú ekki fundað í
tíu daga en lögum samkvæmt verður
að boða til fundar innan tveggja
vikna frá síðasta fundi.
„Við skynjum mikinn meðbyr og
stuðning. Við skynjum það líka að
þessi umræða um vinnu fólks og mat
á störfum er að opnast,“ segir Viðar
Þorsteinsson, framkvæmdastjóri
Eflingar.
Það hafi verið áhugavert að hlusta
á umræðuþætti helgarinnar því
fólk sé farið að nálgast umræðuna á
annan hátt. „Það er bara bein afleið-
ing af þessari baráttu okkar. Þótt við
eigum auðvitað eftir að sjá hverju
hún skilar þá held ég að við höfum
galopnað þessa umræðu.“
Eins og í tímabundnu verkföll-
unum undanfarnar tvær vikur mun
áhrifanna mest gæta á leikskólum
borgarinnar. Einnig verður matar-
þjónusta í grunnskólum skert og á
annað þúsund notendur velferðar-
þjónustu munu verða fyrir áhrifum.
Þá skerðist þjónusta við borgar-
landið þar sem hreinsun verður
ekki sinnt. Starfsmenn borgarinnar
sinntu sorphirðu um helgina en það
var gert bæði vegna slæms veðurs að
undanförnu og komandi verkfalls.
Aðspurður segir Viðar að viðbrögð
við undanþágubeiðnum og verk-
fallsvarsla verði með sambærilegum
hætti og verið hefur. „Það hefur ekki
verið mikið um verkfallsbrot en það
hefur sýnt sig að verkfallsvarsla er
nauðsynleg. “
Ef ling boðar til samstöðu- og
baráttufundar í Iðnó í dag klukkan
13. Félagsmenn, foreldrar og aðrir
stuðningsmenn eru hvattir til að
mæta og taka börnin með. -sar
Ótímabundið verkfall Eflingar hafið
Um 1.800 félagsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg hófu á miðnætti ótímabundið verkfall. Mest verða áhrifin á leikskóla og matar-
þjónustu grunnskóla. Efling boðar til samstöðu- og baráttufundar í Iðnó í dag en enn hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni.
LÍFIÐ Íslenski dansf lokkurinn leit-
ar nú að þremur hundum til að taka
þátt í verkinu Rythm of Poison sem
frumsýnt verður í lok mánaðarins.
Hlynur Páll Pálsson, framkvæmda-
stjóri dansf lokksins, segir að ekki
sé gerð krafa um að hundarnir séu
dansmenntaðir.
„Við segjum aldrei nei við góðum
hugmyndum frá samstarfsfólki
okkar en danshöfundur verksins,
hún Elina Pirinen, er mikill dýra-
vinur og hún er sannfærð um að
þátttaka þriggja hunda í sýning-
unni eigi eftir að lyfta verkinu á
annað plan,“ segir Hlynur.
Þó verði, öryggisins vegna, smá-
hundar útilokaðir frá þátttöku og
því aðeins leitað eftir meðalstórum
og stórum hundum.
Annars eru gert skilyrði um
að hundarnir séu vingjarnlegir,
ófeimnir og að þeim líði vel í marg-
menni. -ssþ/sjá síðu 22.
Hundar dansa
MENNING Harðnandi samkeppni er
á bandaríska streymismarkaðnum.
Disney mun væntanlega veita Net-
f lix hvað hörðustu samkeppnina
en streymisveitum fer enn fjölg-
andi.
Bandarísku efnisveiturnar sækja
í sífellt meira mæli á alþjóðamark-
að og er þjónusta Disney væntanleg
á Íslandi á árinu.
Stjórnvöld hafa kynnt breyting-
ar á lögum um fjölmiðla í samræmi
við tilskipanir ESB sem myndi þýða
að 30 prósent af framboði mynd-
efnis skuli vera evrópskt.
Í frumvarpsdrögunum er einnig
að finna ákvæði um lögsögureglur.
Þar er fjallað um upprunaland fjöl-
miðlaþjónustu og hvernig bregðast
skuli við efni sem sjónvarpað er
frá einu ríki en beint til notenda í
öðrum ríkjum. -ds/sjá síðu 8.
Disney ætlar
sér stóra hluti