Fréttablaðið - 17.02.2020, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 17.02.2020, Blaðsíða 14
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, FERMINGARBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS Veglegt sérblað Fréttablaðsins um ferminguna kemur út þriðjudaginn 10. mars. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Áhugasamir auglýsendur hafi samband við: Jón Ívar Vilhelmsson Sími 550 5654 jonivar@frettabladid.is Arnar Magnússon Sími 550 5652 arnarm@frettabladid.is Atli Bergmann Sími 550 5657 atlib@frettabladid.is Ruth Bergsdóttir Sími 694 4103 ruth@frettabladid.is Hjónin Hrannar og Halla eru alsæl í Kaupmannahöfn. Halla og Hrannar á góðri stundu. að Halla fór að vinna í Jónshúsi vegna þess að við vildum kynnast borginni betur, sögu borgarinnar og ekki síst lífi Jóns Sigurðssonar og tengingum borgarinnar við Ísland í gegnum aldirnar, þann- ig að við gengum um borgina, tókum myndir og kynntum okkur söguna.“ útskýrir Hrannar. Hjónin ákváðu að deila ævintýr- um sínum með vinum og vanda- mönnum. „Við settum göngurnar á Facebook, vildum athuga hvort aðrir hefðu áhuga á að fylgjast með, og það reyndist raunin,“ segir Halla. „Við höfum því haldið áfram og alls eru göngurnar á Facebook orðnar 27. Við höfum gaman af því að kynna Íslendingum gömlu höfuðborgina, því áhuginn er fyrir hendi, og staðreyndin er sú að margir Íslendingar sem koma til Kaupmannahafnar fara á mis við margt það áhugaverðasta sem borgin hefur upp á að bjóða.“ Viðbrögðin hafa verið framar öllum vonum. „Algerlega frábær, langt umfram væntingar. Mjög margir fylgast með og margir hafa haft samband, lýst yfir ánægju og leitað ráða. Fólk hefur leitað til okkar og það varð til þess að við fórum að ganga og hjóla um borgina með íslenska ferðamenn og vinnuhópa, og aðra sem hafa áhuga.“ Boltinn fór f ljótt að rúlla og bjóða þau núna upp á skoðunar- ferðir um borgina. „Ásta Stefáns- dóttir, vinkona okkar, slóst í hóp- inn og við buggum til „Ferðir um Kaupmannahöfn“ sem hefur notið mikilla vinsælda og við höfum farið með fleiri hundruð manns í ferðir um borgina, gangandi og hjólandi, og erum rétt að byrja,“ segir Halla. Líflegt og fjölbreytt mannlíf Þegar Halla og Hrannar eru spurð að því hvað sé skemmtilegast að gera í Kaupmannahöfn stendur ekki á svörum. „Fara í göngu eða hjólaferð með okkur, að sjálf- sögðu, kynnast borginni og því sem hún hefur upp á að bjóða. Heimsækja Jónshús. Fá sér smørre- brauð á einum af fjölmörgum góðum stöðum borgarinnar, fara af Strikinu, kynnast lífsstílnum og skoða til dæmis Pissurennuna, Norðurbrú og Vesturbrú. Borða á réttu veitingastöðunum. Fara í Torvehallerne, út á Refshalaeyju, í Kjötbæinn, og auðvitað kíkja við á BoBi bar og fá sér harðsoðið egg með sinnepi.“ Eitt frægasta kennileiti Kaup- mannahafnar er að sjálfsögðu Litla hafmeyjan en hversu spennandi þykir fólk hún vera? „Við vitum ekki um fólk almennt, en það eru alla vega um þrjár milljónir sem skoða hana ár hvert, svo ef marka má það, þá já, hún heillar greini- lega fólk. Hún er nú frekar lítil, blessunin, en sagan um hana er sorgleg og H.C. Andersen lík- lega frægasti Daninn, svo það er eitthvað sjarmerandi við hana, sitjandi á steininum í f læðarmál- inu,“ svarar Halla. Þá segja þau hverfið sem þau búa í vera í uppáhaldi ásamt fleirum. „Já, f leiri en eitt, reyndar. Okkar eigið hverfi, Nýja Kaupmanna- höfn, er aldeilis ljómandi skemmti- legt; frábær söfn og fallegir garðar. Miðaldabærinn hefur söguna og sjarmann, einnig Pissurennan. Friðriksstaðir skarta ótrúlegum byggingum og Norðurbrú er afar líf leg og þar er mannlífið ótrúlega fjölbreytt.“ Mikið úrval veitingastaða Þau segja ekki auðvelt að velja uppáhaldsveitingastað. „Við hjónin borðum oft á veitinga- stöðum, sér í lagi á sumrin. Í Kaupmannahöfn er hægt að fá allt sem hugurinn girnist, úrvalið endalaust og gæðin mikil. Enda matartúrismi orðinn big bisness í borginni,“ segir Hrannar. „Við höfum mjög gaman af því að fá okkur smørrebrauð í hádeginu, og af mörgum góðum smørrebrauðs- stöðum getum við til dæmis nefnt Nyboders Køkken, Husmanns Vinstue og Aamanns1921. Þess utan eru örugglega 50 veitinga- staðir sem eru í uppáhaldi hjá okkur, allt eftir því hverju er verið að leita að.“ „Ravage við Kóngsins nýjatorg er frábær á sumrin; Torvehallerne hefur allt sem hugurinn girnist; Llama og Pluto eru alger snilld þegar verið er að fara út á lífið; Friheden á Norðurbrú og H15 í Kjötbænum eru nýjir, cool og frumlegir. Ravnsborg Vinbar á Ravnsborggade er alltaf góður og Red Box og Vietnamese á Stóru Kóngsinsgötu eru frábærir. La Veccia Signora og Fiat eru uppá- halds Ítalirnir, Kødbyens Fiskebar er geggjaður og Gasoline Grill býr til bestu hamborgara í heiminum,“ segir Halla. Úrvalið af börum er ekki síðra. „Okkar hverfisbarir eru Svarti Svanurinn og Borgarkráin, en annars eru barirnir í borginni bæði margir og breytilegir. Af bjórbörum eru til dæmis Mikkeller og Ölbarinn við vötnin, Søerne, í uppáhaldi. Á sumrin eru Toldbo- den við ströndina og Herkúles í Kóngsins garði alltaf skemmtilegir. Brúnu vertshúsin, bódegurnar, eru einnig mörg, BoBi er bestur. Einnig eru í Kaupmannahöfn verulega margir góðir vínbarir, sem eru jú allt öðruvísi en bjórbarirnir, við förum stundum á Barlie, R og Nærver, sem er við íslenska sendi- ráðið.“ Sundsprettir, sólskin og saga En hvaða barir og túristastaðir eru vinsælastir meðal Íslendinga? „Frægasti og klassískasti „Íslend- ingabarinn“ er auðvitað Vínstofa Hvíts, Hviids Vinstue, sem er alltaf vinsæl, ekki síst meðal íslenskra ferðamanna. Af öðrum Íslend- ingabörum, meira fyrir „lókal“ Íslendinga, má nefna Café Salonen í Pissurennunni, enda rekinn af Íslendingi. Góð stemmning þar og huggulegheit. Klassísku túrista- staðirnir í Kaupmannahöfn sem allir þekkja eru hugsanlega Tívolí, Nýhöfn, Hafmeyjan, Amalíu- borg, Kristjanía og Strikið,“ segir Hrannar. Það er margt um að vera í borginni, allan ársins hring. „Á Ofelíu ströndinni á sumrin er mikið mannlíf, tónlist, sund- sprettir og sólbað. Allir í stuði. Svo má nefna Rósenborgargarðinn, eða Kóngsins garðinn, Kongens Have, sem er uppáhalds útiveru- svæði Kaupmannahafnarbúa og líka okkar, enda risastór, f lottur og í næsta nágrenni við Jónshús. Þar er hægt að hygge, lesa, prjóna, slaka á, borða nesti, drekka vínglas og sofa.“ Þá nefna þau nokkrar áhuga- verðar sögulegar byggingar sem vert er að skoða. „Svo er auðvitað allt sem Kristján fjórði byggði, f lest frá 1620 til 1650. Margar stórkost- legar byggingar, eins og Rósen- borgarhöll, Sívali turninn, Børsen og Nýbúðir. Maður þreytist aldrei á að skoða þær.“ Hægt er að fylgjast með og hafa samband við þau hjón í gegnum Facebook undir „Halla og Hrannar á göngu um Kaupmannahöfn“ og á: ferdirumkbh.dk. Framhald af forsíðu ➛ Staðreyndin er sú að margir Íslend- ingar sem koma til Kaupmannahafnar fara á mis við margt það áhuga- verðasta sem borgin hefur upp á að bjóða. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 M Á N U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.