Fréttablaðið - 17.02.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.02.2020, Blaðsíða 10
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Í tilefni aldarafmælis hefði farið vel á að umhverfi og umgjörð dómstóla yrði skoðuð í kjölinn. Því eru náin, samfelld og ótrufluð tengsl afar brýn. Jón Þórisson jon@frettabladid.is 匀欀漀爀爀椀 攀栀昀 ∠ 䈀氀搀猀栀昀椀 ㄀㈀ ∠ ㄀㄀  刀瘀欀 ∠ 㔀㜀㜀ⴀ㄀㔀㄀㔀 ∠ 眀眀眀⸀猀欀漀爀爀椀⸀椀猀 䔀爀 樀攀瀀瀀椀渀渀 爀愀昀洀愀最渀猀氀愀甀猀 㼀 猀琀愀爀琀 昀礀爀椀爀 樀攀瀀瀀愀渀渀  瘀攀琀甀爀嘀攀氀搀甀 爀甀最最琀 䴀氀甀洀 ∠ 匀欀椀瀀琀甀洀 ∠ 吀爀愀甀猀琀 漀最 昀愀最氀攀最 ︀樀渀甀猀琀愀 Í janúar síðastliðnum var fæðingarorlof lengt um einn mánuð, úr níu mánuðum í tíu, og stendur til að lengja það í 12 mánuði árið 2021. Eftir nýjustu breyt- ingar fær hvort foreldri um sig fjóra mánuði, auk þess eru tveir mánuðir til viðbótar sem foreldrar geta ráð- stafað að vild. Ofangreindri lengingu á fæðingarorlofi ber að fagna, ekki síst því að ungbörn njóta umönnunar foreldra sinna lengur og að foreldar hafi jafnan rétt. Öðru máli gegnir um einstæðar mæður. Þær áttu rétt á sex mánaða fæðingarorlofi fyrir lagabreytingu og eiga eftir breytinguna sama sex mánaða réttinn, þó með fáeinum undantekningum. Á meðan réttur tveggja foreldra eykst þá stendur réttur einstæðra mæðra í stað. Þarna þarf að endur- skoða reglugerð og tryggja að öll ungbörn fái sama tækifæri til að njóta samveru við foreldra sína, hvort sem það er eitt foreldri eða tvö sem eiga í hlut. Ef við horfum til Norðurlandanna þá eiga einstæðar mæður í Danmörku, Noregi og Svíðþjóð rétt á jafnlöngu fæðing- arorlofi og tveir foreldrar. Ríkisstjórn Finnlands lagði síðan nýlega fram frumvarp sem bæði lengir orlof og eykur rétt feðra og einstæðra mæðra. Í fáeinum tilfellum er faðirinn alls ekki inn í mynd- inni. Einnig getur verið að það sé mjög stirt og stopult samband á milli verðandi foreldra. Þegar kringum- stæður eru þannig þá er ólíklegt að faðir sæki um fæðingarorlof og að móðir samþykki það. Í ljósi ofangreindra skrifa er mikilvægt að tryggja velferð barna og að börnum sé ekki mismunað. Fyrsta árið í lífi sérhvers barns er mikilvægasta mótunarskeið bernskunnar. Því eru náin, samfelld og ótruf luð tengsl afar brýn og hafa áhrif á þroska og tengslamyndun. Í sumum tilfellum getur það líka verið kvíðvænlegt fyrir móður að eiga einungis kost á sex mánaða fæðingarorlofi. Það skapar óöryggi fyrir hana að vita ekki hvað tekur við að orlofi loknu, þar sem hvorki móðir né barn er tilbúið fyrir aðskilnað og dagvistunarúrræði eru ekki fyrir hendi. Brýnt er að skoða þetta nánar með velferð barna í huga. Velferð allra barna Gærdagurinn rann upp bjartur og fagur víða um land og viðbúið að einhverjir hafi nýtt hann til útivistar. Dagar sem þessir eru kærkomnir, enda veðrið verið fremur rysjótt í vetur.En það var tilefni til að fagna fleiru en veðrinu í gær, þó þau hátíðahöld hafi verið lág- stemdari og fámennari en tilefni var til, en þá voru eitt hundrað ár síðan Hæstiréttur Íslands tók til starfa. Tildrög að stofnun Hæstaréttar var langur og barátta landsmanna fyrir því að æðsta dómsvald skyldi vera í höndum Íslendinga samofin sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar á 19. öld. Á heimasíðu réttarins segir að krafa um innlent æðsta dómsvald í íslenskum sérmálum hafi fyrst komið fram á þjóðfundinum 1851. Upp frá því hafi málinu ítrekað verið hreyft en ekki náð fram að ganga. Í sambandslögunum frá 1918 var fullveldi Íslands viðurkennt og þar með var framkvæmdarvaldi komið í hendur okkar sjálfra. Hæstiréttur Danmerkur hafði áfram æðsta dómsvald í íslenskum málum en undir- búningur stofnunar Hæstaréttar Íslands var þegar hafin og tók hann formlega til starfa 16. febrúar 1920. Rétturinn er grundvallarstofnun og táknmynd sjálf- stæðis og fullveldis landsins. Það vekur því undrun að aldarafmælis hans skuli ekki minnst opinberlega heldur haldið einkasamkvæmi í Þjóðleikhúsinu. Eitt höfuðeinkenni íslenskrar stjórnskipunar er greining ríkisvaldsins í þrjá þætti, löggjafarvald, fram- kvæmdarvald og dómsvald. Hverjum þætti er ætlað að takmarka og tempra hina og minnka þannig líkur á ofríki og geðþóttastjórn. Undanfarið hefur verið deilt um það hér á landi hvernig staðið er að dómaraskipun. Þær deilur eru ekki bundnar við Hæstarétt því deilt hefur verið um skipan héraðsdómara og kunnara er en frá þurfi að segja að Landsréttur er í uppnámi vegna deilna um hvernig staðið var að skipun dómara við réttinn. Fyrir utan þau þrætuepli sem borin hafa verið á borð fyrir landsmenn í tengslum við starfrækslu dóm- stóla að undanförnu, verður að telja sennilegt að fjöldi annarra mála séu þar einnig til trafala þó þau séu undir yfirborðinu, enn sem komið er. Miklu skiptir fyrir íslenska þjóð að búa við óháð dómsvald og réttaröryggi og á það við um öll dómstig. Á vef Hæstaréttar er vitnað til orða Einars Arnalds, forseta réttarins þegar 50 ára afmælis hans var minnst : „Á Hæstarétti hvíla þær skyldur að heiðra þann meginrétt, sem stjórnskipun okkar er reist á.“ Jafnframt: „Helgustu mannréttindi verða ekki í raun tryggð nema í skjóli sjálfstæðs og óhlutdrægs dóms- valds.“ Í tilefni aldarafmælis hefði farið vel á að umhverfi og umgjörð dómstóla yrði skoðuð í kjölinn. Dóm- stólar njóta trausts innan við helmings þeirra sem reglulega eru spurðir í þjóðarpúlsi Gallup. Þó margar mikilvægar stofnanir samfélagsins búi við svipað eða lakara traust, ætti þetta að vera áhyggjuefni. Hefði ekki átt að nýta aldarafmæli þess að æðsta dómsvald í íslenskum málum fluttist til landsins til annars en að halda einkasamkvæmi í Þjóðleikhúsinu? Dómsvald Oktavía Guð- mundsdóttir Félagi einstæðra foreldra Gamlar fréttir Í liðinni viku voru f luttar fréttir af því að norski bankinn DNB hefði sagt upp viðskiptum við Samherja vegna Namibíu- málsins. Það teljast tíðindi að banki segi viðskiptum upp af siðferðilegum ástæðum. Viðbrögð forstjóra Samherja voru hins vegar að þetta væri engin frétt. Í besta falli gömul. Þetta hefði legið fyrir lengi. Samherji hefði sjálfur sagt upp viðskiptunum við DNB um ára- mót! Auk þess hefði aðeins verið um innlánsviðskipti að ræða. Þegar sá sem hér heldur á penna var á sínum sokkabands- árum fékk hann ráðleggingu frá sér eldri og reyndari á þann veg að ef til þess horfði að gagnaðili í sambandi vildi ljúka því, væri lykilatriði að vera fyrri til. Það er greinilegt að Samherjamenn hafa fengið sömu ráð. Engar fréttir Þó forstjóri Samherja hafi vitað af uppsögn bankans í einhvern tíma, en ekki aðrir, þá er það samt frétt. Það er frétt að eitt stærsta útgerðarfélag á norður- hveli jarðar sé beðið um að taka saman föggur sínar og fara úr viðskiptum, jafnvel þótt um innlánsviðskipti hafi aðeins verið að ræða. Í þessu sambandi má líka velta fyrir sér hvor sagan sé trúverðugri, stórútgerðarinnar eða bankans. jon@frettabladid.is 1 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M Á N U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.