Fréttablaðið - 17.02.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.02.2020, Blaðsíða 4
Það er líka ágætis áminning um það að það á að taka kjaravið- ræður við opinbera starfs- menn alvarlega. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB 40” BREYTTUR MEGA CAB HÖRKUTÓL SEM ENDIST GLÆSILEGT ÚTLIT, NÝJAR ÚTFÆRSLUR OG FJÖLMARGAR TÆKNINÝJUNGAR Í BOÐI. EIGUM TIL CREW CAB BIG HORN, LARAMIE, SPORT OG LIMITED ÚTFÆRSLUR TIL AFGREIÐSLU STRAX. EINNIG MEGA CAB Í LARAMIE OG LIMITED ÚTFÆRSLUM . BJÓÐUM UPP Á 35”, 37” OG 40” BREYTINGAR RAM 3500 VERÐ FRÁ: 6.967.745 KR. ÁN VSK. RAM 3500 VERÐ FRÁ: 8.640.000 KR. M/VSK. ramisland.is UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 534 4433 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 RAM 3500 STJÓRNMÁL „Sveitarfélögin leggj- ast gegn framgangi frumvarpsins í núverandi mynd,“ segir í sameigin- legri umsögn fjögurra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um frumvörp um Hálendisþjóðgarð og um Þjóð- garðastofnun. „Svæði sem lagt hefur verið til að falli innan þjóðgarðs hafa verið í umsjón sveitarfélaganna vegna nálægðar og stöðu afréttarmálefna síðustu árhundruð,“ segir í umsögn Húnavatnshrepps, Húnaþings vestra, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. „Sveitarfélögin eru landstór. Mörk þeirra liggja á Lang- jökul, Hofsjökul og Kjöl og ná yfir víðáttumikil landsvæði innan mið- hálendisins,“ segir í umsögninni. Í byggðaráði Skagafjarðar lét full- trúi VG, Bjarni Jónsson, flokksbróð- ir umhverfisráðherra sem stendur að baki frumvörpunum, bóka að hann standi ekki að umsögninni. „Miðhálendisþjóðgarður sem er í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar stuðlar að náttúr- vernd á einstöku svæði sem geymir ósnortnar vistgerðir, fágætan gróður og dýralíf og sérstæðar jarðmyndanir. Hann yrði sá stærsti í Evrópu með tilheyrandi aðdrátt- arafli,“ bókaði Bjarni. „Ástæða er þó til að leggja áherslu á að skipulags- vald sveitarfélaga og aðkoma þeirra að ákvarðanatöku verði styrkt enn frekar og tryggt í lögum og reglu- gerðum sem á þeim byggja, forræði heimamanna á svæðum sem um ræðir og að stjórn, stjórnsýsla og störf sem af starfsemi þjóðgarðs leiða, verði að mestu leiti staðsett í þeim héruðum sem land eiga að þjóðgarðinum,“ bókaði byggðaráðs- fulltrúi VG. - gar Fjögur sveitarfélög nyrðra sameinuð gegn hálendisþjóðgarði Mörk sveitarfélaganna ná yfir svæði á miðhálendinu. FRÉTTBLAÐIÐ/VILHELM 1 Með mikla á verka eftir við-skipti við lög reglu í nótt Læknir telur rúmlega tvítugan mann kjálkabrotinn eftir að lög­ regla skellti honum í jörðina í mið­ borg Reykjavíkur í nótt. 2 Lést af slys förum eftir fall úr stiga Kona lést af slys förum þegar hún féll úr stiga á Akra nesi á fimmtu dag. Hún var á fer tugs aldri. 3 Fjóla fann sporð dreka inni á baði: „Ekki hug mynd um hvaðan hann hefur komið“ Tveggja barna móðir fann sporð­ dreka á heimili sínu á Akur eyri í gær kvöldi. 4 Um 300 manns mót mæla brott vísun Maní fyrir utan dóms mála ráðu neytið Um 300 manns mættu fyrir utan dóms­ mála ráðu neytið í dag til að mót mæla brott vísun Maní, 17 ára trans drengs, og fjöl skyldu hans úr landi. 5 Borguðu 265 milljónir fyrir hús Sól veigar: Svona lítur það út að innan Ein stakt heimili Sól­ veigar Péturs dóttur fyrrum dóms­ mála ráð herra að Fjólu götu 1 er loksins selt. Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is K JARAMÁL „Við vonuðumst auð- vitað til þess að vera löngu komin með kjarasamning á þessum tíma- punkti. Við sýndum þessu mikla þolinmæði en nú er hún alveg á þrotum og þess vegna er þessi atkvæðagreiðsla að hefjast hjá 17 aðildarfélögum sem taka til um 18 þúsund félagsmanna,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Atkvæðagreiðsla um verkfallsað- gerðir félagsmanna BSRB hjá ríki, borg og sveitarfélögum hefst í dag og stendur til miðvikudagskvölds. Verða niðurstöður atkvæðagreiðsl- urnar kynntar á fimmtudaginn. Verði aðgerðirnar samþykktar munu tilteknir hópar fara í ótíma- bundið verkfall frá og með 9. mars næstkomandi. Þar er meðal annars um að ræða starfsmenn BSRB hjá Skattinum, Sýslumannsembættum, grunnskólum og frístundaheim- ilum borgarinnar. Þar fyrir utan munu stórir hópar félagsmanna fara í nokkur eins til tveggja sólarhringa verkföll sem myndu enda með ótímabundnu verkfalli frá 15. apríl. Samningsaðilar hafa því um þrjár vikur til að landa samningum áður en fyrstu aðgerðir bresta á. Sonja býst við því að komi til verkfallsað- gerða muni þær hafa víðtæk áhrif. „Þetta eru 18 þúsund manns sem eru að sinna grunnþjónustu samfélagsins. Það er líka ágætis áminning um það að það á að taka kjaraviðræður við opinbera starfs- menn alvarlega. Þetta eru mikilvæg störf og það er ekki hægt að hunsa okkur.“ En er Sonja bjartsýn á að samn- ingar náist á þeim tíma sem er til stefnu áður en verkföll hefjast? „Miðað við seinaganginn og biðina sem hefur stundum verið eftir einfaldlega svörum eða það sé tekin alvöru umræða um stór mál þá er ég ekkert allt of bjartsýn á að þetta takist á þessum tíma þótt ég auðvitað voni það. Við eigum enn þó nokkur stór mál eftir eins og jöfnun launa milli markaða og svo er launaliðurinn hjá aðildarfélög- unum,“ segir Sonja. Hún segir að þó hafi verið settur aukinn kraftur í viðræður eftir áramót. Meðal annars hafi verið rætt um styttingu vinnuvikunnar í vaktavinnu og mál þokast þar. „Ég upplifi það hins vegar þann- ig að þegar við höfum bent á að það hafi verið allt of mikill seinagangur í viðræðunum og fólk hafi beðið of lengi eftir kjarasamningum, að það hafi ekki verið tekið alvarlega.“ Samkvæmt könnun sem Sam- eyki, sem er fjölmennasta aðildar- félag BSRB, lét framkvæma styðja um 90 prósent verkfallsaðgerðir. „Auðvitað hefði aldrei verið farið í það að undirbúa aðgerðir nema vegna þess að við heyrðum það mjög skýrt hjá félagsmönnum. Það er mjög skýr niðurstaða um að það eigi að grípa til aðgerða ef það miðar ekkert áfram í viðræðunum.“ sighvatur@frettabladid.is Ekki allt of bjartsýn á að það takist að afstýra verkföllum BSRB, BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga stóðu fyrir baráttufundi í lok janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun um 18 þúsund félagsmanna BSRB hefst í dag. For- maðurinn segir að að- gerðirnar myndu hafa mikil áhrif á grunn- þjónustu samfélagsins. 1 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M Á N U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.