Fréttablaðið - 17.02.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.02.2020, Blaðsíða 8
✿ Stríð á streymismarkaði Bandaríkjanna Áskriftarverð og leiðir 0$ 5$ 10$ 15$ 20$ 0$ 5$ 10$ 15$ 20$ 0$ 5$ 10$ 15$ 20$ 0$ 5$ 10$ 15$ 20$ 0$ 5$ 10$ 15$ 20$ 0$ 5$ 10$ 15$ 20$ Sjónvarpsefni: Stranger Things, The Crown, Mindhunter, Narcos, Glow, The Irishman, RuPaul’s Drag race Sjónvarpsefni: The Handmaid’s Tale, Castle Rock, Casual, The Path, The Looming Tower, Into the Dark Sjónvarpsefni: The Morning Show, See, Dickinson, For All Mankind, Snoopy in Space, Oprah’s Book Club Sjónvarpsefni: Friends, Game of Thrones, House of the Dragons, Green Lantern, Raised by Wolves Sjónvarpsefni: The Marvelous Mrs. Maisel, The Grand Tour, Jack Ryan, Transparent, Fleabag, Good Omens Sjónvarpsefni: The Mandalorian, Loki, High School Musical: The Series, Diary of a Future President H ei m ild : Y ah oo F in an ce . Gæði 15.99$ Fylgir kaupum á nýjum Apple tækjum Apple TV+ 4.99$ Auglýsingaáskrift 5.99$ Áskrift án auglýsinga 11.99$ HBO MAX 14.99$ Grunnáskrift 8.99$ Grunnársáskrift 9.92$ Disney+ 6.99$ Disney+ og annað efni 12.99$ Grunnáskrift 8.99$ Venjuleg 12.99$ Mikil umbylting er að verða í miðlun mynd-efnis í heim-inum. Af þrey-i ng a r e f n i og fréttum er æ oftar miðlað beint í snjalltæki í stað myndlyklakerfa sjónvarpsstöðva. Mynddeiliþjón- usta samfélagsmiðla eykst enn og stórir bandarískir efnisframleið- endur eru æ meir í beinu viðskipta- sambandi við alþjóðlega notendur. Hefðbundnum sjónvarpsstöðvum víða um heim er ógnað. Stærstu streymisveiturnar Framboði á sjónvarpsefni eykst sífellt. Það eru einkum banda- rísk fjölmiðlafyrirtæki sem sækja á heimsma rk að. Ba nd a r ísk a streymisveitan Netf lix sem er Íslendingum vel kunn, náði í upp- hafi miklum yfirburðum í streymi á kvikmyndum og sjónvarpsefni. En Netf lix fær æ harðari samkeppni á streymismarkaðinum. Auk Net- flix, eru stærstar streymisveiturnar Amazon Prime Video, Hulu, Apple TV+, HBO Max, og Disney+. Á vormánuðum bætist síðar Pea- cock við sem er á vegum NBC sjón- varpsstöðvarinnar og Universal kvikmyndaversins. Harðasta samkeppnin við Netflix mun væntanlega koma frá stærsta fjölmiðlafyrirtæki veraldar, Walt Disney og nýrri streymisþjónustu þess, Disney+. Fyrirtækið á meðal annars 21st Century Fox og streym- isveituna Hulu. Disney+ býður upp á barna- og fjölskylduefni frá Disney sem og Marvel, Pixar og Star Wars. Að auki er fyrirtækið með ESPN+, sem streymir íþróttum. Fyrirtækið hefur boðið bandarískum áskrif- endum streymi Disney+ á 7 banda- ríkjadollara á mánuði eða um 874 krónur. Fyrirtækið býður einn- ig pakka sem inniheldur Disney +, ESPN+ og Hulu Live fyrir 12,99 bandaríkjadollara mánaðarlega, eða um 1.622 íslenskar krónur. Disney+ í boði hér á árinu Von er á Disney+ hingað til lands á þessu ári en Hulu kemur á alþjóða- markaði árið 2021. Auk Netf lix er Prime Video frá Amazon þegar aðgengilegt hér á landi. Óvíst er hvenær Apple TV+, Hulu og Peacock verða aðgengilegar hér á landi. Bandarísku fjölmiðlafyrirtækin eru að sækja á alþjóðamarkað. Þar er Evrópa umtalsverður mark- aður, enda með tvöfalt f leiri íbúa en Bandaríkin og fleiri en Norður- Ameríka í heild sinni. Í viðtali við franska tímaritið Capital haustið 2018 sagði Kevin A. Mayer, sem stýrir alþjóðadeild Disney, fyrirtækið vera að undir- búa alþjóðasókn. Þar skipti miklu að samevrópsk löggjöf krefjist þess að öll streymisþjónusta innihaldi að lágmarki 30 prósent sjónvarps- efnis sem unnið er í Evrópu. Disney+, Netf lix, og aðrir þurfa því að fjármagna og bjóða Evrópska sjónvarpsþætti og kvikmyndir, annað hvort með því að framleiðla þar efni eða með kaupum á evr- ópsku efni. Þessi krafa mun einnig ná til EES ríkja, þar á meðal Íslands. Með aðgengi íslenskra neytenda að æ stærri erlendum streymis- markaði verður auðveldara að sækja afþreyingarefni beint í snjalltæki í stað þess að fara í gegnum mynd- lykla sjónvarpsstöðva. Íslenskir fjölmiðlar munu þurfa að fóta sig í þessu breytta umhverfi. Stríð streymismarkaðarins harðnar Streymisveitum bandarískra fjölmiðlafyrirtækja fjölgar enn. Þær eru yfirgnæfandi á alþjóðlegum streymismarkaði. Evrópusam- bandið gerir þá kröfu að 30 prósent sjónvarpsefnis streymisveita á borð við Netflix og Disney+, sé evrópskt. Það mun gilda hér. Breytingar á íslenskri löggjöf um fjölmiðla Breyting á íslenskum fjölmiðla- lögum sem lögð var til kynn- ingar í samráðsgátt stjórnvalda í janúar fjallar um breytta myndmiðlun sjónvarpsefnis og markaðshlutdeild, einkum bandarískra streymisveitna á evrópskum markaði. Með því verður komið í lög ákvæðum er leiða af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Tækniþróun myndmiðlunar undanfarin ár hefur verið gífur- lega hröð. Framboð streymis- veitna, einkum bandarískra, hefur aukist gífurlega og á eftir að margfaldast. YouTube og Facebook verði skilgreind sem fjölmiðlar Flestum er kunnugt um breyttar áhorfsvenjur á myndmiðla, sér- staklega þeirra sem yngri eru. Línulegt áhorf gærdagsins hefur minnkað og meira er horft á efni í ólínulegri dagskrá og á myndstreymi. Í auknum mæli sækir fólk fréttir og upplýsingar til mynddeiliþjónustu á borð við YouTube, Facebook, eða Insta gram. Slík fyrirtæki hafa ekki verið skilgreind hér sem fjölmiðlar en á því verður nú breyting. Lagt er til að slíkir miðlar geti fallið undir lögsögu fjölmiðlanefndar. Þannig er leitast við að koma á meira jafnræði fjölmiðla óháð hvaða miðlunarleið þeir kjósa. Stöðva megi miðlun efnis Í lagafrumvarpinu er einn- ig kveðið á um lögsögureglur mynddeiliveitna, það er undir lögsögu hvaða EES-ríkis starf- semi þeirra heyrir. Sett eru inn ákvæði um upprunaland fjölmiðlaþjónustu og hvernig skuli bregðast við efni sem sjónvarpað er frá einu ríki en er beint til notenda í öðru ríki. Að auki er heimild til að stöðva miðlun efnis eða grípa til við- eigandi aðgerða, ef það ríki sem efninu er beint að telur það brjóta gróflega gegn lögum þess. Þá verða auglýsingareglur miðlana rýmkaðar. En langmikilvægasta breyt- ingin krafa um að 30 prósent af framboði myndefnis eftir pöntun skuli vera evrópskt, sýnilegt og fjölbreytt. Ein umsögn í samráðsgátt Drögin að breytingu á fjöl- miðlalögum voru í samráðsgátt stjórnvalda frá 28. janúar og lauk umsagnarfresti 12. febrúar síðast liðinn. Það vekur athygli að einungis Félag heyrnarlausra virðist hafa sent inn umsögn um málið. Snéri það einkum að textun efnis. Frumvarpið fer fyrir þingið nú í vor og gert er ráð fyrir afgreiðslu þingsins á vormánuðum. Davíð Stefánsson david@frettabladid.is Netflix tryggði sér alheimssýningarréttinn á íslensku sjónvarpsþáttaröðinni Brot, sem heitir á ensku The Valhalla Murders. Netflix er krafið um að 30 prósent alls myndefnis í Evrópu sé evrópskt. MYND/SKJÁSKOT Breytingum á íslensk- um fjölmiðlalögum um myndmiðlun sjónvarps- efnis og markaðshlutdeild er ætlað að innleiða evrópska löggjöf hér á landi. 1 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M Á N U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.