Fréttablaðið - 17.02.2020, Síða 6
Ef við skiljum ekki
ógnina og bregð-
umst ekki við henni þá gæti
það að endingu sett NATO,
farsælasta hernaðarbanda-
lag sögunnar, í hættu
Mark Esper, varn-
armálaráðherra
Bandaríkjanna
Fjöldi smitaðra var í gær
kominn upp í um 69 þús-
und, langflestir í Kína.
Verðtryggð skuldabréf
Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.
LSS040440 GB
Lánasjóður sveitarfélaga ohf. kt. 580407-1100, hefur birt
útgefandalýsingu og grunnlýsingu dagsettar 14. febrúar
2020 vegna nýs skuldabréfaflokks með auðkennið
LSS040440 GB. Tilgangur skuldabréfaflokksins er að
fjármagna verkefni sveitarfélaga sem hafa jákvæð
umhverfisáhrif og sporna gegn loftslagbreytingum.
Útgefanda lýsinguna og grunn lýsinguna ásamt gögnum
sem vitnað er til í þeim er hægt að nálgast hjá Lána-
sjóði sveitarfélaga ohf., Borgartúni 30, 105 Reykjavík og á
vefsíðu Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. www.lanasjodur.is
á meðan lýsingarnar eru í gildi.
Skuldabréfin eru verðtryggð jafngreiðslubréf en þau bera
fasta 1,50% ársvexti. Höfuðstóll og vextir eru greiddir með
41 jöfnum greiðslum. Gjalddagar höfuðstóls og vaxta eru
tvisvar á ári, 4. apríl og 4. október. Fyrsta greiðsla
höfuðstóls og vaxta er 4. apríl 2020 en lokagjalddagi
höfuðstóls og vaxta er 4. apríl 2040 Auðkenni flokksins á
aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. er LSS040440 GB og ISIN
númer IS0000031664.
Reykjavík, 14. febrúar 2020.
Lánasjóður sveitarfélaga ohf.
4 FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017
Útlán til ferðaþjónustunn-
ar nema rúmlega 14% af
heildarútlánum viðskipta-
bankanna til fyrirtækja.
Hlutfallið telst nokkuð
lágt og er það mat sérfræð-
inga að félög utan hins
hefðbundna bankakerfis
og bankar utan lands-
steinanna hafi að miklu
leyti fjármagnað fjárfest-
ingu í ferðaþjónustu.
ÁSDÍS AUÐUNSDÓTTIR
asdis@vb.is
Útlán til ferðaþjónust-unnar nema rúmlega 14% af heildarútlán-um viðskiptabankanna
til fyrirtækja og hefur hlutfall-
ið aukist nokkuð milli ára. Hlut-
fallið þykir þó ennþá nokkuð lágt,
sérstaklega með tilliti til þess
gríðar lega vaxtar sem orðið hef-
ur í greininni undanfarin misseri.
Bendir það að mati sérfræðinga
til þess að félög utan hins hefð-
bundna bankakerfis og bankar
utan landsteinanna hafi að miklu
leyti fjármagnað fjárfestingu í
ferðaþjónustu. Engar tölur virð-
ast hins vegar vera til sem gefa
nákvæmlega til kynna hversu hátt
það hlutfall raunverulega er.
27% ársvöxtur árinu 2016
Í Fjármálastöðugleika Seðlabank-
ans fyrir árið 2017 kemur fram að
útlán til ferðaþjónustu nema rúm-
lega 14% af heildarútlánum við-
skiptabankanna til fyrirtækja og
mældist ársvöxtur þeirra 27% á
árinu 2016.
Til samanburðar má sjá að í
ítar legri úttekt sem greiningar-
deild Arion banki gaf út í septemb-
er í fyrra að útlán til ferðaþjón-
ustunnar voru þá aðeins 10% af
heildarútlánum. Samkvæmt upp-
lýsingum frá bankanum var hlut-
fall lána til aðila í ferðaþjónust-
unni í árslok 2016 5% af lánasafni
Arion banka en hafði verið 4% ári
áður, þ.e. í árslok 2015. Bankinn
hefur hins vegar ekki birt upplýs-
ingar um þróunina það sem af er
árinu 2017.
Samkvæmt Seðlabankanum er
ferðaþjónustan nú þriðji stærsti
atvinnuvegaflokkurinn í útlána-
safni bankanna á eftir fasteigna-
félögum og sjávarútvegi. Útlán
til greinarinnar nema um 8,5% af
heildarútlánum viðskiptabank-
anna til viðskiptavina.
Bendir til fjármögnunar
utan bankakerfisins
Í greiningu Arion banka sem var
birt á síðasta ári kemur fram að
það komi höfundum í raun á óvart
að vöxturinn sé ekki meiri sökum
þess hversu hratt ferðaþjónustan
hafði þá verið að vaxa og fjárfest-
ingar að vaxa mikið. Velti grein-
ingardeildin því upp þeirri spurn-
ingu hvort gögn Seðlabanks gæfu
þá ekki nægilega skýra mynd
af stöðu mála. Eins var velt upp
þeirri spurningu hvort félög utan
hins hefðbundna bankakerfis og
bankar utan landsteinanna hafi
að miklu leyti fjármagnað fjár-
festingu í ferðaþjónustu.
Þrátt fyrir að sérstaka yfirsýni
virðist skorta um slíkar fjárfest-
ingar slær Seðlabankinn því hins
vegar föstu í skrifum sínum að
hin mikla uppbygging ferðaþjón-
ustunnar sé að einhverju leyti
fjármögnuð utan bankakerfisins,
af einstaka fagfjárfestasjóðum
eða með stofnun samlagshluta-
félaga um einstaka fjárfestingar.
Lífeyris sjóðirnir eru í mörgum
tilfellum kjölfestufjárfestar þar.
Fjármögnun utan
bankakerfis
Útlánaáhættan mikil
Seðlabankinn dregur þá
ályktun af framangreindum
tölum að útlán beintengd
ferðaþjónustunni vega enn
sem komið er ekki mjög þungt
í bókum viðskiptabankanna,
útlánaáhætta þeim tengd gæti
þó verið hlutfallslega nokkuð
mikil. Segir í Fjármálastöðug-
leikanum að komi til verulegs
samdráttar í greininni gætu
efnahagsaðstæður versnað
og útlánatap aukist einnig í
öðrum greinum líkt og álags-
próf Seðlabankans hafi sýnt.
Skilgreiningar á hvað séu útlán
til ferðaþjónustu kunna í ein-
hverjum tilvikum að vera mis-
munandi á milli stóru viðskipta-
bankanna þriggja en það breytir
ekki heildarmyndinni.
Í STUTTU MÁLI
Afkomuspá í takt
við væntingar
Afkoma. IFS Greining gerir
ráð fyrir að EBITDA Icelandair
Group á öðrum ársfjórðungi
muni nema 43,7 milljónum doll-
ara samanborið við 52,4 milljónir
á sama tímabili í fyrra sam-
kvæmt afkomuspá sem IFS gaf út
á dögunum. Samkvæmt spánni
er gert ráð fyrir því að tekjur
á tímabilinu muni nema 362,7
milljónum dollara og hækki um
31,3 milljónir frá sama tímabili
í fyrra. Á sama tíma er gert ráð
fyrir því að rekstrarkostnaður
muni aukast um 40 milljónir
dollara á tímabilinu miðað við
árið í fyrra. Samkvæmt spánni
fer launakostnaður félagsins yfir
100 milljónir dollara á ársfjórð-
ungnum. Þá gerir IFS ráð fyrir
því að EBITDA fyrir árið 2017
verði 159 milljónir dollara sem
er í takt við spár stjórnenda Ice-
landair Group sem gera ráð fyrir
EBITDA verði á bilinu 145-155
milljónir dollara.
14
milljónir dollara
Fjárfestingar. Vefmiðillinn
Northstack hefur tekið saman
tölur yfir fjárfestingar í sprota-
fyrirtækjum á öðrum ársfjórð-
ungi. Fjárfestingarnar voru
fjórar talsins og námu þær alls
14 milljónum dollara eða því sem
jafngildir um 1,5 milljörðum
miðað við gengi dagsins í dag.
Fyrirtækin fjögur voru Meniga,
Takumi, TripCreator og Mink
Campers. Fjárfest var í Meniga
fyrir 8,3 milljónir dollara og í
Takumi fyrir 4 milljónir dollara.
Stærstur hluti fjárfestingarinn-
ar kom frá útlöndum eða 70%.
Talsverð aukning var í fjárfestri
upphæð frá sama ársfjórðungi
í fyrra, en hún jókst um 240% á
milli ára, vegna tveggja stórra
fjárfestinga, hjá Meniga og Tak-
umi. „Það er mjög jákvætt hve
mikið af erlendu fjármagni var
að koma inn, og kemur upp á
móti fækkun fjárfestinga þar
sem íslenskir sjóðir
eru í aðalhlutverki,“
segir Kristinn
Árni L. Hró-
bjartsson, ritstjóri
Northstack, í
samtali við Við-
skipta-
blaðið.
Verðtryggð skuldabréf
Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. LSS150434
Lánasjóður sveitarfélaga ohf. (LSS), kt. 580407-1100, hefur birt
viðauka við grunnlýsingu dagsetta 28. mars 2014 vegna skuldabréfa-
flokks með auðkennið LSS150434 sem skráður er á aðalmarkað
Nasdaq Iceland kauphallarinnar. Viðaukann og gögn sem vitnað er til
í honum er hægt að nálgast hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., Borgar-
túni 30, 105 Reykjavík og á heimasíðu Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.,
www.lanasjodur.is, fram til lokagjalddaga skuldabréfanna.
Stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga hefur sam-
þykkt hækkun á heildarheimild skuldabréfa-
flokksins LSS150434 úr 30 milljörðum
í 40 milljarða. Þann 13. júlí 2017 var
heildarstærð flokksins 25.029.352.565 að
nafnvirði.
Heildarheimild
útgáfu:
Reykjavík, 18. júlí 2017.
Lánasjóður sveitarfélaga ohf.
Lítið virðist vera til af upplýsingum um útlán til íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja sem ekki koma frá viðskipta-
bönkunum þremur. VB MYND/HAG
ára
Pólsku forsetakosningarnar af stað
Andrzej Duda, núverandi forseti Póllands, ásamt eiginkonu sinni Agata Kornhauser-Duda, á framboðsfundi
fyrir forsetakjör um helgina. Forsetakosningarnar fara fram 10. maí næst komandi. Hinn hægrisinnaði ríkis-
stjórnarf lokkur, Lög og réttlæti, hefur lýst eindregnum stuðningi við framboð Duda. NORDICPHOTOS/GETTY
KÍNA Stjórnvöld í Kína telja að
aðgerðir eins og það að loka af Wuh-
an-borg hafi skilað þeim árangri að
hægt hafi á útbreiðslu kórónaveir-
unnar. Reuters fréttastofan greinir
frá því að í gær hafi verið tilkynnt
um 2.009 ný tilfelli í Kína en þau
voru rúmlega 2.600 á laugardag.
Þá hófst brottflutningur farþega
af skemmtiferðaskipinu Diamond
Princess en skipið hafði verið í
sóttkví í japönsku hafnarborginni
Yokohama frá 3. febrúar. Um 3.700
farþegar voru um borð og er fjöldi
smitaðra í hópnum kominn upp í
355.
Þeir sem hafa greinst með veir-
una hafa verið f luttir á sjúkrahús í
Japan. Bandarísk stjórnvöld hyggj-
ast f lytja 380 bandaríska farþega af
skipinu til Kaliforníu. Búist er við
að Kanada, Ítalía, Suður-Kórea og
Hong Kong fylgi í kjölfarið og flytji
sína ríkisborgara á brott.
Fjöldi tilfella var í gær kominn
upp í um 69 þúsund en þar af eru
500 utan meginlands Kína. Í gær
bættust 143 við fjölda látinna en
nú hafa alls 1.665 staðfest dauðsföll
verið skráð. -sar
Segja útbreiðsluna hægari
DAG HVERN LESA
93.000 ÍSLENDINGAR FRÉTTABLAÐIÐ AÐ MEÐALTALI
HEIMILD: PRENTMIðLAMÆLING GALLUP OKT-DES 2019, 12-80 ÁRA,
ALLT LANDIð HAGSTOFA ÍSLANDS, MANNFJÖLDATÖLUR, 2019FRÉTTABLAÐIÐ - MEST LESNA DAGBLAÐ LANDSINS
ÖRYGGISMÁL Bandaríkin auka enn
þrýsting á evrópska bandamenn
að byggja ekki á tækni kínverska
fjarskiptarisans Huawei við upp-
setningu 5G háhraðanets í álfunni.
Tæknin væri öryggisógn sem gæti
haft alvarlegar af leiðingar fyrir
samstarf yfir Atlantshafið.
Þetta kom fram á árlegri öryggis-
ráðstefnu sem haldin var í München
í Bæjaralandi um helgina. Hana
sóttu stjórnmálamenn og herfor-
ingjar vestan hafs og austan, sem
og áhrifamenn í atvinnulífi, fræði-
menn auk fjölda fréttamanna.
Nancy Pelosi, ræðumaður full-
trúadeildar demókrata, var harðorð
í ræðu þar sem hún beindi orðum
sínum til þeirra Evrópuríkja sem
hyggjast nýta Huawei 5G farsíma-
netstæknina og sagði ríkin vera
komin á „mjög hættulega braut“.
Með því væru Evrópuríkin að setja
ríkislögreglu í vasa hvers neytenda,“
sagði hún í gær.
Mark Esper, varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, og Mike Pompeo,
utanríkisráðherra, tóku í sama
streng. Esper varaði við því að málið
gæti haft áhrif á hernaðarsamstarf
innan Atlantshafsbandalagsins.
Hann sagði að samstarfsaðilar
Bandaríkjanna yrðu að „vakna“ og sjá
þá „óheiðarlegu stefnu“ sem Peking
beitir til að grafa undan núverandi
alþjóðlegu skipulagi. „Ef við skiljum
ekki ógnina og bregðumst ekki við
henni þá gæti það að endingu sett
NATO, farsælasta hernaðarbandalag
sögunnar, í hættu,“ sagði hann.
Þessi þungu viðvörunarorð
Espers um áhrif notkunar kín-
verskrar 5G tækni eykur enn á
togstreitu milli Bandaríkjanna og
Evrópu vegna fjárfestinga Kínverja
í innviðum Evrópu, í fjarskiptum,
flutningum og orkuframleiðslu.
Evrópusambandið hefur hafnað
kröfum bandarískra stjórnvalda
um að meina Huawei uppbyggingu í
álfunni. Ríkjum sambandsins verð-
ur gert skylt að deila gögnum sín á
milli um netöryggisógnir við upp-
byggingu 5G farsímanetkerfis og
móta stefnu í meðferð slíkra ógna.
Bretar samþykktu nýlega að
Huawei kæmi að uppsetningu 5G
háhraðanets landsins. Markaðs-
hlutdeild fyrirtækisins verði þó tak-
mörkuð við 35 prósent og búnaður
útilokaður frá viðkvæmum „kjarna“
háhraðanetanna og viðkvæmum
her- eða kjarnorkusvæðum. Líklegt
verður að teljast að Evrópuþjóðir
treysti á öryggismat Breta sem sagð-
ir eru standa framarlega við mat á
hinni kínversku fjarskiptatækni.
david@frettabladid.is
Enn va a B ndaríkin
Ev ópu við Huawei
Bandaríkin þrýsta á evrópska bandamenn að byggja ekki á tækni kínverska
fjarskiptarisans Huawei. Varnarmál ráðherra Bandaríkjanna segir tæknina
öryggisógn sem gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir NATO samstarfið.
1 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M Á N U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð