Fréttablaðið - 17.02.2020, Page 11

Fréttablaðið - 17.02.2020, Page 11
Guðmundur Steingrímsson Í DAG STARFSMANNAMÁL OG KJARASAMNINGAR FRÆÐSLUFUNDIR SA 2020 Samtök atvinnulífsins bjóða félagsmönnum sínum upp á fræðslufundi um starfsmannamál og kjarasamninga sem gagnast öllum sem hafa starfsmannamál á sinni könnu. Farið verður yfir fjölbreytt efni og fyrirspurnum svarað. Fundað verður um allt land. Meðal þess sem verður fjallað um: • Ráðning starfsmanna • Helstu réttindi og skyldur starfsmanna og vinnuveitanda • Vinnutímastytting Lífskjarasamningsins 2019-2022 • Uppsagnir og starfslok • Orlofsréttur • Veikindi og vinnuslys Lögfræðingar á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins sjá um fræðsluna. Fundirnir eru opnir starfsfólki aðildarfyrirtækja SA. Vinsamlegast skráið þátttöku á www.sa.is. REYKJAVÍK Þriðjudaginn 18. febrúar kl. 9.00-12.30 á Hilton Reykjavík Nordica Það eru margar kröfugerð-irnar um þessar mundir. Um hækkun lægstu launa, styttingu vinnuvikunnar, lúsa- og njálgálag á leikskólum og alls konar fleira. Vonandi finna hinir deilandi aðilar einhvern snertiflöt og ná að skilja hver annan sem fyrst, svo ekki komi til frekari verkfalla. Hitt er aftur annað: Á þessum kröfu- gerðartímum er ekki vitlaust fyrir fólk að efna til sjálfsskoðunar og velta fyrir sér út frá eigin brjósti hverjar séu kröfurnar. Hvað vill maður? Það er öllum hollt að velta því fyrir sér og það sem meira er: Fyrir þá sem standa fremst í víglínu kröfugerðanna getur verið athyglis- vert að heyra hverjar kröfur ann- arra eru til lífsins og tilverunnar. Ekki eru nefnilega allir eins. Hér koma mínar kröfur í fljótu bragði. Þetta þarf að gera, helst núna strax, svo lífsskilyrði mín verði betri. 1. Að fólk hætti skætingi á sam- félagsmiðlum, uppnefnum og fordómum. „Forréttindakonur“, „elíta“, „sófakommi“, „pabba- strákur“. Ég meika þetta ekki. Ég verð dapur og niðurdreginn þegar ég fer inn á suma þræði, og ég vil ekki vera dapur og niður- dreginn. Reglan er þessi: Það sem þú getur ekki sagt við manneskju augliti til auglitis geturðu heldur ekki sagt við hana/um hana á netinu. Svo geri ég þá kröfu að við höfum viðurlögin eins og í slönguspili. Sá sem eys skít á fésinu þarf að fara aftur á byrj- unarreit. Engir vinir. Engin læk. Safna þarf öllu aftur. 2. Að verðbólga verði lág. Þetta hljómar auðvitað mjög hefð- bundið og gamaldags, en er vitaskuld algjört lykilatriði. Fyrir skuldsett fólk og fólk á leigu- markaði — og bara alla — yrði það algjör katastrófa ef verð- bólga færi af stað. Passa þetta, þið aðilar vinnumarkaðarins. 3. Að ekki sé talað í bíó. Mér finnst að það eigi að vera hægt að skjóta upp sætum þeirra sem tala í bíó. 4. Meiri upplýsingar. Ég er stundum verulega týndur í umræðunni um hitt og þetta hér á landi. Nú er til dæmis kjarabarátta í gangi. Ég fæ glefsur upplýsinga héðan og þaðan. Á sorphirðufólk að fá 850 þúsund á mánuði? Eru raun- verulega bara einstæðar mæður á lægstu laununum? Hvað með einstæða feður? Meðlagsgreið- endur? Námsmenn sem eru að safna sér fyrir heimsreisu? Er ekki alls konar fólk á lægstu launum? Er ekki hægt að koma til móts við fólk sem á raun- verulega erfitt, eins og einstæð foreldri, með öðru móti en einungis launahækkunum, eins og hækkun barnabóta og skatta- breytingum? Hlutlaus frétta- skýring væri snilld. 5. Að auðlindar þjóðarinnar séu ekki gefnar, Rio Tinto eða öðrum. 6. Að fólk hætti að beita félags- legum matarþrýstingi á þorra- blótum. Ég er ekki að fara að borða hrútspunga og svoleiðis dót. Ég nenni ekki að fá svipi frá fólki út af því. „Hvað, ætlarðu ekki að fá þér auga?“ „Uuuu, nei.“ Hvað er fólk að skipta sér af því hvað aðrir borða? Einu sinni reyndi ég að fela sviðna löpp undir rófustöppu. Var nappaður og niðurlægður. Það situr í mér. 7. Að menntun skipti einhverju máli og sé metin til fjár. Ef við gleymum þessu getum við lokað Mínar kröfur sjoppunni. Menntunarstig er grundvallaratriði fyrir sam- keppnishæfni, nýsköpunargetu, fjölbreyttni í vinnutækifærum og guð má vita hvað. Sem minnir mig á það: 8. Að námslánin mín lækki ein- hvern tímann, eftir áratuga afborganir. Ég á í alvöru í vand- ræðum með að mæla með því við börnin mín að þau taki námslán. 9. Að vinnuveitendur treysti starfs- fólki sínu fyrir sveigjanleika. Mér finnst það mjög góð þróun að það eigi að stytta vinnuvikuna. Næsta skref er að hafa vinnu almennt meira verkefnabundna, þegar því er komið við. Að fólki ráði sér meira sjálft. 10. Að heilbrigðiskerfið sé gott og bjóðist öllum. Réttarkerfið líka. 11. Kynjajafnrétti ríki. Og bara jafn- rétti yfir höfuð. Hommi, lesbía, trans, fatlað fólk, öryrki, gagn- kynhneygður, kynlaus, trúlaus, búddatrúar, múslimi, gyðingur, kristin. Skiptir ekki máli. 12. Að Ísland verði algjörlega kol- efnishlutlaust samfélag og helst gott betur. Með tækni getum við beinlínis minnkað CO2 í and- rúmsloftinu. Ísland á að vera til fyrirmyndar og öðrum þjóðum leiðarljós í umhverfismálum. Ljós í myrkrinu. Ekki bara betri en Kína, eins og sumir virðast telja nóg. Það er dapurlegt metn- aðarleysi. 13. Að maður geti farið út að borða án þess að þurfa að ráðfæra sig við bankann. Að lítið bjórglas kosti 1600 krónur er kjánalegt fyrir alla. Þar hafiði það. Þetta hefur auð- vitað enga þýðingu. Viðsemjandi minn er enginn og tilhugsunin um að ég fari í verkfall er í besta falli hlægileg. En samt. Það er mikil- vægt að vita nokkurn veginn hvað maður vill. Ég hvet aðra til að setja saman sína lista. Og berja í borðið. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11M Á N U D A G U R 1 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.