Morgunblaðið - 16.12.2019, Side 1

Morgunblaðið - 16.12.2019, Side 1
M Á N U D A G U R 1 6. D E S E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  295. tölublað  107. árgangur  Askasleikir kemur í kvöld 8 dagartil jóla jolamjolk.is ÁRNESSÝSLA MEÐ STERKA TÓNLISTARHEFÐ ÞRENNIR TÓNLEIKAR DOKTORSÚTSKRIFTIR HAFA ALDREI VERIÐ FLEIRI EN NÚ KARLAKÓR REYKJAVÍKUR 29 SKÓLARNIR ERU MIKILVÆGIR 6JÓN ORGANISTI Í 10 KIRKJUM 10 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Tengivirki Landsnets í Hrútatungu í Hrútafirði leysti nokkrum sinnum út í gær vegna seltu og ísingar. 25 manna hópur átti að hefja hreinsun á einangrurum í tengivirkinu á mið- nætti, að sögn Steinunnar Þorsteins- dóttur, upplýsingafulltrúa Lands- nets. Reiknað var með að það tæki allt að fjórar stundir. Á meðan var rafmagn tekið af í Vestur-Húna- vatnssýslu og Hvammstanga. Hætta var á að truflanir gætu orðið á raf- magni á Ströndum, í Dölum og Reyk- hólasveit vegna þessa. Vel gekk að gera við Dalvíkurlínu í gær. Viðgerð á vírum var nánast lok- ið í gærkvöld. Eftir var að reisa fjór- ar stæður eða átta staura og setja upp krossa og slár. Reiknað er með að viðgerð ljúki á miðvikudag. Kópaskerslína er í rekstri frá Laxá að Lindarbrekku og að fiskeldisstöð- inni í Öxarfirði. Í dag hefst viðgerð á línuhlutanum næst Kópaskeri þar sem brotnuðu fjórtán stæður og mun 20 manna hópur vinna við það. Reiknað er með að viðgerð taki nokkra daga. Viðgerð hófst á Húsa- víkurlínu í gær og er reiknað með að henni ljúki á morgun. Kröflulína I var tekin úr rekstri í gær vegna þess að brjóta þurfti ís- ingu af leiðurum þar sem hún þverar Eyjafjarðará. Það gekk vel. Beðið verður með viðgerð á Laxárlínu á meðan gert er við aðrar línur. Varaafl var á Hvammstanga Vararafstöð var við heilbrigðis- stofnunina á Hvammstanga á árum áður. Guðmundur Haukur Sigurðs- son var við stofnunina í nærri 30 ár, fyrst sem framkvæmdastjóri til 2010 og svo svæðisfulltrúi HVE til 2017. Hann sagði að vararafstöðin hefði verið í bílskúr á lóð heilbrigðisstofn- unarinnar. Hún var sjaldan notuð nema snjóaveturinn mikla 1995. Gerðar voru miklar endurbætur á lóð og húsnæði stofnunarinnar frá því um 1992 og fram yfir 2000. Skúr- inn þurfti að víkja og sagði Guð- mundur að ekki hefði verið vilji í ráðuneytinu fyrir því að byggja ann- an skúr yfir stöðina. „Það var nið- urstaða yfirmanna í heilbrigðisráðu- neytinu þá að það væri ekki ástæða til að vera að reka þessa varaaflvél,“ sagði Guðmundur. Hún var því fjar- lægð. Það þótti óhætt því Rarik var með varaaflstöð á staðnum og sagði að hún myndi duga. Nokkrum árum síðar ákvað Rarik að fara með varaaflstöðina frá Hvammstanga. Því var meðal ann- ars mótmælt af sveitarstjórninni. „Nú vakna menn upp við vondan draum,“ sagði Guðmundur. Línuviðgerðum miðar vel  Vinnuhópar Landsnets víða að störfum  Varaaflstöð var við heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga  Hún var fjarlægð og átti varaaflstöð Rarik að nægja  „Nú vakna menn upp við vondan draum“ Morgunblaðið/Eggert Dalvíkurlína Viðgerð sóttist vel í gær við raflínur sem skemmdust í ofsaveðrinu mikla. Viðgerð á línum Dalvíkurlínu var nær lokið í gærkvöld. MAfleiðingar ofsaveðurs » 4 & 14  „Þarna er verið að skipta takmörkuðum gæðum og veita ein- hverjum for- göngu en þetta er nauð- synlegt til þess að fyrirætlanir um orkuskipti nái fram að ganga. Annars er tómt mál að tala um þau,“ segir Sigurður Helgi Guð- jónsson, formaður og fram- kvæmdastjóri Húseigendafélags- ins, um frumvarp til laga sem miðar að því að auðvelda ein- staklingum að setja upp raf- hleðslustöðvar við fjöleignarhús. Sigurður hafði talað fyrir breyt- ingunum í rúm tvö ár áður en við óskum hans var brugðist. »2 Skipta gæðum í þágu orkuskipta Nefnd um hæfni umsækjenda um dómarastarf hefur með nýrri um- sögn sinni alfarið hafnað þeim vinnubrögðum er hún viðhafði sjálf í Landsréttarmálinu. Þetta segir Sig- ríður Á. Andersen, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Nefndin skilaði í síðustu viku um- sögn sinni um umsækjendur um lausa stöðu hæstaréttardómara. Bendir Sigríður á að nefndin sjái þar ekki ástæðu til að gera upp á milli þeirra þriggja umsækjenda sem metnir eru hæfastir, í samræmi við reikniformúlur, á þeim forsend- um að „eðli máls samkvæmt [sé] samanburður á verðleikum þeirra flókinn og að þeir hafi á löngum ferli get- ið sér góðs orð- spors hvert á sínu sviði svo ekki verði með góðu móti greint þar á milli“. Segir Sigríður að þessi rökstuðningur sé nokkurn veginn samhljóða rökstuðningi hennar í Landsréttarmálinu, er hún lagði fram tillögu um að skipa fjóra dómara sem ekki höfðu verið metnir meðal þeirra fimmtán hæfustu í stöðurnar fimmtán. Þeir þrír um- sækjendur sem metnir voru hæfastir nú voru einnig meðal umsækjenda um stöðu landsréttardómara árið 2017. Þá var fjórði umsækjandinn um stöðuna nú, en sem er ekki met- inn meðal hæfustu, með 0,20 hærri einkunn en einn af þremenningunum sem metnir eru hæfastir nú. Til sam- anburðar munaði einungis 0,03 stig- um á umsækjandum um stöðu lands- réttardómara sem höfnuðu í 15. og 16. sæti en nefndin hafi ekki talið sambærilega hæfa. Ljóst megi því vera að nefndin hafi nú hafnað fyrri niðurstöðu sinni » 15 Ósamræmi hjá hæfnisnefnd  Nefnd um skipan dómara telur ekki tilefni til að greina á milli álíka hæfra umsækjenda  Hæfnismat er alltaf huglægt Sigríður Á. Andersen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.