Morgunblaðið - 16.12.2019, Side 8

Morgunblaðið - 16.12.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2019 Fallegar íbúðir frá 36m2 viðHverfisgötu 40-44 lausar til langtímaleigu. Íbúðirnar verða afhentar fullbúnarmeðeldhústækjum. Nánari upplýsingar í tölvupósti hjá thildur@egh.is Langtímaleiga Hverfisgata 40-44 Fyrir fundi Alþingis í dag ligg-ur tillaga um að fresta fund- um þingsins til 20. janúar. Það má því búast við að þingið fari í jólafrí í dag eða á morg- un og almennt má segja að þing- störfin hafi gengið þokkalega þó að sumt hafi setið á hakanum af óskilj- anlegum ástæðum og annað feng- ið meiri tíma en efni stóðu til.    En þó að þingstörf hafi al-mennt gengið bærilega hafa þau ekki verið hnökralaus og sumir þingmenn gerðu hvorki sér né þinginu greiða með framferði sínu. Í Viðskiptablaðinu í liðinni viku nefndu hrafnarnir Huginn og Muninn dæmi:    Dagskrá þingfundar riðlaðist íupphafi viku eftir að stjórn- arandstöðuþingmenn létu sig hverfa úr þingsal áður en til at- kvæðagreiðslu um afbrigði kom svo fundurinn taldist ekki álykt- unarbær. Slík þingskapatrix eru fátíð en þó ekki óþekkt. Hrafn- arnir ætluðu hins vegar ekki að trúa sínum eigin eyrum þegar formaður Samfylkingarinnar, Logi Már Einarsson, gaf þá skýr- ingu að einhver kveisa – mögu- lega sú sama og herjaði á flug- umferðarstjóra hér um árið – hefði skyndilega lagst á þing- menn.    Að mati Hrafnanna hefði for-manninum verið nær að við- urkenna klókindin opinberlega í stað þess að skýla sér bak við slíkan barnaskap. Með þessu áframhaldi verður þess ekki langt að bíða að skrifstofa þings- ins biðji kjósendur um að sækja þingmanninn sinn fyrr í leikskól- ann við Austurvöll sökum þess að hann hagi sér undarlega.“ Logi Már Einarsson Logi og leikskólakveisan STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Um 350 jarðskjálftar höfðu riðið yf- ir Reykjanesið þegar Morgunblaðið fór í prentun seint í gærkvöld. Á slaginu átta í gærmorgun gekk skjálfti yfir sem var 3,5 stig að stærð. Þá höfðu þegar nokkrir minni skjálftar skekið Reykjanesið. Kristín Jónsdóttir, jarðskjálfta- sérfræðingur hjá Veðurstofu Ís- lands, segir ekkert benda til þess að eldgos verði vegna skjálftanna þótt ekki sé hægt að útiloka það. „Hins vegar er það þannig að þegar þú ert með þennan óstöðug- leika þá er talsvert meiri hætta á að það komi meiri skjálftar og jafnvel stærri skjálftar,“ segir hún. Víða á höfuðborgarsvæðinu fundu íbúar fyrir krafti skjálfta morgunsins. Hann varð í Fagra- dalsfjalli á Reykjanesi. Þessum fyrsta stóra skjálfta dagsins fylgdi tæplega 300 skjálfta hrina. Henni lauk síðdegis í gær. Ný hrina hófst svo í gærkvöldi. Þá riðu tveir stærri skjálftar yfir á Reykjanesi um klukkan 20, báðir 3,6 stig að stærð. Upptök beggja skjálftanna voru skammt suðaustur af Fagradalsfjalli. Sex jarðskjálftar sem voru yfir þrjú stig höfðu riðið yfir Reykja- nesið þegar Morgunblaðið fór í prentun. ragnhildur@mbl.is Skjálftar nærri fjórum stigum  Fjöldi skjálfta reið yfir á Reykjanes- inu í gær  Hætta á stærri skjálftum Kort/Veðurstofan Reykjanes Skjálftarnir sem riðu yf- ir á Reykjanesi í gær voru margir. Fjölmiðlar verða undanþegnir greiðslu tryggingagjalds launa, samkvæmt frumvarpi sem fjórir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins hafa lagt fram. Undanþágan mun gilda fyrir laun í tveimur neðri skattþrep- um, þ.e. laun upp að um 920 þús- und krónum á mánuði, fyrir starfsmenn sem vinna við fram- leiðslu fréttaefnis, svo sem blaða- menn og útvarpsmenn, en einnig aðra starfsmenn sem styðja við þá framleiðslu, svo sem starfsmenn auglýsingadeilda og launabókhalds. Óli Björn Kárason er fyrsti flutn- ingsmaður frumvarpsins. Hann segir frumvarpið lagt fram með það fyrir augum að styrkja rekstrar- grundvöll sjálfstæðra fjölmiðla með skýrari og gagnsærri hætti en frumvarp menntamálaráðherra, sem ráðherra mun að öllum líkind- um mæla fyrir í dag. Frumvarp ráð- herra gerir ráð fyrir 18% endur- greiðslu til fjölmiðla af ritstjórnarkostnaði, að hámarki 50 milljónir króna til hvers fjölmiðils. „Með því að styðja við miðla í gegnum skattkerfið tryggjum við að allir sitji við sama borð,“ segir Óli Björn. Aðspurður segir hann að ekki hafi verið ráðist í mat á áhrif- um frumvarpsins á ríkissjóð, Talið sé að 600-700 starfsmenn fjölmiðla falli undir skilgreininguna og segir Óli Björn því ljóst að fjárhæðin sem um ræðir sé hærri en þær 400 millj- ónir sem ráðgert er að frumvarp menntamálaráðherra kosti árlega. Frumvarp ráðherra hefur tekið þó nokkrum breytingum frá fyrstu drögum og hefur styrkhlutfall til að mynda verið lækkað. Óli Björn seg- ir þó óhjákvæmilegt að frekari breytingar verði gerðar á frum- varpinu eigi það að verða sam- þykkt. Spurður út í möguleika eigin frumvarps viðurkennir Óli Björn að þingmannafrumvörp eigi oft erfitt uppdráttar. Hins vegar hafi flutn- ingsmenn viljað bjóða fram valkost við frumvarp menntamálaráðherra, sem Óli Björn hefur ítrekað gagn- rýnt og varað við afleiðingum þess að fjölmiðlar séu háðir ógagnsæju styrkjakerfi opinberrar nefndar. Miðlar styrktir með skattaafslætti  Bjóða valkost við frumvarp ráðherra Óli Björn Kárason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.