Morgunblaðið - 16.12.2019, Síða 14

Morgunblaðið - 16.12.2019, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Lögreglu-yfirvöld íDanmörku stóðu í umfangs- miklum aðgerðum á miðvikudag í liðinni viku, þar sem lög- regluþjónar vítt og breitt um landið gerðu húsleitir á tuttugu stöðum og handtóku í aðgerðum sínum rúmlega tuttugu manns. Flestir hafa verið látnir lausir en aðrir eru enn í haldi vegna gruns um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk, bæði með sprengjuefni og skotvopnum. Svo virðist sem viðbrögð lög- reglunnar í Danmörku hafi komið í veg fyrir að enn einn harmleikurinn yrði á Vestur- löndum og ber að þakka fyrir það. Verra er að aðgerðirnar staðfesta að frændríki okkar Danmörk er greinilega í sigti þeirra sem vilja valda vestræn- um lýðræðisríkjum fjörtjóni. Í frétt dagblaðsins Berlingske um málið um helgina segir að þeir sem undirbjuggu hryðju- verkin hafi haft tengsl við fjölda manna sem farið hafi til Sýr- lands að berjast fyrir Ríki ísl- ams og hafi jafnframt haft tengsl við hópa íslamista í Dan- mörku. Þessum hópum lýsir Berlingske þannig að þeir séu „best þekktir fyrir það meðal annars að fordæma lýðræði og „mannanna lög“, fyrir að reyna að koma upp „sjaría-svæðum“ í íbúðahverfum í Kaupmanna- höfn og fyrir að hvetja unga múslima til að ferðast til Sýr- lands“. Handtökurnar vekja þannig athygli á öðrum vanda sem ýms- ar nágrannaþjóðir okkar standa frammi fyrir, nefnilega að tengsl hafa verið á milli hópa á Vesturlöndum og vígamanna sem far- ið hafa til að berjast í Mið-Austur- löndum, og ekki síður að þegar öfga- mennirnir snúa heim, jafnvel forhertari og hættulegri en nokkru sinni, þá er ekki hlaupið að því fyrir lýð- ræðisríki að eiga við slíka menn. Talið er að frá Danmörku hafi 150 menn farið þessara illu erinda til Sýrlands og í sumum löndum Evrópu hleypur þessi tala á þúsundum. Þessir víga- menn, sem ferðast á vestrænum vegabréfum, hafa margir hverj- ir verið í haldi í Sýrlandi eftir að hryðjuverkasamtökin fóru hall- oka. Deilt hefur verið um það á milli þeirra sem hafa vígamenn- ina í haldi og ríkjanna sem þeir koma frá hvað gera eigi við þá. Hafa sum ríki reynt í lengstu lög að koma sér undan því að fá þessa vígamenn aftur heim, með þeim rökum, sem skiljanleg eru, að sú hugmyndafræði haturs sem Ríki íslams boðaði gæti knúið þá til þess að eitra út frá sér. Vesturlönd standa frammi fyrir miklum vanda í þessum efnum. Hann er enn erfiðari við- ureignar vegna þess að Vestur- lönd vilja ekki fórna réttar- ríkinu og frelsi einstaklingsins í baráttunni gegn illvirkjunum, enda má segja að þá væri til lít- ils barist. En þau mega ekki heldur láta eins og ekkert sé eða láta einfeldni ráða för. Illvirkj- arnir verðlauna ekki þá sem gefa þeim aukið svigrúm til at- hafna. Aðgerðirnar í Danmörku benda til að þar séu yfirvöld vakandi gagnvart þessari ógn og þannig verður það að vera. Handtökur í Dan- mörku sýna að hætt- an af Ríki íslams er nær en talið var} Þakkarverð lögregluaðgerð Stjórnmálamennhafa hver á fætur öðrum stigið fram og lýst áhyggjum af því ástandi sem skap- aðist í óveðrinu á dögunum. Enn hefur ekki verið leyst úr þeim vanda og allt of margir íbúar landsins búa enn við raf- magnsleysi eða ótryggt raf- magn. Gera verður ráð fyrir að gripið verði til þeirra aðgerða sem duga svo að þetta endur- taki sig ekki, enda algerlega óboðlegt ástand og óviðunandi fyrir almenning að búa við slíka óvissu. Framkvæmdastjóri Land- verndar steig fram vegna ásak- ana sem komið hafa fram um að síendurteknar kærur vegna lagningar raforkulína eða virkj- ana hafi ekki auðveldað að tryggja raforkuöryggi. Fram- kvæmdastjórinn hafnaði því að Landvernd eða landeigendur bæru nokkra ábyrgð á ástandinu og benti á raforku- fyrirtækin. Ef til vill er ekki gagnlegt að deila um það sem gerst hefur í þessum efnum eða hverjum er um að kenna. Landsmenn hafa fylgst með umræðum og átök- um um þessi mál árum saman. Það sem máli skiptir er að nú snúi allir bökum saman, leggi ágreining til hliðar og sameinist um að tryggja að nægt rafmagn verði framleitt í landinu og að flutningskerfið sé þannig að rafmagnið komist örugglega til notenda. Ekki er hægt að úti- loka að þessu megi ná fram að óbreyttum lögum ef öllum er al- vara um að leysa vandann. Að öðrum kosti verður Alþingi að grípa inn í og tryggja viðunandi lausn. Raforkuöryggi verður að tryggja með öllum ráðum} Þörf á þjóðarsamstöðu S tormurinn í liðinni viku minnti á að náttúruöflin eru ekkert lamb að leika sér við. Sums staðar hætti allt að virka sem við reiknum með í nútímasamfélagi: Rafmagn, hiti, vatn, sími og útvarp. Vegir lokuðust og heil sveitarfélög misstu samband við umheiminn þegar netið lagðist í dvala. Eru þá ótaldar skemmdir á húsum og hörmuleg slys. Í fjölmiðlum birtast ábúðarfullir ráðamenn og segja að nauðsynlegt sé að efla innviði á landsbyggðinni. Leitin að sökudólgi hefst. Forystumenn sveitarfélaga tala um að fólk fyrir sunnan skilji ekki vanda dreifbýlisins sem hafi lamast í illviðrinu. Samgönguráð- herra segir að ekki sé hægt að leggja raflínur vegna andstöðu landeigenda, sem svara á móti að þeir hafi aldrei verið á móti jarð- strengjum. Forstjóri Landsvirkjunar sagði: „Við erum að upplifa afleiðingu þess að ekki hefur verið fjárfest í kerfinu um árabil og ekki hefur verið skilningur á nægjanlega mörg- um stöðum í samfélaginu á því að það þurfi að byggja upp til framtíðar.“ Óveðrið afhjúpaði vanda sem allir vita af. Virkjanir og raflínur fegra sjaldnast þótt framkvæmdir auðveldi oft aðgengi að fallegum stöðum. Ósnortin náttúra er vissu- lega auðlind, en við þurfum að spyrja okkur: Hvernig náum við jafnvægi á milli ásættanlegs öryggis og nátt- úruverndar? Og hverju viljum við fórna? Öryggið er ekki ókeypis. Ríkissjóður er rekinn með halla af vinstristjórn- inni. Á að skera niður í heilbrigðiskerfinu eða skerða kjör aldraðra? Fólki farnast best þegar það ber ábyrgð á sér sjálft. Enginn græðir á deilum milli lands- hluta um hvort stofna eigi limum fólks eða lífs- björg í hættu. Reynslan sýnir líka að biðin eft- ir hjálp að sunnan verður oft býsna löng. En peningarnir eru til og þeir eru nær vandanum en sumir myndu ætla. Þegar neyðin er stærst er hjálpin oft næst. Í öllum landsfjórðungum eru mikil verðmæti. Kvótakerfið hefur reynst vel til þess að vernda fiskistofna, en eigum við ekki að nýta ávinn- inginn til þess að vernda íbúa á þeim svæðum sem gert er út frá? Útgerðarmenn hafa greitt sér meira en 100 milljarða í arð á áratug. Pen- ingarnir hafa streymt frá landsbyggðinni í fjárfestingar á höfuðborgarsvæðinu og í fjar- lægum löndum. Þótt ekki færi nema brot af arðgreiðsl- unum í innviði yrði landið allt byggilegra. Viðreisn vill að byggðirnar njóti beint ávinnings af hagkvæmu fiskveiðistjórnunarkerfi, meðan forystumenn ríkisstjórnarflokkanna telja sanngjarnt að úthluta kvót- anum til nokkurra útgerðarmanna gegn vægu og lækk- andi gjaldi. Þegar valið stendur milli auðmanna og al- mennings velur vinstristjórnin auðmenn. Fyrirtæki eiga að gefa af sér hæfilegan arð til eigenda sinna, en þegar eigendur félaga segjast ekki lengur vita í hvað peningar þeirra fara eiga þeir allt of mikla peninga. Benedikt Jóhannesson Pistill Vildarvinir eða venjulegt fólk? Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Miklar breytingar eru aðverða á skipulagiþjóðkirkjunnar. Þærsnúa að sameiningu prestakalla eða flutningi þeirra milli prófastsdæma. Prestsemb- ættum mun ekki fækka heldur verða fleiri prestar í hverju hinna sameinuðu prestakalla. Af því leið- ir öflugri sóknir, betri þjónustu og meiri samvinnu starfsfólks, að sögn Péturs Georgs Markan, sam- skiptastjóra Biskupsstofu. Fjallað var um þessar breyt- ingar á Kirkju- þingi 2019. Þar kom fram að Breiðholts-, Fella- og Hóla- prestakall í Reykjavík myndu samein- ast í Breiðholts- prestakall 23. nóvember. Sama dag breyttist heiti Garða- og Hvalfjarðarstrandarprestakalls í Garða- og Saurbæjarprestakall. Einnig tók þá gildi flutningur Flateyjarsóknar úr Breiðafjarðar- og Strandaprestakalli og tilheyrir hún nú Stykkishólmsprestakalli. Sömuleiðis var Skarðssókn færð til í skipulaginu og tilheyrir nú Dala- prestakalli. Þá sameinuðust Súðavíkur- sókn, Vatnsfjarðarsókn og Ögur- sókn og heita nú Súðavíkursókn. Þess má geta að fyrr í haust sam- einuðust Bústaðasókn og Grens- ássókn í Fossvogsprestakalli í Reykjavík. Þar þjóna þrír prestar. Fleiri sameiningar ráðgerðar Enn frekari sameiningar eru ráðgerðar og mun önnur umræða um þær fara fram á framhalds- þingi Kirkjuþings í mars 2020. Þetta á við um sameiningu Ás-, Langholts- og Laugarnespresta- kalls í Reykjavík í Laugardals- prestakall. Einnig að Digranes- og Hjallaprestakall í Kópavogi sam- einist í Digranes- og Hjalla- prestakall. Þá er áformað að Bol- ungarvíkur-, Holts-, Ísafjarðar- og Þingeyrarprestakall sameinist í nýtt Ísafjarðarprestakall. Lagt er til að Breiðabólstaðar-, Melstaðar-, Skagastrandar- og Þingeyraklaustursprestakall í Húnavatns- og Skagafjarðar- prófastsdæmi sameinist í Húna- vatnsprestakall. Einnig að Akureyrar- og Laugalandsprestakall sameinist í Akureyrar- og Laugalandspresta- kall. Í Suðurprófastsdæmi er lagt til að Breiðabólstaðar-, Fellsmúla- og Oddaprestakall sameinist í Breiðabólstaðar- og Oddaprestakall og að Selfoss- og Eyrarbakka- prestakall verði Árborgarpresta- kall. Kostir við sameiningu Pétur sagði að haft væri sam- ráð við sóknarnefndir um samein- ingu prestakalla. Kirkjuþing, sem er æðsta vald í málefnum þjóð- kirkjunnar, tekur endanlega ákvörðun um skipulagsbreyting- arnar. „Hingað til hafa þetta ekki verið þvingaðar sameiningar. Þetta hefur verið vel undirbúið heima í héraði og menn hafa áttað sig á kostunum og tækifærunum við að sameina,“ sagði Pétur. „Með sameiningunum verða til öflugri vinnustaðir. Það hefur háð mörgum prestum að vera einir í sínu prestakalli. Við sameiningu eignast þeir tvo til þrjá samstarfs- menn, samverkamenn og bak- hjarla í prestakallinu. Það er helsti kosturinn,“ sagði Pétur enn- fremur. Prestarnir geti betur leyst hver annan af án þess að kalla þurfi til utanaðkomandi auk þess geti þeir ráðfært sig við vinnu- félagana og skipt með sér verkum. Þetta gerir prestum einnig kleift að sérhæfa sig. „Það er mjög merkilegt og frábært að sjá hvað prestar eru margir orðnir sprenglærðir. Marg- ir eru með framhaldsmenntun í sáttamiðlun, sálgæslu og á fleiri sviðum. Í stærri sóknum með fleiri þjónandi prestum geta þeir skipt með sér verkum eftir sérhæfingu hvers og eins. Þjóðkirkjan er í skyndisókn inn í framtíðina með öflugri sóknarliðum,“ sagði Pétur. Sóknir flytjast á milli prestakalla og sameinast Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Sóknir Hjallakirkja í Kópavogi er á meðal þeirra sókna sem ráðgert er að sameinist, þannig að úr verði Digranes- og Hjallaprestakall. Pétur Georg Markan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.