Morgunblaðið - 16.12.2019, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2019
Þær breytingar sem
nú eiga sér stað vegna
byltinga á sviðum
upplýsinga, samskipta
og tækni skapa ótal
tækifæri fyrir sam-
félög. Velsæld hefur
aukist um heim allan
en á sama tíma stönd-
um við frammi fyrir
fjölbreyttum áskor-
unum, ekki síst í
umhverfismálum. Brýnt er að við
horfum til lausna og aðgerða sem
stuðla að jöfnum tækifærum til
þátttöku í samfélaginu og þar er
menntun lykilþáttur. Framtíðar-
velsæld samfélagsins mun hvíla á
fjárfestingu og forgangsröðun okk-
ar í þágu menntunar í dag. Í þess-
ari grein verður farið yfir ýmsa
þætti sem styrkja og efla mennta-
kerfið okkar; hugarfar, orðaforða,
læsi, starfsþróun og fjölgun ís-
lenskutíma ásamt umfjöllun um
árangursríkar aðgerðir.
Hugarfar menntunar
Alþjóðlegar menntarannsóknir
sýna að þær þjóðir sem skara fram
úr í menntamálum eiga margt
sameiginlegt. Það sem einkennir
þær meðal annars er að þar er
skýr forgangsröðun í þágu mennt-
unar, ekki aðeins þegar kemur að
fjármagni heldur er virðing borin
fyrir námi og skólastarfi. Störf
kennara eru mikils metin og þau
álitin meðal mikilvægustu starfa og
þar er lögð rík áhersla á aðgengi
að menntun og að allir geti lært og
allir skipti máli. Þessi atriði mynda
grunninn að öflugu menntakerfi.
Íslenska menntakerfið hefur vissu-
lega sína styrkleika en við þurfum
að gera enn betur og til þess þurf-
um við að ganga í takt. Einfaldar
skyndilausnir duga ekki, við þurf-
um að horfa til rannsókna og setja
okkur skýr langtímamarkmið. Við
höfum þegar ráðist í aðgerðir sem
taka mið af fyrr-
greindum grundvall-
aratriðum og séð góð-
an árangur af þeim.
Mikilvægi
orðaforðans
Menntarannsóknir
sýna að árangur í
námi ræðst að miklu
leyti af hæfni nem-
enda í rökhugsun og
hæfileikum þeirra til
að nýta bakgrunns-
þekkingu sína til að
skilja, ígrunda og túlka texta.
Nemendur þurfa að þekkja 98%
orða í textum námsgagna til þess
að geta skilið og tileinkað sér inni-
hald þeirra án aðstoðar. Fari þetta
hlutfall niður í 95% þurfa flestir
nemendur aðstoð til þess að skilja
innihaldið, til dæmis með notkun
orðabóka eða hjálp frá kennara eða
samnemendum. Rannsóknir benda
ótvírætt til þess að orðaforði og
orðskilningur íslenskra barna hafi
minnkað verulega á undanförnum
árum og við því verðum við að
bregðast. Þessu þurfum við að
breyta með því að bæta orðaforða,
með þjálfun í lestri, ritun og með
samtölum.
Læsi í forgang
Til að bæta orðaforða sinn og
hugtakaskilning þurfa nemendur
að æfa sig í fjölbreyttum lestri.
Samkvæmt breskri lestrarrann-
sókn skiptir yndislestur sköpum
þegar kemur að orðaforða barna,
en orðaforði er grundvallarþáttur
lesskilnings og þar með alls annars
náms. Rannsóknin leiddi í ljós að
ef barn les í 15 mínútur á dag alla
grunnskólagöngu sína kemst það í
tæri við 1,5 milljónir orða. Ef barn-
ið les hins vegar í um 30 mínútur á
dag kemst það í tæri við 13,7 millj-
ónir orða. Sá veldivöxtur gefur
skýrar vísbendingar um hversu
mikilvægur yndislestur er fyrir ár-
angur nemenda. En við lesum ekki
lestrarins vegna heldur af áhuga
og því er brýnt að til sé fjölbreytt
les- og námsefni sem höfðar til
allra barna. Ég fagna aukinni út-
gáfu íslenskra barna- og ung-
mennabóka á þessu ári en töl-
fræðin bendir til þess að titlum
hafi þar fjölgað um 47% frá í fyrra
sem bendir þá til þess að yngri les-
endur hafi meira val um spennandi
lesefni. Yndislesturinn skiptir máli
en við þurfum líka að auka orða-
forðann til að nemendur nái tökum
á fjölbreyttum og flóknum setn-
ingum. Þessi orðaforði kemur með-
al annars úr fréttum líðandi stund-
ar, fræðsluefni og söngtextum.
Starfsþróun kennara
og skólastjórnenda
Öflug umgjörð um starfsþróun
kennara og skólastjórnenda er
einn af lykilþáttum í að styrkja
menntakerfið. Nýlega skilaði sam-
starfsráð um starfsþróun kennara
og skólastjórnenda skýrslu með til-
lögum um framtíðarsýn í þeim efn-
um. Starfsþróun felur í sér form-
legt nám og endurmenntun
kennara, námskeið, rannsóknir á
eigin starfi, þátttöku í þróunar-
verkefnum, ráðgjöf, ráðstefnur og
heimsóknir í aðra skóla. Stefnu-
miðuð starfsþróun stuðlar að auk-
inni starfsánægju kennara og hef-
ur jákvæð áhrif á árangur þeirra í
starfi. Mikill árangur hefur nást í
Svíþjóð til að bæta færni nemenda
í lesskilningi, stærðfræði og nátt-
úruvísindum með sérsniðnum nám-
skeiðum sem auka þekkingu í við-
komandi fagi. Við horfum til þess
að stórefla starfsþróun kennara og
skólastjórnenda hér á landi með
markvissum hætti í samstarfi með-
al annars við Kennarasamband Ís-
lands, kennaramenntunarstofnanir,
skólastjórnendur og Samband ís-
lenskra sveitarfélaga.
Fjölgum íslenskutímum
Alþingi ályktaði í vor um mikil-
vægi íslenskrar tungu og nauðsyn
þess að tryggja að tungumálið
verði áfram notað á öllum sviðum
íslensks samfélags. Meginmarkmið
þingsályktunarinnar eru þau að ís-
lenska verði notuð á öllum sviðum
samfélagsins, að íslenskukennsla
verði efld á öllum skólastigum
ásamt menntun og starfsþróun
kennara og að framtíð íslenskrar
tungu í stafrænum heimi verði
tryggð. Í ályktuninni eru tilteknar
22 aðgerðir til að ná þessum mark-
miðum. Tíu aðgerðir tengjast
menntakerfinu með beinum hætti,
t.d. að efla skólabókasöfn, bæta
læsi og stuðla að jákvæðri umræðu
og fræðsla í samfélaginu um fjöl-
breytileika íslenskunnar sem er
sérstaklega mikilvæg fyrir nýja
málnotendur. Íslenskan er skóla-
málið okkar en í Svíþjóð eru 35%
fleiri kennslustundir í móðurmáli á
miðstigi í grunnskólum en hér á
landi. Það hefur staðið lengi til að
fjölga íslenskutímum í viðmiðunar-
stundaskrá grunnskólanna og nú
er tíminn kjörinn til þess. Að auki
verður lögð stóraukin áhersla á
orðaforða í öllum námsgreinum til
að bæta lesskilning.
Mikilvægasta starfið
Á síðasta ári hefur verið ráðist í
fjölmargar aðgerðir til að byggja
upp betri grunn fyrir menntakerfið
okkar. Samþykkt voru ný lög um
menntun, hæfni og ráðningu kenn-
ara og skólastjórnenda sem auka
réttindi kennara þvert á skólastig.
Í þessum lögum er einnig kveðið á
um kennararáð sem ég bind miklar
vonir við. Þá höfum við farið í ár-
angursríkar aðgerðir sem miða að
því að fjölga kennurum, þær hafa
meðal annars skilað því að 43%
aukning varð í umsóknum um nám
í grunnskólakennarafræði í Há-
skóla Íslands síðasta vor. Þessum
aðgerðum munum við halda áfram.
Nýlega bárust þær fregnir frá
menntavísindasviði HÍ að met-
þátttaka sé í nám fyrir starfandi
kennara í starfstengdri leiðsögn og
kennsluráðgjöf.
Samvinna og samstarf
Við þurfum samtakamátt skóla-
samfélagsins, sveitarfélaganna og
heimilanna og skýra sýn til þess að
efla menntakerfið okkar. Allir geta
lært og allir skipta máli eru leið-
arljós nýrrar menntastefnu en
drög hennar verða kynnt á næstu
misserum. Með samhæfðum og
markvissum aðgerðum getum við
bætt árangur allra nemenda og í
því tilliti munum við bæði reiða
okkur á menntarannsóknir og
horfa til þeirra leiða sem skilað
hafa bestum árangri í nágranna-
löndum okkar. Ljóst er að við þurf-
um einnig að fara í sértækar að-
gerðir til þess að bæta stöðu
drengja í skólakerfinu, nemenda í
dreifðari byggðum og nemenda
með annað móðurmál en íslensku.
Við þurfum að halda áfram að for-
gangsraða í þágu menntunar til
þess að tryggja að Ísland sé í
fremstu röð; umbætur taka tíma –
ekki síst í menntamálum en þar
höfum við allt að vinna því fram-
tíðin er mótuð á hverjum einasta
degi í íslenskum skólastofum. Í
næstu grein, Ísland í fremstu röð
II, verður greint frá stofnun fag-
ráða, aukinni áherslu á náttúru-
vísindi, eflingu menntarannsókna
og nánar fjallað um hvernig við efl-
um tungumálið okkar.
Eftir Lilju Dögg
Alfreðsdóttur »Með samhæfðum
og markvissum
aðgerðum getum við
bætt árangur allra
nemenda og í því tilliti
munum við bæði reiða
okkur á menntarann-
sóknir og horfa til
þeirra leiða sem skilað
hafa bestum árangri í
nágrannalöndum okkar.
Lilja Alfreðsdóttir
Höfundur er mennta- og menningar-
málaráðherra.
Ísland í fremstu röð
Staða eins dómara
við Hæstarétt var aug-
lýst á dögunum. Átta
lögfræðingar sóttu um
stöðuna. Lögum sam-
kvæmt var nefnd falið
að fjalla um hæfni um-
sækjendanna. Nefndin
lauk störfum sínum í
síðustu viku með
þeirri niðurstöðu að
þrír umsækjenda
væru allir jafn hæfir til þess að
gegna embættinu og hæfari en aðr-
ir umsækjendur.
Reikniforrit látið ráða
Nú vill til að ég þekki störf þess-
arar nefndar og ekki bara af af-
spurn. Í maí 2017 skilaði þessi sama
stjórnsýslunefnd mér umsögn um
32 umsækjendur um stöður fimm-
tán dómara við Landsrétt. Komst
nefndin að þeirri makalausu niður-
stöðu að nákvæmlega fimmtán um-
sækjendur væru hæfari en hinir.
Hvorki fleiri né færri. Við lög-
bundna rannsókn mína á vinnu-
brögðum nefndarinnar, til undir-
búnings tillögugerð minni til
Alþingis, komst ég að því að hún
hafði gefið umsækjendum einkunn
á bilinu 1-10 og falið tölvuforriti að
raða upp umsækjendum. Dró
nefndin svo þá ályktun af útreikn-
ingnum að þeir fimmtán sem for-
ritið raðaði upp efst væru allir jafn-
hæfir og þótti „ekki rétt að raða
þeim sérstaklega innbyrðis í sæti“,
eins og segir í ályktarorði. Þó var
ljóst að nokkru munaði á einkunn-
um þess í fyrsta sæti og þess í
fimmtánda, nákvæmlega 1,87. Mun-
ur á einkunn þess í
fimmtánda og sex-
tánda var hins vegar
ekki nema 0,03.
Nefndin taldi það þó
ekki gefa tilefni til
þess að álykta að þeir
tveir umsækjendur
væru jafn hæfir.
Nýr tónn sleginn
Í nýjustu umsögn
nefndarinnar kveður
við annan tón en í um-
sögninni um embættin
við Landsrétt. Nú er það mat
nefndarinnar að þrír umsækjendur
standi öðrum framar. Nefndin telur
ekki efni til að gera upp á milli
þeirra þriggja og tekur fram að
„eðli máls samkvæmt er saman-
burður á verðleikum þeirra flók-
inn“. Því telji nefndin ekki efni til
að gera greinarmun á þeim. Til að
renna stoðum undir þessa niður-
stöðu nefndarinnar er tekið fram
að þremenningarnir eigi öll það
sammerkt „að hafa á löngum og
farsælum starfsferli getið sér góðs
orðspors í störfum sem hafa gert
kröfu um víðtæka þekkingu laga á
fjölmörgum réttarsviðum; öll þrjú í
þeim mæli að ekki verður greint á
milli“. Þetta er nokkurn veginn
sama orðalag og kom fram í rök-
stuðningi mínum að tillögu til Al-
þingis í Landsréttarmálinu þegar
ég gerði tillögu um fjóra dómara
með meiri dómarareynslu en aðrir
fjórir sem tölvuforrit nefndarinnar
hafði raðað meðal fimmtán hæf-
ustu. Það er athyglisvert að alls er
vikið að því fjórum sinnum í þessari
nýjustu umsögn að ekki sé tilefni til
þess að gera upp á milli hæfni
þessara þriggja umsækjenda til
þess að gegna embætti hæstarétt-
ardómara.
Umsækjendur hafa áður verið
metnir
Síst af öllum verð ég til þess að
gera athugasemd við þessa nýjustu
niðurstöðu nefndarinnar. Ég tel
réttmætt að ætla að þessir þrír ein-
staklingar, sem allir eru dómarar
við Landsrétt, séu í sjálfu sér mjög
hæf og geti gegnt dómaraembætti
við Hæstarétt með sóma. Ég bendi
þó á að þrátt fyrir margendurtekin
ummæli í umsögninni „um að gera
ekki upp á milli þessara þriggja
umsækjenda“ þá hefur nefndin
reyndar þegar gert það. Nefnilega í
umsögn sinni í maí 2017. Þá voru
þessum sömu umsækjendum gefnar
einkunnir og munaði þar 1,05 á
þeim sem efstur var af þeim og
þeirri sem neðst var. Þá var fjórði
umsækjandinn um stöðuna nú, en
sem er ekki metinn meðal hæfustu,
með 0,20 hærri einkunn en einn af
þremenningunum sem metnir eru
hæfastir nú. Það er töluvert meiri
munur en sá 0,03 munur sem var á
Landsréttarumsækjendunum í
fimmtánda og sextánda sæti en
voru þá ekki taldir sambærilega
hæfir.
Ég fæ ekki annað séð en að
nefndin hafi með þessari nýju um-
sögn alfarið hafnað sínum eigin
vinnubrögðum sem hún viðhafði í
Landsréttarmálinu. Ég fagna því.
Um leið má ljóst vera að nefndin
hefur líka hafnað fyrri niðurstöðu
sinni um hæfni þessara tilteknu
umsækjenda. Niðurstaða hennar nú
um hæfni umsækjendanna er ekki í
samræmi við niðurstöðu hennar í
Landsréttarmálinu. Það sannar
bara það sem ég hef haldið fram.
Mat á hæfni umsækjenda eru ekki
raunvísindi heldur að nokkru leyti
huglægt mat sem margir áþreifan-
legir og óáþreifanlegir þættir hafa
áhrif á.
Með nýjustu umsögn sinni hafnar
nefndin líka niðurstöðu Hæsta-
réttar um hæfnismatið við skipun í
Landsrétt. Í dómum Hæstaréttar í
desember 2017 í málum tveggja
umsækjenda um stöðu Landsrétt-
ardómara sem ég gerði ekki tillögu
um við Alþingi kom fram að dóm-
nefndin hefði framkvæmt „mat sitt
í samræmi við fyrirmæli 2. mgr. 4.
gr. a laga nr. 15/1998 og reglur sem
um dómnefndina gilda“. Eins og
kunnugt er var ég hvorki sammála
forsendum né niðurstöðu þessara
dóma.
Óumbeðin greiðasemi
Fyrr á þessu ári lýsti einn nefnd-
armaður í Morgunblaðinu hversu
mikið niðurstaða nefndarinnar í
Landsréttarmálinu hefði komið
honum á óvart. Hans eigin nið-
urstaða. Niðurstaðan var þó látin
standa því nefndin hafði ákveðið
fyrirfram að láta reikniforrit velja
bara fimmtán umsækjendur eftir
annars ágæta skoðun nefndarinnar
á hæfi allra umsækjenda. Þessar
upplýsingar lágu ekki fyrir í bóta-
málunum sem rekin hafa verið fyrir
dómstólum vegna skipunar Lands-
réttardómara. Þá kom fram í frétt-
um að annar nefndarmaður hefði
lýst því sem greiðasemi við mig að
nefndin lagði einungis til fimmtán
umsækjendur sem hæfasta til emb-
ættanna. Þá þyrfti ég ekki að
ómaka mig á því að velja umsækj-
endur. Ómálefnalegri vinnubrögð
við mat á hæfni umsækjenda er
vart hægt að hugsa sér. Ég fagna
því að nefndin sýnir ekki núverandi
ráðherra sömu greiðvikni.
Þeir höggva sem hlífa skyldu
Landsréttarmálið leiddi í ljós
brotalöm við skipun dómara sem
hefur viðgengist í áratugi. Ég lét
það ekki átölulaust. Það er ánægju-
legt að hæfnisnefndin, sem vissu-
lega gegnir mikilvægu hlutverki í
aðdraganda skipunar, sé nú að láta
af vinnubrögðum sem m.a. umboðs-
maður Alþings hefur um árabil
gagnrýnt og ég hafði fulla ástæðu
til að reyna að bæta úr. Mér hefði
fundist meiri bragur á því að nefnd-
in kæmi hreinna fram og viður-
kenndi mistök sín í Landsréttar-
málinu og tæki þannig þátt í
málefnalegri umræðu um fyrir-
komulag við skipan dómara. Trú-
lega er lítil von til þess. Þess í stað
virðast nefndarmenn og þeir dóm-
arar sem kváðu upp dóma í desem-
ber 2017 byggða á óforsvaranlegri
niðurstöðu nefndarinnar horfa í
gaupnir sér á meðan reynt er að
vega að íslenskri stjórnskipan og
Hæstarétti á erlendri grundu. Nýj-
asta umsögn nefndarinnar er þó
skref í átt að betrun. Íslensk stjórn-
völd hljóta að koma því á framfæri í
málaferlunum í Strassborg.
Eftir Sigríði Á.
Andersen »Ég fæ ekki annað
séð en að nefndin
hafi með þessari nýju
umsögn alfarið hafnað
sínum eigin vinnubrögð-
um sem hún viðhafði í
Landsréttarmálinu.
Sigríður Á. Andersen
Höfundur er þingmaður.
Skipun dómara