Morgunblaðið - 16.12.2019, Side 18

Morgunblaðið - 16.12.2019, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2019 ✝ SigríðurManasesdóttir frá Glæsibæ í Hörgársveit fædd- ist 6. ágúst 1937. Hún lést á Öldrunarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri 5. desem- ber 2019. Sigríður var dóttir Aðalheiðar Jónsdóttur, f. 1893, d. 1976, ljósmóður, húsfreyju og bónda á Barká í Hörgárdal og Manasesar Guðjónssonar, f. 1891, d. 1837, bónda á Barká. Bróðir Sigríðar var Stefán Manasesson, f. 1925 , d. 1985. Sigríður giftist Davíð Guð- mundssyni, f. 22.5.1937, d. 18.5.2018, hinn 15. júní 1957. Foreldrar Davíðs voru Sigríður Stefánsdóttir, f. 1892, d. 1970, húsfreyja í Glæsibæ og Guð- Sigríður var fædd og uppalin á Barká í Hörgárdal. Sigríður og Davíð tóku við búi í Glæsibæ af foreldrum Davíðs árið 1957. Þau stunduðu hefðbundinn bú- skap fram til ársins 1991 en hófu þá skógrækt. Eftir þau stendur mikill og fallegur skóg- ur í Glæsibæ en málefni tengd skógrækt voru þeim hugleikin. Sigríður hafði unun af því að hlusta á tónlist og söng hún í Söngsveit Hlíðarbæjar. Hún tók einnig virkan þátt í ýmsum kvenfélagsstörfum. Sigríður var húsmóðir og bóndi að lífi og sál og hún unni sveitinni sinni. Sigríður naut einnig samvista við börnin, barnabörnin og litlu barnabarnabörnin sín sem voru henni afar dýrmæt. Útför Sigríðar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 16. des- ember 2019, og hefst athöfnin klukkan 13.30. mundur Krist- jánsson, f. 1989, d.1966, bóndi í Glæsibæ. Börn þeirra eru: 1) Valgerður, f. 1957, maki Magnús S. Sigurólason, f. 1964 og eiga þau fjögur börn og níu barnabörn. 2) Rún- ar, f. 1958, maki Jakobína E. Áskels- dóttir, f. 1961 og eiga þau þrjú börn og fimm barnabörn. 3) Hulda, f. 1961, maki Baldur Ó. Einarsson, f. 1962, d. 2014 og eiga þau þrjú börn og sex barnabörn. 4) Heiða Sigríður, f. 1966, maki Michael V. Clausen, f. 1958 og eiga þau sex börn og sex barnabörn. 5) Eydís Björk, f. 1967, maki Atli R. Arn- grímsson, f. 1964 og eiga þau fjögur börn. Takk fyrir allt elsku mamma. Er blærinn kveður blítt við lága strönd og báran kyssir gráan fjörusand. Þá leiðast stúlka og piltur hönd í hönd og hamingjunnar kanna draumaland. Þau setjast niður litla læknum hjá hans ljúfa harpa kveður undurblíð. Í brjóstum þeirra brennur sama þrá og brunnið hefur alla lífsins tíð. Þau segja fátt, en ástin á sitt mál og úti í þöglri sumarnæturdýrð. Þau verða eitt og eignast eina sál sem upp úr daggarperlum verður skírð. Í næturkyrrð þeim sígur svefn á brá er sólin gistir hafsins mikla djúp. Ljúfur niður læknum heyrist frá en loftið það er skyggt með töfrahjúp. Er sólin rís, þau svefninn losa brátt og sjá í nýju ljósi bjartan dag. Þau finna í æðum ólga nýjan mátt sem örvast við hvert lítið hjartaslag. Blærinn kveður blítt við lága strönd og blessuð kyrrðin hún er dásamleg. Maður og kona leiðast hönd í hönd hamingjunnar líta fram á veg. (Davíð Guðmundsson) Guð geymi þig. Börnin þín, Valgerður (Valla), Rúnar, Hulda, Heiða og Eydís (Dísa). Um miðja síðustu öld voru börn úr þéttbýli gjarnan send í sveit, oft til ættingja. Ég var send til Siggu og Davíðs frænda í Glæsibæ um fermingu og var þar tvö góðviðrissumur. Þau höfðu þá nýlega tekið við búi af foreldrum Davíðs, Guðmundi og Sigríði, og voru þegar komin með um tutt- ugu kýr í nýju og björtu fjósi með ýmsum þægindum fyrir dýr og menn. Fyrir matvanda krakka skiptir öllu máli að lenda hjá góðri og skilningsríkri húsmóður. Þar var ég heppin. Sigga tók þessari sér- lunduðu frænku eiginmannsins svo vel henni fannst hún eiga heima í Glæsibæ frá fyrsta degi. Sigga gerði sérstaklega góðan mat og af mörgu góðu eru nýbök- uð gerbrauð minnisstæðust. Fleiri nýlundur kom Sigga með enda húsmæðraskólagengin og matvandi krakkinn var sáttur við flest – og mátti borða lítið af soðn- um fiski ef hann var í matinn. Sigga gætti mín vel þessi tvö sumur fyrir um 60 árum. Verið var að stækka túnin, nýjustu tækni beitt við heyskapinn og ým- islegt að varast fyrir forvitna. Dráttarvélin var þó aðeins ein og því eimdi eftir af gamla tímanum, túnin voru hreinrökuð með rakstrarvél sem Jarpur gamli dró og stundum var garðað með henni líka. Við Jarpur sáum um þetta saman, hann kunni sitt fag og vann hægt en örugglega. Ég hirti fjósið bæði sumrin. Sigga útbjó fjósagallann, gamlan stakk af Davíð, skýluklút af henni sjálfri og viðeigandi buxur. Við skemmtum okkur vel yfir þeirri múnderingu, eins og svo mörgu, mörgu öðru. Svo voru kýrnar sóttar og komið á básana, hleypt út eftir mjaltir og flórinn mokað- ur. Fyrra sumarið voru kýrnar handmjólkaðar, alls 19 kýr. Sigga og Davíð mjólkuðu kvölds og morgna. Valgerður dóttir þeirra, Sigríður Manasesdóttir ✝ Úlfar Harð-arson fæddist í Reykjadal í Hruna- mannahreppi 4. desember 1945. Hann lést á Land- spítalanum 28. nóv- ember 2019. Foreldrar hans voru hjónin Þóra Sigríður Bjarna- dóttir, f. 1921, d. 2013 og Hörður Einarsson, f. 1921, d. 1999, bænd- ur í Reykjadal. Systkini Úlfars eru Torfi Harðarson, f. 1953, Einar Harðarson, f. 1958 og Mar- grét Harðardóttir, f. 1960. Úlfar ólst upp í Reykjadal fram á unglingsár, gekk í Barna- skólann á Flúðum og síðan lá leiðin í Héraðsskólann á Laug- arvatni. Hann kvæntist Guðríði Sól- veigu Þórarinsdóttur, f. 1945. Foreldrar hennar voru Ingibjörg eiga Ingibjörgu Önnu og Sölku Rún. Héðinn Harðarson, f. 1993, sambýliskona hans er Lovísa Einarsdóttir. 2) Þórarinn Ingi Úlfarsson, f. 1968, verktaki á Flúðum, hann er kvæntur Þóru Sædísi Bragadóttur, f. 1970. Börn þeirra eru Guðríður Eva Þórarinsdóttir, f. 1988, sambýlis- maður hennar er Jón William Bjarkason, Þráinn Þórarinsson, f. 1993, kvæntur Berglindi Emils- dóttur, Andri Þórarinsson, f. 1995, og Hörður Freyr Þór- arinsson, f. 2000, kærasta hans er Vigdís Þóra Baldursdóttir. Á Flúðum kom Úlfar að margskonar starfsemi, hann hafði brennandi áhuga fyrir framförum síns ört vaxandi byggðarlags og var virkur þátt- takandi í verkefnum sem auðg- uðu samfélagið, fljótlega fór hann út í eigin atvinnurekstur með vinnuvélar og fleira. Síðari árin vann hann aðallega við hönnun og ráðgjöf við nýtingu jarðhita víða um land. Úlfar var jarðsettur í kyrrþey að eigin ósk 6. desember 2019. V. Guðmundsdóttir, f. 1916, d. 2014 og Þórarinn Þorfinns- son, f. 1911, d. 1984, bændur á Spóa- stöðum í Biskups- tungum. Þau hófu búskap sinn á Selfossi þar sem Úlfar stundaði nám í vélvirkjun hjá smiðjum Kaup- félags Árnesinga og Iðnskólanum á Selfossi. Að námi loknu byggðu þau sér hús á Flúð- um og hafa átt þar heima síðan. Synir þeirra eru: 1) Hörður Úlfarsson, f. 1963, verktaki á Flúðum, hann er kvæntur Önnu Maríu Gunnarsdóttur, f. 1965. Börn þeirra eru: Elvar Harð- arson, f. 1985, kona hans er Ragnheiður Kjartansdóttir, þau eiga Guðbjörgu og Ágústu Auði. Aldís Þóra Harðardóttir, f. 1988, gift Sigurjóni Bergssyni, þau Elsku afi, þú kvaddir okkur allt of snöggt. Þú varst mikið veikur fyrri hluta þessa árs og hefðir þú yfirgefið þennan heim á þeim tíma hefði ég ef til vill verið betur undir það búinn. En þú aftur á móti jafn- aðir þig á þeim kvillum. Kvillum sem höfðu verið að hrjá þig í mörg ár og það var svo ánægjulegt að sjá þig síðustu mánuði. Þú varst allt annar maður og það var ein- hvern veginn bjartara í kringum þig. Það var seint núna í sumar sem ég og Berglind komum í heimsókn til ykkar ömmu, senni- lega okkar fyrsta heimsókn eftir að þú náðir þér, og þú varst á kafi í einhverju brasi úti í bílskúr. Ég man ekki hvað þú varst að gera en ég man hvað ég var hissa og það var eiginlega þá sem ég sá í alvör- unni hvað þetta var búið að aftra þér öll þessi ár því ég man bara ekki hvenær ég sá þig síðast brasa svona. Ég hef alla tíð verið stoltur af þér og þínum afrekum. Mér fannst alltaf svo magnað að geta sagt vinum mínum að afi minn hefði hannað hitaveitu í Kamc- hatka. Það er því kannski ekki furða að ég hafi endað í hitaveitu- geiranum sjálfur og vona ég að þú sért jafn stoltur af því og ég að hafa fetað í fótspor afa míns. Það gleður mig sérstaklega núna í ljósi þess að þú ert farinn að hafa feng- ið að vinna með þér að verki núna síðasta vor. Þó svo að það hafi ekki verið mikið. Nú vona ég að þú sért kominn á góðan stað þar sem þú hefur ríka matarlyst, grillar út í eitt og nýtur hvers bita með vænum skammti af afakryddi og gylltum Elephant, reykir bjúgu, saltar hraunið og gefur dótadellunni lausan taum- inn. Þó þú hafir nú ekki verið þekktur fyrir halda aftur af henni í gegnum tíðina. Þráinn Þórarinsson. 4. desember. Ef allt væri eðli- legt hefði ég líklega rölt mér yfir í Steðja, fengið hjá þér einn kaffi- bolla í tilefni dagsins, jafnvel kon- fektmola, og tekið stutt spjall um daginn og veginn. Í staðinn kveiki ég á kertum, set Baggalút á (auð- vitað), sest við tölvuna og hugsa til baka. Þegar ég hugsa til baka er þakklæti mér efst í huga, í bland við sorgina og reiðina yfir því að þú hafir kvatt okkur svo óvænt og allt of fljótt. Einar af mínum ljúfustu minn- ingum eru þegar þú opnaðir faðm- inn; „komdu hérna stráið mitt“. Þá var skriðið í afafaðm og kúrt á meðan þú ruggaðir þér í stólnum þínum. Ég finn pípulyktina blossa upp þegar ég hugsa um þessar stundir, á þessum tíma lá nefni- lega ansi oft pípa troðin af Half and Half á borðinu við hlið þér. Ég er svo þakklát fyrir síðustu mánuði, það var svo gott að sjá þig koma til baka og verða sjálfum þér líkur aftur eftir að þú fékkst loks- ins greiningu á veikindum þínum síðasta vor. Við áttum óvenjumörg samtöl og samverustundir síðasta mán- uðinn, þú varst staðráðinn í að hjálpa mér við að koma upp starfs- stöð á Flúðum; „spennandi að fara með mér í smá loftfimleika“ eins og þú sagðir. Það hafði oft sannað sig að þegar aðstæður voru okkur „stráunum þínum“ erfiðar hafðir þú alltaf einhverja lausn og varst tilbúinn að rétta hjálparhönd. Það verður undarlegt að taka hinn árlega aðfangadagsjólarúnt um sveitina án þín þetta árið, þann bíltúr höfum við farið saman á hverju ári nánast síðan ég man eftir mér. Takk fyrir allt og hvíldu í friði elsku afi. Guðríður Eva Þórarinsdóttir. Það hefur alltaf verið svo nota- legt að koma til ömmu og afa í Straumi. Þegar ég fór núna síðast í heimsókn var amma ein heima og þó svo að afi hafi oft ekki verið heima þegar maður kom í heim- sókn þá var eitthvað svo áþreif- anlegt að nú væri hann farinn og allt breytt. Það sem kemur fyrst upp í hug- ann eru móttökurnar hjá ömmu og afa. Alltaf hlýlegt að koma til þeirra og hlutverkaskipanin eins og hún var sennilega oft á árum áður; amma sá um heimilishaldið og afi vermdi húsbóndastólinn þegar hann var ekki í vinnunni. Hann var kannski ekki afinn sem settist á gólfið með barnabörnun- um að leika við þau eða tók þau með sér út að stússa en alltaf mætti maður hlýju þegar maður gaf sig að honum. Hann kallaði okkur barnabörnin alltaf „stráið mitt“, sem er sennilega vinaleg- asta kveðja sem ég mun nokkurn tímann heyra. Það var uppáhalds að setjast hjá afa í afastólinn og hann strauk á okkur bakið svo að maður fékk gæsahúð og stundum var maður við það að sofna við notalegheitin. Samkeppnin gat stundum verið hörð hvað það varðar, sérstaklega hjá okkur tveimur stelpunum sem vorum jafnaldra. Afi fann oft upp á ýmsu sniðugu og má þar nefna jólasveinaverk- stæðið sem var opnað í bílskúrn- um í Straumi. Upphafið að því má rekja til þess að hann var að gera við jólaseríur en endaði þannig að þangað gat maður leitað með biluð raftæki eða annað dót sem þurfti að lappa upp á. Verslunarmanna- helgin kemur líka fljótt upp í hug- ann þegar ég hugsa til afa en það var alltaf mikið af fólki sem kom saman í garðinum í Straumi og sló upp tjaldbúðum og skemmti sér saman. Þessi hátíðahöld nefndi afi „Straumstokk“ (eins og Wood- stock) og á kvöldin var kveikt upp í „rónatunnunni“. Þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn, sem var hans fyrsta langafa- barn, lágum við á spítalanum í heilan mánuð með fyrirbura. Hann kom eitt skiptið einn í heim- sókn til að athuga hvernig við hefðum það. Hann treysti sér ekki til að halda á þeirri litlu en fékk að leggja höndina á hana og fann hana hreyfa sig og talaði um það eftir heimsóknina hvað hún hefði verið spræk og lét í ljós áhyggjur af heilsufari mínu. Mér þótti alltaf vænt um það að hann skyldi kíkja. Afi þekkti marga og var ótrú- lega minnugur á sögur og þegar vel lá á honum gat verið ótrúlega gaman að hlusta á hann segja frá og var hann lagin við að muna ým- is smáatriði sem aðrir kannski leggja ekki á minnið. Í seinni tíð gaf hann alltaf minna og minna af sér og nú þegar allt er yfirstaðið sér maður skýrar en áður vanlíð- anina sem bjó þar að baki. Hann var auðvitað þver með eindæm- um; fór allt á hnefanum og leitaði sér sjaldnast aðstoðar og var harður við sjálfan sig, og fengu hans nánustu að finna fyrir því með honum. Í sumar þegar loks- ins kom í ljós hvað var að hrjá hann hélt maður að hann hefði fengið annan séns og átti hann góða daga eftir að hann náði bata. Því var fráfall hans sviplegt fyrir okkur á þessum tímapunkti. Ég veit að þú ert núna kominn á góðan stað þar sem þér líður vel. Hvíl í friði elsku afi. Aldís Þóra Harðardóttir. Störin á flánni er fölnuð og nú fer enginn um veginn annar en þú. Í dimmunni greinirðu daufan nið og veist þú ert kominn að vaðinu á ánni. (Hannes Pétursson) Nú þegar svili minn, ferðafélagi og vinur Úlfar Harðarson hefur haldið yfir vaðið á ánni langar mig að rifja upp okkar löngu og góðu kynni. Hans framsýni, áræði og ótrúleg tækniþekking sem hann aflaði sér með eigin reynslu hefur skilað mörgu byggðarlaginu öflun og nýtingu jarðhita með góðri arð- semi. Sem dæmi um athafnasemi og áræði skal nefna að hann fór með vinnuflokk sinn til Kamts- jatka, fjallaskaga í Síberíu, þar sem unnið var að hitaveitufram- kvæmdum. Þá var Gorbatsjov í stofufangelsi við Svartahaf og Boris Jelsín bauð skriðdrekum birginn við Þinghúsið í Moskvu. Úlfar og hans menn skiluðu sínu verki þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Greiðasemi hans höfum við hjónin notið, ef eitthvað hefur þurft að framkvæma. Ég minnist margra góðra stunda með honum í sum- arhúsabyggð Spóastaðasystra. Úlfar var góður ferðafélagi og ratvísari mann hef ég ekki þekkt, sem dæmi má nefna ferð sem við hjónin fórum með þeim Guðríði um Evrópulönd, þar renndi hann beint á aðaltorg Vínarborgar, sest upp í lystivagn dreginn af tveimur hestum og ekinn Óperuhringur- inn. Í Búdapest var ekið beint að Hótel Alba eins og hann hefði oft komið þar áður, allt var þetta fyrir tíma leiðsögukerfa í bílum, rétt lit- ið á vegakortið fyrir ferð. Þá var ekki síður gaman að ferðast með honum um landið okkar, hann þekkti það vel, valdi gjarnan ótroðnar slóðir. Við svilarnir fór- um í tíu sumur saman að veiða í Laxá í Mývatnssveit, eru það ógleymanlegar ferðir. Hann hafði gítarinn með, kom fólk saman á kvöldin við farfuglaheimilið sem við gistum á. Hólmfríður á Arn- arvatni var veiðivörður, fékk hún Úlfar til að líta á möguleika þess að virkja heita lind þar í landi, var hún virkjuð nokkru síðar að hans ráði. Allt lýtur lífsins lögum og nú hefur þessi fjölhæfi maður lokið sínum dögum. Árin tifa, öldin rennur ellin rifar seglin hljóð. Fennir yfir orðasennur eftir lifir minning góð. (HK) Við Steinunn vottum Guðríði og þeirra fjölskyldu okkar innileg- ustu samúð. Garðar Hannesson. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. (Hákon Aðalsteinsson) Mig langar í örfáum orðum að kveðja kæran vin minn, Úlfar Harðarson, sem lést fimmtudag- inn 28. nóvember sl. en mig skort- ir orð til að lýsa tilfinningum mín- um á viðeigandi hátt. Þess vegna verð ég að láta mér nægja að votta þér að lokum mitt innilegasta þakklæti fyrir hverja stund sem ég fékk að njóta þíns stóra hjarta, Úlfar minn. Að hafa átt því láni að fagna að eiga þig að vini tel ég verulegan Úlfar Harðarson Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að höndum og aðrar gagnlegar       við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.