Morgunblaðið - 16.12.2019, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 16.12.2019, Qupperneq 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2019 ✝ Þuríður Péturs-dóttir fæddist 28. ágúst 1956. Hún lést 4. desember 2019. Faðir Þuríðar var Pétur Eggerz Pétursson, f. 2. sept. 1932, d. 20. júní 1972, móðir Þuríðar er Bergljót Sigurðardóttir, f. 12. maí 1931. Systk- ini hennar eru Sigurveig Pét- ursdóttir, f. 20. mars 1958, og Pétur Eggerz, f. 19. nóvember 1960. Þuríður var gift Georg Magnússyni, f. 10. ágúst 1955, þau slitu samvistir. Synir Þur- íðar og Georgs eru: 1) Ólafur Pétur, f. 1978, sambýliskona Ýrr Baldursdóttir, f. 1976. Dóttir Ólafs og Ragnhildar Ís- leifsdóttur, f. 1976, er Arndís María, f. 2002. 2) Magnús Unn- ar, f. 1982, sambýliskona Sandra Dís Jónsdóttir, f. 1988. Eftirlifandi sambýlismaður Þuríðar er Skúli Oddsson, f. 17. júlí 1954. Dóttir þeirra er Þór- unn, f. 1986, sam- býliskona Auður Björk Kvaran, f. 1985. Synir Auðar eru Grettir, f. 2010, Erpur, f. 2012, Úlfur, f. 2015. Börn Þórunnar og Særósar Rannveigar Björnsdóttur, f. 1982, eru Oddur Hersveinn, f. 2015, og Þórkatla, f. 2017. Þuríður fæddist og ólst upp í Reykjavík. Hún var fjölmörg sumur í sveit á Hnausum í Með- allandi og síðar við sumarstörf á Kirkjubæjarklaustri. Hún lauk tækniteiknaraprófi frá Iðnskóla Reykjavíkur 1977 og vann við slík störf æ síðan. Hún var um tíma búsett á Reykhólum og einnig á Egils- stöðum en síðastliðin 30 ár var hún búsett í Reykjavík. Hún starfaði hjá Orkuveitunni síðast- liðna áratugi. Útför Þuríðar fer fram frá Seljakirkju í dag, 16. desember 2019, og hefst athöfnin klukkan 15. Fallin er frá fyrir aldur fram Þuríður Pétursdóttir, frænka mín og góð vinkona. Við Þuríður erum elstu dætur, yngstu systranna í 15 systkina hópnum, frá Bergi við Suðurlandsbraut. Mikill sam- gangur var milli heimila okkar enda mæður okkar miklar vinkon- ur alla tíð. Við þekktumst því vel alla ævi. Foreldrar mínir byggðu í Breiðholtinu þegar ég var átta ára og við fluttum þangað. Var þá stutt á milli heimila okkar Þuríð- ar, innan við fimm mínútna gang- ur og hittumst við á stundum dag- lega. Þuríður var oft fengin til að passa mig og systur mína. Þá var alltaf mjög gaman og mikið fjör – hlegið, sungið, dansað og spjallað. Við áttum mörg sameiginleg áhugamál og leið vel saman. Þegar Þuríður var að vinna á hótelinu á Kirkjubæjarklaustri fékk ég oft, er við pabbi áttum leið um Klaustur, að gista eina og eina nótt í hjólhýsinu sem hún bjó í við hótelið. Á kvöldin settumst við á brúsapallinn við veginn og svo kom „gæinn á rauða Scout-jepp- anum“ og tók okkur upp í og rúnt- aði svo með okkur um sveitina. Þrátt fyrir aldursmun á okkur, Þuríður að nálgast tvítugt og ég rétt fermd, leyfði hún mér að vera með, sem mér þótti mikið sport og vænt um. „Gæjann á rauða Scout- jeppanum“ þekkti ég aftur mörg- um árum seinna er hann og Þur- íður náðu saman aftur og varð Skúli lífsförunautur hennar síð- ustu rúma þrjá áratugi. Það var stutt í hláturinn hjá Þuríði og eiga dætur mínar ótal minningar um okkur Þuríði sam- an hlæjandi yfir kaffibolla við eld- húsborðið. Við hittumst oft í kaffi hjá hvor annarri og í afmælum í fjölskyldunni. Við Jón Heiðar og dætur okkar fórum með Þuríði, Skúla og börn- unum í fjölmargar útilegur. Allaf í gistum við í tjöldum. Ef veður leyfði fórum við helgi eftir helgi. Sameiginlegu áhugamálin voru að ferðast, skoða náttúruna, busla í lækjum og fara í leiki. Þessar tjaldútilegur skilja eftir góðar minningar og myndir. Börn hændust að Þuríði, hún var sérlega flink við börn. Ég fylgdist með full aðdáunar þegar Þuríður svæfði mörg börn í einu í tveimur tjöldum. Margar minningar fara um hugann tengdar Þuríði, hún var alltaf til staðar og mjög raungóð. Þrátt fyrir erfið áföll í æsku og á unglingsárum var hún alltaf jafn trygg og traust. Þegar eitthvað bjátaði á hjá mér fann hún sjálf út hvað hún gæti gert til að hjálpa til. Þegar ég lá mikið veik á spítala kom Þuríður heim og passaði stelpurnar. Hún bara kom, enginn bað hana, hún birtist bara þegar hún frétti hvernig staðan var. Svona var Þuríður raungóð, fyrir það er ég ævinlega þakklát. Hún var alveg einstök ég get ekki hugsað mér betri vinkonu. Hún kom síðast í fyrra að hjálpa til við veislu sem ég var með fyrir ættingja okkar. Þrátt fyrir að mikið væri af henni dregið og þrótturinn minni, þá vildi hún ávallt vera til staðar – þannig var Þuríður. Höggið var þungt og sorgin er mikil. Ég sendi Lillu, Skúla, börn- um Þuríðar, barnabörnum, systk- inum og fjölskyldunni allri mínar innilegustu samúðarkveðjur. Rannveig Rist. Það var okkur mikið áfall að frétta andlát Þuríðar, föðursystur okkar. Hún hafði verið að glíma við veikindi en virtist öll á bata- vegi. Við slíka harmafregn hellast yfir minningarnar um allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þuríður var einstaklega hlý mann- eskja sem tók öllum opnum örm- um og gerði aldrei mannamun. Frá barnæsku fundum við að við vorum ávallt velkomin til Þur- íðar, hún gaf sér tíma til að sinna okkur, hlusta og fylgjast með því sem við vorum að fást við. Hún var ótrúlega minnug á skondin atvik úr bernsku okkar frændsystkina hennar, líkt og um væri að ræða hennar eigin börn. Atvik sem flestir aðrir höfðu gleymt en hún hélt á lífi með sinni einstöku frá- sagnargleði og kímnigáfu. Upp í hugann koma myndir af ótal samverustundum, jólum, af- mælum, ferðalögum og öðrum til- efnum þar sem við nutum sam- vistanna og oftar en ekki hafði Þuríður átt hvað stærstan þátt í undirbúningi. Þá skipti ekki máli hvort um var að ræða tilefni sem sneri að hennar eigin kjarnafjöl- skyldu eða okkur hinum, alltaf var hún boðin og búin að leggja sitt af mörkum. Þuríður hafði listræna taug, var handlagin og vandvirk í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, gilti þá einu hvert verkefnið var, alltaf var hægt að treysta því að hún legði sig alla fram. Sem börn nutum við hjarta- hlýju og umhyggju Þuríðar og enn fundum við fyrir barngæsku hennar og velvilja þegar okkar eigin börn komu til sögunnar þar sem hún sýndi þeim einstaka vel- vild og fylgdist með vegferð þeirra. Gott dæmi um það sáum við þegar fjölskyldan hittist við laufabrauðsgerð örfáum dögum fyrir andlát Þuríðar, en þá náðu þær saman líkt og perluvinkonur Þuríður og Kristín, þriggja ára dóttir Bergljótar. Elsku fjölskylda. Hugur okkar er hjá ykkur á þessum erfiðu tím- um. Við minnumst Þuríðar með sorg í hjarta, en jafnframt hlýju og þakklæti fyrir allar góðu stund- irnar. Bros hennar mun áfram lýsa í huga okkar þó nóttin kunni að verða dimm. Kristján, Bergljót og Pétur. Í dag kveð ég góða samstarfs- konu. Ég var búin að þekkja Þuríði lengi en við höfðum unnið saman í rúm 22 ár. Þuríður var fyrsti starfsmaðurinn sem ég réð til Hitaveitunnar, árið 1997. Þá var ég frekar nýskriðin út úr skóla og hafði enga reynslu af stjórnunar- störfum. Hún gerði mér auðvelt fyrir að vera yfirmaður, svo ynd- isleg og tillitssöm og sérlega gott að vinna með henni. Hún var mjög samviskusöm, klár, jákvæð og tók öllum verkefnum með lausnar- miðuðum huga. Við þróuðum ásamt fleirum landupplýsinga- kerfi Hitaveitunnar á upphafs- tíma þess og fannst okkur það báðum mjög spennandi og skemmtilegt. Síðar varð það hluti af landupplýsingakerfi Orkuveit- unnar sem hún vann svo við alla tíð. Þó að fjarlægðin hafi aukist eft- ir því sem fyrirtækið stækkaði og störfin breyttust, þá vorum við alltaf í sérstöku sambandi og alltaf jafn gott að hitta hana. Hún fylgd- ist vel með dætrunum mínum og spurði iðulega frétta af þeim. Jóla- kortin voru t.d. alltaf fastur liður og það verður skrítið að fá ekki kort frá henni þessi jól. Ég mun sakna þess að hitta hana á göngunum, jafnvel faðmast og spyrja frétta. Ég sendi fjölskyldu hennar mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Inga Dóra Hrólfsdóttir. Þuríður Pétursdóttir ✝ Bergljót Sig-urlaug Einars- dóttir fæddist 22. apríl 1928 á Djúpa- læk á Langanes- strönd. Hún lést á hjúkrunardeild HSA í Neskaupstað 5. desember 2019. Foreldrar henn- ar voru Einar V. Ei- ríksson og Gunn- þórunn Jónasdóttir. Alsystkini hennar eru: Hilmar Sigþór, f. 1914, d. 1998, Jónas Kristján (Kristján frá Djúpalæk), f. 1916, d. 1994, Eiríkur Jakob, f. 1921, d. 1922, Aðalheiður, f. 1924, og Þórhallur, f. 1930, d. 2011. Aðalheiður býr á Dval- arheimilinu Hlíð á Akureyri. Hálfsystkini, samfeðra, voru átta. Af þeim létust fjögur ung en þau sem komust til fullorðinsára voru: Þórarinn, f. 1897, d. 1955, Sigurður Andrés, f. 1903, d. dóttur. Þau eignuðust tvær dæt- ur og einn son. Barnabörn þeirra eru átta. 4) Þórunn, f. 1957, kerf- isfræðingur á Hallormsstað. Hennar maður er Skúli Björns- son. Þau eiga tvo syni og sex barnabörn. 5) Laufey, f. 1958, d. 25. mars 2016, hjúkrunarfræð- ingur í Neskaupstað. Hennar maður Egill Arnaldur Ásgeirs- son. Þau eignuðust tvær dætur. 6) Hálfdan, f. 1961, skipstjóri í Neskaupstað. Kona hans er Rósa Halldórsdóttir. Þau eiga tvær dætur, en Hálfdan átti fyrir eina dóttur. Þeirra barnabörn eru sex. 7) Einar Vilhjálmur, f. 1962, útgerðarmaður í Neskaupstað. Hans kona er Bjarney Stella Kjartansdóttir. Þau eiga tvær dætur og tvö barnabörn. 8) Ingv- ar, f. 1964, hann lést stuttu eftir fæðingu 13. mars 1964. 9) Unnur Elínborg, f. 1967, móttökuritari HSA í Neskaupstað. Hennar maður er Hjálmar Ingi Einars- son. Þau eiga tvö börn. Bergljót dvaldi síðustu tvö ár- in á hjúkrunardeild HSA í Nes- kaupstað þar sem hún lést. Útför hennar fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag, 16. des- ember 2019, klukkan 14. 1987, Steinþór, f. 1904, d. 1952, og Laufey, f. 1910, d. 2006. Bergljót giftist 4. október 1953 Hálf- dan Haraldssyni og bjuggu þau allan sinn búskap á Kirkjumel í Norð- fjarðarsveit, þar sem Hálfdan var skóla- stjóri. Hálfdan lést 26. apríl sl. Þau eignuðust níu börn. Af þeim komust átta til fullorðins- ára: 1) Steinþór, f. 1953, skipstjóri í Neskaupstað, k.h. Sigríður H. Wium. Þau eiga eina dóttur og einn son og sjö barnabörn. 2) Har- aldur, f. 1954, húsasmiður í Nes- kaupstað. Hans kona er Jóhanna Gísladóttir. 3) Sigurður Þórarinn, f. 1955, d. 24. nóvember 1983. Var sjómaður í Neskaupstað. Hann var kvæntur Þóru Lind Bjarka- Móðir mín elskuleg kvaddi þennan heim að kvöldi 5. desem- ber. Það er einkennilegt að hugsa til þess að konan sem ól mig, ól mig upp, kenndi mér allt sem mér hefur alltaf fundist sjálfsagt að kunna, s.s. að prjóna, sauma, hekla, elda, baka og ótalmargt fleira, skuli ekki lengur vera til staðar. Alltaf svo glöð að sjá mann, endalaust spurt eftir börn- um og barnabörnum og áhyggjur hafðar af öllu og öllum. Gangandi um síðustu árin með göngugrind- ina sína, sem alltaf var með ein- hverju góðgæti til að bjóða gest- um og starfsfólki á hjúkrunardeildinni. Síðasta daginn sem hún lifði vildi hún fá að heyra ljóðið eftir bróður sinn, Kristján frá Djúpa- læk, sem heitir Minning. Ég veit ekki hve mikið hún heyrði af því þegar ég las það fyrir hana skömmu áður en hún dó, en birti það hér fyrir hana. Í kvöld var ég enn að hugsa um þig, sem ert horfin, helfölan vangann, augans spyrjandi blik. Ég vissi þá spurn, er brann í sál þinni síðast, en svar mitt var þögn og hik. Hver þorir að sverja það sannleik hjá dánarbeði, er sagt var í huggunarskyni á raunastund? Vér getum svo lítið gert, þegar mest á liggur, því grafast í jörð vor pund. Þig hætt var að dreyma gleym-mér-ei- lundinn góða, gróðursins ilm og fljótsins hjúfrandi nið. Hvar gengir þú ein í skjóli blómgaðra bjarka. Nú baðst þú aðeins um frið. En þjáningin gaf þér afl til að fórna örmum mót árdegissól, er reis yfir norðurhöf, af tærðum fingrum steig bæn upp í himinblámann, frá brjóstsins lokuðu gröf. Þú minntir á blómið þjakað af löngum þurrki, þyrsta, sólbrennda jörðina skorpna í gegn, sem fjallstindum lyftir mót fagurhvelinu víða án friðar, í bæn um regn. En eins og himnar skrælnuðum sverði senda svalandi skúr, er ákaft og heitt var þráð, bænheyrð þú varst. Um dagmál í djúpum friði kom dauðinn til þín með náð. Hvíldu í friði. Þórunn. Sumt fólk hefur maður alltaf þekkt. Það fylgir manni gegnum lífið, sýnir áhuga, hvetur og sýnir kærleik. Begga var ein af þeim og sama á við um manninn hennar, Hálfdan, sem lést í vor en í mínum huga eru þau alltaf nefnd í sömu setningu. Þau fluttu ung að Kirkjumel í Norðfjarðarsveit þeg- ar Hálfdan tók við skólastjóra- stöðu. Skólinn var einnig sam- komustaður sveitarinnar og stendur fyrir henni miðri þannig að það má segja að með flutning- unum hafi þau sest að í hjarta sveitarinnar og íbúanna. Þeirra vinna snerti alla bæi þar sem börnin fóru þangað í skóla til Hálf- danar og mörg í heimavist til Beggu fyrstu árin. Þegar haldnar voru veislur eða skemmtanir í sveitinni var eldhúsið þeirra notað og þótti það sjálfsagt mál á þeim tíma. Mér eru minnisstæðar jóla- trésskemmtanir þar sem sveit- ungarnir mættu með kræsingar svo borðin svignuðu. Begga bros- andi, róleg og yfirveguð í eldhús- inu að verkstýra og öll börnin og barnabörn mætt þótt þau væru flutt úr sveitinni. Jólahefðir eru mismunandi og ég geri ráð fyrir að ein af þeirra jólahefðum hafi verið að taka á móti allri sveitinni í veislu og dansa í kringum jólatré undir harmónikkuleik. Þegar ég byrjaði í grunnskóla var systir mín, Marta, komin í eldri deild sem þýddi að hún byrj- aði klukkutíma fyrr en ég. Þar sem við urðum samferða í skólann fékk ég að vera í eldhúsinu hjá Beggu þar til minn skóladagur hófst. Þar átti ég gott skjól eins og ég væri að heimsækja góða frænku. Svo fór ég fram til Hálf- danar sem kenndi mér að lesa, skrifa, reikna og aðrar undirstöð- ur lífsins. Begga kenndi handa- vinnu og ég man að við prjónunum vettlinga og hönnuðum mynstrin sem við teiknuðum á rúðustrikað blað og prjónunum eftir. Ég hugsa að það hafi þótt framúr- stefnuleg kennsluaðferð á þeim tíma en Begga var mikil prjóna- kona og prjónaði á marga, þar á meðal mig. Þegar ég var 19 ára og var að klára stúdentinn réð ég mig sem leiðbeinanda í hlutastarf hjá Hálf- dani þar sem kennsluskylda hans hafði minnkað. Það var dýrmæt reynsla enda fór ég síðar og lærði að vera kennari. Á Kirkjumel var besta kaffistofa sem ég hef kynnst en hún var að sjálfsögðu í eldhús- inu hjá Beggu og beið manns á hverjum morgni nýbakað flat- brauð með rúllupylsu. Ég fæ vatn í munninn við tilhugsunina og ég veit að þannig er einnig farið með marga sem lesa þessi minningar- orð en Begga bakaði og seldi flat- brauð í mörg ár. Stundirnar í eld- húsinu kalla fram hlýjar minningar. Þar var aldrei neitt neikvætt eða leiðinlegt heldur ein- göngu notalegar og skemmtilegar samverustundir þar sem um- ræðuefnin voru fjölbreytt. Oftar en ekki miðlaði Hálfdan fróðleik og sagði frá fjallgöngum og trjá- rækt og Begga sagði fréttir af börnunum og barnabörnunum. Þá kom viss tónn í röddina, einhvers konar sambland af gleði, stolti og væntumþykju. Það má segja að ævistarf þeirra hjóna og persónu- leiki endurspeglist best í niðjum þeirra sem eru með afburðum vandaðar og duglegar manneskj- ur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð því ég veit að ykkar missir og söknuður er mikill. Margrét Þóra Einarsdóttir frá Skálateigi. Bergljót Sigurlaug Einarsdóttir rétt farin að ganga, fór með í fjós- ið. Pabbi hennar útbjó trékassa fyrir hana með handriði til að halda í, hann var hafður á stétt- inni milli básaraðanna og færður til að vilja hennar. Brynja hét uppáhaldskýrin hennar Siggu, grábröndótt, skapstór og vildi að Sigga ein sæi um mjaltirnar. Sú kýr mjólkaði meira í mál en ég gat borið yfir í mjólkurhúsið þar sem mjólkin var síuð í stóra 30 lítra brúsa, merkta með númerinu 218. Seinna sumarið var komin Alfa-Laval mjaltavél og kýrnar voru að venjast henni. Sumar létu skoðun sína í ljós með afturfót- unum. Þær söknuðu Siggu og hlýju handtakanna hennar. Ýmislegt kom upp á sumrin tvö í Glæsibæ en Sigga gerði alltaf gott úr öllu. Í fjósinu var hægt að losa beislin á 10 básum samtímis. Það gerði ég ekki nema einu sinni, nýkomin til starfa. Kýr vilja flýta sér út eftir mjaltir svo mikið öng- þveiti varð við fjósdyrnar. Sigga og Davíð leystu þá samkomu upp en ráðlögðu mér að leysa eina kú í einu framvegis. Þegar ég reif rassinn úr buxunum svo Sigga þurfti heilt kvöld til að laga þær gerði hún góðlátlegt grín að öllu saman. Aldrei átaldi hún mig og var þó stundum tilefni til. Og ávarpið var: Gerða mín, frá fyrsta degi. Ég sé enn fyrir mér sumar- landið í Glæsibæ. Að leiðarlokum þakka ég Siggu fyrir sólskinss- umrin fyrir 60 árum, hennar þátt- ur var stærstur. Við Aðalsteinn sendum fjölskyldu hennar inni- legar samúðarkveðjur. Guðrún Þorgerður hluta af þeirri hamingju sem ég hef notið um liðna daga. Úlfar var góður vinur minn og drengur góður og sannur heiðurs- maður af gamla skólanum en þeim fækkar nú óðum. Ég á elskulegar minningar um lífið með ykkur Gurru þinni sem ég get yljað mér við frá samvistum okkar og allt til dagsins í dag. Til eru þær stundir í lífi mínu sem mig skortir orð til að lýsa til- finningum mínum um á viðeigandi hátt. Þess vegna verð ég að láta mér nægja að votta þér að lokum mitt innilegasta þakklæti fyrir hverja stund sem ég fékk að njóta þíns stóra „veika“ hjarta, elsku vinur. Við hugsum um tilgang lífsins, örlög okkar allra og um hvert stefnir við fráfall astvina okkar og óvissa ríkir í huga okkar um stund. Þegar að er gáð er dauðinn ekki aðeins dauði og lífið ekki að- eins líf, heldur er því stundum öf- ugt farið; dauðinn aðeins áfram- haldandi líf og lífið stundum harðara en hel. Af hverju er þetta svo? Ég á ekki eitt svar til við því en hef samt skilið að þeir sem við elskum eru alltaf hjá okkur, í einhverri mynd, og veita okkur styrk í sorg- inni. Á tímamótum sem þessum öðlast kærleikurinn aukið gildi. Sama er að segja um þá sem elska okkur. Þeir halda áfram, hvert sem leið þeirra liggur, því ástin er sterkari en dauðinn og það sem lif- ir í minningunni eigum við áfram. Það verður aldrei frá okkur tekið. Þegar maður fellur frá fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á í minninganna hljómi. Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð og lag sem tilgang hefur. Ef minning geymir ást og yl hún yfir sorgum gnæfir því alltaf verða tónar til sem tíminn ekki svæfir. (Kristján Hreinsson) Ég bið góðan guð að styrkja alla ástvini þína, elsku Úlfar minn, sér í lagi Gurru þína og börnin ykkar í þeirra sáru sorg. Hvíl í friði, kæri vinur. Sigurður S. Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.