Morgunblaðið - 16.12.2019, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 16.12.2019, Qupperneq 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2019 60 ára Nína er Garðbæingur og hef- ur ávallt búið þar, ólst upp í Túnunum en býr í Mýrunum. Hún er bókasafns- og upplýsinga- fræðingur í Fella- skóla. Börn: Birna Björk, f. 1984, Svavar Már, f. 1990, og Sandra Björk, f. 1993. Barnabörnin eru orðin fimm. Nína á einnig hundinn Perlu. Foreldrar: Svavar Davíðsson, f. 1936, d. 2011, heildsali, og Birna Bald- ursdóttir, f. 1933, bútasaumskona. Hún er búsett í Garðabæ. Nína Björk Svavarsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert kalin/n á hjarta eftir höfn- un. Þú veðjaðir því miður á rangan hest. Láttu hart mæta hörðu. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er betra að eiga sér góðan trúnaðarvin og trúa honum fyrir hjartans málum, ekki byrgja allt innra með sér. Makinn er að gera þig gráhærða/n. Átt þú einhverja sök á því? 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú verður að leggja af allan vingulshátt ef þú ætlar að ná takmarki þínu. Skrifaðu niður það sem þér dettur í hug. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það skiptir öllu máli að þú getir haft stjórn á skapi þínu í samskiptum við fjölskylduna í dag. Fólk undrast smekk þinn og ákvarðanir, þér er slétt sama. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert nú að sjá málin sigla í örugga höfn og hefur fulla ástæðu til að gleðjast yfir því. Þú dansar í kringum gullkálfinn núna. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert viss um að þú hafir á réttu að standa í ákveðnu máli og hefur því mikla þörf fyrir að sannfæra aðra. Láttu öfund ekki stjórna þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Draumar fylla kollinn á þér. Kannski þarftu að skipta um umhverfi til þess að fá meira andrými að þér finnst. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er allt í lagi að gefa sig dagdraumum á vald þegar aðstæður eru til. Þú kemst í kynni við frábært fólk. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ástarævintýri, rómantík eða ánægjulegt félagslíf höfðar mikið til þín þessa dagana. Vináttan virkar í báðar átt- ir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Sum verkefni verður að leysa í samstarfi við aðra. Tileinkaðu þér aðrar og árangursríkari aðferðir en þú hefur farið eftir hingað til. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú verður að ganga í það að hreinsa til jafnvel þótt þú hafir ekki valdið glundroðanum. Láttu í þér heyra, einhver með svipaðar þarfir er nær en þú heldur. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú er rétti tíminn til að hringja í gamla vini eða senda skilaboð og biðja um hitting. Þú ert með mörg járn í eld- inum. samninganefnd 1986-1990 og félags- málaráði frá 1982-1986. Bragi var fé- lagi í Rótarýklúbbi Vestmannaeyja 1964, m.a. forseti 1990-1991 og ritari frá 2006. Hann hefur setið í Odd- fellowstúkunni Herjólfi frá 1972 og var yfirmeistari árin 1989-1992. Á bæjarstjórnarárum sínum ritaði til fjórar ferðir í beit og síðan voru miklar tarnir yfir þjóðhátíð.“ Bragi sat í bæjarstjórn Vest- mannaeyja fyrir hönd Sjálfstæðis- flokksins 1982-1994 og var forseti bæjarstjórnar 1990-1994. Hann sat í bæjarráði 1990-1994, safnanefnd 1982-1986, veitustjórn 1982-1986, B ragi Ingiberg Ólafsson fæddist 16. desember 1939 á Mosfelli í Vest- mannaeyjum. Foreldrar hans festu kaup á jarð- hæð í húsinu Kalmanstjörn á Vest- mannabraut 3 árið 1942 og þar voru æskuslóðir hans. Hann dvaldi í sveit á Vindási í Hvolhreppi sumarið 1950, hjá frænda sínum. Sumrin 1951 til 1954 var hann í sveit á Svínafelli í Öræfum hjá Sólveigu Pálsdóttur og Gunnari Jónssyni. „Árið 1954 er mér afar minnisstætt, en þá var Skeiðar- árhlaup, sólmyrkvi og Hofskirkja endurvígð.“ Tvö sumur, 1955 og 1956, var hann kaupamaður á Bæ í Króksfirði. Bæði sumrin var hann í vegavinnu þrjár vikur í senn. Síðan var Bragi tvö sum- ur á Erlingi VE á humarveiðum. Bragi tók landspróf frá Héraðs- skólanum á Laugarvatni 1957. Árið 1959 var hann beðinn að taka að sér verkstjórn í flökunarsal hjá Fiskiðjunni hf. í Vestmannaeyjum. Hann fór á námskeið hjá Fiskmati ríkisins 1962 og var skipaður yfir- fiskmatsmaður hjá Fiskmati ríkisins 1962-1973 , fyrir Vestmannaeyjar og Hornafjörð. Árið 1973, fyrst eftir jarðeldana á Heimaey, var Bragi við störf hjá Fiskmati ríkisins í Reykja- vík. Heimsótti hann frystihús til eftir- lits með framleiðslu, víðsvegar um landið. „Eldgosið hafði mikið rask í för með sér fyrir foreldra mína. Þau ásamt fjölskyldu minni fóru með mót- orbát gosnóttina til Þorlákshafnar og þaðan með strætó til Reykjavíkur. Pabbi og mamma settust að í Hafn- arfirði og fengu síðan úthlutað Við- lagasjóðshús sem þau keyptu.“ Bragi og fjölskylda settust hins vegar að í Kópavogi og fluttu aftur heim til Eyja í júní 1974. Bragi var umdæmisstjóri Flug- leiða frá sept. 1973 til 30. júní 1997 og Flugfélags Íslands í Vestmanna- eyjum frá 1. júlí 1997 til 2010. Hann er oft kallaður Bragi í fluginu. „Sam- starfsmenn mínir í fluginu í Eyjum voru allt mjög gott fólk sem lagði sig fram til að flugið gengi sem best. Oft var ófært að fljúga vegna veðurs, en þegar flugið gaf voru oft sendar tvær Bragi margar greinar um helstu mál- efni bæjarfélagsins, sem birtust í bæjarblöðunum. Fjölskylda Eiginkona Braga er Laufey Bjarnadóttir, f. 16.9. 1943, fyrrver- andi launafulltrúi hjá Vestmanna- eyjabæ, áður vann hún hjá Flug- leiðum og Flugfélagi Íslands bæði á Akureyri og í Vestmannaeyjum Þau giftu sig í Landakirkju í Vestmanna- eyjum hinn 15.7. 1989 en þau kynnt- ust í gegnum störf sín hjá Flug- leiðum. Foreldrar Laufeyjar voru Ósk Jórunn Árnadóttir húsmóðir, f. 15.7. 1896, d. 9.11. 1985, og Bjarni Geir Árnason skrifstofumaður, f. 26.6. 1899, d. 27.7. 1946. Fyrri eigin- kona Braga var Ingibjörg Ásta Blomsterberg skrifstofumaður, f. 7.3 1940, d. 17.7. 1984. Sonur Braga og Ingibjargar Ástu er Ólafur, f. 13.4. 1961, flugstjóri hjá Icelandair. Maki: Jóhanna Jakobs- dóttir, f. 22.8. 1980, flugstjóri hjá Ice- landair. Synir þeirra eru Atli, f. 22.5. 2012, og Bjarki, f. 4.9. 2013. Synir Ólafs af fyrra sambandi eru Torfi Hrafn, f. 6.4. 1995, er í þyrlunámi, unnusta er Rut Aradóttir, og Breki Bragi Ingiberg Ólafsson, fyrrverandi umdæmisstjóri og bæjarfulltrúi – 80 ára Hjónin Laufey og Bragi heima í stofunni í Ási, sem var byggður 1903. Sá um flugið í Eyjum í 37 ár Bragi í fluginu Bragi afgreiðir fyrsta farþegann, Guðnýju Bjarnadóttur, sem mætti til flugs í nýju flugstöðinni 1.2. 1980. 30 ára Magnús er Reykvíkingur, ólst upp í Seljahverfinu en býr í Ásgarði. Hann er stúd- ent frá FB og er við- skiptastjóri hjá Borgun. Maki: Sigrún Bene- diktsdóttir, f. 1984, ferðamálafræðingur. Börn: Snorri Steinn, f. 2010, Brynjar Hrafn, f. 2013, og Þórður Benedikt, f. 2019. Stjúp- börn eru Victor, f. 2002, og Klara Rún, f. 2004. Foreldrar: Frank Úlfar Michelsen, f. 1956, úrsmiður, og Inga Sigríður Magnúsdóttir, f. 1955, skólaliði í Seljaskóla. Þau eru búsett í Reykjavík. Magnús Daníel Michelsen Til hamingju með daginn Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 áraog eldri Flugvallarþjónusta BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda. 5-8 manneskjur 19.500 kr. 1-4 manneskjur 15.500 kr. Verð aðra leið: Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.