Morgunblaðið - 16.12.2019, Blaðsíða 26
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2019
… Annars hef ég bara tvisvar tekið
morfín. Það var algjört helvíti. Hel
Vít I. Í fyrra skiptið var þetta bara
forvitni, ég skil ekki almennilega
hvað fékk mig til þess. Mér leið alveg
ömurlega. Ég sat bara eins og slytti
og glápti út í loftið í sex klukkutíma.
Sex klukkutíma! Ha? Og augun gal-
opin allan tímann. Galopin. Ha? Get-
urðu ímyndað þér hvernig augun í
mér voru orðin? Geturðu ímyndað
þér það, ha?
Nei, ég get
ekki …
Þau voru orðin
þurr og rauð og
mig klæjaði í þau í
fjóra daga. Fjóra
daga! Augun
altso. Ég hét því
þá að þetta skyldi
ég aldrei gera aft-
ur. En svo fékk ég
þetta fyrir mis-
tök. Eða mistök og ekki mistök, ég
veit ekki hvort það voru mistök. Hún
rétti mér þetta, stelpan, og ég saug
þetta bara. En þegar ég var búinn
með helminginn fannst mér þetta
eitthvað skrítið og blés restinni í
burtu. Hún varð alveg galin. Alveg
galin. Hvað, blæstu á skammtinn?
sagði hún alveg stórhneyksluð. Alveg
stórhneyksluð, ha?
Mmmm. Það er aldeilis …
Annars veit ég ekki hvort þetta
voru mistök. Sennilega var einhver
afbrýðisemi í spilinu hjá stelpuræfl-
inum. Ég hrundi niður og svaf í tutt-
ugu og sex tíma. Svaf í tuttugu og sex
tíma! Alveg samfleytt, ha? Svaf bara!
Geturðu ímyndað þér?
Þetta er nú meira …
Ég fékk morfínsprautur í sjúkrabíl
í vetur. Ég datt í sturtunni. Ég flaug
á hausinn maður. Það var sápa út um
allt gólf og alveg glerhált og ég flaug
á hausinn og fékk járnstöng í bakið.
Þetta var alveg djöfull kvalafullt, al-
veg djöfullegt. Ég fékk tvær spraut-
ur. Verkurinn gufaði alveg upp, Al
Veg, en ég fór ekki og hef aldrei farið
í neina sæluvímu af þessu. Varð bara
eins og alveg tómur í hausnum. Ældi
eins og múkki. Hehe, eins og helvítis
múkki, maður. Svo varð ég viðþols-
laus af kláða út um allt þegar þetta
gums var að fara úr líkamanum.
Jahá …
Nei, altso, heróín er bara algjör
þvæla. Þeir lifa í fimm til tíu ár ef þeir
eru ekki reglulega afeitraðir á spít-
ala. Þá geta þeir kannski skrimt
þetta í þrjátíu ár frá því fyrsta
sprautan var tekin. Venjulega er hún
ókeypis. Ókeypis! Ha, ha! Þú getur
ímyndað þér til hvers það er. Ókeyp-
is, hehe. Nei, ég get ekki skilið hvað
þetta gefur. Það er ömurlegt að sjá
ungt fólk á heróíni.
Já …
Mér hefur bara sjaldan á ævinni
liðið eins ömurlega. Þetta var eins og
að pakkast inn í bómull. Það varð allt
meiningarlaust og ekkert snerti
mann. Ekk Ert. Ætli þeir ólánsmenn
sem festast í þessu helvíti séu ekki
bara að skríða inn í móðurlífið aftur
og verða aftur að eggi! Þokkaleg til-
vera það!
Jahá …
Annars þarf nú að passa sig á am-
fetamíninu líka. Ég fæ það núna út á
lyfseðil, má fara með það hvert sem
er. Ég hef lyfseðil. Það getur enginn
tekið þetta af mér. Enginn.
Ertu með það núna?
Hann sagði við mig læknirinn að
ég yrði aldrei tekinn af þessu, aldrei.
Ég hef þetta út ævina. Strattera. Já,
ég er með það á mér, hérna í vas-
anum. Annars er amfetamínið ekki
eins og morfín, altso, það er ekki eins
og morfín þar sem líkaminn myndar
meira og meira þol og þarf alltaf
stærri og stærri skammta. Enda
drepa þeir sig allir, steindrepa sig,
þessir fíklar. Ha? Ganga fyrst um
eins og vofur, einhverjar aft-
urgöngur. Sombís. Hætta að éta.
Hætta að sofa. Hætta öllu. Öll U.
Þurfa ekkert annað en þetta þangað
til það slokknar á þeim, maður,
slokknar á þeim eins og gömlum
kertum.
[…]
Ég ek bílnum eftir fyrsta hring-
torginu frá flugstöðinni. Svanur situr
aftur í en Helgi í framsætinu við hlið
mér og talar. Hann talar. Hann lætur
dæluna ganga. Ég finn hvernig hlust-
irnar byrja að dragast saman og
hvernig hljóðhimnan spennist upp og
þykknar. Mig langar mest til að
slökkva á heyrninni og skrúfa fyrir
hljóðið. Það gat ég gert þegar ég sat
hjá ömmu Elísabetu. Það var nóg að
sitja við hliðina á henni, það var nóg
að sitja kyrr og halda í höndina á
henni og leyfa henni að strjúka yfir
handarbakið meðan hún sagði frá
fólki og dýrum, heilsufari og draum-
um, veðri og vitrunum og drukkn-
uðum syni sínum. Hún krafðist einsk-
is. Hún talaði. Ég hlustaði ekki. Ég
hugsaði um annað. Ég horfði kannski
á myndina af drukknuðum syni henn-
ar, Jóni Magnúsi. Hann var dökk-
hærður með dökkt alskegg. Hann
horfði ekki beint í myndavélina held-
ur sneri að henni vanganum. Hann
var bæði fjarrænn á svipinn og fjar-
lægur.
Mér fannst þetta vera gamall mað-
ur. Það voru engir með skegg nema
gamlir menn. En hann var bara tutt-
ugu og fjögurra ára þegar Ránar-
dætur hrifu hann með sér í trylltum
dansi af þilfari Hallveigar Fróðadótt-
ur úti fyrir ströndum Íslands.
Ég hef alltaf þekkt Hallveigu
Fróðadóttur.
Og þú varst rétt ófædd, Auja mín,
sagði amma og strauk ofur laust yfir
handarbakið á mér.
Helgi er gæddur annarri náttúru
en amma Elísabet. Honum dugir
ekki nærveran ein. Hann vill svör.
Hann krefst athygli. Hann hefur þó
venjulega ekki þolinmæði til að
hlusta á meira en fyrstu þrjú til fjög-
ur orðin í setningum annarra; þá
grípur hann fram í og heldur áfram
sinni ræðu. Stundum hafa þessi ör-
fáu orð viðmælandans þann mátt að
beina ræðu hans inn á aðra braut.
Oftast malar hann þó áfram eins og
dæla sem hefur verið gangsett og
mun ekki hætta fyrr en einhver
slekkur á henni.
[…]
Þótt við værum ólík að útliti og
skapi gátum við Helgi sameinast um
eitt: að stríða ömmu Margréti með
því að stríða Unni. Unnur stendur til
dæmis úti í glugga og horfir út.
Amma stendur fyrir aftan hana og
styður hendi við bakið.
Amma segir: Sjáðu. Þarna er kisa.
Unnur slær í rúðuna með báðum
lófum. Þarna er kisa, segir hún. Unn-
ur talar ekki mikið en allt sem hún
segir er óskaplega skýrt.
Ég læðist að þeim og pota í Unni.
Ég þarf ekki að pota fast. Raunar
þarf ég ekki að pota neitt, ég þarf
bara að þykjast ætla að gera það. Ég
þarf bara að gera mig lymskulega til
augnanna og hefja upp vísifingur.
Unnur rekur upp gervióp. Hún hefur
fylgst með mér þótt hún hafi hlustað
á ömmu. Stóru brúnu augun hennar
missa ekki af neinu.
Litla systir. Litla skömmin. Hún
kann alveg þennan leik. Hann hefur
oft verið leikinn áður og hún tekur
fullan þátt í honum.
Amma snýr sér að mér og hrópar:
Hvað ertu að gera? Skammastu þín
að stríða litlu systur þinni! Hún þríf-
ur Unni úr glugganum og gengur
fram í eldhús með hana í fanginu.
Tilganginum var náð. Ég hafði
hleypt ömmu upp.
Lætin í okkur Helga hröktu ömmu
að lokum í burtu. Hún treysti sér
ekki til að vera innan um „þessa vill-
inga“ eins og hún sagði með titrandi
röddu og tár í augum. Hún ætlaði að
flytja til annars sonar eða dóttur.
Hún ætlaði að vera hjá fólki sem
þætti vænt um hana og tæki mark á
henni.
Ég bruddi sektarkennd. Ég
kyngdi kökkum í hálsi. Ég sá að
Helgi gerði það sama. Við sátum í
sófanum og horfðum ýmist á ömmu
eða í gólfið.
Ekki fara, amma! Við skulum vera
góð!
Það er of seint að vera góð! Þið
hefðuð átt að hugsa um það fyrr!
Nei, amma, ekki fara!
Ég man ekki hvað hrakti ömmu
endanlega í burtu. Hún fór áreið-
anlega áður en ég kastaði hnífnum.
Hefði hún verið viðstödd þau ósköp
hefði hún farið eins og skot. Hún
hefði heldur ekki þagað um hnífs-
kastið og ég hefði ekki borið mitt
barr innan föðurfjölskyldunnar eftir
það, mannorð mitt hefði orðið að
engu þar og kannski víðar. Morð-
kvendi. Morðingi. Að minnsta kosti
tilvonandi morðingi. Næstum því
morðingi. Skaðræðisgripur. En ekk-
ert af því góða fólki hefur nokkru
sinni minnst á hnífinn. Amma var því
farin þegar það gerðist og ekki kom-
in aftur. Hún kom nefnilega aftur, en
það var seinna.
Mamma vann úti nokkra tíma á
viku og hafði treyst á ömmu. Nú varð
hún að snúa sér til mín. Hún varð að
höfða til gæsku minnar til að fá mig
til að líta eftir Snorra og Unni meðan
hún var í burtu. Beita sætu röddinni
og tala við mig eins og fullorðna
manneskju.
Hvers vegna á ég að gera það?
Eiga Helgi og Bjössi ekkert að gera?
Mamma horfði á mig alvarlegum
augum. Hún þagði nokkra stund og
stundi svo lágt: Æ, Auður mín. Þú
ert svo skynsöm, ég treysti þér.
„Geturðu ímyndað þér það, ha?“
Bókarkafli | Í bókinni
Helga sögu segir Auð-
ur Styrkársdóttir frá
óreiðukenndu lífi Helga
bróður síns með minn-
ingum, bréfum og sam-
tölum, en illskeyttir
heiladraugar tóku
snemma völdin í lífi
Helga og ærðu allar
kenndir hans.
Teikning Helgi Styrkársson hefur unnið að myndlist alla tíð og hélt meðal annars sýningu með Jónasi Svafár 1974.
Ljósmynd/Auður Styrkársdóttir
Blessun Helgi Styrkársson í íbúð sinni við Lillängsgatan í Gautaborg 2019.