Morgunblaðið - 16.12.2019, Síða 28

Morgunblaðið - 16.12.2019, Síða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2019 veita náttúrulega vörn gegn bakteríum í munninum Tvíþætt sink og arginín Dregur úr tannskán Styrkir glerunginn Dregur úr tannskemmdum Frískari andardráttur Dregur úr blettamyndun Dregur úr viðkvæmni Dregur úr tannsteini Fyrirbyggir tannholdsbólgu NÝTT Veruleg fækkun baktería á tönnum, tungu, kinnum og gómi eftir samfellda notkun í fjórar vikur. BYLTING FYRIR ALLANMUNNINN Heildarvörn fyrir tennur, tungu, kinnar og tannhold Frábær vörn í 12 tíma Ný ráðskona kom til Skúla Sveins, eins af hinum nafntogðu Hvann- stóðsbræðrum, um sumarmál. Hún kynnti sig með þessum orðum: „Ég heiti Sigríður og ég er lesb- ísk.“ „Ég er það nú líka,“ svaraði Skúli. Þóttist nú Skúli hafa himin höndum tekið að fá konu til sín af svipaðri gerð. Leið nú og beið þangað til Sigríð- ur hætti snögg- lega í vistinni og vissi Skúli ekki gjörla hver ástæðan var. Hann komst seinna að því að hér hefði orðið skemmtilegur misskiln- ingur. Skúli var nefnilega lesblindur og hélt að stúlkan væri það líka!    Hvannstóðsfeðgar voru einu sinni sem oftar á leið í Fjarðarborg að spila brids. Bjarni keyrði, Sveinn gamli faðir þeirra sat frammí og Skúli afturí. Þetta var að vetrarlagi. Þess má geta að vegalengdin í fé- lagsheimilið er átta kílómetrar. Þegar þeir koma upp ásinn við Hólaland segir sá gamli: „Það eru ekki svellin.“ Það er þögn í bílnum þangað til þeir eru komnir nokkuð áleiðis út á sveitina. Þá spyr Bjarni: „Hvað sagðirðu þarna áðan, gamli?“ Og gamli svarar: „Það eru ekki svellin.“ Síðan er ekið áfram og þegar þeir fara fram hjá Jökulsá, gellur í Bjarna: „Varstu að segja eitthvað þarna, gamli?“ „Ég var bara að segja að það væru ekki svellin,“ svarar sá gamli. Svo þegar þeir eru komnir inn að Bakkamel á leið inn í þorpið segir Bjarni: „Já, það er satt. Þetta er einmuna- tíð.“ Seinna kom Skúli með þá dag- skrártillögu að þeir hefðu ekki verið að tala um svellin heldur snjóinn!    Ingimundur Magnússon hét at- vinnuráðgjafi á Héraði. Hann var glaðbeittur og kotroskinn og gerði sér far um að kynnast bændum og búaliði í efra og neðra. Eitt sinn heimsótti hann Magnús Þorsteinsson í Höfn, sem lengi var oddviti og síðar sveitarstjóri í Borg- arfjarðarhreppi. Þegar Ingimundur kemur í fjárhúsið blasir við honum stólpagripur og hann segir: „Það leynir sér ekki að hérna er göfug ættmóðir margra myndar- legra lamba.“ „Ja, það er einn hængur á,“ segir Magnús þá. „Nú. Hver er hann?“ spyr Ingi- mundur. „Það er pungurinn,“ svarar Magn- ús.    Sveini á Hóli varð stundum fóta- skortur á tungunni eins og gerist á bestu bæjum. Einu sinni fauk bátur hans í fjöruborðinu og skemmdist nokkuð. Þá sagði Sveinn: „Betri er allur skaðinn en hálfur.“    Nokkrir borgfirskir bændur ræddu saman í sláturtíð um fall- þunga dilka og hvernig þeir væru framgengnir eftir sumarið. Voru þeir sammála um að dilkarnir væru misjafnir og að jafnaði léttari en áð- ur. Jón á Sólbakka, sem lítið hafði komist að í umræðunni, fékk loks tækifæri til að leggja orð í belg og segir: „Ég er alveg búinn að sjá, að það eru helvítis litlu lömbin sem draga niður meðalvigtina.“    Gunnlaugur Jóhannesson var um margt sérstæður. Kunn er dvöl hans sem vitavarðar um og fyrir miðja síðustu öld á Glettinganesi. Laugi kom eitt sinn í búð í Bakkagerði og tók þar út vörur. Þær voru þá skammtaðar miðað við fjölda heim- ilismanna. Þegar hann hafði fengið það sem honum bar sagði hann: „Ég verð svo að fá fyrir hann Jón- as.“ „Hvaða Jónas,“ var hann spurður. „Hann kom úr Reykjavík í vor,“ sagði Laugi þá. Strangt til getið var þetta satt. Laugi átti tík sem hann nefndi Reykjavík og um vorið hafði hún gotið hvolpi sem hann gaf nafnið Jónas.    Heiðurshjónin Eiríkur Gunn- þórsson og Þóra Helgadóttir í Haf- bliki reka trilluútgerð og er Þóra há- seti hjá Eika. Þau stunda einnig íslenskan heimilisiðnað enda bless- unarlega laus við alla vínfælni. Eitt sinn í miðri suðu og allt vellandi og kraumandi í vaskahúsinu vantar skyndilega ílát undir hinn glæra vökva eins og gengur. Eiki leggst þá undir bununa til að bjarga málum. Þá kallar Þóra framan úr eldhúsi: „Fer ekki að vanta ílát, Eiki?“ Þá segir Eiki með hægð undan slöngunni: „Þetta er ekkert sem ég ræð ekki við!“    Blómleg byggð var löngum í Brúnavík og þangað kom t.d. fyrsta útvarpstækið í hreppnum. Sjórinn þar gat verið gjöfull og stundum ekki aðeins fiskur sem úr honum fékkst heldur jafnvel eðalveigar. Sumarið 1942 er á Borgarfirði kallað „Rommsumarið mikla“. Þá fór mikið af rommkútum í sjó- inn af bresku skipi, úti fyrir Austur- landi, og rak þá víða. Í Brúnavík fóru menn ekki varhluta af þessum gæð- um, jafnvel í meira mæli en svo að þeir vildu sitja einir að. Þeir sendu því einhverjar flöskur til ættingja og vina syðra. Þarna varð að nota póst- þjónustuna en ógjarnan vildu menn að eðli og/eða innihald þessara send- inga spyrðist út – póstmeistarinn auk þess annálaður bindindismaður. Þarna voru góð ráð dýr en fundust þó. Í Brúnavík hafði hin skaftfellska Grasa-Þórunn, Þórunn Gísladóttir (1846-1937), búið í upphafi 20. aldar og afkomendur hennar lengi eftir það. Grasalækningalistin var auk þess kunn í ættinni syðra. Því vöktu flöskur úr Brúnavík, merktar „Grasavatn“ engar grun- semdir!    Séra Vigfús Ingvar Sigurðsson var prestur Borgfirðinga í 49 ár (1912-1961). Honum var létt um að segja frá. Eitt sinn, eftir að veg- arslóði kom yfir Njarðvíkurskriður, var hann þar á ferð með bílstjóra. Þeir mæta þá manni sem er að rogast með æði stórt tré. Þeir nema staðar og taka hann tali. Spyrja m.a. hvað hann ætli að gera við þetta tré. Hann svarar því til að hann ætli að gróðursetja það heima hjá sér. Séra Ingvar tekur eftir því að á trénu eru engar rætur. „Hvað með ræturnar?“ spyr prestur. „Ræturnar?“ segir hinn. „Ég er með þær hérna í pokanum.“    Bruninn á Hofströnd, árið 1980, hefði örugglega komist í Árbækur Espólíns ef hann hefði átt sér stað fyrr á öldum. „Það var allt spaugilegt við þenn- an bruna,“ sagði Óli Alla, þáverandi slökkviliðsstjóri. Þetta var á milli jóla og nýárs og allt gjörsamlega á kafi í snjó. Engin leið var að koma neinum slökkvi- tækjum við enda dælan ævinlega bil- uð þegar á þurfti að halda. Haug af fólki dreif að en menn gátu lítið að- hafst annað en að horfa á. Þó reyndu menn að sækja vatn í lækinn í fötum og stökkva á eldinn. En það var erf- itt og tafsamt þar sem mannhæðar- háir snjóskaflar hömluðu aðgengi. Bjargaðist ekkert úr brunanum nema spariföt sem Ingibjörn bóndi var nýbúinn að kaupa frá Anderson & Lauth. Hann hafði einnig byrgt sig upp af áfengi fyrir nýársdans- leikinn í Fjarðarborg. Þegar loginn steig upp úr þakinu tók eldurinn að skipta litum eftir áfengistegundum; varð ýmist fagurblár eða vínrauður. Fylgdu þessu háværir smellir þegar bokkurnar splundruðust. Ingi stendur þarna úti, hlýðir á hvellina og horfir með andakt á lita- dýrðina í eldhafinu: „Nei, nei, þar sprakk konjaks- flaskan. Og nú fór viskíið!“ Þegar farið var að sljákka í eld- inum og allt í kaldakoli á Hofströnd stóðu menn og horfðu á rjúkandi rústir hússins. Ingibjörn stjáklar fyrir framan hópinn, þuklar sig allan og leitar að reykjarpípu sinni sem hann finnur að lokum og treður í hana tóbaki. Snýr sér síðan að viðstöddum og spyr þeirrar spurningar sem lengi verður í minnum höfð á Borgarfirði: „Strákar. Það er náttúrlega asna- legt að spyrja svona: En eigið þið eld?!!“    Það var margt spaugilegt við hús- bruna á Borgarfirði áður fyrr þó að oftast hafi farið betur en á horfðist. Sjaldan var hægt að beita slökkvi- tækjum af því að gamla dælan var oft í ólagi. Þurfti því mannshöndin ósjaldan að koma til skjalanna og voru sumir ákaflega drjúgir við slökkvistörf. Eins og alkunna er við húsbruna skemmist oft meira af vatni en eldi. Magnús á Ósi Jóhannsson var röskur í slökkvistarfi og tætti gjarn- an járn af húsþökum með berum höndum svo að hægt væri að komast að eldinum. Reyndist þessi aðferð svolítið var- hugaverð eins og eftirfarandi varn- aðarorð sem Jón á Sólbakka lét falla við húsbruna í Njarðvík: „Í guðanna bænum bindið hann Magnús á Ósi svo að hann eyðileggi ekki meira en eldurinn!“ Borgfirskar gamansögur Bókarkafli | Í nýútkominni bók, „Það eru ekki svellin“, er að finna sögur og sagnir af Borgfirð- ingum eystri. Gunnar Finnsson safnaði sögum í bókina og Bókaútgáfan Hólar gefur út. Jón Sigurðsson frá Sólbakka. Magnús Þorsteinsson í Höfn. Gunnar Finnsson Skúli Sveinsson frá Hvannstóði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.