Morgunblaðið - 16.12.2019, Síða 32
„Ertu búin/n að Bach-a fyrir jólin?“
er yfirskrift kyrrðarstundar sem
fram fer kl. 20 í kvöld í Langholts-
kirkju. Á efnisskránni eru tíu að-
ventu- og jólasálmforleikir úr riti
Johanns Sebastians Bachs, Org-
elbüchlein, auk fleiri valinna for-
leikja eftir Bach og Leipzig-
forleiksins Nun komm, der Heiden
Heiland. Davíð Þór Jónsson píanisti
spinnur frjálst á flygil Langholts-
kirkju yfir sálmforleikina sem Tóm-
as Guðni Eggertsson organisti leik-
ur á orgelið.
Bach-að fyrir jól
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 350. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Hollenska kvennalandsliðið í hand-
knattleik er heimsmeistari í fyrsta
sinn eftir ótrúlega dramatískan
eins marks sigur gegn Spáni í úr-
slitaleik í Kumamoto í Japan í gær.
Leiknum lauk með 30:29-sigri hol-
lenska liðsins en það var hin hol-
lenska Lois Abbingh sem skoraði
sigurmark leiksins úr vítakasti þegar
sex sekúndur voru til leiksloka. »24
Hollensku stelpurnar
heimsmeistarar
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Íslendingafélagið í Vancouver í Kan-
ada (Icelandic Canadian Club of BC,
ICCBC) heldur úti viðamiklu starfi
og liður í því eru jólaball fyrir börnin
og árlegur jólabasar, þar sem kaupa
má íslenskan mat og handverk til
stuðnings félaginu, en þetta er
helsta fjáröflun þess ár hvert.
„Salan gekk vel eins og venjulega
og nú stefni ég á ferð til Íslands í vor
og reyna að fá samstarfsfyrirtæki á
Íslandi, koma upp lager af íslenskum
vörum eins og til dæmis lopapeys-
um, bolum, könnum og skarti,“ segir
Tammy Stefanson Evans stjórn-
armaður. Hún gekk í félagið 17 ára
gömul, var síðan lengi óvirkur félagi,
en kom með krafti aftur inn og hefur
verið virk í starfinu í mörg undan-
farin ár.
Jólasalan byrjaði í þröngu hús-
næði félagsins fyrir um tuttugu ár-
um en er nú í stóru húsi Norrænu
miðstöðvarinnar. Um 500 manns eru
skráðir félagar og um 50 manns
lögðu hönd á plóg við jólasöluna og
jólaballið á dögunum. Margaret Am-
irault stjórnaði bakstrinum en meðal
annars voru bakaðar 106 vínartertur
og 125 íslensk rúgbrauð auk þess
sem pönnukökur voru steiktar um
morguninn. 150 rúllupylsur voru
pantaðar frá Riverton í Manitoba og
soðnar á staðnum. Hangikjötið var á
sínum stað rétt eins og lifrarpylsan.
Mikill áhugi var á íslensku mat-
vörunni og beið fólk eftir að opnað
væri inn í sölusalinn. Til þess að
forðast troðning voru myndaðar rað-
ir og gekk fólkið að söluborðunum
eins og að venjulegu jólahlaðborði.
„Öll matvaran seldist upp á innan við
einum og hálfum tíma og hagnaður-
inn var yfir 8.000 kanadískir dollarar
[yfir 740.000 kr.],“ segir Tammy.
Gamalt og merkilegt félag
ICCBC var stofnað 8. ágúst 1908
og hét þá Bókmenntafélagið Ing-
ólfur. Félagið Ströndin varð til við
sameiningu Ingólfs og Ísafoldar
1946. Síðan var nafninu breytt á ný
1967 og hefur félagið borið sama
nafn síðan. Tilgangur þess hefur
verið sá sami alla tíð, meðal annars
að varðveita íslenska arfleifð, vekja
athygli á íslenskum hátíðisdögum
og taka á móti íslenskum gestum.
ICCBC er eitt hið öflugasta í ís-
lenska þjóðræknisfélaginu vestra
(INL of NA) og gefur m.a. út frétta-
bréf mánaðarlega. Tammy segir að
aukinn áhugi sé sýnilegur á nor-
rænni menningu vestra í kjölfar
vinsælla sjónvarpsþátta eins og The
Vikings, þar sem Ragnheiður
Ragnarsdóttir leikur eitt aðal-
hlutverkið, og Game of Thrones.
Starfsemi félagsins njóti góðs af og
það leitist við að fylgja öllu sem ís-
lenskt er í nútímanum án þess að
gleyma hinu liðna. „Við reynum að
lifa í núinu á sama tíma og við höld-
um íslenskri menningu og hefðum á
lofti.“
Jólagleði Tammy Stefanson Evans og Indriði Kristjánsson á jólabasar Íslendingafélagsins í Vancouver í Kanada.
Íslenskar vörur eru
vinsælar í Vancouver
Jólabasar Íslendingafélagsins gekk vel að vanda
Það er fátt sem stöðvar Valsmenn í
úrvalsdeild karla í handknattleik
þessa dagana en liðið vann sinn
áttunda deildarleik í röð í gær gegn
Selfossi á Selfossi í fjórtándu um-
ferð deildarinnar. Leiknum lauk
með 33:31-sigri Vals en Agnar
Smári Jónsson átti stórleik fyrir
Valsara og skoraði níu mörk. Vals-
menn eru í þriðja sæti deild-
arinnar
með 19
stig og
eru nú ein-
ungis fjór-
um stigum
frá toppliði
Hauka þegar
deildin er komin í
frí fram í lok janú-
ar. »25
Áttundi sigurinn í röð
hjá Valsmönnum