Morgunblaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2019 Íþróttamaður ársins 2019 hjá Samtökum íþróttafrétta- manna verður krýndur í kvöld. Samtökin voru stofnuð á sínum tíma til þess að kjósa íþrótta- mann ársins og enn þann dag í dag er þetta helsta og stærsta viðfangsefni þeirra á hverju ári. Kjörið er jafnan umdeilt, enda um huglægt mat íþróttafrétta- manna að ræða, og erfitt er að mæla árangur nákvæmlega og bera saman fimleikakonu og kraftlyftingamann, svo greinar séu nefndar af handahófi. Stundum er sátt um þann sem verður fyrir valinu og stund- um ekki. Það er í hæsta máta eðlilegt og viðbrögðin að kjöri loknu, hvort sem þau eru jákvæð eða neikvæð, bera því glöggt vitni hversu nærri hjarta þjóð- arsálarinnar kjörið stendur. Af og til fáum við kaldar kveðjur frá sérsamböndum fyrir að velja ekki þennan eða hinn og því fylgir stundum hótun um að réttast væri að láta ÍSÍ taka kjör- ið úr höndum okkar íþrótta- fréttamanna. Á Þorláksmessu sendi Landssamband hestamanna- félaga frá sér tilkynningu þar sem lýst var yfir vonbrigðum yfir því að þeirra fulltrúi hefði ekki komist í hóp tíu efstu í kjörinu. Þar var m.a. sagt: „Við teljum að það sé nauðsynlegt að Íþróttasamband Íslands endur- skoði það fyrirkomulag sem við- haft er við árlegt val á íþrótta- manni ársins og því komið í faglegan farveg …“ Svo það sé nú áréttað eina ferðina enn þá hefur ÍSÍ ekkert með kjör SÍ á íþróttamanni árs- ins að gera. ÍSÍ getur ekki endur- skoðað fyrirkomulagið og hefur engin völd til að koma því „í fag- legan farveg“. Þegar íþróttamað- ur verður ekki fyrir valinu eða kemst ekki í hóp tíu efstu er það vegna þess að hann fær ekki nægilega mörg stig í þessari ein- földu kosningu þess fólks sem hefur það að atvinnu að fjalla um íþróttir í fjölmiðlum. Síðan má endalaust rífast um hvort það hafi rétt fyrir sér eða ekki. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is HANDBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Hafnfirðingurinn Ágúst Elí Björg- vinsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, hefur ákveðið að skipta um lið næsta sumar eins og fram kom á dögunum. Eftir að hafa stigið fyrstu skrefin í atvinnu- mennskunni með Sävehof í Svíþjóð hefur Ágúst nú hug á að takast á við nýja áskorun á næsta tímabili. „Ég komst að samkomulagi við forráðamenn félagsins og við töldum að best væri í stöðunni að þeir myndu finna sér annan markmann og ég myndi finna mér annað lið. Var þetta gert bæði fyrir mig og liðið en ég fæ þá tækifæri til að takast á við nýjar áskoranir og þroskast frekar sem markvörður. Þótt leikmanna- hópurinn sé frábær þá hef ég áhuga á að skoða aðra möguleika og það varð niðurstaðan,“ sagði Ágúst þeg- ar Morgunblaðið hafði samband við hann og því ljóst að hann mun yfir- gefa Sävehof næsta sumar. Hvort hann muni vera áfram í Sví- þjóð eða fara annað segir Ágúst vera óráðið. „Ég er opinn fyrir öllu og er að skoða þetta með umboðsmann- inum mínum. Við erum að skoða ákveðna hluti en ég vil ekki segja of mikið. Svíþjóð er örugglega ekki endastöð á mínum ferli. Eins og er þarf ég einnig að hugsa um að spila með Sävehof og standa mig. Þar er þó alveg ljóst að ég færi mig um set næsta sumar og Sävehof er búið að tryggja sér nýjan markvörð sem kemur næsta sumar.“ Spurður um hvort Ágúst sé spenntari fyrir einni deild en annarri nefnir hann þrjár sérstaklega. Mikil forföll hjá liðinu „Já já. Maður er hrifnari af sum- um deildum en öðrum. Deildirnar í Þýskalandi, Danmörku og Frakk- landi eru mest spennandi að mér finnst. Það væri ansi góð lending enda mjög sterk lið í þessum lönd- um. Þar ætti maður að geta tekið miklum framförum.“ Ágúst Elí yfirgefur ekki Sävehof vegna óánægju eins og fram hefur komið. Hann varð sænskur meistari með liðinu í byrjun sumars og í vetur hefur hann leikið með liðinu í Meist- aradeild Evrópu. Ágúst er nokkuð ánægður með tímabilið hingað til en segir þó meiðsli leikmanna hafa sett strik í reikninginn hjá liðinu. „Ég hef spilað heilan helling í vet- ur og hef til dæmis spilað mikið í Meistaradeildinni. Ég hef lært mikið af þeim leikjum. Liðinu gekk vel í upphafi tímabilsins og ég stóð mig þrusuvel. Svo lentu ansi margir í meiðslum hjá okkur og lykilmenn duttu út. Til að mynda fengu fjórir leikmenn heilahristing á tveimur vikum. Það voru martraðarvikur fyrir liðið og undir lok ársins hafa forföllin sett sinn svip á liðið. En um leið hefur þetta einnig verið lær- dómsríkur tími. Margir ungir leik- menn úr akademíunni hjá félaginu fengu tækifæri og eru flottir. En þessi þétti leikmannakjarni sem varð meistari á síðasta tímabili hefur lítið náð að spila saman enn sem komið er. Róðurinn hefur því verið þyngri fyrir okkur í vetur og þar spilar einnig inn í að leikjaálagið er mikið. Maður bíður bara spenntur eftir því að við getum stillt upp okk- ar sterkasta liði,“ sagði Ágúst og hann segir leikjaálagið taka meira í en hann bjóst við fyrir fram. „ Kannski vanmat maður leikja- álagið í upphafi tímabilsins. En við vinnum með þann hóp sem við höf- um og reynum að gera það sem best,“ sagði Ágúst Elí Björgvinsson. Svíþjóðarmeistarinn vildi fá nýja áskorun  Ágúst Elí yfirgefur Sävehof næsta sumar  Hefur spilað mikið á tímabilinu Ljósmynd/IK Sävehof Tilþrif Ágúst Elí Björgvinsson í markinu í leik með Sävehof í sænsku úrvalsdeildinni. Hann varð meistari með liðinu á síðasta tímabili en ætlar að kveðja það næsta sumar og reyna fyrir sér annars staðar. Ragnar Sigurðsson, landsliðs- miðvörður í knattspyrnu, er í við- ræðum við tyrkneska félagið Trab- zonspor um samning, samkvæmt fréttum tyrkneskra fjölmiðla í gær. Hann var á dögunum leystur undan samningi við rússneska félagið Rostov en þar hafði Ragnar gegnt stöðu fyrirliða frá því í byrjun þessa tímabils. Trabzonspor, sem hefur sex sinnum orðið tyrkneskur meistari, er í þriðja sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar en meðal þekkt- ustu leikmanna liðsins eru Daniel Sturridge og John Obi Mikel. Ragnar á leið til Tyrklands? Morgunblaðið/Eggert Tyrkland Ragnar Sigurðsson virðist á leið til suðurstrandar Svartahafs. Carlo Ancelotti, nýráðinn knatt- spyrnustjóri Everton, sagðist í gær ætla að gera talsverðar breytingar á liði sínu fyrir leikinn gegn New- castle í ensku úrvalsdeildinni í dag, til þess að forðast álagsmeiðsli í þeirri þéttu leikjatörn sem nú er í gangi. Gylfi Þór Sigurðsson var meðal þeirra sem léku allan leikinn í 1:0-sigrinum á Burnley í fyrradag og ólíklegt er að hann spili aftur í 90 mínútur í dag. Everton leikur síðan gegn Manchester City á ný- ársdag og gegn Liverpool í bik- arnum 5. janúar. vs@mbl.is Boðar talsverðar breytingar í dag AFP Everton Gylfi Þór Sigurðsson og fé- lagar mæta Newcastle í dag. Bakvörðurinn fjölhæfi frá Slóveníu, Luka Doncic, sneri aftur í lið Dallas Mavericks í fyrrinótt, eftir að hafa misst af fjórum leikjum vegna meiðsla, og var í aðal- hlutverki í naumum heimasigri á nágrönnunum San Antonio Spurs, 102:98. Doncic skoraði 24 stig fyrir Dallas, tók 10 fráköst og átti 8 stoðsendingar. DeMar DeRozan skoraði 21 stig fyrir San Antonio. Dallas var búið að tapa tveimur af síðustu þremur leikjum en liðið er í fimmta sæti í tví- sýnni toppbaráttu Vesturdeildarinnar í NBA. Luka Doncic, sem verður 21 árs gamall í febrúar, leik- ur annað tímabil sitt með Dallas, en hann kom til félags- ins frá Real Madrid sumarið 2018 og var valinn nýliði ársins í NBA síðasta vetur. vs@mbl.is Slóveninn hafði góð áhrif Luka Doncic Sænski knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic hefur samið til hálfs árs við sitt gamla félag AC Milan sem til- kynnti um komu hans síðdegis í gær. Zlatan lék með AC Milan 2010 til 2012 og varð ítalskur meistari með liðinu fyrra árið en frá þeim tíma hefur fé- lagið ekki unnið titilinn. Það er í miklu basli um þessar mundir, er í ellefta sæti A-deildarinnar með markatöl- una 16:24 og steinlá 5:0 fyrir Atalanta í síðasta leik fyrir jól. Zlatan er orðinn 38 ára gamall og yfirgaf LA Galaxy í Bandaríkjunum fyrir jól en hann hefur skorað 535 mörk í mótsleikjum á farsælum ferli með Malmö, Ajax, Juven- tus, Inter Mílanó, Barcelona, AC Milan, París SG, Manchester United og nú síðast LA Galaxy. vs@mbl.is Aftur til Ítalíu eftir langt hlé Zlatan Ibrahimovic Sverrir Ingi Ingason, mið- vörður grísku meistaranna PA- OK og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var orðaður við ítalska félagið Fiorentina í ítalska blaðinu Firenze Viola í gær. Þar fer sérfræðingurinn Fabri- zio Bertuzzi yfir stöðu mála hjá liði Fiorentina og nefnir til sögunnar þá leikmenn sem hann telur að komi til greina að félagið fái til liðs við sig í janúar. Bertuzzi nefnir tvo miðverði til sögunnar, Jeffrey Gouweleeuw, hollenskan samherja Alfreðs Finn- bogasonar hjá Augsburg í Þýska- landi, og Sverri Inga hjá PAOK. Sverrir hefur átt góðu gengi að fagna með PAOK að undanförnu og skorað fjögur mörk fyrir liðið síð- ustu vikurnar, en PAOK er taplaust á toppi grísku úrvalsdeildarinnar. Sverrir Ingi orðaður við ítalskt félag Sverrir Ingi Ingason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.