Morgunblaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Aragata Heimili Kristjáns Gunnars Valdimarssonar þar sem konunum var haldið og misbeiting höfði frammmi. Ragnhildur Þrastardóttir Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Sigurður Bogi Sævarsson Kristján Gunnar Valdimarsson, lekt- or við Háskóla Íslands, sem grun- aður er um að hafa svipt unga konu frelsi sínu í tíu daga hið minnsta og brotið á henni kynferðislega, verður í gæsluvarðhaldi til morgundagsins, 29. desember. Lektorinn var hand- tekinn á heimili sínu við Aragötu í Reykjavík á jóladag og þá strax úr- skurðaður í varðhald. Látinn laus eftir skýrslutökur Forsaga þessa máls er sú að að- faranótt laugardags, 21. desember, var Kristján Gunnar handtekinn vegna gruns um að hann hefði haldið ungri konu nauðugri á heimili sínu í tíu daga og brotið gegn henni kyn- ferðislega. Var hann svo látinn laus á aðfangadag að skýrslutöku lokinni. Strax á aðfangadagskvöld bauð Kristján Gunnar aftur í partí á heim- ili sínu og þangað komu tvær ungar konur sem grunur leikur á um að hann hafi svipt frelsi og brotið gegn. „Hann er sakaður um að hafa svipt konurnar frelsi, haldið þeim í gísl- ingu og brotið á þeim þarna um nótt- ina, aðfaranótt jóladags, þar til önn- ur þeirra nær að komast í síma,“ segir Leifur Runólfsson, réttar- gæslumaður annarrar kvennanna, í samtali við mbl.is í gærkvöldi. Alvarlegar ásakanir Yfirstjórn HÍ hefur fylgst með framvindu mála Kristjáns Gunnars og sett þau í farveg innan skólans. „Þetta eru alvarlegar ásakanir sem fram koma í fjölmiðlum. Ég get þó ekki tjáð mig um málið opinber- lega,“ segir Jón Atli Benediktsson háskólarektor. Í gær kom fram á mbl.is að Krist- ján Gunnar hefði verið boðaður á fund í HÍ rétt fyrir jól til þess að ræða þar starfsmannamál. Kristján mætti ekki til þess fundar. Vinnubrögð lögreglunnar í málum þessum gagnrýnir Saga Ýrr Jóns- dóttir, réttargæslumaður konunnar sem grunur leikur á að hafi verið í haldi Kristjáns Gunnars í tíu daga. Saga Ýrr segir að lögreglan hefði getað stigið inn í atburðarásina sól- arhring fyrr en gert var, en þá fóru lögreglumenn og foreldrar konunnar að leita hennar í húsi Kristjáns Gunnars við Aragötuna. Þá sagði Kristján allt vera í stakasta lagi og með það var haldið á brott. Þó munu fíkniefni hafa sést í húsinu og það segir Saga að hefði átt að vera næg ástæða fyrir lögreglu til afskipta. Sólarhring síðar komst konan út úr húsinu og var færð á bráða- móttöku í annarlegu ástandi. Í kjöl- far þess var látið til skarar skríða; konurnar voru leystar úr prísund- inni og sakborningurinn handtekinn. Vond vinnubrögð „Það hefði verið hægt að bjarga stelpunni sólarhring fyrr. Lögreglan hafði fullt tilefni til að fara inn. Hún horfði á fíkniefni þarna inni og fólk að neyta þeirra en neitaði samt að fara inn. Við hljótum öll að vera sam- mála um að ekkert afsakar þetta,“ sagði Saga Ýrr í samtali við mbl.is í gær. „Ímyndaðu þér hvernig foreldrun- um leið og hvernig stelpunni leið, að vera þarna inni í þessum aðstæðum,“ segir Saga Ýrr sem velti upp þeirri spurningu hvers vegar lögreglan hikaði við að fara inn á heimili lekt- orsins, sem hún hefði væntanlega ekki gert hefði „Jón Jónsson“ átt í hlut. „Ég vona að þetta séu vinnu- brögð sem lögreglustjórinn á höfuð- borgarsvæðinu leyfir sér aldrei aft- ur. Ástæðan fyrir því að þeir fara ekki inn er ekki sú að lögin heimili það ekki, ástæðan er einhver allt önnur,“ segir hún. Leifur Runólfsson, réttargæslu- maður annarrar kvennanna tveggja, er rétt eins og Saga Ýrr gagnrýninn á vinnu lögreglunnar í þessum at- burðum. Telur hann að hægt hefði verið að koma í veg fyrir að Kristján Gunnar bryti gegn konunum. Spyr hvort staða Kristjáns Gunnars hafi haft áhrif „Ef hann hefði strax verið úr- skurðaður í gæsluvarðhald, sem að mínu mati var fullt tilefni til, hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta. Ég held að lögreglan verði að svara fyrir það,“ segir Leifur, sem líkt og Saga Ýrr spyr hvort staða Kristjáns Gunnars sem lögfræðings og há- skólakennara hafi spilað inn í. „Það á ekki að skipta máli hvort þetta sé lektor, lögmaður eða bara Jói glæpon. Það eiga að gilda sömu lög um okkur öll,“ segir Leifur. Lögregla rannsakar nú mál þessi og hefur heimili Kristjáns Gunnars við Aragötuna í svonefndu prófess- orahverfi í Reykjavík verið innsiglað með borða, eins og sést á myndinni hér að ofan. Grunur um brot á þremur konum  Maðurinn sem grunaður er um að hafa svipt konu frelsi og brotið á henni kynferðislega er lektor við HÍ  Einnig grunaður um brot gegn tveimur konum eftir handtöku  Vinnubrögð lögreglu gagnrýnd 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2019 www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi HITABLÁSARAR ertu tilbúin í veturinn? Þegar aðeins það besta kemur til greina Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Blaðinu í dag fylgir sérblaðið Tímamót, sem unnið er í sam- vinnu við The New York Times, og kemur það í stað Sunnudagsblaðsins. Lykilorðakrossgátan fellur þó ekki niður og er hana að finna á síðu 40 í blaðinu í dag. Sérblaðið Tímamót Sigríður Björk Guð- jónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborg- arsvæðinu, segir emb- ætti sitt ekki geta tjáð sig að svo stöddu um gagnrýni á að lögreglan hafi ekki brugðist rétt við þegar grunur lék á um að kona svipt frelsi af manninum sem situr í gæsluvarðhaldi væri í húsi þar sem fíkniefni voru höfð um hönd. Þau sjónarmið hafa komið fram hjá Sögu Ýri Jónsdóttur réttargæslumanni og eru reifuð í fréttinni hér til hliðar. „Við erum með mann í gæslu- varðhaldi, í einangrun. Málið er á gríðarlega viðkvæmu stigi og við getum ekki tjáð okkur efnis- lega,“ sagði Sigríður Björk Guð- jónsdóttir við mbl.is. „Við munum fara í gegnum málið frá a-ö og alla gagnrýni sem hefur komið fram. Eins og staðan er núna eru viðkvæmir hagsmunir í húfi og við viljum ekki spilla málinu með ótíma- bærri umfjöllun.“ LÖGREGLAN TJÁIR SIG EKKI UM GAGNRÝNI Sigríður Björk Guðjónsdóttir „Er á gríð- arlega við- kvæmu stigi“ Búast má við rigningu víðast hvar á sunnan- og vestanverðu landinu á gamlárskvöld og hiti verður gjarn- an á bilinu 7-9 stig. Suðlægar áttir verða ríkjandi en ekki er á þessu stigi hægt að segja til um hver styrkur þeirra verður og þar með hvernig muni viðra til flugelda- skota. Þegar nýja árið gengur í garð verður aftur á móti fremur bjart yfir norðanlands og úrkomulaust. Rigning um áramót Heimili Innsiglisborði lögreglu er á húsinu vegna rannsóknar málsins. Í gæsluvarðhaldi » Háskólakennari er grunaður um alvarleg brot gegn ungum konum og um neyslu fíkniefna á heimili hans. » Var fyrst sleppt eftir yfir- heyrslur en er nú í gæslu- varðhaldi til morguns. » Réttargæslumenn tveggja kvenna gagnrýna lögreglu. » Spyrja hvort staða manns- ins hafi haft áhrif á að seint var brugðist við. Kristján Þór Júlíusson sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að aflamark Íslands fyrir flökkustofna kolmunna og norsk-íslenskrar síldar á næsta ári fari eftir síðustu strandríkjasamn- ingum. Aflamark fyrir makríl verði 16,5% af ráðlagðri heildarveiði. Ráðherrann greinir frá þessu í grein í Morgun- blaðinu í dag og lýsir þar að ekkert heildarsamkomulag um nýtingu þessara stofna hafi náðst. Afleiðing- ar þess geti orðið alvarlegar enda séu stofnarnir ofveiddir sem nemur 30% umfram ráðgjöf fiskifræðinga. Hætta sé á að ofveiðin hafi áhrif á af- komu fólks og fyrirtækja. „Samningamenn okkar leggja til að send verði skýr skilaboð til hinna strandríkjanna um að þessi óábyrga hegðun við nýtingu stofna gangi hreinlega ekki,“ segir Kristján Þór í samtali við Morgunblaðið. Tillaga Íslands segir hann að verði að við veiðum 14,51% af norsk-- íslensku síldinni og 16,23% af kol- munnanum. Aflamark fyrir makríl verði 16,5% af ráðlagðri heildarveiði, sem er í samræmi við þær kröfur sem uppi hafa verið. Engin samn- ingatala úr fortíðinni sé þó til. Gangi þetta fyrirkomulag ekki upp þurfi að endurmeta málin. »27 Flökkustofnar fylgi síðustu samningum  „Skýr skilaboð til hinna strandríkjanna“ Kristján Þór Júlíusson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.