Morgunblaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2019 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum ÚTSALA 30-40%AF Guðni Einarsson gudni@mbl.is Gæsirnar á höfuðborgarsvæðinu reiða sig á matargjafir borgarbúa þegar eru jarðbönn, að sögn Ólafs Karls Nielsen, vistfræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og for- manns Fuglaverndar. Ólafur hefur lengi fylgst með fuglalífinu á og við Tjörnina og tók þátt í ritun skýrslu um brauðgjafir til fuglanna fyrir nokkrum árum. „Það er fyrst og fremst almenn- ingur sem heldur lífinu í þessum fuglum. Meðan eru jarðbönn þá sækja gæsirnar á nokkra staði. Þeir eru Tjörnin í Reykjavík, Bakkatjörn á Seltjarnarnesi, ós Kópavogs- lækjar, Hafnarfjarðartjörn, Grasa- garðurinn í Laugardal og nokkrir aðrir staðir þar sem þær eiga von á góðu. Álftir og endur safnast líka á þessa staði og bíða eftir æti,“ sagði Ólafur. Hann kveðst hvetja fólk til að vera duglegt að færa gæsunum æti meðan snjór er yfir öllu. Brauðgjafir haldi í þeim lífinu á meðan gæsunum eru aðrar bjargir bannaðar. Upphaf Tjarnargæsanna Þegar jörð er auð og gæsirnar komast í túnbletti þá geta þær bitið gras. Auk brauðs er hægt að gefa kornmeti en brauðið hefur þann kost að fljóta á vatninu þar sem gæsirnar halda sig gjarnan svo þær eiga auð- velt með að ná í það. Ólafur segir að gæsir séu ekki náttúrulegir vetrargestir hér á landi. Gæsum sem aldar voru upp af mönnum var sleppt á Tjörnina á 6. áratugnum, eða fyrir um 60 árum. Lengi var það eini hópur grágæsa sem höfðu hér vetrardvöl. Ólafur tel- ur að gæsirnar sem hafa vetursetu á Innnesjum við Faxaflóa séu nú hátt í 1.000 talsins. Með hlýnandi loftslagi og aukinni kornrækt á síðustu árum fóru gæsir einnig að hafa vetursetu á Suður- og Suðausturlandi. Syngjandi borgarhrafnar Auk borgargæsa hefur einnig vax- ið upp stofn borgarhrafna sem halda sig í borginni allt árið og verpa þar einnig. „Þeir verða áberandi þegar líður á veturinn. Þá sitja þeir á ljósa- staurum og syngja á sinn hátt. Það er ekki mjög hávær söngur en þeir gefa frá sér sérkennileg hljóð,“ sagði Ólafur. Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Reykjavíkurtjörn Mikilvægt er að gefa fuglunum þegar eru jarðbönn að vetri og þeir ná ekki að bíta jarðargróður. Brauðgjöf fleytir fugl- unum yfir veturinn  Talið er að stofn borgargæsanna sé nú um 1.000 fuglar Ólafur Karl Nielsen Votlendissjóður, sem stofnaður var árið 2018 í þeim tilgangi að endur- heimta framræst votlendi, hefur breytt framlagsforsendum og verð- lagningu kolefnisjöfnunar og mun á næsta ári bjóða upp á 2.000 krónur fyrir hvert endurheimt tonn en það kostaði áður 5.000 krónur. Mun sjóðurinn jafnframt selja staðfesta stöðvun í átta ár í stað eins árs eins og fyrra módel var byggt á. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá sjóðnum. Þar kemur fram að stærsta breytingin viðkomi land- eigendum sem komi til samstarfs við sjóðinn. Þeir fái stöðvunina til ráðstöfunar eftir að sjóðurinn hef- ur nýtt fyrrnefnd átta ár til að fjár- magna framkvæmdirnar. Fram kemur í fréttatilkynning- unni að sjóðurinn áætli að endur- heimta á þiðja tug jarða í samvinnu við Landgræðsluna á fyrstu sex mánuðum 2020. Morgunblaðið/Rax Kolefnisjöfnun Árið 2020 verður ódýrara að endurheimta votlendi í gegnum sjóðinn. Kolefnisjöfnun á lægra verði 2020 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Skipulagsstofnun hefur ákveðið að uppbygging Kjalvegar í Bláskóga- byggð skuli vera háð mati á um- hverfisáhrifum. Vegagerðin stefnir að því að byggja upp rúmlega 17 km kafla Kjalvegar á milli Árbúða og Kerlingarfjallavegar. Kjalvegur er alls 170 km langur. Vegagerðin hefur unnið að upp- byggingu Kjalvegar í hlutum á und- anförnum áratugum. Nú hafa rúm- lega 100 km verið uppbyggðir og þar af tæplega 19 km með bundnu slit- lagi, að því er segir í frétt Skipulags- stofnunar. „Að undanskildum 3 km kafla sunnan Árbúða hefur upp- bygging Kjalvegar ekki fengið við- eigandi málsmeðferð samkvæmt lög- um um mat á umhverfisáhrifum,“ segir í fréttinni. Skipulagsstofnun segir að um leið og uppbygging vegarins bæti sam- göngur og aðgengi að áfangastöðum á Kili geti aukin umferð um svæðið leitt til aukins álags á viðkvæma náttúru auk þess að skerða óbyggð víðerni. „Rík áhersla er lögð á varð- veislu náttúru og víðerna miðhálend- isins í landsskipulagsstefnu og jafn- framt er, í samræmi við stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, stefnt að stofnun miðhálendisþjóðgarðs.“ Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu að áform Vegagerðarinn- ar um uppbyggingu fyrrnefnds veg- arkafla kallaði á mat á umhverfis- áhrifum þar sem uppbygging Kjalvegar er skoðuð heildstætt og horft til ólíkra valkosta um útfærslu hans og hönnun. Ósáttur við umhverfismat „Mér finnst þetta sérstök niður- staða hjá Skipulagsstofnun,“ sagði Helgi Kjartansson, oddviti Blá- skógabyggðar. Hann segir að núver- andi vegur sé búinn að vera til ára- tugum saman og verði þarna áfram. Vegagerðin vilji bæta og styrkja veginn, m.a. til að koma í veg fyrir utanvegaakstur. Þá segi Skipulags- stofnun að þetta eigi að fara í um- hverfismat. Helgi sagðist hefðu skil- ið þá ákvörðun ef leggja ætti nýjan veg, en svo væri ekki. Hann segir að þurft hafi stórvirk- ar vinnuvélar í margar vikur hvert vor undanfarin ár til að lagfæra veg- inn. Nú eigi að laga hann í eitt skipti fyrir öll og það hljóti að vera um- hverfisvænt að gera þarna góðan veg og beina umferðinni á hann. „Í aðalskipulagi Bláskógabyggðar er mörkuð sú stefna að vegurinn sé þarna, byggður upp og gerður fær stærsta hluta ársins. Skipulagsstofn- un staðfesti aðalskipulagið vorið 2018. Nú vill hún mat á umhverfis- áhrifum og vitnar í landsskipulags- stefnu en ekki í aðalskipulagið. Mað- ur spyr sig hvort Skipulagsstofnun fari með skipulagsvaldið eða sveitar- félagið,“ sagði Helgi. Hann segir að Kjalvegur hafi að stórum hluta verið slæmur og hol- óttur undanfarin sumur og margir bílar skemmst þess vegna. Vel hafi tekist til við að laga syðri hluta Kjal- vegar að afleggjaranum að Árbúðum austan við Hvítárvatn. Nú eigi að halda því áfram að Kerlingarfjalla- afleggjaranum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kjalvegur Á köflum hefur þurft miklar lagfæringar að vori. Uppbygging Kjalvegar í mat  Vegurinn er á aðalskipulaginu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.