Morgunblaðið - 28.12.2019, Side 14

Morgunblaðið - 28.12.2019, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2019 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum ÚTSALA 30-40%AF Guðni Einarsson gudni@mbl.is Gæsirnar á höfuðborgarsvæðinu reiða sig á matargjafir borgarbúa þegar eru jarðbönn, að sögn Ólafs Karls Nielsen, vistfræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og for- manns Fuglaverndar. Ólafur hefur lengi fylgst með fuglalífinu á og við Tjörnina og tók þátt í ritun skýrslu um brauðgjafir til fuglanna fyrir nokkrum árum. „Það er fyrst og fremst almenn- ingur sem heldur lífinu í þessum fuglum. Meðan eru jarðbönn þá sækja gæsirnar á nokkra staði. Þeir eru Tjörnin í Reykjavík, Bakkatjörn á Seltjarnarnesi, ós Kópavogs- lækjar, Hafnarfjarðartjörn, Grasa- garðurinn í Laugardal og nokkrir aðrir staðir þar sem þær eiga von á góðu. Álftir og endur safnast líka á þessa staði og bíða eftir æti,“ sagði Ólafur. Hann kveðst hvetja fólk til að vera duglegt að færa gæsunum æti meðan snjór er yfir öllu. Brauðgjafir haldi í þeim lífinu á meðan gæsunum eru aðrar bjargir bannaðar. Upphaf Tjarnargæsanna Þegar jörð er auð og gæsirnar komast í túnbletti þá geta þær bitið gras. Auk brauðs er hægt að gefa kornmeti en brauðið hefur þann kost að fljóta á vatninu þar sem gæsirnar halda sig gjarnan svo þær eiga auð- velt með að ná í það. Ólafur segir að gæsir séu ekki náttúrulegir vetrargestir hér á landi. Gæsum sem aldar voru upp af mönnum var sleppt á Tjörnina á 6. áratugnum, eða fyrir um 60 árum. Lengi var það eini hópur grágæsa sem höfðu hér vetrardvöl. Ólafur tel- ur að gæsirnar sem hafa vetursetu á Innnesjum við Faxaflóa séu nú hátt í 1.000 talsins. Með hlýnandi loftslagi og aukinni kornrækt á síðustu árum fóru gæsir einnig að hafa vetursetu á Suður- og Suðausturlandi. Syngjandi borgarhrafnar Auk borgargæsa hefur einnig vax- ið upp stofn borgarhrafna sem halda sig í borginni allt árið og verpa þar einnig. „Þeir verða áberandi þegar líður á veturinn. Þá sitja þeir á ljósa- staurum og syngja á sinn hátt. Það er ekki mjög hávær söngur en þeir gefa frá sér sérkennileg hljóð,“ sagði Ólafur. Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Reykjavíkurtjörn Mikilvægt er að gefa fuglunum þegar eru jarðbönn að vetri og þeir ná ekki að bíta jarðargróður. Brauðgjöf fleytir fugl- unum yfir veturinn  Talið er að stofn borgargæsanna sé nú um 1.000 fuglar Ólafur Karl Nielsen Votlendissjóður, sem stofnaður var árið 2018 í þeim tilgangi að endur- heimta framræst votlendi, hefur breytt framlagsforsendum og verð- lagningu kolefnisjöfnunar og mun á næsta ári bjóða upp á 2.000 krónur fyrir hvert endurheimt tonn en það kostaði áður 5.000 krónur. Mun sjóðurinn jafnframt selja staðfesta stöðvun í átta ár í stað eins árs eins og fyrra módel var byggt á. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá sjóðnum. Þar kemur fram að stærsta breytingin viðkomi land- eigendum sem komi til samstarfs við sjóðinn. Þeir fái stöðvunina til ráðstöfunar eftir að sjóðurinn hef- ur nýtt fyrrnefnd átta ár til að fjár- magna framkvæmdirnar. Fram kemur í fréttatilkynning- unni að sjóðurinn áætli að endur- heimta á þiðja tug jarða í samvinnu við Landgræðsluna á fyrstu sex mánuðum 2020. Morgunblaðið/Rax Kolefnisjöfnun Árið 2020 verður ódýrara að endurheimta votlendi í gegnum sjóðinn. Kolefnisjöfnun á lægra verði 2020 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Skipulagsstofnun hefur ákveðið að uppbygging Kjalvegar í Bláskóga- byggð skuli vera háð mati á um- hverfisáhrifum. Vegagerðin stefnir að því að byggja upp rúmlega 17 km kafla Kjalvegar á milli Árbúða og Kerlingarfjallavegar. Kjalvegur er alls 170 km langur. Vegagerðin hefur unnið að upp- byggingu Kjalvegar í hlutum á und- anförnum áratugum. Nú hafa rúm- lega 100 km verið uppbyggðir og þar af tæplega 19 km með bundnu slit- lagi, að því er segir í frétt Skipulags- stofnunar. „Að undanskildum 3 km kafla sunnan Árbúða hefur upp- bygging Kjalvegar ekki fengið við- eigandi málsmeðferð samkvæmt lög- um um mat á umhverfisáhrifum,“ segir í fréttinni. Skipulagsstofnun segir að um leið og uppbygging vegarins bæti sam- göngur og aðgengi að áfangastöðum á Kili geti aukin umferð um svæðið leitt til aukins álags á viðkvæma náttúru auk þess að skerða óbyggð víðerni. „Rík áhersla er lögð á varð- veislu náttúru og víðerna miðhálend- isins í landsskipulagsstefnu og jafn- framt er, í samræmi við stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, stefnt að stofnun miðhálendisþjóðgarðs.“ Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu að áform Vegagerðarinn- ar um uppbyggingu fyrrnefnds veg- arkafla kallaði á mat á umhverfis- áhrifum þar sem uppbygging Kjalvegar er skoðuð heildstætt og horft til ólíkra valkosta um útfærslu hans og hönnun. Ósáttur við umhverfismat „Mér finnst þetta sérstök niður- staða hjá Skipulagsstofnun,“ sagði Helgi Kjartansson, oddviti Blá- skógabyggðar. Hann segir að núver- andi vegur sé búinn að vera til ára- tugum saman og verði þarna áfram. Vegagerðin vilji bæta og styrkja veginn, m.a. til að koma í veg fyrir utanvegaakstur. Þá segi Skipulags- stofnun að þetta eigi að fara í um- hverfismat. Helgi sagðist hefðu skil- ið þá ákvörðun ef leggja ætti nýjan veg, en svo væri ekki. Hann segir að þurft hafi stórvirk- ar vinnuvélar í margar vikur hvert vor undanfarin ár til að lagfæra veg- inn. Nú eigi að laga hann í eitt skipti fyrir öll og það hljóti að vera um- hverfisvænt að gera þarna góðan veg og beina umferðinni á hann. „Í aðalskipulagi Bláskógabyggðar er mörkuð sú stefna að vegurinn sé þarna, byggður upp og gerður fær stærsta hluta ársins. Skipulagsstofn- un staðfesti aðalskipulagið vorið 2018. Nú vill hún mat á umhverfis- áhrifum og vitnar í landsskipulags- stefnu en ekki í aðalskipulagið. Mað- ur spyr sig hvort Skipulagsstofnun fari með skipulagsvaldið eða sveitar- félagið,“ sagði Helgi. Hann segir að Kjalvegur hafi að stórum hluta verið slæmur og hol- óttur undanfarin sumur og margir bílar skemmst þess vegna. Vel hafi tekist til við að laga syðri hluta Kjal- vegar að afleggjaranum að Árbúðum austan við Hvítárvatn. Nú eigi að halda því áfram að Kerlingarfjalla- afleggjaranum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kjalvegur Á köflum hefur þurft miklar lagfæringar að vori. Uppbygging Kjalvegar í mat  Vegurinn er á aðalskipulaginu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.