Morgunblaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 29
Höfundur ókunnur 1. Hvítur leikur og mátar í 2. leik Lausn: 1. Dg8 a) 1. … a4 2. Dg1 mát b) 1. … Ha3 2. bxa3 mát. c) 1. … Ha4 2. b4 mát d) 1. … Hxb2 2. Bxb2 mát. Albert Wolkman, 1950 2. Hvítur leikur og mátar í 2. leik Lausn: 1. Rd4 – Hótun 2. Rxb3 mát. a) 1. … Dd5 2. Db4 mát. b) 1. … Kd5 2. Dxc6 mát. c) 1. … dxe2 2. Dxc6 mát. d) 1. … Be6 2. Rxe6 mát. Sam Lloyd, 1864 3. Hvítur leikur og mátar í 3. leik Lausn: 1. Hf4 a) 1. … Kxg3 2. 0-0 Kh3 3. H1f3 mát. b) 1. … Kxh1 2. Kf2 Kh2 3. Hh4 mát. Fuss/Möller, 1928 4. Hvítur leikur og mátar í 3. leik Lausn: 1. Kf1 a) 1. … Kd5 2. Re3+ Kc6 (eða 2. … Ke4 3. Bf5 mát) 3. b5 mát. b) 1. … Be5 2. Dg2+ Kd3 3. De2 mát. c) 1. … Bh8 2. Re7! og 3. Bg2 mát eða 3. Bf5 mát. d) 1. … Bf6 2. Re3 og 3. Bf5 mát. e) 1. … c2 2. Rd2+ Kd5 3. Dd6 mát. f) 1. … f6 2. Bg2+ Kxf5 3. Rd4 mát. W. Shinkman, 1872 5. Hvítur leikur og mátar í 4. leik Lausn: 1. Hb1 a) 1. … d3 2. Ba1 e5 3. Hb2 Kd4 4. Hb4 mát. b) 1. … e5 2. Bd8 d3 3. Bb6 Kd4 4. Hb4 mát. Oleg Pervakov, 2019 6. Hvítur leikur og vinnur Lausn: 1. Rf7+ Bxf7 2. c8(D)+ Bg8 3. He4! Hxe4 4. Df5! Dxg6+! 5. Dxg6 He6 6. Re5! Hxg6 7. Rxg6 mát. Lausnir á jólaskákþrautum Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2019 María Anna Pétursdóttir fæddist 26. desember 1919 á Ísafirði. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Elín Torfadótt- ir og Pétur Sigurðsson. María varð stúdent frá MR 1938, lauk prófi frá Hjúkr- unarkvennaskóla Íslands 1943 og var í framhaldsnámi erlend- is í barnahjúkrun, geðveikra- hjúkrun og hjúkrunarkennslu. María hóf hjúkrunarstörf þegar hún kom heim til Íslands frá námi 1945, stundaði berkla- rannsóknir og var stundakenn- ari við Hjúkrunarskólann. Hún var skólastjóri Nýja hjúkr- unarskólans frá stofnun 1972 og þar til skólinn var lagður niður. Hún var í forystu þegar námsbraut var stofnun í hjúkr- unarfræði við HÍ og var náms- brautarstjóri fyrstu árin. María var gjaldkeri Hjúkr- unarfélags Íslands 1945-58, rit- ari 1958-60 og formaður 1964- 74, formaður Samtaka heil- brigðisstétta frá stofnun 1969-72 og 1977-80. Hún var formaður Kvenfélaga- sambands Íslands 1979-87 og sat í fjölmörgum ráðum og nefndum og stjórn BSRB. María ritaði bókina Hjúkr- unarsögu, hlaut fálkaorðuna og fleiri vegtyllur. Eiginmaður Maríu var Finn- bogi Guðmundsson, f. 1906, d. 1974, útgerðarmaður. María lést 4.9. 2003. Merkir Íslendingar María Pétursdóttir Suðurgata 16, 245 Sandgerði Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Mikið endurnýjuð rúmgóð 6 herbergja efri hæð í tvíbýli í Sandgerði Stærð 138 m2 Verð 32.000.000,- Júlíus M. Steinþórsson s. 899 0555 Jóhannes Ellertsson s. 864 9677 Löggiltur fasteignasali Löggiltur fasteignasali BROTINN SKJÁR? Við gerum við allar tegundir síma, spjaldtölva, og Apple tölva Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is Skömmu fyrir jól var viðtal við Vilhjálm H. Vilhjálmsson hæsta- réttarlögmann í aðal- fréttatíma Sjónvarps RÚV, um þá meintu ósvífni kollega hans Jóns Steinars Gunn- laugssonar að hafa hringt í forseta Lands- réttar í febrúar 2019 til að ræða við forsetann um skipan dómara til að dæma í meiðyrðamáli, sem höfðað var gegn Jóni. Í fréttinni sagði að rætt yrði við Jón Steinar í síðari fréttatíma sjón- varps sem er vægast sagt sér- kennileg fréttamennska. Eðlilegt hefði verið að aðilar hefðu átt þess kost að koma sjónarmiðum sínum á framfæri á sama tíma. Útilokað var að einhver biði tjón vegna þess að gullkorn Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hrytu ekki af vörum hans fyrr en koll- egi hans ætti þess kost að kasta perl- um sínum á móti. Vilhjálmur telur að með símtali Jóns Steinars til forseta Landsréttar, hafi verið brotið gegn þeirri grund- vallarreglu að málsaðilar eigi ekki að hafa áhrif á það hvaða dómarar séu valdir til að dæma mál og þess vegna hafi ákvörðun forseta Landsréttar um skipan dómara verið ólögmæt. Skv. fréttinni hringdi Jón Steinar í forseta Landsréttar í febrúar 2019 og forsetinn skipaði dómara í málinu í október 2019. Harla ólíklegt verður því að telja að símtal Jóns Steinars til forstans hafi haft hina minnstu þýð- ingu varðandi skipan dómara til að dæma í umræddu meiðyrðamáli. Allavega sýnir lögmaðurinn ekki fram á neitt orsakasamband milli símtalsins og vals á dómurum. Þegar af þeirri ástæðu er umfjöllun lög- mannsins og brigslyrði í garð forseta Landsréttar óréttmæt, gjörsamlega ósönnuð og að engu hafandi. En RÚV fannst þetta frétt, sem kemur í sjálfu sér ekki á óvart miðað við það sem landsmenn eiga að venjast varðandi fréttamat þeirrar stofnunar. Þá koma vinnubrögð RÚV við vinnslu fréttar- innar þar sem aðilum er mismunað ekki sérstaklega á óvart miðað við það sem tíðkast á þeim bæ. Ólíklegt verður að telja að Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður, þekki ekki til þess að á ýmsum tímum kunna dómarar að vera þann- ig riðnir við mál að vafi getur leikið á því að þeir geti lagt hlutlægt mat á það ágreinings- efni sem málið varðar. Í slíkum tilvikum er rétt að sá sem á hagsmuni að gæta veki athygli dómsins á því að svo geti verið, en það er dómara að meta það hvort hann sé vanhæfur til meðferðar máls eða ekki sbr. 5. og 6.gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Sjálf- ur hef ég einstaka sinnum gert kröfu um að dómari víki sæti þar sem hann sé svo við málið riðinn að fyrir hendi séu aðstæður sem séu til þess fallnar að draga megi óhlutdrægni hans í efa. Ekkert er athugavert við að lögmað- ur geri slíka kröfu enda beinlínis hluti af eðlilegri réttargæslu lögmannsins. Varðandi skipan fjölskipaðs dóms, þá er ekkert athugavert við það að lögmaður geri grein fyrir því fyrir- fram að hann telji að vafi geti leikið á því að dómari sé hæfur til meðferðar máls. Sjálfur hef ég komið slíkum ábendingum til forseta Hæstaréttar m.a. að forseti réttarins væri van- hæfur til meðferðar viðkomandi máls. Forseti Hæstaréttar taldi sig hins- vegar hæfan til meðferðar málsins, en skv. kenningu Vilhjálms hefði þá sú ákvörðun forsetans um skipan dómsins verið ólögmæt, en gagnaðili vissi ekki af athugasemdinni. Gagnaðila var svo ég muni aldrei tilkynnt um þessar athugasemdir kæmu þær ekki formlega fram eða ástæða þætti til að bregðast við þeim. Ég fæ ekki séð að annað hafi átt við varðandi ábendingu Jóns Steinars í þessu tilviki. Málatilbúnaður Vil- hjálms H. Vilhjálmssonar er því í besta falli tilraun til að þyrla upp reyk, þar sem enginn eldur er fyrir hendi. Hlutdræg framsetning Eftir Jón Magnússon Jón Magnússon » Lögmaðurinn sýnir ekki fram á orsaka- samband milli símtals- ins og vals á dómurum. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. jm@ilog.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.