Morgunblaðið - 31.12.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.12.2019, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2019 Kúti var gælu- nafn fjölskyldunn- ar en Randi meðal vina. Hann átti heima í Hólum meiri hluta æv- innar og þangað leitaði hug- urinn oft. Randver flutti heim í Hóla 28. október 2019 og hvílir við hlið foreldra sinna í kirkju- garðinum. Á lífsleiðinni kynntist Rand- ver fjölda fólks er varð vinir hans. Fjölmenni í Akureyrar- kirkju á kveðjustund staðfesti það. Alvarleg veikindi í frum- Randver Víkingur Rafnsson ✝ Randver Vík-ingur Rafnsson fæddist 10. júní 1955. Hann lést 12. október 2019. Útför Randvers fór fram 28. októ- ber 2019. bernsku settu mark sitt á líf hans og fjölskyldunnar alla tíð. Markmið hans nánustu var að styðja hann og efla en hvernig var ekki alltaf augljóst. Hvorki fræðsla né aðstoð stóð að- standendum til boða. Hann fylgdi heimafólki í amstri daganna og sinnti ýmsum verk- um er fram liðu stundir. Rand- ver var athugull og næmur á sumum sviðum, einkum varð- andi bíla. Í myrkri bar hann kennsl á nágrannabílana, þekkti ljós þeirra á löngu færi en væri sporrækt var það munstur dekkjanna sem veitti vitneskju um fararskjótann. Eitt sinn voru bremsur skóla- bílsins óvirkar er bílstjórinn hemlaði. Randvar var snöggur að átta sig á aðstæðum og sagði: „Núh, hann er alveg vita bremsulaus.“ Gamall braggi norðan við bæinn í Nesi fauk eina óveðursnótt. Er Randver kom út að morgni blasti nýtt útsýni við honum, er þó all- langt á milli bæjanna. Hólabræður, þeir Óli og Rabbi, voru vinsælir harmón- ikkuleikarar. Randver ólst því upp við tónlist og jafnskjótt og hann komst á legg sótti hann ákaft í nikkuna. Á eigin spýtur náði hann undragóðum tökum á henni, lærði ýmis lög sem hann lék sér og öðrum til ynd- isauka. Reiðarslag dundi á Hólafólki er Rabbi lést skyndilega 1991. Þar með var stoðunum kippt undan búskapnum. Þau Klara, Randver og Óli þraukuðu þó til 1993 en þá voru Hólar seldir og leiðin lá til Akureyrar. Þar áttu mæðginin allmörg góð ár. Randver fékk vinnu hjá Hrauk- bæjarbændum sem voru í senn góðir húsbændur og sannir vinir. Þar var einkum búið með svín og kindur. Randver sinnti nú sveitastörfum glaður á ný. Hann keypti bíl og þar með gátu mæðginin farið allra sinna ferða um bæ og sveit. Nærri heimili þeirra var hringtorg, til að byrja með sagði Randver móður sinni hvernig haga bæri akstri við slíkar aðstæður. Hann naut þess að ferðast um landið með Klöru mömmu og Sigga frænda. Ferðalýsingar hans voru glöggar og fróðlegar. Þótt Randver væri ekki læs á bækur var hann bókhneigður. Móðir hans las mikið fyrir hann en mestar mætur hafði hann á Útkallsbókunum. Síð- ustu árin glímdi Randver við ýmis veikindi, stundum mjög alvarleg, en jafnan reis karl upp á ný og átti einnig góð tímabil. Hann kvartaði aldrei en tók erfiðleikunum með þrautseigju og þolinmæði. Innilegar samúðarkveðjur til Gillu og fjölskyldu. Með ósk um velfarnað á komandi árum. Ingibjörg (Inga) í Villingadal. Einungis fæðing eða Only a Birth, og svona heldur þetta áfram út í hið óendanlega. Ég rakst á þessa setningu úti í Texas stimplaða á kort þegar ég vann að heimildarmynd minni fyrir hart nær 15 árum. Jóhann hafði einhvern tíman útbúið stimpil þar sem setn- ingin only a birth er endurtek- in í hring, í rauninni spíral út í hið óendanlega. „Það skilur enginn þessa setningu, skilur þú hana?‘‘ spurði hann mig þegar ég bað hann um skýr- ingu. Þessi setning varð um- ræðuefni og vangaveltur okkar ✝ Jóhann Eyfellsfæddist 21. júní 1923. Hann lést 3. desember 2019. Útför Jóhanns fór fram 27. desem- ber 2019. í millum næstu tvo dag. Það gladdi Jóhann óumræði- lega þegar ég ákvað að nefna heimildarmyndina mína um hann „Einungis fæð- ing“. Í augum hugsuðarins Jó- hanns Eyfells er þessi setning ein af lykilsetningum tilverunnar og sá sem skilur ekki þessa setningu skilur ekki tilgang lífsins. Ég ætla mér ekki að að skýra hér merkingu hennar heldur láta lesendum það eftir að velta henni vel og vandlega fyrir sér um leið og þeir minnast eins merkasta listamanns þjóðar- innar alla tíð og jafnframt mikils hugsuðar. Nú er þessi snillingur fæddur á ný, hvar sem sú tilvera á sér stað. Að fá það tækifæri að kynn- ast og lifa með manni eins og Jóhanni Eyfells eru forréttindi og að viðhalda þeim vinskap alla tíð er visst afrek þar sem einstaklingar eins og hann eru oft erfiðir í samskiptum og mikil ólíkindatól og hann átti að vera ólíkindatól og ekkert öðruvísi. Þannig gat hann stundað sína frjálsu hugsun og leyft sköpunarflæðinu að streyma óhindrað og átaka- laust um huga sinn. Jóhann hafði nefnilega meiri skilning á tilverunni en við hin. Hann áttaði sig betur á hvernig kos- mósið virkar og því reyndi hann að ná fram í myndlist sinni. Hann setti m.a. ferli í gang sem hann gat síðan ekki haft endanleg áhrif á. „Birting hvarfsins‘‘ er með merkilegri titlum á listaverki að mínu mati og Jóhann sýnir það með því að hella sjóðheitu álinu yf- ir timburklump sem brennur og hverfur en birtist okkur svo í álinu. Því miður skrifaði Jó- hann ekki mikið niður af sín- um vangaveltum og kenning- um, enda myndlistarmaður. Vonandi verður hægt að ná ut- an um þessa hugsýn hans og festa í ritað mál í nánustu framtíð. Það er okkur nauð- synlegt. Jóhann var undrandi á hvers vegna fólk væri ekki að velta tilvistinni fyrir sér á hverri mínútu og hlusta á hann. Þegar ljósmynd birtist af svartholinu fyrir ekki svo margt löngu þá varð Jóhann uppveðraður og botnaði ekkert í hvers vegna mannkynið stóð ekki á öndinni yfir þessu fyr- irbæri, loks gátum við séð svartholið. Við ættum heldur að hlusta á hann og velta fyrir okkur, af fúlustu alvöru, samhenginu á milli ástandsins á jörðinni okk- ar í dag sem þeysist um geim- inn hringinn í kringum glóandi hnött ár eftir ár án þess að við botnum neitt í neinu, nema einn maður sem nú hefur kvatt okkur og fáir hafa hlustað á. Íslensk þjóð átti stóran mann sem við kveðjum nú og við verðum að sýna honum þann sóma að varðveita bæði hans hugsun og þau ótrúlegu verk sem hann skóp. Ég votta Ing- ólfi Eyfells og fjölskyldu hans mína dýpstu samúð sem og ættingjum og vinum öllum. Þór Elís Pálsson. Jóhann Eyfells Hljóðum skrefum vegaslóð á enda geng. Heyri síðustu tóna dagsins fjara út. Stíg inn í svala huliðsslæðu örlaganna. Svalt húmið blikar í þögninni. Strýkur vanga blær hins óborna dags. (V.S.) Valgarður Stefánsson. Sigríður Manas- esdóttir ✝ Sigríður Manasesdóttirfæddist 6. ágúst 1937. Hún lést 5. desember 2019. Útför Sigríðar fór fram 16. desember 2019. Lífið getur breyst eins og slökkt sé á kerti, sem ekki er hægt að tendra á ný. Í hinsta sinn ég hönd þína snerti, nú farinn ertu sumarlandið í. Með söknuð í hjarta við kveðjum þig nú. Í ljósinu bjarta þar ert þú. Þórunn Ósk Einarsdóttir. Sigurður Eiríks- son ✝ Sigurður Eiríksson fæddist22. mars 1928. Hann lést 14. desember 2019. Útför Sigurðar fór fram 28. desember 2019. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær móðir okkar, dóttir, systir, tengdamóðir og amma, ÞÓRANNA HARALDSDÓTTIR, lést sunnudaginn 15. desember. Útförin fer fram í Fríkirkju Reykjavíkur 3. janúar klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Edda Tegeder Edda Tegeder Óskarsdóttir Ragnar Berg Elvarsson Haraldur Ingi Shoshan Ingunn S.U. Kristensen Mikael Artúr Ingunnarson Shoshan Haraldur Haraldsson Sæunn Helena Guðmundsd. Hermann Haraldsson Brynhildur Jakobsdóttir Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA SIGRÍÐUR ÞORLEIFSDÓTTIR, Álfaskeiði 36, Hafnarfirði, andaðist á Sólvangi í Hafnarfirði 17. desember. Útförin fer fram frá Þjóðkirkjunni, Strandgötu í Hafnarfirði, 6. janúar klukkan 15. Baldvin Halldórsson Margrét Halldórsdóttir Björgvin Halldórsson Helga Halldórsdóttir Oddur Halldórsson barnabörn, barnabarnabörn og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, systir, mágkona, barnabarn, systurdóttir og frænka, SÓLEY MAGNÚSDÓTTIR, Huldugili 50, andaðist fimmtudaginn 26. desember. Útförin fer fram í Akureyrarkirkju 9. janúar klukkan 13.30. Aldís Freyja Sævarsdóttir Sindri Snær Svarsson Þorsteinn Darri Sævarsson Ottó Hörður Guðmundson Kolbrún Erna Magnúsdóttir Halldór Magnússon Ása Huldrún Magnúsdóttir Gunnar Arason Sóley Halldórsdóttir Rannveig Harðardóttir Jón Harðarson og aðrir aðstandendur Okkar yndislegi, heittelskaði sonur, bróðir, mágur og frændi, PÁLL ÞORSTEINSSON tónlistarmaður, Guli drekinn, varð bráðkvaddur á heimili sínu þriðju- daginn 24. desember. Útförin fer fram í Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 6. janúar klukkan 13. Kristín Árnadóttir Þorsteinn Pálsson Eva Þorsteinsdóttir Hulda Sif Þorsteinsdóttir Erlendur Þór Gunnarsson Selma Rut Þorsteinsdóttir Árni Davíð Skúlason Fanný Hrund Þorsteinsdóttir Magni Kristjánsson og systrabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, VILHJÁLMUR EINARSSON, fyrrverandi skólastjóri Héraðsskólans í Reykholti og skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum, lést á Landspítalanum laugardaginn 28. desember. Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju 10. janúar klukkan 15. Gerður Unndórsdóttir Rúnar Vilhjálmsson Guðrún Kristjánsdóttir Einar Vilhjálmsson Halldóra Dröfn Sigurðardóttir Unnar Vilhjálmsson Hólmfríður Jóhannsdóttir Garðar Vilhjálmsson Gestrún Hilmarsdóttir Hjálmar Vilhjálmsson Ragnheiður H. Friðriksdóttir Sigmar Vilhjálmsson barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri BÁRÐUR ÁRNI STEINGRÍMSSON sjávardýrasali lést 26. desember á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 3. janúar klukkan 11. Bjarni Jón Bárðarson Jóhanna Soffía Hansen Ásta Kristín Bárðardóttir Edward H. Huijbens Benedikt Þór Bárðarson Hulda Rún Rúnarsdóttir Steingrímur Örn Bárðarson Svava Björk Jónsdóttir Sigurjón Hafsteinsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.