Morgunblaðið - 31.12.2019, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2019
SKILLBIKE er nýtt byltingarkenntæfingarhjól frá Technogym, búið gírskiptingum eins og í venjulegu
götuhjóli sem byggt er á nýrri tækni Multidrive™. SKILLBIKE er hannað til líkja semmest eftir raun-
verulegumhjólreiðum en hjólið hefur hlotið fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir hönnun og nýsköpun.
Skoðaðu hjólið í sýningarsal okkar, hjá Holmris Síðumúla 35
NÝTT BYLTINGARKENNT
ÆFINGAHJÓL
Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is
70 ára Tryggvi ólst upp
á Akureyri en býr í
Kópavogi. Hann var úti-
bússtjóri Landsbank-
ans á Fáskrúðsfirði og
Egilsstöðum.
Maki: Bergþóra Berg-
kvistsdóttir, f. 1951,
fyrrverandi skrifstofumaður.
Börn: Steinar, f. 1971, Margrét Lilja, f.
1977, Berglind Björk, f. 1978, Heiðdís
Fjóla, f. 1989, og Rebekka Rós, f. 1992.
Barnabörnin eru orðin sex.
Foreldrar: Karles Tryggvason, f. 1909, d.
1991, mjólkurfræðingur, og Lilja Jónas-
dóttir, f. 1917, d. 1993, húsmóðir á Akur-
eyri. Fósturforeldrar voru föðursystir
Tryggva, Margrét Tryggvadóttir, f. 1916,
d. 1996, saumakona, og Sigurgeir Sig-
urðsson, f. 1908, d. 1991, stöðvarstjóri á
Akureyri.
Tryggvi Karlesson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Haltu þig við það sem þú kannt
best og láttu aðra um þá hluti sem eru
utan verksviðs þíns. Láttu hvatvísina ekki
alltaf ráða för.
20. apríl - 20. maí
Naut Láttu draumórana ekki ná þannig
tökum á þér að þú hafir ekki hugann við
vinnuna. Vinur vísar þér veginn í vissu
máli.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er óþarfi að stökkva upp á
nef sér, þótt samstarfsmönnum verði
eitthvað á. Skoðaðu frekar málið í heild
og frá öllum hliðum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þótt þú lendir í einhverju mót-
læti um skeið máttu ekki láta það á þig
fá. Jákvætt viðhorf þitt hvetur sam-
ferðafólk þitt til þess að leggja hönd á
plóg.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Áföll eru óhjákvæmilegur hluti af
lífinu, en það eru viðbrögðin sem skipta
öllu. Einhleypir hitta hugsanlega maka á
óvæntum stað.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Peningar kaupa ekki stíl. Þú hefur
þörf fyrir að komast út í náttúruna og
ættir að stefna á það fljótlega.
23. sept. - 22. okt.
Vog Aðrir ætlast til að þú skapir eftir
pöntun. Einhver leggur stein í götu þína,
en þetta er tímabundin hindrun. Láttu
ekki draga úr þér kjarkinn.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ættir að nota tímann í
að skipuleggja næstu vikur. Þú hefur
ekki sinnt áhugamálum þínum að undan-
förnu.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þetta er fínn dagur þar sem
heimurinn reynir að koma til móts við
þrár þínar. Þér finnst eins og einhver
segi bara hálfa söguna.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Börn koma sterkt inn á nýju
ári. Taktu þeim opnum örmum. Þú ert
með bein í nefinu þegar þess þarf.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Reyndu að draga úr spennu
með því að sýna þolinmæði og bíta á
jaxlinn. Oft má satt kyrrt liggja.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú getur átt von á góðum árangri
af starfi þínu að félagsmálum. Enginn er
fullkominn og heimurinn ferst ekki þótt
eitthvað þurfi að bíða.
vandinn átti að bresta á. Við eigum
því 20 ára brúðkaupsafmæli á fimm-
tugsafmælinu.“
Fjölskylda
Eiginkona Njáls er Guðrún Gyða
Hauksdóttir, f. 16. október 1968,
ferðast og þá ekki síður innanlands.
Litlu hlutirnir eru farnir að veita
manni meiri ánægju með tímanum
eins og að fara í góðan göngutúr með
labradortíkina mína hana Bellu.
Við hjónin giftum okkur 31.
desember 1999 rétt áður en 2000-
N
jáll Trausti Friðberts-
son fæddist 31.
desember 1969 í
Reykjavík. Hann var
síðasta barn ársins
1969, fæddist kl. 22.20. Hann ólst
upp á Seltjarnarnesi og var mikið
hjá ömmu sinni í Faxaskjólinu.
Njáll gekk í Mýrarhúsaskóla, Val-
húsaskóla og Menntaskólann í
Reykjavík og varð stúdent 1990.
Njáll var skiptinemi í Delaware í
Bandaríkjunum veturinn 1987-1988
og gekk í Caesar Rodney High
School. „Ég spilaði fótbolta með
skólaliðinu og varð markahæstur í
ríkinu og valinn í lið þess. Ég æfði
með KR frá unga aldri en hætti
knattspyrnuiðkun eftir skiptinema-
árið vegna meiðsla. Skiptinemaárið
var mjög lærdómsríkt og maður
fékk aðra sýn á tilveruna.“
Njáll hóf nám í flugumferðar-
stjórn strax eftir stúdentspróf og
starfaði við flugumferðarstjórn á
Akureyrarflugvelli eftir að námi
lauk og þangað til hann settist á þing
haustið 2016. „Ég viðheld réttind-
unum sem flugumferðarstjóri með
því að vinna eina og eina vakt.“
Njáll Trausti er einnig útskrifaður
viðskiptafræðingur frá Háskólanum
á Akureyri 2004 með áherslu á
ferðaþjónustu og þá sérstaklega á
hagræna þætti hennar.
Njáll hóf þátttöku í bæjarpólitík-
inni á Akureyri 2010 sem varabæjar-
fulltrúi og síðan bæjarfulltrúi 2014-
2016. Hann sagði af sér sem bæjar-
fulltrúi eftir að hafa verið kosinn á
þing um áramótin 2016/2017. Hann
situr í fjárlaganefnd og atvinnuvega-
nefnd og er formaður Íslandsdeildar
NATÓ-þingsins. Njáll hefur verið
áberandi í umræðum um málefni
ferðaþjónustunnar, samganga og
raforkumál frá því að hann settist á
þing.
Í rúm 20 ár tók Njáll þátt í starfi
Roundtable á Íslandi og var meðal
annars landsforseti RTÍ á þeim
tíma. Njáll er virkur félagi í Odd-
fellow á Akureyri. Hann er annar
tveggja formanna Hjartans í Vatns-
mýri sem stofnað var til að verja
Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýrinni.
„Ég hef mjög gaman af því að
hjúkrunarfræðingur og verk-
efnastjóri hjá Heilsuvernd. Þau eru
búsett í Naustahverfi á Akureyri.
Foreldrar hennar eru hjónin Ásta
Kjartansdóttir, f 19.2. 1950, heil-
brigðisritari og Haukur Sigurðsson,
f. 23.10. 1947. viðskiptafræðingur.
Þau giftust 29.7. 1972 og eru búsett í
Kópavogi.
Börn Njáls og Guðrúnar eru: 1)
Stefán Trausti, f. 2.11. 1996, raf-
eindavirki á Akureyri. Dóttir hans er
Elena Hrönn, f. 11.12. 2015; 2) Pat-
rekur Atli, f. 1.2. 2001, verkfræðinemi
við Háskólann í Reykjavík.
Systkini Njáls eru Kristín Björk
Friðbertsdóttir, f. 22.5. 1963, býr í
Reykjavík; Friðbert Friðbertsson, f.
11.4. 1965, forstjóri Heklu; Jóhann
Grímur Friðbertsson, f. 10.4. 1971,
sjóntækjafræðingur, býr í Svíþjóð.
Foreldrar Njáls voru Friðbert Páll
Njálsson, f. 10.12. 1940, d. 26.1. 2003,
sölumaður í Reykjavík, og Pálína
Guðmundsdóttir, f. 2.3. 1944, d. 6.4.
2008, vann við umönnun aldraðra í
Reykjavík. Þau skildu þegar Njáll
var ungur að árum.
Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður og flugumferðarstjóri – 50 ára
Fjölskyldan Patrekur Atli, Guðrún Gyða, Stefán Trausti og Njáll Trausti stödd á Tenerife um síðustu helgi.
Tuttugu ára brúðkaupsafmæli
Flugumferðarstjórinn Njáll Trausti tekur enn vaktir á Akureyrarflugvelli.
60 ára Halla Hrund
er Reykvíkingur, ólst
upp á Laugaveginum
en býr í Hlíðunum.
Hún er hjúkrunar-
fræðingur og ljós-
móðir að mennt og
er ljósmóðir á með-
göngu- og sængurlegudeild á Land-
spítalanum. Halla Hrund er Soroptimisti
í Hóla- og Fellasókn.
Maki: Jörundur Kristjánsson, f. 1973,
forstöðumaður á skrifstofu forseta Al-
þingis.
Börn: Ásdís Rósa, f. 1981, Ingibjörg
Lára, f. 1983, Gunnar Davíð, f. 1989, og
Helga Diljá, f. 2005. Barnabörnin eru
orðin tvö.
Foreldrar: Birgir Jóhannsson, f. 1925,
d. 2001, kaupmaður, og Ásdís Erlends-
dóttir, f. 1928, d. 1967, húsfreyja.
Halla Hrund Birgisdóttir
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is