Morgunblaðið - 11.12.2019, Side 1

Morgunblaðið - 11.12.2019, Side 1
REGINN FJÁRFESTIR Í ORKUSPARNAÐIVONBRIGÐI HJÁ ARAMCO ulli slegin að utan en leðurfóðruð að innan frá Rimowa 4 Ekkert fyrirtæki í heiminum skilar jafn miklum hagnaði og Aramco. Hlutafjárút- boð félagsins olli samt vonbrigðum. 14 VIÐSKIPTA Fasteignafélagið sér tækifæri í því að fjárfesta í orku- sparandi lausnum og draga með því úr rekstrarkostnaði viðskiptavina sinna. 4 G MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2019 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Endurskoðun | Skattur | Ráðgjöf Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík ey.is Alþjóðleg þekking - persónuleg þjónusta Búa sig undir lengri kyrrsetningu Forsvarsmenn Icelandair Group vinna nú að áætlunum sem gera ráð fyrir þeim möguleika að Boeing 737 MAX-vélar félagsins verði ekki komnar í notkun næsta sumar. Þetta herma heimildir ViðskiptaMoggans innan úr Icelandair. Í lok október sendi flugfélagið frá sér tilkynningu þess efnis að ekki væri gert ráð fyrir að vélarnar færu í loftið að nýju fyrr en í mars næstkomandi. Hinn 13. mars verður ár liðið frá því að Ice- landair ákvað að leggja öllum vélum sínum af fyrrnefndri tegund en þá var ljóst orðið að flug- málayfirvöld víðast hvar um heiminn höfðu kyrr- sett vélarnar. Komu þær aðgerðir í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa þar sem nýjar MAX-vélar fórust á Jövuhafi og í Eþíópíu. Stjórnendur Icelandair munu vinna eftir nokkrum ólíkum sviðsmyndum um þessar mundir, allt eftir því hvenær bandarísk og í kjöl- farið evrópsk flugmálayfirvöld munu heimila notkun vélanna að nýju. Gangi verstu spár eftir mun allnokkuð vanta upp á að flugfélagið hafi yfir nógu mörgum vélum að ráða til að geta ann- að háönninni á komandi ári sem stendur frá maímánuði og út ágústmánuð. Þegar kyrrsetn- ingin var ákveðin í mars síðastliðnum var Ice- landair búið að fá sex MAX8 (153 sæta) og þrjár MAX9 (172 sæta) vélar afhentar úr verk- smiðjum Boeing í Renton í Bandaríkjunum. Samkvæmt samningi við framleiðandann átti Icelandair að fá þrjár MAX9 og tvær MAX8 vél- ar afhentar á nýju ári. Meðal þess sem nú er verið að skoða er hversu margar vélar verður hægt að taka á leigu ef hinar kyrrsettu vélar verða það áfram fram yfir mitt næsta ár. Það sem gerir slíkar áætlanir vandasamar samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans er að leigusalar eru tregir til að festa flugfélögum vélar til leigu fram í tím- ann, nema hafa fyrir því fullvissu að af leigunni verði. Áætlanir gera ráð fyrir að ef kyrrsetn- ingin dregst á langinn og fram yfir sumar, muni það einnig kalla á að áður auglýstar ferðir verði felldar niður í einhverjum mæli. Boeing hefur nú þegar gert tvo samninga við Icelandair Group um bætur vegna fyrrnefndrar kyrrsetningar. Enn standa yfir viðræður milli að- ila um frekari bætur vegna stöðunnar sem upp er komin. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Icelandair Group býr sig undir þann möguleika að Boeing 737 MAX-vélar sem fyrirtækið hefur í flota sínum verði kyrrsettar fram á síðari hluta næsta árs. Ljósmynd/Páll Ketilsson Icelandair gerði risasamning um kaup á 16 Boeing 737 MAX-vélum árið 2013. Þær vélar sem af- hentar höfðu verið í mars síðastliðnum voru kyrrsettar og hafa setið sem fastast allar götur síðan. EUR/ISK 11.6.‘19 10.12.‘19 145 140 135 130 125 140,55 134,55 Úrvalsvísitalan 2.200 2.100 2.000 1.900 1.800 1.700 1.600 11.6.‘19 10.12.‘19 2.074,19 2.145,96 Við gerð nýsköpunarstefnu stjórn- valda var meðal annars litið til ísr- aelska fyrirkomulagsins Yozma sem hefur gert vísisjóðaumhverfið (e. venture capital) þar í landi að einu öflugasta í heimi. Kerfinu var komið á laggirnar á 10. áratug síðustu ald- ar og hafa mörg ríki horft á verk- efnið sem fyrirmynd til þess að koma erlendu fjármagni, þekkingu og tenglaneti á sín heimasvæði. Til- kynnt var um frumkvöðlasjóðinn Kríu undir lok síðasta mánaðar sem ætlað er að vinna að þessum mark- miðum en í fjármálaáætlun rík- issjóðs er gert ráð fyrir 2,5 millj- örðum á næstu þremur árumt til þess að fjármagna sjóðinn. „Í þessari vinnu litum við til fyr- irmynda af sambærilegum sjóðum erlendis þar sem hlutirnir hafa gengið vel. Ísrael er augljóst dæmi þar um en við litum einnig til ann- arra landa. Útfærslan á sjóðnum er eftir en markmiðið er alveg skýrt. Einkafjárfestar sem eru ekki áhættufælnir taka að sér að auka út- hald nýsköpunarfyrirtækja sem eru komin af stað en eru ekki orðin nógu stór og sterk til þess að eiga kost á hefðbundinni fjármögnun. Hug- myndin er að að uppfylltum ákveðnum skilyrðum elti fjármunir úr þessum sjóði slíkar fjárfestingar. Ríkið er ekki að fara að fjárfesta í einstaka fyrirtækjum beint heldur í sjóðum sem síðan fjárfesta áfram. Og ríkið er ekki að fara að ákveða í hverju er fjárfest heldur er það einkafjármagnið sem sér um það,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunar- ráðherra. Horft til sterkrar fyrirmyndar í Ísrael Morgunblaðið/Eggert Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir er ráðherra nýsköpunarmála. Markmið nýrrar nýsköp- unarstefnu er að auka þátt- töku erlendra sjóða. 8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.