Morgunblaðið - 11.12.2019, Side 14

Morgunblaðið - 11.12.2019, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2019FRÉTTIR Á maður að þora að vera bjartsýnn fyrir hönd Sádi-Arabíu? Þeir sem hafa ferðast um Arabíu- skagann og nágrenni vita hvað löndin í þessum heimshluta eiga langt í land. Jafnvel þó að allt flæði í peningum, þökk sé olíu- og gas- lindum, þá þarf ekki að svipast um lengi til að koma þar auga á djúp- stæð vandamál sem fá mann til að efast um að Sádi-Arabía og helstu fylgihnettir eigi nokkurt erindi inn í 21. öldina. Það fer ekki beinlínis það orðspor af hinum almenna Sáda (eða Katara, eða Emírata, ef því er að skipta) að vera mikill vinnu- þjarkur eða námshestur og hvað þá heldur séntilmenni. Er erfitt að sjá að þeir sem þarna búa væru líklegir til stórræðanna ef ekki væri fyrir olíuna. Þarf þó vitaskuld að gera þann fyrirvara að inn á milli er að finna fólk sem er eins og skínandi perlur. Ekki eru stjórnvöld heldur til fyrirmyndar, og ágætt að halda því til haga að meira en 130 manns hafa verið teknir af lífi í Sádi- Arabíu það sem af er árinu – þar af voru 37 gerðir höfðinu styttri í fjöldaaftöku í apríl á þessu ári. Lík- um tveggja var stillt upp á al- mannafæri. „Lítilmenni, kjánalegt fólk, gráð- ugt, villimannslegt og grimmt,“ sagði Peter O‘Toole þegar hann lýsti íbúum Arabíuskagans, í hlut- verki Arabíu-Lárens og kvað ald- eilis fast að orði. Í dag myndi hann kannski láta duga að segja: „Marg- ur verður af aurum api.“ Stöku vonarglæta En svo berast, upp úr þurru, fréttir sem fá mann til að halda að ekki sé öll von úti enn fyrir kon- ungsríki Salmans og krónprinsins Mohammads. Á síðasta ári var kon- um loksins leyft að aka, og allt í einu fór þetta lokaða land að gefa út ferðamannaáritanir. Öllum að óvörum fóru að birtast myndir á samfélagsmiðlum af léttklæddum heimshornaflökkurum – meira að segja konum – að njóta lífsins í sól- inni og sandinum í Sádi-Arabíu. Á köflum hefur bjartsýnisfólk leyft sér að vona að Mohammad bin Salman takist það kannski að breyta landinu og nútímavæða það; en einmitt þegar þessi myndarlegi hálffertugi prins var sama sem nýbúinn að vinna alla heimsbyggð- ina á sitt band – hann átti meira að segja vinalegan fund með Obama – þá bárust fréttir af hryllilegu morði í sendiráði Sádi-Arabíu í Istanbúl, sem minnti heimsbyggðina á að ráðamenn í Ríad eru ekki allir þar sem þeir eru séðir. Almenningur tekur lán fyrir hlutabréfum Hlutafjárútboð ríkisolíufélagsins Saudi Aramco ætlar að verða enn ein vonbrigðin fyrir þá sem vonuðu að nýtt skeið væri að renna upp í Sádi-Arabíu. Það er vandræðalegt fyrir stjórnvöld að ekki hafi tekist að fá hærra verðmat á félagið. Að segja Aramco 2.000 milljarða dala virði en ná með herkjum upp í 1.700 milljarða er ekki lítið áfall – jafnvel þó það geri félagið það verðmæt- asta sem skráð er í kauphöll nokk- urs staðar í heiminum. Við opnun Tadawul-kauphallarinnar í dag hefj- ast viðskipti með hlutabréf í Aramco, og verður áhugavert að sjá hvort verðið heldur eða hvort það tekur að molna smám saman úr því í takt við útreikninga erlendra fjár- festa sem hafa flestir viljað stað- setja Aramco á 1.200 til 1.500 millj- arða dala bilinu. Sennilega gefur hlutabréfaverðið þá ekki eftir alveg strax, því heimamenn fá viðbótar- hlutabréf í bónus ef þeir halda hlut- um sínum úr útboðinu í ákveðinn tíma. Samtals seldi ríkið frá sér 1,5% af félaginu og fær í staðinn 25,6 milljarða dala, en það gæti reynst krónprinsinum skammgóður vermir því ef hlutabréfaverðið lækkar mun það ekki gleðja samlanda hans. Mikil stemning skapaðist í Sádi- Arabíu í kringum hlutafjárútboðið og var því spáð að sjötti hver íbúi mundi reyna að eignast hlut. Þrýst var á fjársterkar ættir að leggja inn há kauptilboð og bankarnir boðnir og búnir að veita áhugasömum lán, gegn tryggingu í hlutabréfunum. Það þarf ekki að minna Íslendinga á hvað það er varasamt þegar al- menningur tekur út lán í massavís fyrir hlutabréfakaupum. Það myndi særa þjóðarsálina, og væri líka meiriháttar fjárhagslegur skellur fyrir margar milljónir Sáda ef bréf- in enda á að lækka í verði um 30% í takt við íhaldssömustu útreikninga erlendra sérfræðinga. Að ekki sé talað um bankana sem halda hluta- bréfunum sem tryggingu. Þrýstingur á olíuverð Hvað myndi það síðan þýða fyrir olíumarkaðinn í heild, ef innan- landspólitík Sádi-Arabíu verður enn viðkvæmari fyrir sveiflum í olíu- verði? Ef olíuverð leitar niður þá vitaskuld fer hlutabréfaverð Aramco sömu leið, og sömuleiðis þolinmæði nokkurra milljóna Sáda sem lagt hafa eigin peninga að veði. Áður seytluðu olíupeningarnir eftir krókaleiðum til almennings, og nið- ursveifla í olíuverði var eitthvað sem fólk fann fyrir með óbeinum hætti, s.s. í gegnum niðurskurð í ríkisútgjöldum. Bara fyrir viku byrsti Sádi-Arabía sig við sam- starfsþjóðir sínar í OPEC, og hót- aði einhliða aukningu á olíu- framleiðslu ef önnur aðildarríki halda áfram að svindla á sam- komulagi sem gert var um að draga úr olíuframboði. Írak, Nígeríu og Rússlandi hefur víst gengið erfið- lega að stilla sig um að fara yfir umsamin mörk og markaðs- greinendur höfðu á orði að augljós tengsl væru á milli þessarar hót- unar og skráningar Aramco á hluta- bréfamarkað. Bankar með óbragð í munni Talandi um vonbrigði, þá eign- uðust stjórnvöld í Ríad ekki marga vini í alþjóðlega bankageiranum með hlutafjárútboði Aramco. Út- boðið hefur haft mjög langan að- draganda og risabankar á borð við Morgan Stanley og JP Morgan Chase hafa í nokkur ár gengið með grasið í skónum á eftir leiðtogum Sádi-Arabíu til að reyna að tryggja sér skerf af þessari stóru köku. Að taka þátt í stærsta hlutafjárútboði sögunnar er ávísun á risavaxnar þóknanir, sem duga til að slá á óbragðið sem fylgir því að starfa með stjórnvöldum sem traðka á mannréttindum borgaranna. En viti menn: af þeim níu vest- rænu bönkum sem upphaflega áttu að koma útboðinu í höfn voru sex ekki lengur í lykilhlutverki þegar verkefnið var komið á lokasprett- inn. Kom það til af því að áhugi fjárfesta erlendis reyndist ekki eins mikill og vonast hafði verið eftir, og áherslan því í staðinn lögð á inn- lenda kaupendur og innlenda banka. Vestrænu bankarnir sitja eftir með sárt ennið – þeir fá eitt- hvað fyrir sinn snúð, en miklu minna en þeir höfðu vonast eftir. Ein í eyðimörkinni Sumir markaðsgreinendur telja að vonbrigðin séu bara rétt að byrja. Fjárfestar um allan heim virðast farnir að verða afhuga fyrir- tækjum í rekstri sem stangast á við ríkjandi rétttrúnað í loftslags- málum. Þeir hafa því takmarkaðan áhuga á fyrirtækjum sem framleiða bíla, kol og olíu. Af þeim kostum sem bjóðast í þeim geirum, hafi menn á annað borð geð í sér til að fjárfesta, eru margir minna frá- hrindandi en Saudi Aramco. 300 milljarða dala vonbrigði Ásgeir Ingvarsson skrifar frá Istanbúl ai@mbl.is Það er í meira lagi óheppi- legt að ekki skyldi fást hærra verð fyrir 1,5% hlut í Saudi Aramco, en það mun auka á vandann ef hlutabréfaverðið lækkar í framhaldinu niður að því bili sem erlendir sérfræðingar höfðu reiknað út að væri sanngjarnt að greiða. AFP Gestur við upplýsingaskjá í Tadawul-kauphöllinni. Heimamenn tóku lán hjá bönkum til að eignast hlut í Aramco. Þarftu skjóta afgreiðslu á ein- blöðungum, bæklingum, vegg- spjöldum, skýrslum, eða nafn- spjöldum? Þá gæti stafræna leiðin hentað þér. Sendu okkur línu og fáðu verðtilboð. STAFRÆNT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.