Morgunblaðið - 11.12.2019, Side 12

Morgunblaðið - 11.12.2019, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2019SJÓNARHÓLL veita náttúrulega vörn gegn bakteríum í munninum Tvíþætt sink og arginín Dregur úr tannskán Styrkir glerunginn Dregur úr tannskemmdum Frískari andardráttur Dregur úr blettamyndun Dregur úr viðkvæmni Dregur úr tannsteini Fyrirbyggir tannholdsbólgu NÝTT Veruleg fækkun baktería á tönnum, tungu, kinnum og gómi eftir samfellda notkun í fjórar vikur. BYLTING FYRIR ALLANMUNNINN Heildarvörn fyrir tennur, tungu, kinnar og tannhold Frábær vörn í 12 tíma EGGERT Fjármagn lætur heiminn hreyfast“ er lausleg þýð-ing á einkar vinsælum enskum frasa. Þótt færamegi rök með og á móti þessari einföldu stað- hæfingu má þó sættast á það að fjármunir og það til hvaða verkefna þeim er úthlutað hafi mikil áhrif á þró- un þess samfélags sem við búum í. Hátt hlutfall fjár- magns heimsins er í umsjá fagfjárfesta, þeirra á meðal eru lífeyrissjóðir fyrirferðarmiklir og þá sér í lagi hér á landi. Umboðsskylda og langtímahagsmunir Lífeyrissjóðum ber að vinna alfarið og eingöngu í umboði sjóðfélaga og hafa ætíð þeirra hagsmuni að leiðarljósi í öllum ákvörðunum. Þeim er falið að gæta sparnaðar sjóðfélaga og meðal annars tryggja þeim hið margumtalaða áhyggjulausa ævikvöld. Til að standa undir því er meginmarkmið lífeyrissjóðanna óhjákvæmi- lega og samkvæmt lögum að ná góðri ávöxtun á sparn- aðinn að teknu tilliti til áhættu. Það stendur ekki til að mótmæla því markmiði en það er hins vegar vel þess virði að velta upp öðr- um hliðum í því samhengi. Við stöndum frammi fyrir því að með aukinni vitund um áhrif fjárfestinga á það samfélag sem við lifum í hafa vaknað spurningar um það hvort stjórnendum líf- eyrissjóða beri að horfa til fleiri þátta en eingöngu ávöxtunar við ákvarðanatöku. Í tilfelli lífeyrissjóða er um langtímahagsmuni að ræða og fjárfestingar á eign- um sjóðfélaga geta haft áhrif á lífsgæði þeirra á marg- an hátt umfram þann sem mældur er í krónum. Breytingum ýtt úr vör Með breytingu á lögum 129/1997 sem tók gildi árið 2017 var bætt inn ákvæði um það að stjórnum lífeyris- sjóða beri að setja sér stefnu um siðferðisleg viðmið í fjárfestingum. Þessi breyting er ekki gripin úr lausu lofti en með henni er verið að freista þess að opna á möguleika lífeyrissjóða hér á landi til að horfa til fleiri þátta en eingöngu arðsemi með það fyrir augum að það skili betra samfélagi og betri fjárfestingum til langs tíma. Það er skemmst frá því að segja að lífeyris- sjóðir landsins hafa tekið þessari breytingu af miklum krafti og um fátt hefur verið fjallað jafn ítarlega und- anfarin misseri. Hjá mörgum ríkir um það þegjandi en skýrt sam- komulag að þátttaka í fjárfestingum sem augljóslega eru til ills sé ekki æskileg. En heimurinn er ekki svart- hvítur og hvernig leggjum við mat á það hvort fjárfest- ing verði samfélaginu til góðs eða valdi í það minnsta ekki skaða. Sú krafa er í dag gerð til fyrirtækja að þau horfi í víðara samhengi til haghafa sinna en áður hefur tíðkast. Gerðar eru kröfur um að horft sé til fleiri þátta en eingöngu arðsemi hluthafa, svo sem áhrifa starfseminnar á það umhverfi og samfélag sem hún starfar í og vandaðra stjórn- arhátta og upplýst sé um framganginn með reglu- bundnum hætti. Þá má jafn- framt ekki gleyma því að fyrirtæki sem iðka góða stjórnarhætti og sinna starf- semi sinni og samfélaginu sem þau starfa í af alúð ættu með réttu að vera líklegri til að skila betri langtíma- árangri en önnur. Valkostir sem fara saman Stjórnir lífeyrissjóða, líkt og aðrir, vilja leggja sitt af mörkum til að tryggja far- sælt samfélag til lengri tíma. Til þess að svo megi verða þarf að huga að því í hvaða verkefni fjármunum er varið. Spurningin sem oft ber á góma er hins vegar sú hversu langt á að ganga í því að tryggja hagsmuni samfélagsins í heild á kostnað ávöxt- unar og geta þessir tveir valkostir farið saman. Færa má rök fyrir því að viðkvæðið meðal lífeyrissjóða Evr- ópu og jafnvel víðar sé hið seinna, valkostirnir séu ekki tveir heldur fari þeir saman. Áleitnasta spurningin í dag er því frekar orðin sú hvaða aðferðum er best að beita til að leggja mat á ábyrgar fjárfestingar í heimi sem er ekki nægjanlega svarthvítur til að svarið liggi alltaf í augum uppi. LÍFEYRISMÁL Snædís Ögn Flosadóttir framkvæmdastjóri EFÍA og LSBÍ Ábyrgar fjárfestingar ” Hjá mörgum ríkir um það þegjandi en skýrt samkomu- lag að þátttaka í fjárfestingum sem augljóslega eru til ills sé ekki æskileg. En heimurinn er ekki svarthvítur og hvernig leggjum við mat á það hvort fjárfesting verði samfélaginu til góðs eða valdi í það minnsta ekki skaða. VEFSÍÐAN Snjallir stjórnendur vita hversu mikilvægt það er að bæði safna saman og gera aðgengilega alla þá þekkingu, sambönd, innsæi og gögn sem starfsfólkið býr yfir. Ekki gengur að fólk lúri eins og ormur á gulli á visku eða hug- myndum sem gætu nýst kollegum þeirra vel, og svo eru einfaldlega ótal gögn af ýmsu tagi sem fólk þarf að hafa við höndina við vinnu sína; allt frá handbókum og tékk- listum yfir í símanúmera- og tölvupóstfangaskrár. Með forritinu Skara má safna saman og halda vandlega utan um þessar ómissandi upplýsingar. Skara er ekki fyrsta vinnustaða- wikiforritið, en aðstandendur verkefnisins halda því fram að sérstaða Skara felist í því að bæta utanumhald og stuðla að því að þau gögn sem þar er safnað sam- an séu uppfærð með reglulegu millibili auk þess að passa að fyllt sé í eyður sem kunna að koma í ljós. Til að hvetja starfsfólk til að nota Skara er forritið búið n.k. verðlaunakerfi, sem gefur not- endum „medalíur“ ef þeir t.d. eru duglegir að stofna nýjar færslur í gagnasafninu eða ef þeir þykja hafa sett inn mjög gagnlegan texta. Þá vaktar forritið hvernig gögn- in þar eru notuð og lætur vita ef færslur í gagnasafninu kunna að vera úreltar eða ófullnægjandi. ai@mbl.is Þekking vinnu- staðarins varðveitt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.