Morgunblaðið - 11.12.2019, Side 6

Morgunblaðið - 11.12.2019, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2019FRÉTTIR HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í DAGVÖRUVERSLUN Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt að félagið Krummafótur ehf. taki að sér rekstur dagvöruverslunar í Stykkishólmi í samræmi við leigu- samning þess efnis við Ísborg ehf. Hafði Ísborg tekið við rekstrinum í kjölfar sáttar milli Samkeppniseft- irlitsins við Haga í kjölfar kaup fé- lagsins á Olís, enda urðu Hagar með viðskiptunum eini aðilinn sem seldi dagvörur í bæjarfélaginu. Var gerð sátt sem fól í sér að annar rekstrar- aðili myndi reka verslunina. Rekstur Ísborgar gekk hins vegar erfiðlega og var versluninni lokað í september. Taldi Samkeppniseftir- litið „óhjákvæmilegt að leita leiða til þess að ná fram markmiðum þeirra skilyrða sem sett voru vegna og í tengslum við samruna Haga og Olís,“ að því er fram kemur í tilkynningu á vef eftirlitsins. Í samræmi við þarfir viðskiptavina Kom þá Krummafótur til sögunar sem nýr rekstraraðili og hlaut hann samþykki Samkeppniseftirlitsins 9. desember, en fyrirtækið mun reka bæði verslun og veitingastað í hús- næðinu. Þá mun vöruúrval verslunar- innar verða veitingar, dagvörur á þægindamarkaði, olíu- og bílavörur, vörur tengdar ferðamönnum, ásamt öðru. „Í ljósi ábendinga frá viðskipta- vinum verslunarinnar í kjölfar söl- unnar til Ísborgar og rekstrarerfið- leika þess félags beindi Samkeppniseftirlitið þeim tilmælum til nýrra rekstraraðila að huga að því að afgreiðslutími og vöruframboð verslunarinnar yrði í samræmi við þarfir viðskiptavina í Stykkishólmi,“ segir í tilkynningunni. Skilyrða rekstur í Stykkishólmi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Krummafótur mun reka verslun í Stykkishólmi. Florealis hefur vaxið hratt frá stofn- un árið 2013. Í dag er fyrirtækið með níu jurtalyf og lækningavörur á markaði og í lok október voru Flor- ealis-vörurnar til sölu í um 600 apó- tekum. Því til viðbótar er einnig nýbúið að ljúka samningum við eina af stærstu apótekakeðjum Svíþjóðar og bætast þá við 300 sölustaðir. Kolbrún Hrafnkelsdóttir, stofnandi Florealis og forstjóri, er að vonum ánægð með árangurinn. Fyrirtækið stendur núna fyrir hlutafjármögnun á sprotafjármögnunar-markaðstorginu Funderbeam og verður fjármagnið sem þannig aflast einkum nýtt til að setja aukinn kraft í markaðsstarfið. „Fram að þessu hafa fjárfestar lagt okkur til um 600 milljónir króna. Í fjárfestahópnum eru m.a. öflugir einkafjárfestar sem margir hafa bak- grunn í lyfjaiðnaði en líka vísisjóð- urinn Nýsköpunarsjóður atvinnulífs- ins,“ segir Kolbrún. Morgunblaðið hefur áður fjallað um fjármögnun íslenskra sprota í gegnum Funderbeam. Hugbúnaðar- fyrirtækið Flow reið þar á vaðið og matvælasprotinn Lava Cheese fylgdi í kjölfarið. Bæði náðu góðum árangri og fengu fjölda erlendra aðila inn í fjárfestahópinn. Funderbeam var stofnað af fyrrverandi stjórnanda kauphallarinnar í Tallinn og er fjár- mögnunarvettvangur sniðinn að þörf- um ungra fyrirtækja í vaxtarfasa. Florealis ákveður hve margir hlutir eru boðnir til sölu og á hvaða verði, og getur almenningur eignast hlut til jafns við fagfjárfesta og notið sömu kjara. Vilja fleiri valkosti Jurtalyf Florealis eru framleidd samkvæmt ströngustu gæðakröfum og fara í gegnum flókið ferli til að fá skráningu sem jurtalyf. „Kröfurnar eru þær sömu og gerðar eru til lyfja almennt og þurfum við að fylgja for- skriftum Lyfjastofnunar Evrópu, s.s. um hvernig má nota lyfin og í hvaða styrk,“ útskýrir Kolbrún en frá upp- hafi hefur uppbygging vörulínunnar beinst að því að finna glufur á mark- aðinum þar sem vöntun er á annars konar lausnum við kvillum og sjúk- dómum. „Varan okkar Lyngonia, sem notuð er við vægum þvagfærasýk- ingum hjá konum, er ágætis dæmi um þetta. Fram til þessa hefur Ís- lendingum helst staðið til boða að nota sýklalyf til að vinna bug á þvag- færasýkingu en Lyngonia getur gert sama gagn og notar til þess virk efni úr sortulyngi,“ segir hún og bendir á að neytendur séu í dag meðvitaðir um mikilvægi þess að hafa hemil á notk- un sýklalyfja. „Annað gott dæmi er Sefitude, sem inniheldur garða- brúðurrótarútdrátt og er notað við vægum kvíða og svefntruflunum. Þar er komin vara sem hentar m.a. þeim sem vilja síður taka hefðbundin svefnlyf sem mögulega geta haft ávanabindandi eiginleika.“ 3.000 blaðsíðna umsóknir Það gerir árangur Florealis ekki síður merkilegan hvað yfirbygging fyrirtækisins er smá. Sjö manns starfa á skrifstofu Florealis á Íslandi og tveir til viðbótar hjá útibúi í Sví- þjóð. Fyrstu árin fóru í þróunarvinnu, leyfisumsóknir og skráningar, og komu vörurnar allar á markað á síð- ustu tveimur árum. Þá eru tvær nýjar vörur í pípunum en í dag spannar úr- valið allt frá jurtalyfi til að fyrir- byggja mígreni, yfir í mjúka froðu sem dregur úr kláða, sviða og ertingu á kynfærasvæði. „Að fá jurtalyf skráð er ferli sem hefst með því að leggja fram mikið magn rannsóknargagna sem síðan eru færð yfirvöldum til um- sagnar. Í okkar tilviki hefur hver um- sókn verið í kringum 3.000 blaðsíður að lengd og verið um 18 mánaða ferli að fylgja hverri umsókn eftir.“ Með öll leyfi í höfn, og vandaða vöru í fallegum umbúðum, er svo eftir að koma vörunni á framfæri við neyt- endur. Kolbrún segir að vitaskuld skipti miklu að komast að í apótekum og mikil samkeppni ríki um hillu- plássið. „Samhliða því þurfum við að heimsækja apótekin og fræða starfs- fólkið um vöruna og kynna hana fyrir neytendum. Þá höfum við lagt áherslu á greinarskrif í samvinnu við fagaðila, þar sem við upplýsium al- menning um hvernig hægt er að við- halda góðri heilsu,“ útskýrir hún. „Smám saman ná vörunnar betri fót- festu og sjáum við það t.d. á Íslandi í dag að ákveðnar vörur hafa náð að festa sig í sessi og hópur fólks kaupir okkar jurtalyf aftur og aftur.“ Huga að langtímaáhrifunum Neytendur viðrast vera að vakna til vitundar um hve gagnleg jurtalyf geta verið en Kolbrún, sem er lyfja- fræðingur að mennt, veit hvað blaða- maður er að fara þegar hann spyr um fordóma í garð heilsubætandi efna sem unnin eru úr jurtum. Hún segir mikinn mun á jurtalyfjum og t.d. fæðubótarefnum þar sem framleið- endur jurtalyfja þurfa að sýna fram á gæði, öryggi og verkun og skráningin er trygging neytenda fyrir því að var- an uppfylli skilyrði heilbrigðisyfir- valda „Ólíkt því sem margir halda þá eiga mörg öflug lyf á markaðinum uppruna sinn í náttúrunni, s.s. mörg verkjalyf og krabbameinslyf. Um þriðjungur hefðbundinna lyfja á ræt- ur að rekja til náttúrunnar.“ Þá segir Kolbrún að jurtalyf séu í sókn, í takt við vaxandi heilsumeðvit- und almennings. „Frekar en að leita að lyfi sem t.d. drepur sýkingu sem hraðast þá hugar fólk líka að því hver langtímaáhrifin á líkamann munu verða eftir að sjúkdómurinn er á bak og burt. Að ætla t.d. að fara á sýkla- lyfjakúr þrisvar á ári er eitthvað sem gæti endað með því að ný vandamál skytu upp kollinum.“ Finna glufur á markaðinum þar sem vantar betri kosti Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Stofnandi Florealis segir sumar vörur fyrirtækisins þegar hafa náð að festa sig í sessi á Íslandi. Bráðum hefst sala á vörunum í 300 apótekum í Svíþjóð og fjár- mögnun stendur yfir á Funderbeam. Morgunblaðið/Eggert „Ólíkt því sem margir halda þá eiga mörg öflug lyf á markaðinum uppruna sinn í náttúrunni,“ segir Kolbrún um gagnsemi jurtalyfja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.