Morgunblaðið - 11.12.2019, Side 9
ið Við-
öfnuðu sam-
með aðstoð rík-
ir innan fimm
rðum banda-
ddu við hundr-
immta tug
örg ríki ásamt
ulegs módels
m tengingum
ma-verkefnið
ókst að komast
daríkjunum.
í ferli að við
am til þessa
t. Það kemur
þá jafnvel
umhverfi. Við
til að stuðla að
er svo ótrú-
g fyrir þessi
ætasköpun
viti. Þarna eru
þetta eru auð-
usnir á alls
m við stöndum
nýir fjármunir
horfum á í
m við þessu efst
um sjóði á fót.
rfestingar
ðarljósið í ný-
ð á þá leið að ef
r á að heim-
áðar áttir.
inn í þessi
fjármagnið
ynsluna og
m okkur bráð-
íslenska aðila
örbreyta um-
m þá auðvitað
myndi það hafa verulega jákvæð áhrif á umhverfið
hér,“ segir Þórdís.
Að sögn Guðmundar hefur þessi þekking sem Þór-
dís talar um ekki verið nægilega mikil hjá íslenskum
vísisjóðum.
„En þeir eru að byggja hana upp. Og það er til-
gangurinn. Að styðja við þetta þannig að þessi þekk-
ing og reynsla verði hérna. Að við getum fengið inn-
lenda og erlenda sjóði til þess að starfa saman. Þá
verður auðveldara fyrir góðar hugmyndir frá Íslandi
að þroskast og verða að einhverju sem hægt er að
markaðssetja erlendis,“ segir Guðmundur.
Hækkandi aldur áhyggjuefni
Að hans sögn er afar mikilvægt að fá samfellu í
sjóðaumhverfið því hún veitir bæði aðhald og við-
heldur kunnáttu og sérþekkingu á sviði nýsköpunar.
„Þetta er langhlaup. Og við verðum að passa það að
við séum að styðja við þetta núna. Ef við gerum þetta
vel og tryggjum viðveru þessara sjóða, að það verði
til aðgengi fyrir innlenda nýsköpunaraðila að fjár-
mögnun, þá mun það skila sér eftir 10 ár. Við viljum
að hér geti orðið til stór stöndug fyrirtæki sem verða
að 10 árum liðnum orðin grunnurinn að efnhags-
reikningi landsins,“ segir Guðmundur.
Sé litið til fyrirtækjanna í Kauphöll Íslands sést að
meðalaldur þeirra hefur farið hækkandi undanfarin
ár. Stærstu nýsköpunarfyrirtæki landsins eru engin
unglömb. Össur hf. var stofnaður árið 1971 og verður
brátt hálfrar aldar gamalt, Marel var stofnað árið
1983 og CCP var stofnað árið 1997. Að sögn Guð-
mundar er þetta ekki eftirsóknarverð þróun.
„Meðalaldur skáðra fyrirtækja hér á landi er að
hækka. Til samanburðar þá hefur meðalaldurinn
verið að hrynja í Bandaríkjunum síðustu 30 árin.
Danir hafa horft mikið á þetta síðustu ár og þar þyk-
ir þetta vera áhyggjuefni. Þar eru gömul og stöndugt
fyrirtæki á borð við flutningafyrirtækið Maersk en
þar þykir vanta nýliðun. Við erum á sama báti. En
við lögum þetta ekki í dag. En til þess að laga þetta
þurfum við að vinna að þessu í dag. Það tekur 10-20
ár. Þetta er ekki gert til þess að ýta einhverjum öðr-
um í burtu. Þú vilt hafa nýliðun þarna og ung fyrir-
tæki í bland við eldri,“ segir Guðmundur.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2019 9FRÉTTASKÝRING
Lagt er til að auka leyfilegt hlutfall lífeyrissjóða í vísi-
sjóði úr 20% í 35%. Á Íslandi sækja vísisjóðir aðallega
fjármagn til lífeyrissjóða og hingað til hefur þurft að-
komu að lágmarki fimm slíkra sjóða þegar stofna á vísi-
sjóð. Í raun sýna gögn að að lágmarki hafi þurft sjö til
10 lífeyrissjóði til þess að koma sjóði á legg. Þrátt fyrir
það hafa nokkrir lífeyrissjóðir að sögn Þórdísar nýtt
20% fjárfestingahámarkið. „Við vitum að áhuginn hefur
verið til staðar og við höfum fengið góð viðbrögð við til-
lögunni frá fulltrúum þeirra lífeyrissjóða sem við höfum
rætt við,“ segir Þórdís en að auki eru eftirfarandi tillögur
settar fram:
Lagt er til að skattaleg meðferð kauprétta í nýsköp-
unarfyrirtækjum verði rýmkuð. Vinna er hafin í fjár-
málaráðuneytinu við að skoða þá möguleika ásamt
embætti ríkisskattstjóra. Aðgerðatillögurnar miða að
því að hvetja til fjárfestingar í sprotafyrirtækjum og
gera þeim auðveldara fyrir að laða að starfsfólk,
stjórnendur og ráðgjafa. Lagt er til að skipti á hluta-
bréfum verði skattfrjáls fyrir bæði einstaklinga og fé-
lög, að frestun á skattalegri meðferð kauprétta verði
ekki einskorðuð við starfsmenn viðkomandi félaga
heldur muni hún einnig ná til stjórnarmanna, ráðgjafa
og annara viðsemjenda félagsins, og að hagnaði eig-
enda breytanlegra skuldabréfa, sem breytt er í hlutafé
á lægra verði en gangverð viðkomandi félags, sé
frestað.
Sett hefur verið á laggirnar hugveita nýsköp-
unarráðherra um málefni frumköðla og nýsköpunar á
Íslandi.
Ráðherra hefur ákveðið að í fjárveitingum til þeirra
stofnana sem heyra undir ferðamála-, iðnaðar- og
nýsköpunarráðherra verði gerð krafa um að hluta
þeirra verði varið í aðkeyptar nýsköpunarlausnir.
Stjórnarráðið vinnur að því að auka notkun á þeim
gögnum sem stofnanir hins opinbera geyma og mun
Orkustofnun ríða á vaðið, opna gögn sín og skipu-
leggja hakkaþon þar sem saman koma fulltrúar stofn-
unarinnar og fulltrúar frumkvöðla sem sjá möguleika í
að nýta slík gögn til að þróa nýjar lausnir.
Lífeyrissjóðir áhugasamir um aukna þátttöku
Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og forstjóri
leikjafyrirtækisins Teatime Games, sem einnig stofnaði
leikjafyrirtækið Plain Vanilla árið 2011 og gaf út leikinn
QuizUp árið 2013, þekkir íslenskt nýsköpunarumhverfi af-
ar vel. Þegar hann stofnaði Plain Vanilla var lítið um fjár-
magn hér á landi sem sett var í slík áhættuverkefni að
hans sögn og því fór hann út til San Francisco. „Það var
mikið gæfuskref því þessir vísisjóðir úti búa yfir svo mikilli
þekkingu og tengingum við önnur fyrirtæki. Við í Plain
Vanilla högnuðumst rosalega mikið á því að taka inn fjár-
festa á borð við Sequioa Capital og það er raunar aðal-
ástæðan fyrir því, þegar ég er að stofna Teatime, að við
við förum beint í að fá fjármagn frá svona stórum erlend-
um aðilum. En jafnvel þó að það sé mjög gott skref að fá
meira fjármagn inn í nýsköpunar-
umhverfið hér er vöntun á fjármagni
ekki eini flöskuhálsinn fyrir góð fyrir-
tæki. Eitt stórt atriði er hugarfarið; þjóð-
arsálin. Það að taka það skref að stofna
fyrirtæki felur í sér mikla áhættu. Á Ís-
landi og í Evrópu fylgir því mikil skömm
að stofna fyrirtæki og kannski mistak-
ast. Það er ekki svoleiðis í Bandaríkj-
unum. Þar vilja sjóðir helst að frum-
kvöðlar hafi einhver mistök á bakinu af því að maður lærir
svo mikið af því ferli. Það er það sem við þurfum mest að
vinna í. Að ungt fólk með stórar hugmyndir þori að láta
verða af þeim og sé ekki hrætt við að mistakast.“
Þorsteinn Baldur
Friðriksson
Óhrædd við að mistakast
Morgunblaðið/Eggert