Morgunblaðið - 11.12.2019, Side 16
dk iPos snjalltækjalausn
fyrir verslun og þjónustu
Einfalt, fljótlegt og beintengt dk fjárhagsbókhaldi
Smáratorgi 3, 201 Kópavogur • Hafnarstræti 53, 600 Akureyri
510 5800, dk@dk.is, www.dk.is
dk iPos er hluti af snjalltækjalínu dk hugbúnaðar.
Líttu við og fáðu kynningu á þeim fjölbreyttu lausnum
sem dk hugbúnaður hefur fyrir verslun og þjónustu.
VIÐSKIPTA
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
VIÐSKIPTI Á MBL.IS
Starfsfólki Ölgerðarinnar settir …
Greiða yfir 122 milljarða sekt …
Grænt ljós á Smáíbúðahverfi
Play hefur ekki greitt laun fyrir …
Risastórt taílenskt fyrirtæki …
Mest lesið í vikunni
INNHERJI
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
SKOÐUN
Hamborgarabúlla Tómasar, eða
Tommi’s Burger Joint, eins og keðj-
an heitir utan Íslands, hefur lokað
veitingastöðum sínum í Osló og er
hætt rekstri.
Christopher Todd, framkvæmda-
stjóri Tommi’s Burger Joint í Nor-
egi, segir í samtali við Viðskipta-
Moggann að fyrirtækið hafi rekið
þrjá veitingastaði í Osló frá árinu
2017, þar sem hamborgurunum hafi
verið vel tekið af heimamönnum.
Hann segir að jafn og stöðugur vöxt-
ur hafi verið í rekstrinum, en síðustu
tíu mánuðir hafi reynst erfiðir. Mikl-
ar götuframkvæmdir hafi staðið yfir
og valdið verulegu ónæði og skertu
aðgengi að veitingastöðunum sem
leitt hafi til verulegs samdráttar í
sölu og skapað erfiðleika í rekstri.
Hann segir að í kjölfar þessara
breyttu rekstrarforsendna hafi for-
svarsmenn Tommi’s Burger Joint í
Noregi ákveðið að hætta starfsemi
þar.
15 veitingastaðir
Undir merkjum Tommi’s Burger
Joint eru reknir utan Noregs 15
veitingastaðir á Íslandi, Bretlandi,
Þýskalandi, Danmörku og Ítalíu og
segir Todd að þetta muni ekki hafa
áhrif á aðra markaði þar sem fyrir-
tækið er starfandi.
Eins og fram kom í umfjöllun
Morgunblaðsins um Tommi’s Bur-
ger Joint í Noregi í apríl sl., þá var
fyrsta búllan í Ósló opnuð við Skip-
pergate, steinsnar frá aðal-
járnbrautarstöðinni, í október 2015
en henni var síðar lokað. Í greininni
er sagt frá því að nýr staður í Noregi
sé á teikniborðinu en af honum verð-
ur ekki eins og greint er frá hér að
framan.
Tíu mánaða götuframkvæmdir urðu til þess að Búllunni í Noregi var lokað.
Búið að loka
Búllunni í Noregi
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Miklar götuframkvæmdir
ollu verulegu ónæði og
skertu aðgengi að Tommi’s
Burger Joint í Osló.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Hlaupahjól hafa lengi notið vin-sælda hjá yngstu kynslóðinni.
Líklega í áratugi. Síðan tóku starfs-
menn flugstöðva upp á því að not-
ast við slík tæki á leið sinni eftir
hinum miklu rangölum. Ekki leið á
löngu uns starfsfólk sjúkrahúsa sá
sér leik á borði og tók þessi ein-
földu en sniðugu tæki í sína þjón-
ustu.
Í hinni miklu rafmagnsvæðingusem nú á sér stað, í bland við
snjalltækni sem opnar á viðskipti af
ýmsum toga, hafa hlaupahjólin hlot-
ið nýtt og verðskuldað verkefni. Í
borgum víða um heim þeysist fólk
nú um á þessum létttækjum sem
það leigir með einum smelli í snjall-
forriti. Tækin má svo skilja eftir
hvar sem er og næsti maður getur
tekið þau í þjónustu sína í næstu
svipan.
Þetta er forvitnileg þróun, gerirhreyfanleika fólks meiri og
dregur úr þörf þess fyrir að hoppa
um borð í næsta strætis- eða lest-
arvagn. En sá böggull fylgir
skammrifi þar sem þessi tækni hef-
ur fest sig rækilega í sessi að
hlaupahjólin sem ekki eru í notkun,
standa eða liggja eins og hráviði
um allt og ekkert skipulag er á því
hvar fólk leggur þau frá sér.
Þetta er orðið verulegt lýti ámörgum borgum. Og það víti
má varast hér, nú þegar tæknin
festir sig í sessi. Setja þarf skýr
mörk um það hvar leggja má þess-
um tækjum og hvar ekki. Það er
öllum til hagsbóta.
Rafmagnað
hráviðiÁ fjórum árum hafa tekjur Ríkis-útvarpsins af sérskatti sem
nefndur er útvarpsgjald, aukist um
600 milljónir króna á ári að raun-
virði. Á tímabilinu hefur stofnunin
einnig fengið tæpa tvo milljarða út
úr því að selja lóðir á svæðinu
kringum Útvarpshúsið. Ríkiseign-
irnar komu í hlut stofnunarinnar því
hún var talin ógjaldfær. Engu skipt-
ir hversu miklu fé er ausið í Efsta-
leiti, holan fyllist aldrei.
Ljóst er að ríkissjóður er fyrirlöngu kominn í ógöngur með
það fyrirkomulag sem komið var á
með því að breyta Ríkisútvarpinu í
opinbert hlutafélag. Verri eru áhrif-
in sem bægslagangur þess hefur á
auglýsingamarkaði. Þegar hug-
myndum er hreyft um hvernig bæta
megi úr þessu ófremdarástandi er
eins og að allt ætli af göflunum að
ganga.
Í Bretlandi hafa stjórnmálaöflinlengi staðið vörð um BBC og
skriflegt samkomulag liggur fyrir
um að breyta nær engu í umgjörð
stofnunarinnar fram til ársins 2027.
En umræðan má þó eiga sér stað og
Boris Johnson, sem sennilega nær
hreinum meirihluta í þingkosning-
unum á morgun, hefur lagt tvennt
markvert fram um stöðu BBC.
Hvort tveggja mætti fá hljómgrunn
hér heima.
Annars vegar vill hann að gjaldiðsem rennur til BBC verði kall-
að sínu rétta nafni. Skattur er það
og skattur skal það vera. Hið sama
á augljóslega við um útvarpsgjaldið
og það er lagt á alla, hvort sem þeir
kæra sig um að nýta sér þjónustu
Ríkisútvarpsins eða ekki. Sambæri-
lega eða betri þjónustu getur fólk
sótt annað á eigin kostnað en ríkis-
valdið þvingar fólk til þess að borga
fyrir eitt en annað ekki.
Hitt er að Íhaldsflokkurinn virð-ist færast nær þeirri skoðun
að fólk muni hafa val um það hvort
það greiði skattinn til stofnunar-
innar eða ekki. Vísa þeir til þess að
á ári hverju er á annað hundrað
þúsund manns dregið fyrir dómara
vegna vanefnda á greiðslunum til
BBC. Árið 2013 voru 153 þúsund
manns „sakfelld“ vegna þess að þau
stóðu ekki í skilum. Sjötíu ein-
staklingar voru fangelsaðir vegna
þess að þeir neituðu að borga.
Væri það ekki hentugt og eðli-legt aðhald fyrir RÚV og þá
sem ráða þar ríkjum ef fólk hefði val
um það hvort það legði stofnuninni
til fjármagn í formi nefskatts? Væri
ekki nær í nútímasamfélagi að fólk
ákvæði fyrir sig sjálft hvaða fjöl-
miðlar fengju fé úr vasa þess?
Hvaða rök gætu mögulega staðið
gegn því?
Tímaskekkja í Efstaleiti
Reitir hafa náð sam-
komulagi við hótel-
keðjuna Hyatt um
rekstur á Laugavegi
176 frá árinu 2022.
Hyatt í gamla
sjónvarpshúsið
1
2
3
4
5