Morgunblaðið - 11.12.2019, Side 11

Morgunblaðið - 11.12.2019, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2019 11 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Kleppsmýrarvegur 8 | 104 Reykjavík | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is Alhliða Ræstingar Öflugt gæðaeftirlit og góð þjónusta Hafðu samband og við gerum fyrir þig þarfagreiningu og tilboð í þjónustu án allra skuldbindinga. Þegar litið er yfir framfarirnar undan- farna áratugi blasir við hve risastór bylting hefur orðið í allri tækni tengdri veiðum og vinnslu á fiski. Þökk sé stöðugri nýsköpun hefur tek- ist að bæta afköst, auka gæði og hlífa starfsfólki við erfiðustu, einhæfustu og mest slítandi handtökunum. Þróunin er enn á fleygiferð og líður varla sá ársfjórðungur að ekki sé kynnt til sögunnar ný og enn betri lausn af einhverjum toga. Marel hefur verið í fararbroddi á heimsvísu í há- tæknilausnum, heildarkerfum og hugbúnaði, og með lausnum sínum og þjónustu leikið stórt hlutverk í tækni- væðingu íslensks sjávarútvegs. Árlega beinir fyrirtækið um 6% tekna í fjár- festingu í nýsköpun og því eðlilegt að leita þangað til að fá hugmynd um hvernig framtíðin kann að verða; hvaða áskoranir og tækifæri eru hand- an við hornið og hvar áherslurnar ættu að liggja. Ný störf og nýjar kröfur Sigurður Ólason, framkvæmda- stjóri fiskiðnar Marel, hélt áhugavert erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni í nóvember á málstofu þar sem um- ræðuefnið var þróun sjávarútvegs á næstu 20 árum. Hann segir að vissu- lega séu spennandi tímar framundan en að árangurinn muni ekki nást af sjálfu sér heldur muni hann hvíla á vandaðri ákvarðanatöku og réttum áherslum. „Þetta er áskorun sem varðar alla hagaðila; jafnt atvinnulíf, menntakerfið og stjórnmálin.“ Sigurður dregur upp mynd af því hversu róttækar breytingar kunna að vera framundan og nefnir sem dæmi að því sé spáð að þegar börnin sem í dag eru í grunnskóla koma út á vinnu- markaðinn þá muni í kringum 65% þeirra fást við störf sem eru hreinlega ekki til í dag. „Þá getum við vænst þess að efnahagslegt og pólitískt landslag heimsins muni taka breyt- ingum og þungamiðjan færast lengra til austurs,“ segir hann. Síðast en ekki síst mun þurfa að metta miklu fleiri munna um miðja þessa öld. „Íbúafjöldi jarðar er í dag um 7 milljarðar manna og árið 2050 nálgast mannkynið 10 milljarða mark- ið. Nýsköpun verður algjört lykilatriði ef á að tryggja nóg af fæðu. Á sama tíma gerir ört stækkandi hlutfall neyt- enda kröfu um að matvæli séu örugg, holl, hagkvæm, rekjanleg og fram- leidd á sjálfbæran hátt.“ Tæknin tekur völdin Þegar er farið að glitta í framfarir- nar sem verða á komandi áratugum. Fjórða iðnbyltingin er brostin á og ró- bótar komnir til starfa í íslenskum fiskvinnslum á sama tíma og gervi- greind nýtir myndavélar og röntgen- tæki til að tegundagreina fiskinn, stærðarmæla hann og koma auga á bein og skemmdir. „Við erum að fikra okkur í átt að vinnslu þar sem við fær- um gervigreind meira vald til ákvarð- anatöku m.a. með það fyrir augum að bæta nýtingu og brúa betur bilið á milli hráefnisframleiðslu, markaðar og neytanda,“ segir Sigurður. „Þá munu róbotar verða enn meira áberandi í matvælaframleiðslu rétt eins og öllum öðrum iðnaði. Í dag eru um 2,3 millj- ónir róbota í notkun á heimsvísu en verða orðnir 20 milljón talsins strax árið 2030, og nýttir í sjávarútvegi til að leysaf af hendi einhæf og erfið störf.“ Sigurður segir ekki annað hægt en að horfast í augu við þá staðreynd að á sviðum eins og sjávarútvegi munu störf hverfa, en önnur og allt öðruvísi störf verða til í staðinn. „Það er þar sem kemur m.a. til kasta atvinnulífs- ins, menntakerfisins og stjórnvalda, og þörfin fyrir heildstæða nálgun blas- ir við. Manna þarf ný tæknistörf sem nauðsynleg eru til að stýra tækjum og hugbúnaði sem halda vinnslum gang- andi,“ útskýrir Sigurður og bætir við að það væri ekki heillavænlegt ef sam- félagið liti á þessa þróun sem ógn. „Þvert á móti er um risavaxið tæki- færi að ræða, og óhjákvæmilegt að stíga þessi skref ef við ætlum ekki að dragast aftur úr í samkeppninni við önnur lönd.“ Veitt og verkað eftir pöntun Þá er fyrirsjáanlegt hvernig um- hverfismálin munu vega æ þyngra í sjávarútvegi, og hvernig tæknin mun þar leika lykilhlutverk með tækjum sem ná að framleiða meira magn mat- væla með minni orku- og vatnsnotkun, og ná á sama tíma enn betri nýtingu. „Sýn Marel er að vinna í samstarfi við viðskiptavini við að umbylta mat- vælaframleiðslu á heimsvísu með sjálf- bærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Í öflugri vöruþróunarstarfssemi okkar, sem fer einnig að miklu leyti fram í samstarfi við viðskiptavini, gerum við kröfu um að nýjar lausnir uppfylli ströng viðmið um sjálfbæra matvæla- vinnslu. Þar er áhersla á að hámarka nýtingu, og tryggja matvælaöryggi og rekjanleika. Þannig leggjum við okkar af mörkum við að lágmarka sóun og einfalda flutninga allt frá fiskvinnslum og yfir í hillur matvöruverslananna,“ segir Sigurður. Hann bendir á að í dag fari um 35% af allri matvöru til spillis á ýmsum stöðum í vinnslu- og virð- iskeðjunni, allt frá býli eða hafi til neytenda. „Er því núna spáð að í stað þess að virðiskeðja sjávarútvegsins verði veiðidrifin, þá verði hún mark- aðsdrifin; að í stað þess að reyna að finna kaupendur að þeim fiski sem veiðist þá muni framleiðendur veiða og skaffa fisk í takt við eftirspurn neytenda.“ Til að lesendur skilji betur hvernig mynd þannig sölu- og dreifingarkerfi gæti tekið á sig segir Sigurður að sjálfvirknivæðing þýði að eftir því sem nýta má sjálfvirkar lausnir betur til að fullvinna fiskinn verði minni ástæða til að senda hráefni á milli markaðs- svæða til að elta lægsta launakostn- aðinn. Fyrir vikið muni fullvinnsla færast mun nær neytendum og ekki sama þörf á að flytja fisk þvers og kruss yfir heiminn heldur færi hann stystu leið frá miðum til verslunar. „Neytandinn gæti þá pantað í gegnum snjallsímann sinn þá fisktegund og bitastærð sem hann vill, meðfram öðr- um matarinnkaupum heimilisins, og ofar í vinnsluferlinu væri tekið jafn- harðan við þessum upplýsingum til að vinna og verka fiskinn í samræmi, hvort heldur til að afhenda heim að dyrum seinna sama dag eða síðar í vikunni, með minna kolefinsfótspori og engri sóun.“ Má ekki líta á breytingarnar sem ógn Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Í framtíðinni gæti gervi- greind og sjálfvirkni gjör- breytt virðiskeðju sjávar- útvegsins. Vinnsla færist nær neytendum, flutninga- leiðir styttast og framboð- inu verður alfarið stýrt af óskum neytenda. Sjálfvirkur armur raðar flökum í öskju í verksmiðju Vísis í Grindavík. Framtíðin í nýtingu tækni í sjávarútvegi er heldur betur spennandi. Sigurður Ólason Afurðaverð á markaði 10. des. 2019, meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 424,13 Þorskur, slægður 492,73 Ýsa, óslægð 338,59 Ýsa, slægð 309,53 Ufsi, óslægður 154,46 Ufsi, slægður 190,56 Gullkarfi 246,46 Blálanga, slægð 218,03 Langa, óslægð 161,44 Langa, slægð 215,48 Keila, óslægð 98,77 Keila, slægð 120,40 Steinbítur, óslægður 149,50 Steinbítur, slægður 451,77 Skötuselur, slægður 577,89 Grálúða, slægð 493,74 Skarkoli, slægður 405,17 Þykkvalúra, slægð 855,17 Langlúra, óslægð 207,00 Bleikja, flök 1.536,25 Gellur 1.061,00 Hlýri, slægður 382,02 Kinnfiskur, þorskur 1.251,00 Lúða, slægð 474,42 Lýsa, óslægð 83,80 Lýsa, slægð 94,99 Skata, slægð 10,49 Stórkjafta, slægð 230,00 Undirmálsýsa, óslægð 197,34 Undirmálsýsa, slægð 122,00 Undirmálsþorskur, óslægður 228,79 Undirmálsþorskur, slægður 253,22

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.