Morgunblaðið - 11.12.2019, Side 10

Morgunblaðið - 11.12.2019, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2019 Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 hafðu það notalegt vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar AF 200 MÍLUM Á MBL.IS Samhliða því að KG Fiskverkun, í eigu Hjálmars Kristjánssonar, keypti 46,6 milljónir hluta í Brimi af Guðmundi Kristjánssyni, for- stjóra Brims, á 1,77 milljarða króna, keypti Útgerðarfélag Reykjavík- ur alla hluti í eigu KG Fiskverkunar í eignarhaldsfélaginu Kristján Guðmundsson ehf. sem á um 37% hlut í Útgerðarfélagi Reykjavíkur. Með viðskiptunum eru fjárhagsleg tengsl bræðranna Hjálmars og Guðmundar sögð rofin og eignarhald þeirra í Brimi aðskilið, að því er segir í fréttatilkynningu frá Útgerðarfélagi Reykjavíkur. Jafnframt er tekið fram að Hjálmar muni ekki hafa neina eignaraðild að félag- inu og muni hverfa frá öllum stjórnunarstörfum. Einnig segir í tilkynningunni að Útgerðarfélag Reykjavíkur og tengd félög fari nú með um 46,26% af heildarhlutafé í Brimi. Hluthafafundur Brims er haldinn á morgun. Morgunblaðið/Hari KG Fiskverkun keypti hluti í Brimi og seldi í Kristjáni Guðmundssyni. Eignarhald Hjálmars og Guðmundar aðskilið „Þegar við lendum í þessum vand- ræðum að geta ekki leigt kvóta en höfum stólað á það getur það leitt til þess að hver útgerðin á fætur ann- arri einfaldlega stöðvast á þessu fiskveiðiári, þar sem menn hafa ekki ýsukvóta og geta ekki farið á sjó og náð eingöngu þorski,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Lands- sambands smábátaeigenda. Hann segir fiskveiðiárið verða erfitt fyrir útgerðir í krókaaflamarkskerfinu þar sem veiðiheimildir í ýsu eru fimmtungi minni í kerfinu en síðasta fiskveiðiár. Breyttar aðstæður „Þorskveiðikvótinn var aukinn og eru um 4% meiri heimildir í þorski. Þegar línuveiðar eru stundaðar er mjög blandað þorskur og ýsa. Þá er alveg ljóst að það þarf að forðast dá- lítið ýsuna núna og miðað við ráð- gjöf Hafrannsóknastofnunar mátti gera ráð fyrir minni ýsu, en það hef- ur komið mun meiri ýsa en und- anfarin ár. Þess vegna hefur bát- unum gengið verr að vera nánast eingöngu í þorski og það gengur mjög hratt á veiðiheimildirnar í ýsu hjá þeim. Núna á fyrsta fjórðungi [fiskveiðiársins] voru þeir búnir að veiða um 54% af veiðiheimildunum. Þessi tala í fyrra var 43%,“ útskýrir Örn. „Það sem gerir þetta enn erfiðara er að það er engan ýsukvóta að fá. Hann var skorinn niður um fjórð- ung hjá öllum og stærri skipin eru lítt aflögufær með ýsu. Þess vegna geta krókaaflamarksbátarnir ekki stólað á það að geta leigt ýsukvóta eins og undanfarin ár til sín,“ bætir hann við. Þá hefur skortur á veiði- heimildum einnig haft þær afleið- ingar að leiguverð hefur hækkað til muna. Spurður hvort þetta geti orðið til þess að bátar verði í fastir í höfn þar sem þeir geta ekki treyst því að veiða eingöngu þorsk, svarar fram- kvæmdastjórinn því játandi. Hann segir rekstraraðila grípa til allra ráða til þess að leysa þá stöðu sem upp er komin, en leit að svæðum með minni þorsk er lílega til þess fallin að auka rekstrarkostnað og gefa af sér afurð sem fæst minna fyrir. „Menn fóru til dæmis seinna af stað núna en í fyrra. Þá verður að vega það dálítið hversu langt er hægt að sækja þorsk til þess að komast út úr ýsunni. Oft leiðir það líka til þess að farið sé á þessa bletti þar sem er engin ýsa, eða telja að sé lítið um ýsu, en þá leiðir það til þess að þorskurinn er verri og ekki eins verðmætur. Þannig að þetta leiðir af sér margvísleg vandamál.“ Hefði getað skort meira „Þegar þetta krókaflamarkskerfi fór af stað var ekki reiknað með að menn myndu veiða eins mikið af ýsu og þeir gerðu og undanfarin ár hef- ur alltaf verið leigður kvóti frá afla- marksskipunum,“ segir Örn og bendir á að á síðustu tíu árum hefur rekstraraðilum í krókaaflamarks- kerfinu verið úthlutað um 15% af ýsukvótanum en flotinn hefur veitt milli 25% til 30% af allri ýsu. „Við höfum rætt þetta við núver- andi sjávarútvegsráðherra, og ein- hverja tvo eða þrjá ráðherra þar á undan, um að þetta yrði metið til aflareynslu hjá krókaaflamarksbát- unum. Því það er ljóst að þessi afli veiðist ekki í aflamarkskerfinu held- ur veiðist þetta í krókaaflamarkinu. Það er núna komin tíu ára samfelld reynsla af þessu og þá finnst okkur eðlilegt að það sé tekið tillit til þess í úthlutun, en það þarf lagabreytingu til,“ útskýrir framkvæmdastjórinn. Hann bendir þó á að ráðherra hafi farið í breytingar á aflareglu í sum- ar og að ef það hefði ekki verið gert hefði skorturinn verið um sex þús- und tonnum meiri „og það er sá afli sem okkur vantar inn í kerfið núna. Það er slæmt að ekki hafi orðið meiri umræða um þetta þá.“ Þá segist Örn bíða spenntur eftir nýjum niðurstöðum úr skoðunum Hafrannsóknastofnunar og að hann voni að það sýni að það sé betri ástand á ýsunni heldur en talið var við upphaf fiskveiðiársins. „Það yrði þá grundvöllur fyrir ráðherrann að íhuga það að auka ýsukvótann.“ Rekstur útgerða gæti stöðvast Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Kerfislægur skortur á ýsu- kvóta gæti stöðvað þorsk- veiðar útgerða í krókaafla- markskerfinu. Það veiðist mikið af ýsu um þessar mundir og ekki er mikill kvóti til leigu. Morgunblaðið/Kristinn Benedikt Línubátar hafa sótt í þorskinn en ýsa er óhjákvæmilegur fylgifiskur veiðanna og veiðist mikið af henni, en verulegur skortur er á aflaheimildum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.