Morgunblaðið - 11.12.2019, Side 4
FYLGIHLUTURINN
Það er hálfgerð synd að skjalatöskur
skuli ekki hafa sama sess í atvinnulíf-
inu í dag og þær höfðu fyrir nokkrum
áratugum. Þurfa önnum kafnir menn
og konur ekki lengur að burðast með
pappíra, stílabækur og bréfabindi því
þeim hefur verið skipt út fyrir netta
tölvu og snjallsíma. Svo kallar vinnu-
vistfræðin á að nota frekar bakpoka,
eða a.m.k. tösku með ól sem sveifla
má yfir öxlina og þannig létta burðinn
á meðan skotist er á milli funda og
fyrirtækja – helst hjólandi eða á raf-
hlaupahjóli.
Rimowa kemur til bjargar, eins og
svo oft áður, með því að dusta rykið af
sígildri skjalatösku þessa þýska
ferðatöskuframleiðanda. Rétt eins og
ferðatöskurnar frægu er skjalatask-
an gerð úr grjóthörðu áli sem ætti að
þola jafnvel erfiðustu samningalotur.
Að utan er taskan húðuð með gylltum
lit en fóðruð að innan með svörtu
ítölsku leðri. Takmarkað upplag fer á
markað og kostar stykkið 1.800 dali
eða tæplega 220.000 kr. áður en búið
er að bæta sköttum og öðrum gjöld-
um ofan á verðið. ai@mbl.is
Skjalataska
sem segir
öllum hver
ræður
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2019FRÉTTIR
Eitt mesta úrval landsins
af bor- og snittvörum
Nýlega voru gerðar skipulags-
breytingar hjá Regin þar sem allt
eignasafn félagsins á sviði versl-
unar og þjónustu var sett undir eitt
svið. Baldur Már Helgason mun
stýra þessu sviði en undir það
heyra m.a. Smáralind, Hafnartorg,
Garðatorg og Hólagarður þar sem
allt iðar nú af lífi í aðdraganda jóla.
Hverjar eru helstu áskoranirnar í
rekstrinum þessi misserin?
Umhverfismál eru án vafa
stærsta áskorun samtímans. Fyrir-
tæki verða að axla ábyrgð á um-
hverfismálum og vinna að því að
lágmarka umhverfisáhrif af sínum
rekstri. Í fasteignageiranum eru
fjölmörg tækifæri til að gera betur.
Sem dæmi er fjárfesting Regins í
ýmsum orkusparandi lausnum að
leiða til lægri rekstrarkostnaðar
fyrir okkar viðskiptavini og bætt
sorpflokkunaraðstaða að lækka
sorpkostnað viðskiptavina okkar
samhliða því að minnka umhverf-
isspor fyrirtækjanna. Samgöngu-
mál skipta viðskiptavini okkar einn-
ig sífellt meira máli, þ.e. aðgengi
starfsmanna þeirra og viðskipta-
vina að almenningssamgöngum,
rafbílahleðslum og góðri aðstöðu
fyrir hjólreiðafólk og er þessi þátt-
ur orðinn mikilvægur við mat á nýj-
um fjárfestingarkostum hjá félag-
inu.
Hver var síðasta ráðstefnan
sem þú sóttir?
Reginn og Deloitte héldu ráð-
stefnu fyrir mánuði í Hörpu þar
sem skoðuð voru frá ýmsum hliðum
samstarfsverkefni opinberra aðila
og einkaaðila í fasteignarekstri. Þar
voru m.a. kynnt innlend verkefni
eins og Egilshöll þar sem Reginn á
og rekur fótboltavöll, skautasvell
og fimleikahús ásamt því að einka-
aðilar eins og World Class, Keilu-
höllin og Hæfi eru þar með starf-
semi og þannig næst hagræðing og
tækifæri til aukinna tekna af fjár-
festingunni. Einnig kynnti sérfræð-
ingur Deloitte frá Danmörku fjöl-
breytta reynslu Dana af svona
samstarfsverkefnum, t.d. við upp-
byggingu og rekstur sundlauga,
bílastæðahúsa, skóla og fleiri verk-
efna.
Hugsarðu vel um líkamann?
Reyni eftir fremsta megni að
hreyfa mig nokkrum sinnum í viku,
sem mest utandyra og í skemmti-
legum félagsskap. Einnig mikilvægt
fyrir mig að fá góðan nætursvefn.
Þegar svefn og hreyfing eru í jafn-
vægi virðist mataræðið sjálfkrafa
verða fjölbreyttara og hollara.
Hvað myndirðu læra ef þú fengir
að bæta við þig nýrri gráðu?
Hef lengi haft áhuga á skipulags-
málum og hefði gaman af því að fá
tækifæri til að læra meira á því
sviði.
Hvaða kosti og galla sérðu
við rekstrarumhverfið?
Það er mikið af tækifærum tengd-
um ýmsum samfélagsbreytingum,
t.d. breytingum í samgöngum, fjölg-
un eldra fólks, breyttum neyslu-
venjum og áherslu á umhverfismál.
Það er gaman að vinna að þannig
breytingum á fámennum en kvikum
markaði þar sem lífskjör fólks eru
með þeim bestu í heiminum. Hins
vegar er grátlegt að mikið af þeim
vandamálum sem íslensk fyrirtæki
búa við eru heimatilbúin og draga úr
samkeppnishæfni landsins. Er ég þá
að hugsa um atriði eins og óvenju há
launatengd gjöld, hæstu fasteigna-
gjöld Norðurlandanna, séríslenskan
bankaskatt og auðvitað minnsta
gjaldmiðil í heimi. Nauðsynlegt að
hafa þetta í huga þar sem íslensk
fyrirtæki eru flest hver í alþjóðlegri
samkeppni, ekki síst um framúr-
skarandi starfsfólk. Ísland er í sam-
keppni við helstu stórborgir heims-
ins þegar kemur að búsetu ungs
fólks í dag og því mikilvægt að ís-
lensk fyrirtæki geti boðið fólki upp á
spennandi og samkeppnishæft
starfsumhverfi.
SVIPMYND Baldur Már Helgason framkvæmdastjóri verslunar og þjónustu hjá Regin
Atvinnulífið látið bera hæstu
fasteignagjöld á Norðurlöndum
Morgunblaðið/RAX
NÁM: Menntaskólinn á Akureyri 1996; Háskóli Íslands, CS í véla-
og iðnaðarverkfræði, 2000; próf í verðbréfaviðskiptum.
STÖRF: Íslandsbanki, fjárfestingastjóri á fyrirtækjasviði á skrif-
stofum bankans á Íslandi, í Kaupmannahöfn og í New York frá
2000 til 2009; Auður Capital, sjóðsstjóri við framtaksfjárfestingar
2009 til 2016; framkvæmdastjóri Eyju fjárfestingafélags 2017-
2019; framkvæmdastjóri hjá Regin frá febrúar 2019.
ÁHUGAMÁL: Hef brennandi áhuga á viðskiptum, fyrirtækjarekstri
og fjárfestingum og get gleymt mér við lestur frétta, viðtala og
greininga sem tengjast viðskiptalífinu. Auk þess hef ég gaman af
hvers kyns útivist, t.d. gönguferðum, hjólreiðum og skíðum, reyni
að stunda þetta með fjölskyldunni eða góðum vinum.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Kvæntur Svanhildi Sigurðardóttur mark-
aðsstjóra, eigum saman þrjú börn á aldrinum 8-17 ára.
HIN HLIÐIN
ÖKUTÆKIÐ
Það segir heilmikið um hversu vel
hönnuðum Nissan GT-R tókst til í
fyrstu atrennu að þessi japanski
sportbíll hefur tekið sáralitlum
breytingum frá því hann kom fyrst
á markað árið 2007. Hann sker sig
úr hópnum og er skemmtilega jap-
anskur í útliti, mikið tækniundur
en samt ögn hrár og grófur og fyr-
ir vikið ökutæki sem býður upp á
óspillta akstursupplifun. GT-R hef-
ur elst vel og höfðar ennþá sterkt
til þeirra sem vita hvað þeir vilja í
bílakaupum.
Nú hefur ný sérútgáfa lítið
dagsins ljós, GT-R50, sem fram-
leidd verður í aðeins 50 eintökum.
Hönnunarfyrirtækið Italdesign og
Nissan snúa saman bökum í þessu
verkefni og byggja á hugmyndabíl
sem var fyrst sýndur árið 2018 og
átti að fagna 50 ára afmæli bæði
Italdesign og Nissan Skyline-
merkisins. Sérútgáfan kostar um
tífalt meira en venjulegur GT-R en
þeir sem treysta sér til að reiða
fram um 1,2 milljónir dala fyrir
bílinn fá í staðinn 711 hestafla V6-
skrímsli sem ítölsku hönnuðirnir
hafa fínpússað að utan til að gera
fagran bíl enn meira spennandi.
ai@mbl.is
Nissan GT-R50 er bíll sem margur safnarinn myndi gjarnan vilja eignast.
Nissan sem kemur
hjartanu af stað
Baldur segir grátlegt
að mörg af þeim
vandamálum sem
íslenskt atvinnulíf glím-
ir við eru heimatilbúin.