Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.12.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.12.2019, Blaðsíða 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.12. 2019 Rannsóknir sýna að jólin eru ákaflegastreituvaldandi. Yfirleitt setur fólk þauí eitt af fimm efstu sætunum yfir það sem veldur því stressi. Reyndar eru það ekki jólin sjálf sem taka okkur á taugum heldur undirbúningurinn og allt sem þarf að græja fyrir þessa miklu hátíð. Það þarf að laga til. Það eru einhverskonar óskráð lög að það þarf allt að vera í toppstandi, jafnvel staðir sem enginn á eftir að skoða. Svo þarf náttúrlega að vera með matinn á hreinu og passa upp á að það sé allt tilbúið til að eng- inn fríki út yfir því að það vanti rauðkál eða grænu baunirnar séu ekki af réttri tegund. Eldamennskan þarf að vera fullkomin svo allir fái bragðið af jólum fortíðar og allt verði ná- kvæmlega eins og það hefur alltaf verið. Jólasiðirnir eru líka mikilvægir. Þeir veita okkur öryggi og eru eitthvað sem við leitum alltaf í á jólunum. Jólaskrautið þarf að vera á sínum stað og seríurnar. Maður minn. Ég veit ekki hvaða glæpamaður fann upp það kerfi að láta heilar seríur slökkva á sér ef ein pera bilar en mér finnst líklegt að hann eyði desember í einu samfelldu hikstakasti. Svo koma jólin og þau eru dásamleg. Sam- veran, kertaljós, maturinn og allt sem fylgir. En samt er stór streituvaldur ennþá eftir. Jólagjöfin til þeirra sem skipta mann mestu máli. Síðustu daga höfum við Siggi, sem er með mér í síðdegisþættinum á K100, verið að safna sögum af jólagjöfum. Þær eru mjög merki- legar og sýna hve miklu máli skiptir að finna réttu gjöfina. Og reyndar hversu karlmenn geta verið miklir bjánar þegar kemur að því að velja gjöf handa konum sínum. Þær eru nefnilega nokkrar sögurnar um menn sem hafa gefið ástinni sinni hand- ryksugur, baðvigt eða topplyklasett. Án þess að það hafi komið nálægt neinum óskalista. Minnir reyndar aðeins á bróður minn sem gaf mér alltaf eitthvað sem hann langaði í og spurði áður en ég náði að opna hvort hann gæti ekki örugglega fengið þetta lánað. Svo eru reyndar fleiri en ein saga þar sem menn hafa ákveðið að það væri góð hugmynd, að fyrsta gjöf þeirra, á fyrstu jólum með tengdaforeldrum sínum, væri hjálpartæki ást- arlífsins. Það flokkast sennilega undir áhættu- hegðun. En margar sögurnar segja líka frá gjöf- unum sem heppnast og gleymast ekki. Gleðinni sem fylgir því þegar jólagjöf hittir í mark. Það er alveg satt að það er sælla að gefa en þiggja. Þó að hitt sé náttúrlega fínt líka. Við vitum það líka að stór hluti jóla- gjafa er óþarfi. Hlutir sem okkur vantar ekki og höfum í raun enga sérstaka þörf fyrir. Og í rök- réttum heimi sætum við sennilega í hring og millifærðum hvert á annað til að tryggja að gjöfin nýttist sem allra best og við gætum ákveðið hana sjálf. En svo er nú það, að það er lítið spennandi og huginn á bak við gjöfina vantar. Gjöfin er nefnilega tákn um vináttu og hlýju. Hún þarf ekki að vera dýr, með einhverju flottu merki eða úr fínni búð. Hún þarf bara að vera heiðarleg tilraun til að gleðja og vera gef- in af góðum hug. Og svona í lokin: Það er sjaldnast góð hug- mynd að draga þetta fram á Þorláksmessu, skvetta aðeins í sig og redda þessu þá. Það er sennilega fullreynt. ’Svo koma jólin og þau erudásamleg. Samveran, kerta-ljós, maturinn og allt sem fylgir.En samt er stór streituvaldur enn þá eftir. Jólagjöfin til þeirra sem skipta mann mestu máli. Á meðan ég man Logi Bergmann Eiðsson logi@mbl.is Hin fullkomna jólagjöf Bílar Elsku Ingveldur, til hamingju með að hafa verið skipuð hæsta- réttardómari og þú akkúrat á tímamörk- unum til að byrja nýtt tíu ára tímabil. Þú ert búin að ljúka svo mörgu, lagfæra svo margt skref fyrir skref að þinn tími var svo sann- arlega kominn að stíga í þessa pontu. Í gegnum tíð- ina hefurðu breytt lífi fólks og reynt að gefa af þér eins og frekast þú getur. Þú ert hlý, trú og trygg þínum og gefur þér þann kraft að leyfa þér að breyta um skoðun á manneskjum eða mál- efnum ef þykja þarf. Þetta er mikil dyggð, sérstaklega ef við skoðum næstu tíu árin hjá þér. Þetta verða svo sannarlega bestu árin sem þú hefur lifað svo þú getur leyft þér að hlakka til. Það verður mikill hraði á árinu 2020 og sjálfsögðu munu einhverjir hafa horn í síðu þinni en það er bara partur af prógramminu, alveg sama hvar maður er í þjóðfélaginu. Þú hefur unnið þig upp með orku íþróttamannsins frá unga aldri og hefur hæfileika kamel- ljónsins, þú lagar þig að öllum að- stæðum sem þú ert sett í. Orð- heppni er sterkasta gjöfin þín og þú hefðir orðið dásamlega góður kennari (sem getur vel verið að þú hafir verið). Þú hefur þennan hæfi- leika að fólk sem þú kennir skilur og skynjar vel það sem þú segir. Þú hefur svo einstaka þolinmæði, sérstaklega gagnvart unga fólkinu, að enginn mun gleyma þér, svo sterk eru áhrif þín. Þú hefur alltaf verið með ríka réttlætiskennd og stutt foreldra og fjölskyldumeðlimi meira en marg- ur og gerir allt sem þú getur skil- yrðislaust. Það er eitt annað. Þú hefur af- gerandi sterkt minni sem getur líka verið mínus vegna þess að þú hendir ekki frá þér nógu auðveldlega erf- iðum minning- um. Þú þarft að æfa þig í að fara út með ruslið í heilanum og henda sumum minn- ingum. Það gamla er búið og núna er núið. Talan þrír táknar líka að þú haf- ir fjölmarga hæfileika sem þú hef- ur kannski ekki skoðað nógu vel heldur eru þeir bara inni í skáp og teipað fyrir. Þú átt erfitt með að monta þig en mont og stolt eru systur svo þú mátt svo sannarlega hreykja þér á hæsta steininum fyr- ir ýmislegt skemmtilegt sem þú kannt. Þetta vita einungis þínir nán- ustu. Þú ert með gott fók í kring- um þig og hefur það djúpa innsæi að vita hverja þú getur treyst á, sem er mikilvægt, alveg sama hvaða starfi maður gegnir. Stjörnumerki Ingveldar er naut. INGVELDUR Þ. EINARSDÓTTIR NÝSKIPAÐUR DÓMARI VIÐ HÆSTARÉTT ÍSLANDS 29.4. 1959 Hlý, trú og trygg ’ Þú hefur unnið þigupp með orkuíþróttamannsins fráunga aldri og hefur hæfi- leika kamelljónsins, þú lagar þig að öllum að- stæðum sem þú ert sett í. á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.