Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.12.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.12.2019, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.12. 2019 J ólin eru á allra næsta leiti og notalegt að finna að maður hlakkar enn þá til. Vísdómsmaður varð forðum sakaður um það að vera barnalegur í ályktunum sínum. Hann brosti í kampinn og sagði að í sínum dal fyrir norðan hefði það verið haft fyrir satt að þeir sem væru barnalegir lungann úr lífinu gengju ekki í barndóm þótt í ellina kæmust. Tilhlökkunin er sjálfsagt aðeins önnur en var, þeg- ar pakkarnir voru í aðalhlutverki. Enn þá er þó skemmtilegt að opna pakka frá sínum nánustu, og þegar best lætur með sínum nánustu. Alla aðra daga ársins sækir fólk í tilbreytingu og fær dapurlega fljótt leiða á mörgu. En um jól og í aðdraganda þeirra er mikilvægast að allt sé eins og var síðast og þar og þar og þar áður. Hafi maður haft þann ósið að gera sumt á síðustu stundu og stefna því í óvissu að það hafist vill maður, eins og óafvitandi, gera það sama einnig á síðustu stundu núna. Og patið sem fylgir svo óskynsamlegum vinnubrögðum verður sérstakt fagnaðarefni. Þetta er nefnilega jólapatið okkar og það væri ekki allt með felldu ef það dúkkaði ekki upp í þetta sinn. Sá sem hér á hlut mun ekki viðurkenna það en hann veit það þó innst inni að jólapatið hans gengur upp af því að styrkari stoð heimilisins tekur ekki þátt í því. En það er reyndar líka hefðbundinn og ómissandi þáttur í aðdraganda jólanna að öryggisventillinn bregðist ekki nú frekar en fyrri daginn. Óspök spakmæli Talandi um gjafir þá segir eitt spakmælið að „hver sé sínum gjöfum líkastur“. Þetta hefur sannfærandi hljóm og okkur hættir til að taka spakmælum sem fara vel í munni eins og þau hafi verið undir smásjá og sannreynd af víðkunnum vísindamönnum. Kurteisi kostar ekki peninga, segir annað spak- mæli. En þau eru óteljandi dæmin sem sýna og sanna að kurteisin er mönnum dýrkeypt. Þeir sem gefa ekk- ert fyrir hana og fautast áfram á frekjunni, eigin- hagsmunum og óbilgirninni, sem eru samhent syst- kini, þurfa ekki að kvarta yfir veraldlegri fátækt, þótt snautt sé um annað. Spakmælið gengi betur upp þannig: Kurteisin gæti borgað sig ef hún kostar þig lítið sem ekkert. En það fer þó ekki fram hjá neinum að kurteisi vex marktækt eftir því sem dögunum til jóla fækkar og það ætlar sér enginn að græða á því. Þau eru svo mögnuð jólin. Við biðjum öllum gleði- legra jóla en erum ekki endilega með slíkar óskir uppi endranær. Sumardagurinn fyrsti og gleðilegt sumar eru á undanhaldi en páskarnir halda enn velli. Ekki óvænt gjöf En svo aftur sé vikið að fullyrðingunni um að hver sé sínum gjöfum líkastur, þá er ekki útilokað að Donald Trump hafi einmitt hugsað það þegar Pelosi þing- forseti rétti pakka í átt til hans í þetta sinn. Þing- forsetinn braut reyndar jólahefðirnar því hún var fyrir löngu búin að hrópa út hvað væri í pakka- ómyndinni. Ekki aðeins til nærstaddra heldur til bandarísku þjóðarinnar og reyndar heimsbyggð- arinnar allrar. Þar er „impeachmentið“ hrópaði hún. Frú Pelosi og liðsmenn hennar í Demókrataflokkn- um ákváðu raunar strax á fyrsta degi eftir kosningu forsetans í nóvember 2016 að kosningarnar væru ómark. Tugir þingmanna flokksins sýndu þann dóna- skap að mæta ekki við innsetninguna! Þeir sögðu ástæðuna vera þá að þeirra frambjóðandi hefði átt sigurinn vísan ef Trump og Pútín hefðu ekki gert eitt- hvað, sem enginn vissi þá hvað var og enn síður nú. Og í sömu svifum sannfærðu þeir sjálfa sig um að þessum forseta yrði að koma frá því hann hefði unnið með svindli. Sigur fenginn með svindli og svikum í samkrulli við erlenda valdhafa yrði að leiðrétta. Mueller ófundvísi Það mun vera rétt að Mueller saksóknari telur sig hafa fundið sannanir fyrir því að Rússar (og þar með Pútín) hafi eytt fjármunum í auglýsingar á vefmiðlum vestra til að hafa áhrif á kosningarnar. Engan hafði grunað að Rússlandsforseti væri aflögufær. En sem betur fer kom í ljós að menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af afkomu hans, því auglýsingaafskiptin voru svipuð því og að Pútín hefði auglýst fyrir 25.000 krónur íslenskar á DV-vefnum til að hafa áhrif á kosningar hér! Lengi vel keyptu illa mannaðar fréttaveitur þetta tal og blésu það upp. Meira að segja góðviljaðir menn hér uppi á Ísandi eltu fjölmiðlana vestra sem hafa alla daga frá kosningunum blásið í sömu lúðra og spuna- rokkar demókrata. Þeir hafa ekki séð neitt athuga- vert við það að ríkislögregla Bandaríkjanna og helstu leyniþjónustur tóku ekki aðeins þátt í leiknum heldur voru æðstu yfirmenn þeirra í hópi helstu leikara. Allt er þetta orðið mjög ógnvænlegt. Blindan skiljanleg En á hinn bóginn eru svo ólíkindaleg viðbrögð ekki óeðlileg. Vinir hins vestræna lýðræðis hafa með réttu treyst á Bandaríkin sem síðasta vígið gegn óvinum þess, ef annað þryti. Þeim hefur auðvitað þótt það al- gjörlega óbærileg hugsun að öflugustu stofnanir stór- veldisins, sem hafa ríkulegar heimildir til að fara sínu fram gagnvart borgurunum, hafi í allra efsta lagi þeirra sammælst um það að setja réttkjörinn forseta af fyrir heimatilbúnar sakir, málatilbúnað sem ekki stóð stafur fyrir. Stundum er vitnað til þess sem sannindamerkis að Manafort, maður sem enginn í þessu landi hafði heyrt nefndan fyrr en hann varð kosningastjóri Trumps í nokkra mánuði, hefði verið dæmdur í langt fangelsi eins og Bandaríkjamenn tíðka. En þessi maður var dæmdur fyrir fjármála- brask og undanskot frá skatti tæpum áratug áður en hann starfaði fyrir Trump í 3 mánuði eða svo! Sak- sóknarar handgengnir demókrötum í New York ákváðu að ákæra Manafort fyrir sömu sakir og alrík- isdómstóll hafði dæmt hann fyrir til að tryggja, eins og þeir sögðu, að Trump gæti ekki náðað hann vegna alríkisdómsins. Nú í fyrradag henti dómari þar mál- inu út með yfirlýsingu um að óheimilt væri að ákæra mann fyrir sama brot tvisvar og reyna að fá hann dæmdan aftur. Litla gula hænan í lögfræði. Allar forsendur skortir Manafort-harmleikurinn er miklu frekar tákn um vit- leysuna en sannindamerki um að Trump og Pútín hafi verið að bralla eitthvað, sem ekki snifsi bendir til. Þegar stofnað er til rannsóknar á forseta Banda- ríkjanna samkvæmt sérstakri heimild í stjórnarskrá þeirra hefur hingað til ætíð verið lagt upp úr að nokk- ur grundvallaratriði séu til staðar. Í fyrsta lagi að forsetinn sé á sínu síðara kjörtímabili svo að þjóðin sjálf eigi engan kost á að ná til hans eða taka með at- kvæði sínu afstöðu til ásakana á hendur honum. Þetta átti við Richard Nixon og Bill Clinton. Það á ekki við um Donald Trump. Í öðru lagi þá hefur ekki verið lögð fram tillaga um „impeachment“ fyrr en eftir rækilega rannsókn sérstaks saksóknara sem til- kynnt hafi þinginu um að forsetinn hafi brotið gegn þeim skilyrðum sem verða að vera fyrir hendi svo að Voldugustu samsær- ismenn reyndust ekki ósnertanlegir. Það er þakkarefni Reykjavíkurbréf20.12.19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.