Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.12.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.12.2019, Blaðsíða 18
Morgunblaðið/Árni Sæberg Hár- greiðslur fyrir jóla- boðin Katrín Sif Jónsdóttir, hárgreiðslukona á Sprey hár- stofu, sýnir okkur tvær hár- greiðslur sem hún gerði með vörum frá ástralska hár- vörumerkinu Kevin.Murphy. Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenninn@gmail.com Hárgreiðsla með liðum Fyrirsæta: Pálína Pálsdóttir Katrín byrjaði á því að þvo hárið með Angel.Wash og Angel.Rinse. Hún spreyj- aði Anti.Gravity-lyftingar- spreyinu í hárið og blés það þurrt. Hún krullaði svo hárið með keilujárni frá Hot Tools í miðstærð. Að lokum greiddi hún úr því og vafði borðanum með hárinu. Doo.Over var spreyjað í liði hársins til að fá þá umfangsmeiri og óreglulegri. V algerður er mikil veiðikona og hefurveitt lax frá því hún var barn. Hún býrmeð unnusta sínum, Gabríel Þór Gísla- syni, og tveimur börnum sínum í glæsilegri íbúð í Reykjavík. „Foreldrar mínir stofnuðu Lax-á áður en ég fæddist svo veiðin hefur alltaf átt mjög stóran hluta af hjarta mínu frá því ég man eftir mér og alltaf fylgt mér. Ég er rosalega mikið náttúru- barn og líður best úti, helst á hreyfingu. Ég hef unnið lengi hjá Lax-á og í öðrum verkefnum tengdum útivist. Ég var til dæmis í þáttum á BBC sem eru nú sýndir á Netflix, gerði mynd með Yeti sem er kanadískt fyrirtæki sem gerði mynd með mér og dóttur minni í Grænlandi og hef svo unnið t.d. með útivistarmerkjum, t.d. 66 Norður, Nobis, Patagonia, Loop og fleirum, í einstaka verkefnum. Það hefur ýmislegt komið upp sem vindur svo upp á sig.“ Nýtur aðventunnar í barneignarleyfi Vala er opin fyrir því hvert lífið tekur hana. „Ég hef einnig haldið úti umræðuvef og ver- ið að sýsla í tengslum við það. Um þessar mundir nýt ég þess að vera í fæðingarorlofi sem mér finnst einstaklega dýrmætt. Að geta verið heima að undirbúa jólin með fjölskyld- unni.“ Völu finnst gaman að vera fín yfir hátíðina og þakkar jólakettinum fyrir að minna sig á mikilvægi þess að fá eitthvað nýtt fyrir jólin. „Jólin eru að mínu mati tíminn til að klæða sig upp á. Það er auðvitað gaman að finna sér jólakjól svo jólakötturinn nái manni ekki. Ætli það sé ekki hugmynd sem er innprentuð í mann ennþá frá barnæsku. Það er líka mikill hátíðarbragur yfir því að vera vel tilhafður og gefa sér tíma til þess að hugsa um sjálfan sig og njóta þess eins og maður getur yfir hátíð- irnar.“ Veiðir þú í matinn fyrir jólin? „Ég veiddi oft rjúpur fyrir jólin og lax og gerði graflax og reykti nokkur flök. Þar sem ég er nú nýfarin að vera með hamborgarhrygg „Jólin sem mér þykir vænst um“ Valgerður Erla Árnadóttir er mikið fyrir jólin. Hún segir dýrmætustu jól sem hún hefur upplifað þau jól þar sem allt fór úrskeiðis. Þá hafi mikið verið hlegið og glatt verið á hjalla enda snúist jólin um að vera með þeim sem maður elskar mest. Elínrós Líndal elinros@mbl.is Heimili Valgerðar er fallegt fyrir jólin. Valgerður ásamt Gabríel Þór og börn- um þeirra tveimur. Valgerður segir að jólin séu tími til að klæða sig upp á. 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.12. 2019 LÍFSSTÍLL

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.