Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.12.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.12.2019, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.12. 2019 LÍFSSTÍLL Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Fagnaðir Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. PINNAMATUR Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, klárt fyrir veisluborðið. BOTN 1 dl pekanhnetur 2 dl möndlur 6 ferskar döðlur, muna að taka steinana úr 2 tsk. kókosolía, bragð- og lyktarlaus salt FYLLING 3 dl kasjúhnetur 8 ferskar döðlur, muna að taka steinana úr ½ dl hlynsíróp, má vera minna ef vill 1 dl kókosolía 1 dl rjómaostur, t.d. Oatly smurosturinn 2 dl kókosmjólk í dós, þykki hlutinn 1 tsk. vanilludropar 1 tsk. sítrónusafi salt 3 dl vatn 1 tsk. agar-agar duft KARAMELLUKREM ½ dl hlynsíróp ½ dl kókossykur eða hrásykur ½ dl kókosolía 1,5 dl kókosmjólk í dós, þykki hlutinn 1 tsk. vanilludropar salt Setjið hneturnar í matvinnsluvél og blandið þar til þær eru nokkuð fínmalaðar. Bætið döðlum, kók- osolíu og salti út í og blandið þar til deigið festist saman. Leggið smjörpappír í botninn á hringlaga smelluformi. Þrýstið deiginu vel niður í formið svo það þeki allan botninn. Geymið botninn í kæli meðan fyllingin er útbúin. Til að útbúa fyll- inguna, kælið kók- osmjólkina en þá skil- ur hún sig og þykki hlutinn situr efst en þunnkenndur vökvi neðst. Setjið vatn og agar- agar-duft í pott og hit- ið að suðu. Setjið hin hráefnin í matvinnsluvél og blandið þar til silki- mjúkt. Þetta getur tekið nokkrar mín- útur. Hellið næst agar- agar-blöndunni út í og blandið áfram í smá stund. Hellið fyllingunni yf- ir botninn og geymið í kæli meðan kara- mellukremið er útbú- ið. Til að búa til krem setjið öll hráefnin í pott og sjóðið í um 10-15 mínútur þar til karamellan hefur dökknað og þykknað. Gott er að setja örlít- ið af karamellunni í glas og inn í frysti til að athuga hversu stíf hún er orðin. Smyrjið karamellu- kreminu yfir fyll- inguna og skreytið að vild, t.d. með söx- uðum pekanhnetum. Karamelluostakaka Dugar í 12 litlar bökur eða einn stóran hleif 400 g rauðrófa 1,5 tsk birkireykt salt, frá Saltverki 1 pakki Salty&Smoky oumph! 1 laukur 200 g gulrætur 400 g rófa 2 tsk. hlynsíróp 1,5-2 dl heslihnetur, malaðar 1,5-2 dl kasjúhnetur, malaðar 1 dl haframjöl Skerið rauðrófuna í smáa teninga og leggið í eldfast mót. Dreifið ol- íu yfir rauðrófuteningana, dreifið birkireykta saltinu yfir og blandið vel. Bakið við 180°C í um hálftíma. Rífið gulrætur og rófu á rifjárni og saxið laukinn smátt. Mýkið lauk, gulrætur og rófu á pönnu upp úr olíu. Bætið oumphinu út í og steikið í um 10 mínútur. Þegar rauðrófurnar eru bak- aðar eru þær settar í matvinnslu- vél ásamt grænmetinu og oump- hinu á pönnunni. Blandið saman (gott að nota pulse stillinguna) þannig að úr verði dökkbleikt mauk, sem heldur þó nokkrum grófleika og áferð. Takið nú blönduna og setjið aft- ur á pönnu. Steikið við miðlungs- hita í 5 mínútur og hrærið vel á meðan. Bætið hlynsírópinu út í. Setjið hneturnar og haframjölið í blender og hrærið þar til úr verð- ur fíngerð mylsna. Bætið hnetu- mylsnunni út á pönnuna og hrærið vel saman í nokkrar mínútur þar til öll blandan hefur fengið sama, dökkbleika litinn og er orðin vel þykk. Athugið að blandan þornar ekki mikið í ofni svo best er að ná henni nokkuð þurri á pönnunni. Þrýstið blöndunni niður í muff- insform úr sílikoni, eða mótið hleif. Bakið í ofni við 180°C í hálf- tíma (klukkutíma ef mótaður er hleifur). myndast – en þó með smá áferð. Hrærið frekar of stutt heldur en of lengi. Þurrristið kasjúhnetur á pönnu og setjið í blender ásamt hafra- mjöli. Blandið kasjúhnetunum og haframjölinu saman við grænmet- is-oumph blönduna. Nú á blandan að vera orðin mjög þykk. Leyfið henni að kólna örlítið og mótið hana svo í hleif. Smyrjið ofnfat með olíu og legg- ið hleifinn ofan í (einnig getur ver- ið gott að leggja smjörpappír í fat- HLEIFUR 1 laukur 400 g gulrætur 1⁄3 rauðkálshaus 1 grænmetisteningur 1 msk. hlynsíróp 1 pakki Salty&Smoky oumph 3 dl kasjúhnetur 1 dl haframjöl, glúteinlaust ef vill GLJÁI 2 dl púðursykur, eða hrásykur 2 msk. eplaedik 1 msk. tómatsósa 1 dl vegan-rjómi, t.d. soyatoo 2 tsk. dijon-sinnep Rífið lauk, gulrætur og rauðkál nokkuð smátt. Skerið oumph einnig tiltölulega smátt. Setjið grænmetið og oumph á pönnu og látið malla í hálftíma. Setjið grænmetistening og hlyns- íróp út í og smakkið til. Bætið við vatni eftir þörfum en reynið að hafa þetta nokkuð þykkt og þurrt. Þegar blandan hefur mýkst vel á pönnunni er hún sett í mat- vinnsluvél og hrærð í örskamma stund (gott er að nota pulse still- inguna) þar til þykkt mauk hefur ið). Fallegt er að skera rákir í hleifinn. Smyrjið gljáanum yfir hleifinn og bakið í ofni við 180°C í hálf- tíma. Í lokin má hækka hitann upp í 220°C og baka í 10 mín – fylgist með svo hann brenni ekki. Til að útbúa gljáann bræðið púðursykur og eplaedik saman í potti. Bætið síðan tómatsósu, veg- an-rjóma og sinnepi út í. Hrærið vel saman og látið malla þar til blandan þykknar. Ef afgangur er af gljáanum getur hann passað vel í sósu. Hamborgar-oumph Hangi-oumph

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.