Fréttablaðið - 05.12.2002, Page 8

Fréttablaðið - 05.12.2002, Page 8
5. desember 2002 FIMMTUDAGUR MIÐBÆRINN Íbúi í nýbyggingunni að Laugavegi 53B hefur kvartað yfir og kært meinta matarlykt sem hann segist berast inn í búð sína. Eru kærur hans nú til meðferðar hjá hlut- aðeigandi yfirvöld- um í höfuðborginni. Íbúinn festi kaup á tveimur íbúðum á efri hæðum hússins, braut niður veggi þar á milli og hreiðr- aði um sig. Honum líkar hins vegar ekki lyktin en innan tíðar verður opnað Hereford-steikhús á annarri hæð hússins. Íbúinn óttast einnig hávaða frá veitingahúsinu: „Ég veit ekki hvernig maðurinn getur kvartað yfir matarlykt frá okkur vegna þess að við erum ekki enn búnir að tengja eldavélina,“ segir Hannes Halldórsson, veit- ingamaður í Hereford-steikhúsinu, sem hyggst opna veitingastað sinn síðar í þessum mánuði. Örn Sig- urðsson, arkitekt nýbyggingarinn- ar að Laugavegi 53B, segir alltaf hafa verið gert ráð fyrir veitinga- stað á annarri hæð hússins. Íbúð- irnar á efri hæðum hefðu verið aukageta: „Þarna var gert ráð fyrir versl- unum á jarðhæð og veitingahúsi á annarri hæð; allt til að styrkja lífið í miðbænum. Fólk sem kýs að búa í miðbænum verður að sætta sig við matarlykt. Annars ætti það að búa út í sveit,“ segir arkitektinn en í bréfi sem hann hefur ritað vegna kæru íbúans segir meðal annars: „Endanlegt leyfi byggingaryfir- valda fyrir veitingarekstri Here- ford var veitt að undangenginni hljóðvistarúttekt...Ekki er gert ráð fyrir háværum hljómlistarflutn- ingi í tengslum við fyrirhugaðan matsölustað...Byggingin að Lauga- vegi 53B er við helstu miðborgar- götu Íslands. Um götuna aka hvern dag um 8 þúsund bílar í lágum gír. Á góðum degi, þegar ekki hreyfir vind, er því mikil útblástursmeng- un í bland við matarilm frá veit- ingastöðum, eldhúsum og útigrill- um vítt og breitt um svæðið.“ Í nýja Hereford-steikhúsinu er gert ráð fyrir 140 manns í sæti. Eig- andinn hyggst flytja inn hvítvín og rauðvín í stórum ámum, hella því yfir í könnur og bjóða fyrir bragðið matarvín á sama verði og tíðkast á meðalgóðum vínum í Ríkinu. Fer eigandinn þarna ótroðnar slóðir í sölu á vínum á veitingastöðum og væntir góðra undirtekta gesta sinna - og vonandi nágranna líka. eir@frettabladid.is SJÁVARÚTVEGUR Greinilegur áhugi er á íslenska kvótakerfinu meðal þeirra sem starfa í sjávarútvegi í Suður-Ameríku. Þetta kom fram á alþjóðlegum ráðherrafundi sem haldinn var í tengslum við fiskeld- is- og sjávarútvegssýningu Ex- popesca í Chile. Auk heimamanna frá Chile fluttu ráðherrar sjávarútvegs- mála í Perú, Færeyjum og á Ís- landi, auk aðstoðarutanríkisráð- herra Noregs, erindi og tóku þátt í almennum umræðum. Í Chile er um þessar mundir verið að vinna að endurbótum á fiskveiðistjórn- unarkerfinu, sem verið er að þróa í átt að kerfi sem er sambærilegt því íslenska. Á fundinum var greinilegur áhugi á að fræðast um hver reynsla Íslendinga hefur verið af kvótakerfinu. Fjölmenn viðskiptasendinefnd, með Árna M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra í farabroddi, var í Chile á dögunum. Útflutningsráð skipulagði ferðina í samstarfi við sjávarútvegsráðuneytið en rúm 10 ár eru síðan markaðssókn ís- lenskra fyrirtækja hófst í Chile. Óhætt er að segja að flest fyrir- tækjanna hafi síðan náð ágætri fótfestu í Chile fyrir vörur og þjónustu á sviði sjávarútvegs og fiskeldis. Markaðurinn er mjög áhugaverður fyrir íslensk fyrir- tæki, en bæði sjávarútvegur og fiskeldi hafa vaxið gífurlega í Chile síðustu tvo áratugina. ■ MEGA LENGJA SKÓLAÁRIÐ Sveit- arfélög geta tekið ákvörðun um að lengja skólaárið umfram þá 180 daga sem eru lögboðnir, að fengnu áliti skólanefndar og for- eldraráðs. Þetta er álit mennta- málaráðuneytisins, sem beðið var um að úrskurða um þetta efni. SAMRÆMDU PRÓFIN ÁKVEÐIN Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið prófdaga fyrir sam- ræmdu prófin í tíunda bekk næsta vor. Byrjað verður á prófi í íslensku 2. maí en endað á prófi í stærðfræði 12. maí. Upphaflega átti að ljúka próftörninni með prófi í náttúrufræði en víxlað var á því og stærðfræðiprófinu, sem átti að vera annað í röðinni. Alls er prófað í sex greinum. RJÚPURNAR Á ÞINGI Siv Frið- leifsdóttir umhverfisráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi sínu um aðgerðir til verndar rjúpna- stofninum. Samkvæmt því verð- ur bannað að flytja út, selja og bjóða rjúpur til sölu næstu fimm árin. VILJA SKOÐA REIKNINGANA Guðmundur Árni Stefánsson hefur, ásamt fleiri þingmönnum Samfylkingar, flutt frumvörp til breytinga á þingsköpum og lög- um um hlutafélög þess efnis að þingmenn eigi kröfu á upplýs- ingum um rekstur þeirra hluta- félaga sem eru í meirihlutaeigu ríkisins. Nú er ráðherrum og stjórnum aðeins skylt að veita upplýsingar sem koma fram í ársreikningum. MENNTAMÁL ALÞINGI Davíð Oddsson Halldóra Kristín Thoroddsen Ingibjörg Haraldsdóttir Páll Kristinn Pálsson Sigurður Pálsson Vigdís Grímsdóttir Fimmtudagskvöldið 5.desember kl. 20:00 lesa rithöfundarnir Brot af því besta í anddyri Borgarleikhússins Óskar Guðjónsson saxafónleikari og Davíð Þór Jónsson píanóleikari leika léttan jazz fyrir gesti. Veitingasala verður á staðnum. Kvartar yfir matar- lykt í miðbænum Kærur sendar. Arkitekt segir miðbæjarfólk verða að þola matarlykt. Veitingamaðurinn segist ekki einu sinni vera búinn að tengja eldavélina en ætlar að bjóða vín á sama verði og í Ríkinu. LAUGAVEGUR 53B Meintur ilmur úr steikhúsi vekur viðbrögð. „Fólk sem kýs að búa í mið- bænum verð- ur að sætta sig við matar- lykt. Annars ætti það að búa út í sveit.“ Íslenska kvótakerfið: Suður-Ameríkumenn áhugasamir um kerfið KVÓTAKERFIÐ Íslenska leiðin þykir áhugaverð meðal Suður-Ameríkumanna. Chilebúar vilja fræðast um reynslu Íslendinga af kvótakerfinu síðustu 18 árin. ORÐRÉTT EÐA SVONA HEIMILISTÆKI EINS OG TÓMAS INGI Á Að lokum vantar mig uppþvottavél! Sigurður Kári Krist- jánsson, piparsveinn. Viðskiptablaðið, 4. desember. KALLAR Á AÐGERÐIR Íhaldið hefur alltaf verið karl- rembusvínastía og það breytist ekki nema með hormónagjöf. Ásgeir Hannes Eiríksson um prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík. DV, 4. desember. HVER ÆTLI SÉ MEÐ UMBOÐIÐ? ClarinsMen húðsnyrtilínuna fyrir karlmenn. Hreggviður Jónsson, forstjóri Pharmanor, segir hvað hann vill í jólagjöf. Viðskiptablaðið, 4. desember. HAPPDRÆTTI Rekstraraðilar spila- kassa segjast ekki geta sagt til um hversu háar fjárhæðir eru greiddar í vinninga. Þetta segir dómsmála- ráðuneytið í svari til Rannveigar Guðmundsdóttur alþingismanns. Í fyrra námu tekjur Íslenskra söfnunarkassa sf. (ÍS) og Happ- drætti Háskóla Íslands (HHÍ) af spilakössum samtals 2,2 milljörð- um króna, 1303 milljónir hjá ÍS og 925 milljónir hjá HHÍ. Hagnaður- inn nam samtals 1378 milljónum króna. Eingöngu er gerð grein fyrir þeim vinningum sem greiddir eru út vegna svokallaðra silfur- og gullpotta í Gullnámu HHÍ. Þessir vinningar námu 275 milljónum í fyrra. Þessir Gullnámuvinningar eru sérstaklega gjaldfærðir hjá HHÍ. Þegar þeir og 475 milljóna króna rekstrarkostnaður hefur ver- ið dreginn frá 1202 milljóna króna heildartekjum sést að hagnaðurinn í fyrra af spilakössum HHÍ nam 452 milljónum króna. Hagnaður ÍS var mun meiri, eða 925 milljónir króna. Þá hefur 379 milljóna króna rekstrarkostnaður verið dreginn frá þeim 1303 millj- ónum sem eigendurnir fengu út úr kössunum. Að Íslenskum söfnunarkössum sf. standa Rauði krossinn, SÁÁ og Slysavarnarfélagið-Landsbjörg. ■ Spilakassar skiluðu 1,4 milljarða hagnaði: Vinningarnir leyndarmál MILLJARÐAMASKÍNURNAR Rekstrarkostnaður spilakassa var 854 milljónir í fyrra. Hagnaðurinn nam 1378 milljónum. Litið inn í paradís á Súfistanum í BMM, Laugavegi 18, fimmtudag 5. desember Einar Kárason: KK – þangað sem vindurinn blæs Pétur Gunnarsson: Leiðin til Rómar Thor Vilhjálmsson: Sveigur KK leikur tónlist af Paradís Dagskráin hefst kl. 20 og er aðgangur ókeypis og öllum heimill 8

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.